Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stytting vinnutíma vaktavinnufólks
er mikil áskorun fyrir stofnanir rík-
isins og sveitarfélaga. Samkomulag
um betri vinnutíma og styttingu
vinnuviku vaktavinnufólks tók gildi
1. maí sl. og var þá talið að mönn-
unargat gæti myndast sem fylla
þyrfti og gæti orðið allt að 780
stöðugildi en á móti var reiknað
með að starfsfólk í hlutastarfi tæki
á sig hærra starfshlutfall.
2.900 í vaktavinnu á LSH
Landspítalinn er fjölmennasti
vinnustaðurinn á vegum ríkisins og
náði stytting vinnutímans til um
2.900 starfsmanna í vaktavinnu sem
fóru úr 40 stunda vinnuskyldu á
viku í allt að 32 tíma. Í upphafi
gildistöku vinnutímastyttingarinnar
stóðu stjórnendur spítalans frammi
fyrir því að 120 stöðugildi vantaði
upp á til að loka ætluðu mönnunar-
gati.
Skv. upplýsingum Gunnars
Ágústs Beinteinssonar, fram-
kvæmdastjóra mannauðs á Land-
spítala, hefur verið gert ráð fyrir að
heildarmönnunarþörf í vaktavinnu
sem myndaðist á Landspítala eftir
gildistöku betri vinnutíma 1. maí sl.
hafi verið um 210 ráðningarstöðu-
gildi en starfsmenn í hlutastarfi
bættu við sig starfshlutfalli sem
samsvarar 90 ráðningarstöðu-
gildum. Að sögn hans hafa 40 bæst
við frá því í vor.
„Mönnunargatið svokallaða hefur
því dregist saman úr um 120 í um
80 ráðningarstöðugildi. Fjöldi
ráðningarstöðugilda í vaktavinnu á
Landspítala í byrjun september er
2.250 en fjöldi vaktavinnustarfs-
manna er um 2.900,“ segir hann.
Fjöldi starfsmanna á hjúkrunar-
heimilum vinnur vaktavinnu og seg-
ir Sigurjón Norberg Kjærnested,
framkvæmdastjóri Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu,
hjúkrunarheimilin hafa náð góðum
árangri í að vinna úr þeim áskor-
unum sem verkefnið felur í sér, en
það feli líka í sér töluverðan auka-
kostnað. Nú standi yfir vinna við að
meta hver hann nákvæmlega er. Á
þessari stundu er talið að auka-
kostnaður vegna styttingarinnar sé
á bilinu 8-12% á hjúkrunarheimilun-
um.
Sigurjón segir stöðu hjúkrunar-
heimila fjárhagslega viðkvæma eins
og fram hefur komið. „Stjórnvöld
tóku fyrsta skrefið í því í sumar og
við erum vongóð um að þau taki það
skref að fullu að koma með fjár-
framlag til að mæta kostnaðarauk-
anum, seinna í haust þegar við erum
komin með enn betra mat á því hver
kostnaðaraukinn er,“ segir hann.
Áætlað að heildarkostnaður
ríkis gæti orðið 4,2 milljarðar
Vaktavinnufólk er um þriðjungur
ríkisstarfsmanna eða um 7.300
starfsmenn í um 5.500 stöðugildum.
Fram kom í máli Bjarna Benedikts-
sonar, fjármála- og efnahagsráð-
herra, á Alþingi í vor að kostnaður
ríkissjóðs vegna breytinganna á
vaktavinnu hjá stofnunum þess væri
áætlaður um 4,2 milljarðar á árs-
grundvelli.
Er gert ráð fyrir því að tveir
þriðju hlutar kostnaðaraukningar
við breyttan vinnutíma verði hjá
stofnunum heilbrigðisráðuneytisins.
Mönnunargatið úr 120 í 80 á LSH
- Stytting vinnutíma í vaktavinnu talin
auka kostnað hjúkrunarheimila um 8-12%
Morgunblaðið/Eggert
Landspítalinn Alls eru um 2.900 starfsmenn á spítalanum í vaktavinnu og
fjöldi ráðningarstöðugilda í byrjun september var samtals 2.250.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mikil fjölgun hefur orðið í sumar á
hringferðum svokallaðra leiðang-
ursskipa við Ísland og á næsta ári
stefnir í enn meiri fjölgun. Þessi
skip hafa langflest bækistöð í
Reykjavík. Farþegarnir koma hing-
að með flugi og skipin sigla hringinn
í kringum landið með viðkomu á
nokkrum stöðum. Fjölgun leiðang-
ursskipa kallar á bætta aðstöðu til
móttöku og innritunar farþega í
Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Ernu Krist-
jánsdóttur, markaðsstjóra Faxaflóa-
hafna, hafa verið 58 skipakomur og
32.067 farþegar það sem af er
sumri. Enn eru bókaðar 12 skipa-
komur til viðbótar út nóvember, þ.e.
11 eru í september og ein í nóvem-
ber. Nánast allir farþegar komu
með flugi í gegnum Keflavíkur-
flugvöll. Í aðeins tveimur tilfellum
komu skip sjóleiðina með farþega.
Farþegarnir fóru í gegnum sama
sóttvarnarferli og aðrir ferðamenn
sem koma til Keflavíkur með flugi.
