Morgunblaðið - 10.09.2021, Page 20

Morgunblaðið - 10.09.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 ✝ Þórgunnur Þórólfsdóttir fæddist 2. janúar 1950 á Ísafirði. Hún lést á hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Boðaþingi 2. sept- ember 2021. For- eldrar hennar voru Þórólfur Jón Eg- ilsson, rafvirkja- meistari og for- stjóri Raf hf. á Ísa- firði, f. 24. júní 1921, d. 26. apríl 1991 og Guðrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. sept- ember 1923, d. 28. maí 2008. Systkini Þórgunnar eru Gísli, f. 1947, d. 1962, Egill, f. 1948, Hall- dór, f. 1957, Sigrún, f. 1964 og Gísli Örn, f. 1967. Árið 1969 giftist Þórgunnur Magnúsi Árnasyni kjötiðnaðar- meistara, f. 23. maí 1947, þau skildu 1997. Þórgunnur og Magnús eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sesselja, f. 5. nóv- ember 1968, sonur hennar er Fannar Orri, f. 31. júlí 2011. 2) Guðrún, f. 19. febrúar 1978, maður hennar er Guðmundur Haukur Jóhannsson, f. 7. maí 1972, synir þeirra eru: Jóhann Örn, f. 21. febrúar 2012 og Kjartan Þór, f. 12. mars 2020. 3) Árni Vigfús, f. 9. apríl 1980, unnusta hans er Maria Magdalena Lewandowska, f. 20. júlí 1992, þeirra börn eru: Gabriel Andri, f. 25. apríl 2012 og Elísabet Lucja, f. 20. júní 2016. Þórgunnur fæddist og ólst upp á Ísafirði. Árið 1969 flutti hún ásamt eiginmanni og dóttur til Keflavíkur. Síðar fluttu þau í Hofslundinn í Garðabæ þar sem þau höfðu byggt draumahúsið sitt saman. Þórgunnur hóf þá nám í Fósturskóla Íslands og vann lengst af sem fóstra, leik- skólastjóri og svo dagmamma. Þórgunnur var handlagin og listræn og um tíma kenndi hún tréútskurð á Ísafirði á vegum Tréskurðarskóla Hannesar Flosasonar. Árið 1997 skildi svo leiðir Þórgunnar og Magn- úsar og bjó hún í Kópavogi þar til hún flutti í Grafarvoginn til að vera nálægt börnum sínum og barnabörnum, en síðustu tvö árin bjó hún á Hrafnistu í Boða- þingi. Útför Þórgunnar fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 10. september 2021, klukkan 13. Elsku mamma, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þó svo þú værir búin að vera lengi veik þá er söknuðurinn engu minni. Þær eru margar minn- ingarnar sem poppa upp á þessum tímamótum, heimalær- dómurinn, kvöldin við prjóna- vélina, útilegurnar, steikti fisk- urinn, föndurhelgarnar fyrir jólin og að byggja með Lego. Þú varst dugleg að hvetja mig í því sem mig langaði að gera. Þú hvattir mig til að fara í ferðalag til Ástralíu, aleina með bakpokann minn og flugmiða fram og til baka. Þetta var löngu fyrir tíma netsins, þar sem þú gast ekki haft samband við mig, ég þurfti að hringja reglulega til að láta vita af mér. Þú varst kletturinn minn í mín- um veikindum, þrátt fyrir þín veikindi. Ég var alltaf svo glöð að þú værir fóstra því eins og þú þá elskaði ég börn. Að kíkja til þín á dagheimilið eða þegar húsið var fullt af dagmömmu- krílum og ég að hjálpa þér eftir skóla. Nú veit ég hvað þetta hefur verið erfitt en gefandi starf. Svo breyttist allt, þú greindist með parkinsons. Þetta var áfall fyrir okkur báð- ar, þetta var stórt verkefni sem lagt var á þig og eftir að sjónin fór að gefa sig þá var orðið erf- itt að vera heima þrátt fyrir að- stoð. Það var því mikill