Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2021 Mitsubishi Outlander Hybrid Spirit+ Tíglamynstrað leður á sætum. 18” álfelgur. 5 ára evrópsk verksmiðjuábyrgð. Verð 5.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eiðsvallagata 20, Akureyri, fnr. 214-5764, þingl. eig. Hjörtur Hvann- berg Jóhannsson og Gauja Björg Aradóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðissjóður og Akureyrarbær, þriðjudaginn 14. september nk. kl. 10:30. Aðalgata 4, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-6754, þingl. eig. Páll Ingi Pálsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Dalvíkurbyggð, þriðjudaginn 14. september nk. kl. 11:20. Suðurgata 49, Fjallabyggð, fnr. 222-5604, þingl. eig. Ikaup ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:30. Suðurgata 47B, Fjallabyggð, fnr. 231-9674, þingl. eig. Ikaup ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:00. Suðurgata 47B, Fjallabyggð, fnr. 213-0893, þingl. eig. Ikaup ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:10. Suðurgata 49, Fjallabyggð, fnr. 213-0894, þingl. eig. Ikaup ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:20. Námuvegur 6, Fjallabyggð, fnr. 215-4210, þingl. eig. Ód6 ehf., gerðarbeiðandi Fjallabyggð, fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:50. Námuvegur 6, Fjallabyggð, fnr. 235-8334, þingl. eig. Ód6 ehf., gerðarbeiðendur Fjallabyggð og Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 16. september nk. kl. 11:55. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 9. september 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Þingasel 7, Reykjavík, fnr. 205-4059, þingl. eig. Steindór Ingi Þórarinsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 14. september nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 9. september 2021 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Botsía kl. 10. Zumba Gold kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, ókeypis. BINGÓ kl. 13.30, spjaldið kost- ar 250 kr. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari uppl. s. 4112701. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Leikfimi og jóga með Milan. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 411-2600. Boðinn Línudans kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bólstaðarhlíð 43 Myndlist með Margréti Z. kl. 9.30. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um hverfið kl. 10.40. Opið kaffihús kl. 14.30. Bústaðakirkja Karlakaffi er í dag föstudag frá kl. 10-11.30, góð morgunstund yfir kaffibolla og kruðeríi. Samvera fyrir heldri karla. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Botsía kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Haustkynning á félagsstarfinu kl. 13.30. Sparikaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Dansleikfimi í Sjálandi kl. 9.30. Félagsvist kl. 13 í Jónshúsi fellur niður. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16, allir velkomnir. Gullsmári Handavinna kl. 9. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Útskurður kl. 9-12. Hraunsel Línudans kl. 10. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Handavinna, opin vinnustofa frá kl. 10.30. Brids í handavinnustofu kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er botsía í setustofu 2. hæðar milli kl. 10.30-11.15. Föstudagshópur hittist að venju í handverksstofu 2. hæðar milli kl. 10.30-11.30. Eftir hádegi, kl. 13.30-14.30, verður bingó í matsal 2. hæðar. Þá verður vöfflukaffi milli kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59, við hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Kaffikrókurinn opinn frá kl. 9. Syngjum saman í saln-um á Skólabraut kl. 13. Minnum á skráningu á öll námskeið, leikhús-ferð og óvissuferð, skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut. Einnig má skrá sig á kristin.hannesdottir@seltjarnar- nes.is. Þátttaka er öllum opin. Smá- og raðauglýsingar ✝ Steinar Hólm Geirdal Þórð- arson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1938. Hann