Morgunblaðið - 11.09.2021, Síða 1
Ég vil skila skömminni
Þurfum
sanngjarn-ari heim
Óli Björn Pétursson segirsögu sína í einlægu viðtali en
hann er fórnarlamb kynferðis-
ofbeldis. Í mörg ár var hanní heljargreipum Sigurðar I.Þórðarsonar, oft nefndur Siggi
hakkari. Óli Björn hefur lifaðlengi með skömm en eftiráralanga sálfræðimeðferð vill
hann setja gott fordæmi. Hann
vill skila skömminni og hvetur
aðra unga menn sem lent hafa í
kynferðisofbeldi að segja frá. 14
12. SEPTEMBER 2021SUNNUDAGUR
Langt á undansinni samtíð
Rithöfundurinnog mannréttinda-frömuðurinn ElifShafak hlýturalþjóðleg bók-menntaverðlaunHalldórs Lax-ness. 10
Þegarheimurinnstóð áöndinni
Tuttugu ár frá hryðju-verkaárásunum áBandaríkin. 18
RÚV sýnir nýja heimildarmynd
um Jónas Kristjánsson lækni. 8L A U G A R D A G U R 1 1. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 213. tölublað . 109. árgangur .
MEISTARARNIR
FÖGNUÐU MEÐ
MIKLUM LÁTUM
UNGIR AÐAL-
LEIKARARNIR
LJÓMA
RÓMEÓ OG JÚLÍA 50BIKARINN TIL VALS 49
Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu
kynferðisofbeldi, auk andlegs og lík-
amlegs ofbeldis, af hálfu kynferðis-
glæpamannsins sem oftast gengur
undir nafninu Siggi hakkari.
Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
segir Óli Björn sögu sína, sem er
miður falleg. Með því að stíga fram
vill hann setja gott fordæmi og hvet-
ur hann unga menn sem lent hafa í
kynferðisofbeldi að segja frá.
Sigurður sendi ítrekað skilaboð á
Óla Björn og náði honum smátt og
smátt á sitt vald þegar Óli Björn var
ekki orðinn fimmtán ára.
„Hann hætti aldrei að senda á mig
fyrr en ég samþykkti og þá kom
hann,“ segir Óli
Björn og segir að
Sigurður hafi
fyrst brotið á sér
24. apríl 2011 á
Sauðárkróki, en
Sigurður keyrði
norður gagngert
til að brjóta á
drengnum.
„Það er erfitt
að segja frá
þessu. Hann náði mér og það varð
ekki aftur snúið. Hann hótaði mér
öllu illu. Hann hótaði að segja frá,
en ég upplifði gríðarlega skömm.
Hann hótaði að gera fjölskyldunni
minni illt. Ég var í heljargreipum.
Ég sagði engum frá neinu á þessum
tíma,“ segir Óli Björn og segir að
flest brotin hafi átt sér stað í bíl í ná-
grenni Sauðárkróks.
„Þetta hætti ekki fyrr en 2013-
2014, þannig að þetta var í gangi í
tvö og hálft til þrjú ár. Þetta er löng
saga,“ segir Óli Björn og segir Sig-
urð hafa haft algjört vald yfir sér.
„Það voru níu strákar í heildina
sem hann var dæmdur fyrir að
brjóta á. Ég veit ekki til að neinn
þeirra hafi stigið fram eins og ég er
að gera núna. Hann sat aðeins inni í
nokkra mánuði, það er það versta af
öllu.“
Skömmin ekki mín
- Óli Björn Pétursson varð fyrir grófu kynferðisofbeldi
- Vill stíga fram og skila skömminni - Dómurinn of vægur
Óli Björn
Pétursson
Rafvirkinn Jared Nadler hugar að ljósum í minn-
ismerki New Jersey-ríkis um þá íbúa ríkisins
sem féllu þegar hryðjuverkin voru framin í New
York og Washington 11. september 2001, en þess
er minnst í dag að tuttugu ár eru liðin frá þeim
voveiflegu atburðum.
Hryðjuverkin skóku heimsbyggðina alla og
gætir áhrifa þeirra enn í alþjóðastjórnmálum.
»24, 25 og Sunnudagsblað
AFP
Tuttugu ár
liðin frá
hryðjuverkunum
Verð á áli fór yfir
2.900 dali tonnið í
gær og hefur ekki
verið jafn hátt frá
ársbyrjun 2008.
Hörður Arnar-
son, forstjóri
Landsvirkjunar,
segir þetta munu
skila fyrirtækinu
auknum tekjum.
„Þessi þróun
hefur mjög jákvæð áhrif. Annars
vegar leitast viðskiptavinir okkar við
að keyra á fullum afköstum þegar
verðið er svona hátt. Með því eykst
magnið sem þeir kaupa. Þeir gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
fullnýta samningana. Síðan er hluti
samninga okkar tengdur álverði. Þá
sérstaklega samningurinn við Al-
coa,“ segir Hörður um áhrifin.
Aukast um 60 milljarða á ári
Segir hann hærra álverð munu
skila Landsvirkjun milljörðum
króna í auknar tekjur á ársgrund-
velli.
Meðalverðið í fyrra var 1.727 dalir
en 2.350 það sem af er ári. Sérfræð-
ingur á álmarkaði sagði þá hækkun
auka útflutningsverðmæti íslenskra
álvera um yfir 60 milljarða króna í
ár. baldura@mbl.is »10
Skilar Landsvirkjun
milljarða tekjuauka
- Metverð á áli hefur áhrif á orkusölu
Hörður
Arnarson
Betri kjör
fyrir eldra fólk
Kynntu þér stefnu Samfylkingarinnar í fjölskyldumálum á xs.is
Fimm félögum var lokað og önnur
fimm hafa fengið viðvörun í þá veru
það sem af er árinu eftir vettvangs-
eftirlit skattsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá skattinum hefur 1.371
fyrirtæki verið heimsótt til þessa og
voru engar athugasemdir gerðar í
67% tilvika, það er hjá 915 fyrir-
tækjum. Í 122 heimsóknum voru
gerðar munnlegar athugasemdir og
leiðbeiningar gefnar því til samræm-
is.
Veitt hafa verið 54 tilmæli um úr-
bætur og hafa þau tilmæli verið
ítrekuð í 15 skipti.
Samkvæmt upplýsingum frá
skattinum hafði heimsfaraldurinn
þau áhrif á eftirlitið að heimsóknum
í fyrirtæki hefur fækkað töluvert frá
því sem var, áður en faraldurinn
skall á.
Eftirlit Veitt hafa verið 54 tilmæli.
Skatturinn
lokaði fimm
félögum