léttir þegar þú fluttir í Boðaþingið og við vissum af þér á öruggum stað. Ég held mér sé óhætt að segja að árið 2011 hafi verið með þeim stærri í seinni tíð. Loksins voru barnabörn vænt- anleg og ekki bara eitt heldur þrjú. Þú talaðir alltaf um Skytturnar þrjár eða þrí- burana, svo komu strákarnir þínir þrír allir á nokkrum mán- uðum og síðan eru tveir sól- argeislar búnir að bætast í hóp- inn. Ég elska þig óendanlega mikið elsku mamma, hlauptu og hoppaðu um í nýju heimahög- unum, rifjaðu upp alla björtu litina sem þú elskaðir og njóttu með vinum þínum (þú veist hverja ég á við). Þú verður allt- af í hjörtum okkar Fannars Orra. Þín dóttir Sesselja (Silla). Það er með sárum söknuði sem við kveðjum æskuvinkonu okkar Þórgunni. Við eigum ótal dýrmætar minningar frá uppvaxtarárunum á Ísafirði, m.a. inni- og útileikjum eins og þá tíðkuðust allan ársins hring, og samfylgd í gegnum barna- og gagnfræðaskólann. Æskuheimili Þórgunnar á Hlíðarvegi 5 stóð okkur ætíð opið og spiluðum við gjarnan á spil í stofunni eða spjölluðum um heima og geima. Alltaf tók Guðrún móðir Þórgunnar á móti okkur með hlýju brosi þótt hún hefði í ótal horn að líta sem húsmóðir á fjölmennu heimili. Þangað var gott að koma og ósjaldan þegið mjólk- urglas og nýbakað bakkelsi við eldhúsborðið. Þá eru heim- sóknir í sumarbústað fjöl- skyldunnar í Tungudal minn- isstæðar. Þórgunnur var einstaklega trygglynd og einlæg í fram- komu og dýrmætt að eiga hana fyrir vinkonu. Eftir að grunnskólaárunum lauk lágu leiðir hvor í sína áttina eins og gengur en vináttuböndin héld- ust sterk. Við héldum reglu- bundnu sambandi bréfleiðis og símleiðis og fylgdumst þannig vel með því sem á dag- ana dreif hvor hjá annarri. Einnig náðum við að hittast af og til og eiga saman dýrmæt- ar stundir yfir kaffi og með- læti. Þá var Guðlaug Gunn- arsdóttir, Gullý, sem féll frá langt fyrir aldur fram, gjarn- an með okkur en hún var bekkjarsystir okkar og hluti af vinkvennahópi æskuáranna á Ísafirði. Þórgunnur þurfti að takast á við erfið veikindi til margra ára og dáðumst við að þolgæði hennar í þeirri baráttu. Hún átti góða að og voru börn hennar afar samhent í að styðja og hlúa vel að móður sinni og sjá til þess að hún fengi allan þann aðbúnað sem á þurfti að halda. Okkur fannst afar vænt um að hafa átt þess kost að hitta vinkonu okkar skömmu fyrir andlátið og geta haldið í hönd hennar og þakkað fyrir vin- áttu og samfylgd alla tíð. Við sendum fjölskyldu Þór- gunnar okkar einlægustu sam- úðarkveðjur vegna missis ást- kærrar móður, ömmu og systur. Guðrún Kristjana og Eyrún Ísfold. Þórgunnur Þórólfsdóttir Sigrún Gísladóttir Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar Sigrún Gísladóttir stóð á tröppunum við Öldutúnsskóla og bauð okkur 12 ára nemendur velkomna í skólann. Við stóðum í röð og horfðum upp til hennar, ég hafði aldrei áður séð konu jafn beina í baki og geislandi fallega. Sigrún kenndi okkur stærðfræði og var afburðakennari, hélt uppi miklum jákvæðum aga. Það var stutt í brosið og léttleikann, hún naut þess að kenna. Mér er það minnisstætt hversu oft Sigrún sagði við okkur nemendurna, „stelpur og strákar, standið ykk- ur vel í skólanum og lífinu“. Þegar ég kom heim úr skólanum og