lést í Skógarbæ 2. sept- ember 2021. Foreldrar Stein- ars voru Iðunn Ey- fríður Steinólfs- dóttir Geirdal, f. 18. desember 1916, d. 3. mars 2000 og Þórður Sveinbjörnsson Ásgeirs- son, f. 2. október 1912, d. 25. apríl 1963. Þau skildu, uppeld- isfaðir Steinars var Sverrir Elí- asson, f. 14. september 1923, d. 31. janúar 1971. Albróðir: Elvar Geirdal Þórð- arson, f. 25. desember 1939, d. 5. júlí 2000, hálfsystur: Marella Geirdal Sverrisdóttir, f. 21. júní 1946, d. 4. desember 2004 og Margrét Geirdal Sverrisdóttir, f. 30. júlí 1959, d. 8. ágúst 2008. Steinar giftist 26. júlí 1963 Vigdísi Erlingsdóttur, f. 29. júlí 1943, foreldrar hennar voru Ragnheiður Jónsdóttir, f. 4. apr- íl 1919, d. 28. júní 2006 og Er- lingur Dagsson, f. 7. nóvember Haukdal Jónassyni, f. 17. júní 1979 og eiga þau Inga Rúnar, f. 9. febrúar 2012, og Jóhönnu Vigdísi, f. 4. desember 2013. Steinar lauk hefðbundnu grunnskólanámi, fór síðan í Iðn- skólann í Reykjavík og lauk það- an prófi í trésmíði árið 1961. Þaðan lá leið hans til Kaup- mannahafnar þar sem hann hóf nám við Københavns tekniske skole og lauk þaðan námi sem byggingarfræðingur 1966. Eftir heimkomu starfaði hann hjá framkvæmdanefnd bygging- aráætlunar Reykjavíkur og Fasteignamati ríkisins. 1973 flytur fjölskyldan til Keflavíkur og tekur hann þar við starfi byggingarfulltrúa, sem hann gegndi fram til ársins 1985, en þá stofnar hann eigin teikni- stofu, ARTIK, sem hann rak meðan heilsan leyfði. Steinar stundaði myndlist meðfram vinnu og hélt ófáar myndlistarsýningar bæði hér- lendis og í Danmörku. Hann tók einnig þátt í uppsetningum hjá Leikfélagi Keflavíkur. Hann var stofnfélagi i frímúrarastúkunni Sindra í Keflavík. Útförin fer fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ í dag, 10. sept- ember 2021, og hefst athöfnin kl. 13. 1914, d. 26. október 2012. Börn: Sverrir Geirdal, f. 19. ágúst 1965, kvæntur Láru Jóhann- esdóttur, f. 11. mars 1968, börn þeirra: Hanna María, f. 21 febrúar 1995, Guðfinnur, f. 1. október 1996, Jó- hannes Dagur, f. 8. júní 2004. Fyrir átti Sverrir Al- dísi, f. 7. október 1987. Hún er gift Gunnari Ágústssyni, f. 15. nóvember 1987 og eiga þau Þór- unni og Ágúst Högna. Snorri Geirdal, f. 10. desem- ber 1967, sambýliskona Christina Byø, f. 24. október 1974. Börn Snorra frá fyrri hjónaböndum: Steinar, f. 7. janúar 1989, sambýliskona Katrín Þuríður, f. 10. september 1989, saman eiga þau Söru Björk. Ellen, f. 19. september 1991, Vigdís, f. 19. mars 1996 og Elías, f. 31. maí 1997. Dagný Geirdal, f. 7. nóv- ember 1977, gift Bergþóri Pabbi er fallinn frá 83 ára gam- all eftir áratugalanga barráttu við heilaæxli. Fjórum sinnum reyndu færustu læknar landsins að kom- ast fyrir óheftan vöxtinn. Í hvert sinn breyttist pabbi, stundum varð hann skárri og stundum verri. Síðast var gerð atlaga að mein- varpinu árið 2017. Pabbi skánaði lítið en fann þó meiri frið í sálinni, varð jákvæður og brosmildur, þægilegur jafnvel. Sennilega hefur sívaxandi æxl- ið byrjað að hafa áhrif á pabba strax upp úr 1970 og allar götur síðan. Það hlýtur að hafa verið erf- itt fyrir ungan mann að vera með vaxandi æxli í höfðinu og þurfa reglulega að leggjast undir hníf- inn. Á sama tíma var hann að koma undir sig fótunum, koma börnum á legg, byggja hús og sinna ákaflega krefjandi starfi sem byggingarfulltrúi í blómstr- andi Keflavíkinni. Pabbi var mín fyrirmynd. Hann kenndi mér að smíða, að vinna með höndunum. Hann tók mig með sér í Baðstofuna þar sem við lærðum að teikna og hann að mála af sjálfum Smitharanum. Hann var mér líka fyrirmynd í því sem ég vildi gera öðruvísi en hann. Ég reyndi að temja mér þolinmæði, víðsýni og umburðarlyndi. Eigin- leika sem hann sýndi mér fram á að væru eftirsóknarverðir. Af honum lærði ég að takast á, rökræða og leita lausna sem lifa augnablikið og gagnast kannski fleirum, að sjá fleiri en eina hlið á málum. Sumt lærði ég með því að sjá hvað virkaði ekki hjá pabba. Pabbi kenndi mér að vera ég sjálfur. Horfandi í spegil