Morgunblaðið - 10.09.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.09.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 30 ÁRA Sigurður er fæddur og uppalinn á bænum Ríp í Hegra- nesi í Skagafirði og býr þar enn. Sigurður er menntaður búfræðing- ur frá Hvanneyri og reiðkennari frá Há- skólanum á Hólum og starfar á Hólum við kennslu ásamt því að vera í sjálfstæðum rekstri heima fyrir og taka að sér verkefni sem verktaki. Sigurður er í samfloti með for- eldrum sínum á bæn- um. „Við erum með um 500 fjár og svo 50 hross, enda allir stórhuga bændur hér í Skagafirði með hross.“ Sigurður keppir í hestaíþróttum og sýnir líka kynbótahross. „Ég er samt mestmegnis að stunda frumtamningar á ungum hrossum, en ég er umsjónar- kennari í því fagi á Hólum. Atvinnumennska mín felst því helst í kennslu, tamningu og þjálfun hrossa.“ Það liggur því í augum uppi að hestarnir eru aðaláhugamálið eins og sönn- um Skagfirðingi sæmir. „Síðan hef ég gríðarlegan áhuga á íþróttum og hef bæði stundað fótbolta og körfubolta mér til gamans undanfarin ár. Maður er kannski ekki orðinn alveg það gamall að geta kallað þetta bumbubolta. Ætli ég eigi ekki alveg tíu góð ár í það ennþá.“ FJÖLSKYLDA Sigurður er í sambúð með Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur, f. 11.10. 1991. Hún starfar hjá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins auk þess að kenna fóðurfræði hrossa á hestabraut við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þau eiga börnin Þórð Braga, f. 2012; Fanndísi Völu, f. 2014, og Kristófer Elmar, f. 2020. Foreldrar Sigurðar eru hjónin Birgir Þórð- arson, f. 7.6. 1960, og Ragnheiður Hrefna Ólafsdóttir, f. 30.4. 1963, bændur á Ríp í Skagafirði. Sigurður Heiðar Birgisson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gömul deilumál gætu skotið upp kollinum í dag. Finndu þér leið til að létta á þér. Þú ert einstaklega góður sáttasemj- ari. 20. apríl - 20. maí + Naut Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Það rennur upp fyrir þér ljós varðandi gamalt leyndarmál. Lífið fer um þig mjúk- um höndum þessi árin. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það skiptir ákaflega miklu að hafa heildarsýn yfir það sem maður er að gera. Mundu að samband er ekki gott ef það er byggt á sandi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur komist á snoðir um viss- an fróðleik sem þig langar að ræða við aðra. Ekki gera úlfalda úr mýflugu í vissu máli. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér er umhugað um stöðu vissrar manneskju í lífi þínu. Beittu öllum brögð- um til að öðlast betri heilsu. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt bjartsýnin sé til staðar máttu ekki láta hana taka svo yfir að þú gerir þér enga raunhæfa grein fyrir stöðu þinni. Ekki láta framkvæmdir heima sitja á hak- anum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sá sem fer með mannaforráð verður umfram allt að vera sanngjarn. Góð- mennska er það sem gildir í mannlegum samskiptum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú getur treyst eðlisávísun þinni varðandi peningamál og viðskipti. Ef þig langar til að mennta þig meira skaltu skoða möguleikana á því. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú gætir fengið óvænta gjöf í dag eða þá að einhver gerir þér óvæntan greiða. Vertu rólegur, þú þarft ekkert að vita alla hluti. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er engin ástæða til þess að leggja árar í bát þótt hlutirnir gangi ekki vel til að byrja með. Ekki vera leikbrúða annarra endalaust. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert á rólegu nótunum en kemur þó ýmsu í verk. Haltu áfram að elta drauma þína. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Allt hefur sinn tíma svo þú skalt ekki beita þrýstingi. Nærvera skapandi fólks hjálpar þér að finna þína leið. ritstjóri skólablaðsins, stóð fyrir lista- og kappræðukvöldum og skrif- aði ljóð og fleira. Þegar ég var búinn með verslunarpróf eftir 4. bekk lang- aði mig að halda áfram að læra. Ég sagði mömmu og pabba að ég stefndi á lærdómsdeildina ef ég næði lág- markseinkunn. Þau studdu mig þótt fjárhagurinn væri slæmur og ég er þeim ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Ég vann með skólanum til að eiga fyrir skóla- að reyna við Verzló og hló mikið. „Þessi viðbrögð urðu þó til þess að ég spýtti í lófana og náði inntökupróf- inu.