móðir mín spurði hvernig nýi kennarinn væri man ég að ég svaraði „ hún er eins og drottn- ing“. Leiðir okkar Sigrúnar lágu svo aftur saman þegar hún tók við sem skólastjóri Flataskóla 1984 en sjálfur hóf ég störf fyrir Garða- bæ 1980. Í Sögu Garðabæjar eftir Steinar J. Lúðvíksson er gerð góð grein fyrir því mikla umbótastarfi sem Sigrún stóð að í Flataskóla, en hennar markmið var „að nem- endum og starfsfólki liði vel í skól- anum þar sem það leiddi augljós- lega til góðs skólaanda og að frjóu skólastarfi“. Verkefnin í Flata- skóla vöktu mikla eftirtekt í skólasamfélaginu. Sigrún hlaut verðskuldað fálkaorðuna fyrir störf að málefnum grunnskóla. Það sem einkenndi Sigrúnu var hversu hrein og bein hún var í samskiptum. Við mig sagði hún eitt sinn „þú ert ágætur bæjar- stjóri en alveg varst þú ómögu- legur í fræðslumálunum“. Þegar ég var forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar átt- um við Sigrún sem skólastjóri í miklum samskiptum, samskipti sem við bæði mátum mikils. Við rifjuðum oft upp minningar frá árunum í Öldutúnsskóla. Eitt sinn fékk Sigrún það verkefni sem for- seti bæjarstjórnar Garðabæjar að taka á móti jólatré frá Asker, vi- nabæ Garðabæjar í Noregi. Sendiherra Noregs afhenti tréð við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi fólks var samankominn til að sjá ljósin tendruð. Skemmst er frá því að segja að Sigrún sagði þá á sinni óaðfinnanlegu sænsku „Vi kunde inte använda eran julgran eftersom den gick itu, så vi hit- tade istället ett stort och vackert träd i Heiðmörk naturreservat, men tack så mycket för eran väl- vilja (við gátum ekki notað jóla- tréð ykkar vegna þess að það brotnaði en í staðinn fundum við stórt og fallegt tré í Heiðmörk, þökkum þó einstakan velvilja ykkar)“. Það kom smá fát á sendi- herrann og hann byrjaði að fabú- lera um að Norðmenn hefðu jú plantað trjám í Heiðmörk á sínum tíma. Það ber að þakka fyrir framlag Sigrúnar til okkar samfélags. Hún var um árabil bæjarfulltrúi í Garðabæ, skólastjóri Flataskóla frá 1984-2004 og lét sér mjög annt um velferð íbúa Garðabæjar alla tíð. Síðustu árin var hún sérstak- lega vakin og sofin yfir sundlaug- inni okkar við Ásgarð, kom með góðar ábendingar um það sem betur mátti fara og fylgdi því vel eftir. Sigrún hafði mikla ánægju af því að synda, sagði það allra meina bót. Á 75 ára afmæli Sig- rúnar hélt ég tölu og rifjaði upp upplifun mína frá því í æsku þeg- ar ég sá hana sem drottningu og vildi nú við þetta tækifæri sæma hana með gullpeningi sem sundd- rottningu Garðabæjar það árið fyrir besta stílinn. Að þessu gat hún hlegið mikið. Ég fékk leyfi Sigrúnar að heimsækja hana á líknardeildina. Enn og aftur gátum við þá rifjað upp okkar góðu kynni af einlægni. Það var dýrmæt stund. Kennar- inn var ekki langt undan þegar hún strauk mér um vangann og sagði „stattu þig vel strákur“. Ég vil leyfa mér að votta, fyrir hönd okkar Garðbæinga, öllum aðstandendum samúð, megi minning Sigrúnar Gísladóttur lifa. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Sigrún mín dáin, horfin! Sigrún Gísladóttir hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Farðu vel mín kæra. Við Sigrún höfum þekkst frá barnæsku og höfum verið órjúf- andi vinkonur alla tíð. Fyrir svo stuttu rakst ég á Sig- rúnu á bílastæðinu við Landspít- alann við Hringbraut. Ég var að koma úr árlegri skoðun og hún á leiðinni í sína læknismeðferð. Hún var að svipast um eftir lausu bíla- stæði og var svo heppin að geta fengið mitt. Það var röð af bílum að bíða eftir bílastæði svo við höfðum ekki tíma til langs sam- tals, sögðum bara halló og hún flýtti sér inn á spítalann. Mér virtist hún geisla af lífs- krafti og ég fylltist von um að hún væri að komast yfir veikindi sín. Það var mér því mikið högg er ég frétti nokkru seinna að Sigrún væri komin á líknardeild Land- spítalans. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki tekið á heilli mér síðan. Það er svo margs að minnast úr vinskap okkar Sigrúnar. Við sát- um lengi saman í skóla, svo fórum við saman út á vinnumarkaðinn og 16 ára réðum við okkur til starfa á þeim fræga stað Lauga- vegi 11 og kynntumst þar sumum helstu verðandi listamönnum þjóðarinnar. Sigrún var með ein- dæmum glæsileg og margir lista- mannanna dáðust að fegurð henn- ar. Ég veit t.d. eftir áreiðanlegum heimildum að einn hinna ungu upprennandi listamanna var bál- skotinn í henni. En Sigrún hafn- aði öllu slíku. Síðan unnum við saman sem flugfreyjur hjá Loftleiðum í nokk- ur ár þar til alvara lífsins tók við og við héldum út á menntaveginn. Það munu aðrir verða til þess að rekja sögu Sigrúnar á sviði fræðslumála, sem hún hefur hlot- ið ótal viðurkenningar fyrir. Helstu samskipti okkar Sig- rúnar seinni hluta ævinnar hafa verið í gegnum frábæran sauma- klúbb okkar bestu vinkvennanna frá barnæskuárunum; Sigrúnar, Önnu Margrétar, Stínu, Boggu heitinnar og mín. Þar hefur hver stundin verið annarri skemmti- legri og sú síðasta var einmitt heima sjá Sigrúnu í vor þar sem að sjálfsögðu var boðið upp á allt það besta úr sælkeraheimi saumaklúbba. Það er því yndislegt að eiga þá minningu af Sigrúnu til viðbótar við allar hinar. Við Reynir vottum sonum Sig- rúnar og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Líney Friðfinnsdóttir. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Sum kynni standa stutt, önnur ævina á enda óháð því hvenær þau hófust. Við getum valið okkur vini en oft stuðla að- stæður að tengslum sem síðar þróast upp í vináttu. Bönd sem bundin voru á unglingsárum eru ekki auðslitin og þegar árunum fjölgar verður gildi vináttu og tryggðar enn ljósara en áður. Við vorum upphaflega fjórar stelpur úr landsprófinu í Flens- borg 1959-1960 sem stofnuðum „saumaklúbb“ og fljótlega bættist sú fimmta í hópinn. Sigrún Gísla- dóttir er önnur til að hverfa á brott úr þessum litla hópi, hin var Bogga okkar, svo að nú er heldur betur skarð fyrir skildi. Þær hurfu báðar á brott allt of fljótt. Það sópaði að henni Sigrúnu hvar sem hún kom eða fór. Hún var glæsileg og bar sig vel að hætti ballerínunnar. Hún var hæfileikaríkur dugnaðarforkur og ósérhlífin. Hún var mikill fræð- ari og alla tíð var hugur hennar bundinn uppeldi og kennslu þótt hún væri löngu hætt störfum á því sviði. Kannski vann hún sér oft til húðar en stundum virtist okkur hún hafa óþrjótandi orku og vilja til starfa og ræktarsemi af ýms- um toga. Hún var vinmörg og ræktaði vinasambönd sín öðrum fremur. Við í