fortíðar finnst manni eins og pabbi hafi getað gert allt sem hann vildi. Hann var hugmyndaríkur, skapandi, dug- legur, handlaginn og sjarmerandi. Samt var eins og eitthvað héldi aftur af honum. Þegar til átti að taka skorti hann festu, úthald eða áræði. Kannski hafði æxlið þar úrslita- áhrif? Ekki get ég ímyndað mér hvernig það er að lifa í nánu sam- býli með óboðnum gesti í höfðinu sem vill manni illt, sem leggur til manns um leið og tækifæri gefst og skilur mann óvígan eftir aftur og aftur. Takk pabbi fyrir mig, þú gerðir mig að mér á þinn einstaka hátt. Sverrir Geirdal. Elsku hjartans afi minn. Mikið er sárt að þurfa að skrifa þér þessa kveðju. Það er alveg sama þótt það hafi verið yfirvof- andi, að einn daginn hafi orðið ljóst að það styttist í annan end- ann á ferðalagi þínu í gegnum lífið. Það varð samt ekkert auðveldara. Það er tómleiki sem fylgir því að vita að við fáum ekki að sjá þig aft- ur. Þú varst svo litríkur og fallegur maður, afi. Allir vinir mínir sem hafa fengið að hitta þig í gegnum tíðina – jafnvel þótt þau hafi bara séð þér bregða fyrir örskamma stund - þau muna öll svo skýrt eft- ir þér, enda var enginn eins og þú. Ég hef svo oft sagt frá þér, sagt af þér sögur, lýst fasi þínu og þínum fjölmörgu einkennandi frösum, að fólki finnst það þekkja þig. Hljóðin sem þú gafst frá þér, jiminn! Það var svo fyndið í hvert skipti þegar við komum í heimsókn til ykkar eða þið til okkar þegar þú gafst frá þér gúlúgú-gaulið (sem engin leið er að hljóðrita, en allir sem þekkja til vita nákvæmlega hvað ég er að tala um), og alltaf þegar einhver minntist á Danmörku fékk maður að heyra „jaaa danskereeeeen! Vanløøøøøøse!“ – reyndar líka þegar enginn var að tala um Dan- mörku. Ætli það sé ekki bölvun þess að vera ungur að fatta ekki að spyrja fullorðna fólkið í kringum sig ákveðinna spurninga fyrr en það er orðið of seint. Maður er ein- hvern veginn svo upptekinn af því hvað maður er sjálfur að gera. Mér finnst það hafa verið dálítið þannig hjá okkur, afi. Mér finnst eins og ég hafi ekki áttað mig á því að gamla fólkið manns komi ein- hvers staðar frá, eigi sér einhverja sögu, hafi upplifað allskonar - ekki fyrr en nokkurn veginn á sama tíma og það fór að vera þér erfitt að muna eftir þeim. Ég veit að ég mun halda áfram að kynnast þér, afi minn, í gegnum alla þá sem fengu að vera samferða þér lengur en ég. Ég mun sakna þín svo, afi. Sakna þess að troða mér í sætið við hliðina á þér í matarboðum hjá ykkur ömmu, sakna þess að sækja fyrir þig skeið og að fylla á kaffi- bollann. Ég er þakklát fyrir dag- inn sem við áttum saman í vetur, þakklát fyrir listina þína, þakklát fyrir þig. Síðast þegar við hittumst þá kvöddumst við með fingurkossi og ég sendi þér nú fingurkossa yf- ir í þetta sem við vitum ekki hvað er. Sjáumst þar. Þín Hanna María. Ferð til ömmu og afa í Keflavík var alltaf mikið ævintýri. Við Steinar frændi hittumst á BSÍ, með bakpoka á bakinu og fiðrildi í maganum fyrir komandi helgi hjá ömmu Dísu og afa Steinari. Tvö í rútunni til Keflavíkur var stórt ævintýri fyrir okkur, engir for- eldrar, símar eða fylgd. Bara við, vasadiskóið og bland í poka. Eins gott að muna hvar við áttum að fara út (það gekk ekki alltaf eftir, spenningurinn var stundum of mikill). Á Drangavöllum tókuð þið amma alltaf svo vel á móti okkur. Pönnukökuilmurinn fyllti vitin og knúsið þitt elsku afi var alltaf svo eftirminnilegt – skeggið kitlaði vangann og þú hafðir svo innilega gaman af því hvað okkur kitlaði mikið – gúllígúllígúú heyrðist í afa. Morgunmaturinn ristað brauð með smjöri – sem skorið var með ostaskera. Bílaleikir upp og niður stigapallana, stolist í að hoppa í vatnsrúminu og aðeins að stríða Dagnýju. Lambalæri í kvöldmat- inn og pönnukökur í eftirmat. Á Norðurbrú var pönnuköku- ilmurinn á sínum stað, kitlandi skeggið hans afa og málverkin þín dásamlegu á veggjunum. Elsku afi, málverkin þín verma nú heimilin okkar og hjörtu þegar þú hefur kvatt okkur. Ég elska þig afi. Aldís Geirdal Sverrisdóttir. Þá