“ Á þessum tíma var Verzlunarskól- inn sex ár og síðustu tvö árin svoköll- uð lærdómsdeild. Eftir fyrstu fjögur árin lauk maður verslunarprófi og margir fóru þá út á vinnumarkaðinn. Ég var ennþá „enfant terrible“ á þessum árum og setti meira púður í félagslífið en skólabækurnar. Ég var G uðjón Baldursson fædd- ist á fæðingardeildinni í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. „Þetta var nánast í út- jaðri bæjarins og var að byggjast upp. Það vantaði lóðir og Reykja- víkurborg úthlutaði ungu fólki lóðir, gegn því að það byggði húsin sjálft eftir ákveðnum teikningum. For- eldrar mínir höfðu verið á leigumark- aði og bjuggu við þröngan kost og eignuðust þrjú af okkur systkinunum á fjórum árum. Þau fengu úthlutað lóð í Heiðargerði 45 og byrjuðu bara að grafa grunn og slá upp fyrir hús- inu og tókst að koma því upp fyrir eigin dugnað og með hjálp og skipti- vinnu. Húsið stendur þarna enn og er í fínasta standi að því ég best veit.“ Guðjón segir að það hafi verið mik- ið líf og fjör í Smáíbúðarhverfinu og allt morandi í krökkum og skólastof- ur alls staðar stútfullar, en hann var í Breiðagerðisskóla. Móðir hans var heimavinnandi og faðir hans var pí- anóleikari og vann mest á kvöldin og á nóttunni. „Þegar ég var 9 ára veikt- ist pabbi og innkoman hrundi. For- eldrar mínur gátu ekki haldið húsinu og urðu að minnka við sig. Þau keyptu íbúð í Safamýrinni og þá var fjórða barnið nýlega fætt. Þarna bjuggum við í nokkur ár þar til það þurfti að selja þá íbúð líka og kaupa minni en þá var starfsgeta pabba orðin mjög lítil.“ Móðir hans vann mikið og var oft að vinna allan daginn í búð og svo skúraði hún á kvöldin. Síðan var ábyrgð heimilisins líka á hennar herðum. „Pabbi var mikið ljúfmenni og góðum gáfum gæddur, en hann var bara ekki maður til að sinna heimili af heilsufarsástæðum.“ Guðjón fór í gagnfræðanámið í Réttarholtsskólanum. „Skólinn gat verið frá 2-4 ár eftir því hvort maður hætti eftir 2. bekk, tók landspróf, verslunarpróf eða fór í verknám. Ég var ekki upp á mitt besta á þessum árum og var ódæll, sinnti náminu illa og var iðulega rekinn úr tímum. Í lok 2. bekkjar var ég í hálfgerðum tossa- bekk. Undir vorið spurði umsjón- arkennarinn hvað við ætluðum hvert og eitt að gera um haustið. Ég sagð- ist ætla í Verzlunarskólann. Honum fannst það fyndið að Guðjón ætlaði bókunum og strætó, bæði í verslun- um og við uppskipun við höfnina.“ En það var í lærdómsdeildinni sem Guðjón sýndi hvað í honum bjó. „Ég ákvað að leggja mig í fyrsta skipti fram við námið, minnkaði félagslífið og dúxaði í máladeildinni vorið 1972. Foreldrarnir voru stoltir af mér.“ Guðjón hafði mikinn áhuga á bók- menntum og tónlist. „Ég spilaði að- eins á gítar og píanó, en var alls ekki nógu góður til að fara í tónlistar- skóla. Ég fór í líffræði í háskólanum.“ Á öðru misseri voru námsgreinar sem Guðjón var lítið spenntur fyrir og þegar hann fékk þykka og níð- þunga skruddu á þýsku sem hét Le- hrbuch der Botanik var honum öllum lokið. „Við vorum þrír félagarnir sem voru sama sinnis og við ákváðum bara að skella okkur í læknisfræðina og ég byrjaði í henni haustið 1973.“ Í upphafi námsins hafði Guðjón þá hugmynd að hann gæti kannski verið í hálfu starfi sem læknir og notað hinn helminginn til að grúska í bók- menntum og tónlist. Það varð aldrei. Guðjón fór í sérnám í krabba- meinslækningum til Svíþjóðar og bjó í Lundi í fimm ár með þáverandi konu sinni og sonum þeirra tveim. Hann kom heim árið 1985 og fór að vinna á krabbameinslækningadeild- inni á Landspítalanum. „Það var mikið álag á deildinni og öll aðstaða ekki góð. Við læknarnir fengum lít- inn stuðning nema hver frá öðrum þegar kom að erfiðum málum.“ Eftir tólf ár á deildinni tók Guðjón sér launalaust leyfi í ár og fór að vinna á öðrum deildum. „Ég var á geðdeild- inni í hálft ár og fór svo yfir á slysa- deildina þar sem ég vann í yfir ára- tug. Eftir að hafa unnið á fleiri deildum fékk ég svo réttindi sem sér- fræðingur í í heimilislækningum árið 2005. Ég hef unnið töluvert við heilsugæslu líka síðustu árin. Síðustu tíu árin hefur Guðjón unnið sjálf- stætt við mat á örorku fyrir ýmsa að- ila fyrir utan eitt ár sem fjölskyldan fór til Nýja-Sjálands þar sem Guðjón vann á bráðadeild í Christchurch. „Það var mikið ævintýri og við ferð- uðumst víða þetta ár.“ Guðjón hefur samið ljóð, greinar og sögur. „Núna hef ég nýlega lokið við að semja 14 smásögur sem eru til- Guðjón Baldursson læknir – 70 ára Hjónin Hér eru Guðjón og Bryndís í Egyptalandi árið 2018. Dreymdi um tónlist og bókagrúsk Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Dúx í Versló Guðjón dúxaði í máladeild Versló 1972 og er hér með foreldrunum. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.