saumaklúbbnum nutum í ríkum mæli gestrisni hennar og alúðar þegar hún „hélt klúbbinn“. Ævinlega allt eins og það átti að vera, þrælskipulagt og vand- virknislega og smekklega und- irbúið og gómsætar veitingarnar gældu við bragðlaukana. Af um- ræðum fara ekki sögur. Þær geymast þó sumar, aðrar lifðu að- eins eina stund. Það var oft kátt í höllinni og gott að ekki var heyr- andi í holti. Sigrún var lífsglöð kona, að sumu leyti lífskúnstner. Hún var heimskona, fagurkeri og menn- ingarunnandi og –neytandi á meðan kraftar leyfðu. Hún þekkti áreiðanlega ekki orðið uppgjöf fyrr en þá á allra síðustu dögum sínum þegar við ósanngjarnt heilsufarsofurefli var að etja en þá kom persónustyrkur hennar glöggt fram í æðruleysi og ögun. Sárlasin bauð hún okkur heim í júní og á móttökunum var ekki að finna að þarna stæði helsjúk kona fyrir gestaboði. Það fer ekki hjá því að á 62 ár- um hefur ýmislegt verið brallað og margt höfum við upplifað á svo langri samferð. Við leiðarlok er þakklæti okkur efst í huga fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman, fyrir dýrmætar minn- ingar og gleðistundir, hlátrasköll og skemmtan. Við biðjum vinkonu okkar blessunar á æðri leiðum og sendum ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Kristín Jónsdóttir og Anna Margrét Ellertsdóttir. Látin er kær vinkona. Sigrún var glæsileg kona, sem bar höf- uðið hátt, ljós yfirlitum, glaðleg og lét sér fátt óviðkomandi. Lífsstarf hennar var fjölbreytt á sviði kennslu, skólastjórnunar, sveitar- stjórna og félagsmála af ýmsum toga. Hún ræktaði bæði sál og lík- ama með reglubundnu sundi og leikfimi. Það var þungbært þegar hún missti Guðjón Magnússon lífsförunaut sinn skyndilega árið 2009. Kynni okkar Sigrúnar ná aftur til haustsins 1974 þegar við vorum samferða frá Íslandi til Edinborg- ar þar sem Guðjón var að fara í framhaldsnám og Þórarinn mað- ur minn var í námi. Þau hjónin voru með synina þrjá, Arnar Þór 4 ára og tvíburana Heiðar Má og Halldór Fannar 2 ára. Á flugvell- inum í Glasgow kom í ljós að all- margir námsmenn og fjölskyldur voru að fara til Edinborgar. Varð úr að hópurinn sameinaðist um að koma sér þangað og með vask- legri framgöngu Sigrúnar og Guðjóns var leigður vörubíll fyrir dótið og lítil rúta fyrir fólkið. Skammt var á milli heimila okkar í Edinborg og fljótlega urðu náin samskipti með okkur. Makarnir voru í námi en við Sig- rún mikið heima og hittumst því oft. Það veitti ekki af aukahendi að leiða ef farið var út að ganga með drengina þrjá. Reyndar kom Olga, indæl ung stúlka, til aðstoð- ar á heimili þeirra. Þá komu for- eldrar Sigrúnar í heimsókn sem ánægjulegt var að kynnast. Það var alltaf gaman að koma til Sigrúnar og Guðjóns, þau bæði hress í bragði, drengirnir fjör- miklir og ekki skorti umræðuefn- in eða lífleg skoðanaskipti. Þessi kynni lögðu grunninn að tryggri vináttu okkar. Ég hafði verið í Edinborg vorið 1974 og var þá boðin í sauma- klúbb íslenskra kvenna en margir Íslendingar voru þar í námi. Var mér mikils virði að kynnast þeim og haustið 1974 var Sigrún að sjálfsögðu boðin í saumaklúbbinn. Hópurinn var fjölbreyttur og kom úr ýmsum áttum sem var svo skemmtilegt. Var mikill fengur að fá Sigrúnu í klúbbinn enda engin