er runnin upp kveðjustund við Steinar vin minn Geirdal. Við kynnstumst vorið 1955, þá stráklingar í sumarvinnu hjá Olíu- félaginu Esso á Reykjavíkurflug- velli. Kunningsskapurinn breyttist fljótt í vináttu tveggja sérlundaðra sjálfstæðra stráka sem höfðu vegna þó ólíkra ástæðna þurft að bjarga sér sjálfir, kannski meira en gott þykir. Foreldrar Steinars höfðu skilið þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Vegna að- stæðna var honum komið fyrir hjá föðurömmu sinni en síðan móður- bróður. Móðir hans tók hann svo til sín þegar hann var níu ára, þá aftur komin í sambúð en þrengslin voru slík að Steinar þurfti að ganga góðan kílómetra á hverju kveldi til gistingar hjá foreldrum hins nýja fóstra, þegar hann var þá ekki hjá afa sínum í Grímsey. „Kjörin settu á manninn mark.“ Steinar var ekki allra en var almennt hress og kát- ur. Gæfa Steinars var sú að kvæn- ast Vigdísi Erlingsdóttur sem hafði allt það til að bera sem Stein- ar þarfnaðist. Bæði höfðu þau ástríðu fyrir dansi sem þau stund- uðu stíft og áhuga á menningar- atburðum hvers konar. Steinar var fagurkeri. Hann lærði húsasmíði og fékk að nýta verkstæðið á kvöldin til þess að smíða ýmsa fagra gripi, hann lærði byggingarfræði og vann sem slík- ur hjá ýmsum stofnunum í Reykjavík en varð síðar bygging- arfulltrúi Keflavíkurkaupstaðar en rak lengst af teiknistofuna Ar- tik í Keflavík. Að auki var hann frí- stundamálari og tók þátt í fjölda samsýninga. Steinar fékk æxli í heila aðeins þrjátíu og fimm ára gamall. Þetta háði honum mjög. Endurteknar aðgerðir reyndust árangurslausar og að lokum varð það hans skapa- dægur. Steinar og Vigdís eignuðust þrjú börn, Sverri, Snorra og Dag- nýju, og vottum við, ég og kona mín, henni og börnunum innilega samúð. Tómas Waage. Og hverfur allt sem eitt sinn var og enginn veit hvað nú er þar ég hef grátið gæfu mína þangað. Því horfinn er ég heim til mín og hugsa gjarnan vel til þín eitt sinn hefur troðinn gróður angað. Í leit að því sem liðið er þá lifnar dauðinn fyrir mér í dögun þá er dagur minn að falla. En ó hve mig langar að líkjast því sem lifir og deyr - en vaknar á ný í eyðimörk lífsins er angandi blómstur að kalla. (Vilmundur Gylfason) Mig langar með örfáum örðum að minnast vinar míns, Steinars Geirdal, og þakka fyrir staðfasta og trúa vináttu. Ég kynntist Steinari og Dísu árið 1991, og bjó á neðri hæðinni hjá þeim í nokkur ár, - þar kvikn- aði vinátta sem aldrei hefur slegið skugga á. Steinar upplifði ég sem tilfinningaríkan og glaðlyndan mann, ótrúlega skapandi og fjöl- hæfan, - frábæran málara með lund sanns listamanns, samt um- hyggjusamur fjölskyldumaður. Steinar auðsýndi mér og mínum alltaf virðingu, jákvæðni og ekki minnst væntumþykju. Þau hjónin bæði voru okkur sem fjölskylda, eftir sambýlið á Drangavöllunum. Ég sakna þess að hafa látið verða af því að kaupa mynd af vini mínum, ég gekk oft um á Dranga- völlunum, virti fyrir mér og tók inn málverkin hans, það gaf mér mik- ið. Steinar var tryggur vinur og gull af manni, það fékk ég að reyna oftar en einu sinni. Ég er þakklát og glöð að hafa hitt Steinar í minni síðustu heim- sókn á Íslandi, og minningarnar munu lifa lengi. Elsku Dísa, Dagný og aðrir fjölskyldumeðlim- ir, mínar hugheilar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Steinar, takk fyrir mig og mína - góða ferð í sumarlandið, þú munt sennilega lita það í nýjum litum. Steinunn H. Snæland-Bergendal. Steinar Geirdal Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB ÓSKAR JÓNSSON hljómlistarmaður og fv. deildarstjóri aflatryggingasjóðs. lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn 3. september. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 16. september klukkan 13. Útförinni verður streymt frá https://youtu.be/H-g1xf24iWg Jónína Karlsdóttir Eva Sævarsdóttir Guðrún Ósk Jakobsdóttir Heiðar Bjarnason Guðbjörg H. Jakobsdóttir Ragnar Kr. Gunnarsson Guðný Erla Jakobsdóttir Ali Mobli barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.