Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 29

Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 »Ein virtasta kvikmyndahátíð heims, sú sem haldin er árlega í Feneyjum, hófst 1. september og lýkur á morgun, laugardag. Margir heimskunnir kvikmyndagerðarmenn hafa sótt hátíðina og lýkur henni með tilkynningu um verðlaunahafa og -myndir og af- hendingu verðlaunagripsins Gullna ljónsins. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Feneyjum haldin í 78. sinn AFP Sprelligosar Rússnesku leikararnir Timofei Tribuntsjéff og Júrí Borisoff brugðu á leik fyrir ljósmyndara í myndatöku vegna kvikmyndarinnar Kapitan Volkonogov Bezhal. Höfuðprýði Tyrkneska leikkonan Serra Yilmaz mætti til frumsýningar með þessa frumlegu hárspöng. Django Ítalski leikarinn Franco Nero mætti á hátíðina vegna sýningar á heimildarmyndinni Django & Django en hann fór einmitt með hlutverk Djangos í spagettívestranum Django sem er m.a. til umfjöllunar. Kampakát Bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis hlaut Gullna ljónið fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar í fyrradag og var að vonum glöð. Æsa Sigurjóns- dóttir, listfræð- ingur og dósent við HÍ, heldur erindi um skóla- myndir Sigur- hans Vignir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 12.10 og er aðgangur ókeypis. Erindið tengist yfirstandandi sýningu í safninu Sigurhans Vignir | Hið þögla en göfuga mál. „Skólamyndir Sigurhans Vignir teknar í Reykjavík á sjötta áratug liðinnar aldar trufla því þær tala beint inn í samtímann og velta upp áleitnum spurningum um ögun líkamanna, siðferðisleg mörk, kynjaðar sýnir og önnur álitamál sem afhjúpa félagslegt taumhald og tengsl líkamans við valdastrúktur samfélagsins,“ segir í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að erindið er hluti af Fléttu Borgar- sögusafns, viðburðaröð þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er flétt- að saman við sýningar og starfsemi safnsins. Ljósmyndasafn Reykja- víkur fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á þessu ári og sýningin er sér- stök afmælissýning. Hún stendur til 19. september 2021. Börn í ljósum Æsa Sigurjónsdóttir Gítarleikararnir Gunnar Ringsted og Reynir Hauksson leika saman á tónleikum á Sögulofti Landnáms- setursins í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Í tilkynningu segir að þeir muni renna í gegnum ólíka tónlist- arstíla eins og djass, blús, flamenco, rokk og íslensk þjóðlög með lögum eftir m.a. Django Reinhardt, Mezzoforte og Bítlana. Milli laga verða sagðar góðar sögur. Gítardúett á Landnámssetrinu Dúett Reynir og Gunnar með gítarana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.