lognmolla í kringum hana. Við tíndumst síðar heim til Íslands ein af annarri og þar kom að þráður saumaklúbbsins var tekinn upp. Þróaðist hann í kæran vinahóp þrettán kvenna, Edinborgar- saumaklúbbinn, sem hittist reglu- lega. Þar eru gjarnan líflegar um- ræður og hefur Sigrún þá ekki legið á skoðunum sínum. Eitt haustið heimsóttum við Sigrúnu í Kaupmannahöfn þegar hún og Guðjón bjuggu þar. Nutum við gestrisni hennar en einnig fróð- legrar leiðsagnar um borgina sem var enn eitt starfið sem hún sinnti af kostgæfni í allmörg ár. Hún lét ekki þar við sitja og gaf út bókina Kaupmannahöfn í máli og mynd- um árið 2011. Sigrún sagði okkur frá vinskap sínum við Júlíus Ólafsson þegar hann kom til og samglöddumst við henni með það. Nú er skarð fyrir skildi með láti okkar kæru vinkonu. Við vissum af alvarleg- um veikindum hennar sem hún tókst á við með æðruleysi en ekki óraði okkur fyrir því að þau gengju svona hratt fyrir sig eins og raunin varð. Sigrúnar okkar verður sárt saknað. Saumaklúbbssystur Edinborg- arklúbbsins og við Þórarinn send- um fjölskyldu og öðrum ástvinum Sigrúnar einlægar samúðarkveðj- ur. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Lífsgleði, umhyggja, sam- viskusemi og trúfesti eru meðal þeirra orða sem koma í hugann þegar hann hvarflar til Sigrúnar Gísladóttur, sem nú hefur kvatt þetta líf svo allt of fljótt. Við vor- um samkennarar í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði fyrir hálfri öld og áttum þar einstakt samfélag og samstarf og þar skapaðist sú djúpa vinátta sem entist til hins síðasta. Sigrún var glæsileg persóna svo eftir var tekið og bar með sér hressan blæ. Henni fylgdi gleði og hlátur og hún bar umhyggju fyrir þeim sem voru hennar nánustu, hvort sem voru foreldrar, fjöl- skylda, vinir eða nemendur. Sem kennari var Sigrún eljusöm og ná- kvæm og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna og tengdist mörgum þeirra sterkum vinaböndum. Sem samkennarar þótti okkur einkar vænt um sam- starf hennar, nákvæmni og skipu- lag, vináttu og gefandi nærveru. Sigrún var svo miklu meira en kennari! Hún hafði áður dansað ballett og verið flugfreyja og seinna varð hún skólastjóri. Hún var trúföst og umhyggjusöm eig- inkona og móðir í Garðabæ og flutti með fjölskyldu sinni á Sauð- árkrók, Bretlands og Svíþjóðar vegna náms og starfs Guðjóns - og síðast til Danmerkur. Hvar sem Sigrún var nýtti hún tímann vel til að læra meira og láta gott af sér leiða. Endalaust átti hún meiri orku og ávallt var gott að koma til þeirra og njóta trúfastrar vináttu. Það var mikil sorg þegar Guðjón varð bráðkvaddur aðeins 65 ára – og nú er sárt að ævi Sigrúnar sé einnig lokið. Við söknum okkar trúfasta og kærleiksríka vinar, en einmitt þess vegna er svo gott að eiga góðar, glaðar minningar. Það breytti engu þó að liðu ár á milli samverustunda. Við þekktumst svo vel og vináttan átti djúpar rætur og alltaf var Sigrún tilbúin að smala gömlum vinum heim í notalega, skemmtilega samveru. Við þökkum Guði fyrir Sigrúnu og allar samverustundir með henni og sendum sonum hennar og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Dóra Pétursdóttir og Stína Gísladóttir. - Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.