Alls er bókuð 181 skipakoma með
210.432 farþega árið 2022. Þetta
byggist á væntingum skipafélag-
anna en eru ekki rauntölur. „Margt
getur gerst fram að þessum tíma
eins og við höfum orðið vitni að síð-
ustu tvö árin,“ segir Erna. Af þess-
um skipakomum er áætlað að 98
verði með farþegaskipti og farþega-
talan er 51.022. Þetta er þreföldun
leiðangursskipa frá árinu 2019, ef
allt gengur eftir.
Fjölgun leiðangursskipa kallar á
breyttar þarfir fyrir afgreiðslu far-
þega og farangurs og á síðasta fundi
stjórnar Faxaflóahafna kynnti
Magnús Þór Ásmundsson hafnar-
stjóri hugmyndir um uppbyggingu
aðstöðu. Var hafnarstjóra falið að
mynda starfshóp sem greina mun
þarfir og gera tillögur.
Allt að 3.000 farþegar
„Við gerum ráð fyrir að þurfa að
anna skipum með allt að 3.000 far-
þegum með þessum hætti,“ segir
Magnús. Til að sinna því skv. stöðl-
um og öryggiskröfum sem gerðar
eru kallar það á aðstöðu til að með-
höndla farangur, svo sem skönnun á
farangri, geymslu og flutning. Einn-
ig þarf að vera aðstaða til að skanna
farþegana sjálfa, s.s. með málm-
leitartækjum. Í farvatninu eru síðan
auknar kröfur um landamæraeftirlit
sem aðstaða þarf að vera til að
sinna, bæði með sjálfvirkum og
handvirkum hætti. „Síðast en ekki
síst þurfum við að huga að skilvirk-
um og öruggum flutningsleiðum á
hafnarbakkanum bæði fyrir farþega
og farangur,“ segir Magnús.
Hingað til hafa útgerðir farþega-
skipanna annast sjálfar um að upp-
fylla kröfur, meðal annars með fær-
anlegum skönnum. Fyrirsjáanleg
aukning farþegaskipta vegna leið-
angursskipa er hins vegar slík að
hugsa þarf nýjar lausnir.
„Þetta hefur mikilvægi fyrir
ferðaþjónustuna í landinu öllu. Lík-
legt er að flestir farþegar komi með
flugi til Keflavíkur og verði innrit-
aðir í skip í Reykjavík. Skipin fara
síðan um landið með viðkomu í öðr-
um höfnum, skapa þar upplifanir
fyrir farþegana og verðmæti fyrir
hafnir og ferðaþjónustu um allt land
en forsenda fyrir því að Ísland verði
áfram eftirsóttur áfangastaður leið-
angursskipa er að við sköpum að-
stæður til að taka á móti þeim.“
Magnús kveðst meta það svo að
fjárfesting í þessari þjónustu sé arð-
söm til lengri tíma, bæði fyrir Faxa-
flóahafnir og þjóðarbúið í heild.
Morgunblaðið/sisi
Reykjavíkurhöfn Leiðangursskipið Crystal Endeavor liggur við Miðbakkann og bíður eftir nýjum hópi farþega.
Úrbætur vegna fjölg-
unar leiðangursskipa
- Komur slíkra skipa eru áætlaðar 98 í Reykjavík 2022
Í gær hófst hlaup í Vestari-Jökulsá
í Skagafirði. Að sögn Sigþrúðar
Ármannsdóttur, náttúruvársér-
fræðings hjá Veðurstofu Íslands,
náði rafleiðni hlaupsins líklega há-
marki um sexleytið seinnipartinn í
gær.
Vatnshæð og rennsli hafði ekki
aukist í ánni en í gær mátti sjá að
vatnið var orðið ansi gruggugt að
sögn Sigþrúðar. Rafleiðnin minnk-
aði hins vegar eftir því sem leið á
kvöldið.
„Við fylgjumst náttúrlega bara
áfram með en á meðan vatnshæðin
og rennslið eykst ekki munu nú
ekki skapast nein vandræði.“ Upp-
takakvíslar hlaupsins koma undan
Hofsjökli norðanverðum en óvíst
er þó nákvæmlega hvar.
Hlaupið í Vestari-Jökulsá er
annað jökulhlaupið sem er í gangi
hér á landi en hlaupið í Skaftá, sem
hófst 1. september, er enn á nið-
urleið að sögn Sigþrúðar.
Veðurstofan hefur þó gefið út
gula veðurviðvörun á suður- og
vesturhluta landsins sem tekur
gildi á sunnudag sem gæti leitt til
vatnavaxta í ám og lækjum á svæð-
inu. Áhrif úrkomunnar geta því
orðið meiri en ella á áhrifasvæði
hlaupsins vegna hárrar vatnsstöðu
í kjölfar þess. urdur@mbl.is
Hlaup hafið í
Vestari-Jökulsá
- Rafleiðni náði hámarki í gærkvöldi
Aðventuprýði í Prag
sp
ör
eh
f.
Aðventan í Prag í Tékklandi og Nürnberg í Þýskalandi er
yndisleg en ljósadýrðin á þessum tíma er töfrum líkust.
Við byrjum á að dvelja í gullborginni Prag þar sem glæstar
byggingar á borð við Karlsbrúna, Hradcany kastalann og
ráðhúsið með stjörnuklukkunni frægu setja svip sinn á
borgina. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í gömlu ríkis-
og virkisborginni Nürnberg þar sem er m.a. að finna elsta
jólamarkað landsins.
27. nóvember - 4. desember
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 214.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!