Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 11
Gangstéttir Víða er þörf úrbóta.
Borgarráð hefur heimilað umhverf-
is- og skipulagssviði að bjóða út
framkvæmdir vegna endurnýjunar
götutrjáa. Gert er ráð fyrir að hefja
framkvæmdir nú í september og að
þeim ljúki í nóvember. Kostnaður er
áætlaður 20 milljónir króna.
Um er að ræða verkefni í miðborg
Reykjavíkur. Sett verða niður ný
tré, gróðurbeð endurnýjuð og hellu-
lagnir lagfærðar. Framkvæmt verð-
ur í Aðalstræti og Ingólfstorgi, Póst-
hússtræti og Sóleyjargötu. Auk þess
eru smærri verkefni við Iðnó, á
Kirkjutorgi, Templarasundi, Tjarn-
argötu og Vonarstræti.
Fram kemur í greinargerð að
ágangur undirgróðurs í beð sé mikill
og séu vissar tegundir harðgerar. Ef
ekkert sé að gert geti tré vaxið út
fyrir vaxtarrými, lyft gangstéttar-
hellum og valdið slysahættu.
Setja á rótarburðarlag í beð til að
fyrirbyggja lyftingu og koma í veg
fyrir vöxt út fyrir beð. Burðarlagið
nýtist einnig sem ofanvatnslausn og
dragi úr álagi á lagnakerfi. Fjar-
lægja á skemmd tré. sisi@mbl.is
Endurnýja götutré í miðbænum
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Ný sending af
DÚNKÁPUM
frá
Skoðið
laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Ný sending
WWW.ASWEGROW.IS
Heilbrigðismál
sem kosningamál
Málþing á vegum ASÍ og BSRB
Hótel Nordica, 14. september 2021
kl. 14.00–17.00
Málþing um heilbrigðismál út frá hagsmunum
og réttindum almennings.
Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi og góða
heilbrigðisþjónustu? Hvaða áhrif myndi aukin
markaðsvæðing heilbrigðiskerfisins hafa?
Í lok málþingsins fá fulltrúar stjórnmálaflokka
sem bjóða fram til Alþingis tækifæri til að
koma kosningaáherslum sínum í heilbrigðis-
málum á framfæri.
Mælendur og erindi
Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra og fyrrum landlæknir
„Að efla grunnþjónustuna: Hvað hefur tekist
vel til og hvað vantar upp á?“
Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur hjá ASÍ
„Bilið sem þarf að brúa: ójöfnuður í heilsufari
og mótsagnir í öldrunarmálum“
Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunar-
hluta öldrunarlækningadeildar Landspítalans
„Að velja sjúklinga: um áhrif ólíkra
rekstrarforma á öldrunarþjónustu“
Arnar G. Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins
Drífandi
„Að fæða, þroskast, veikjast og eldast
… úti á landi“
Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar –
stéttarfélags í almannaþjónustu
„Áhrif einkavæðingar á starfsfólk“
Vivek Kotecha, endurskoðandi og ráðgjafi:
„Hvert rata peningarnir? Um fléttur fyrirtækja
sem sinna almannaþjónustu“
Róbert Farestveit, sviðsstjóri sviðs
stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ
„Er nóg til? Leiðir til að fjármagna
mannsæmandi heilbrigðisþjónustu“
Sjónarmið stjórnmálaflokkanna:
Fulltrúar allra flokka fá 2 mínútur til að
bregðast við umræðunum.
·
·
·
·
·
·
·
·
Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku hér:
https://asi.is/heilbrigdisthing
Boðið verður upp á túlkun milli íslensku og ensku.
Viðburðinum verður streymt á helstu miðlum
og á facebook síðu ASÍ.
ALÞÝÐUSAMBAND
ÍSLANDS
Opið í dag kl. 11-15
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030
Við erum á facebook
kvartermabolir
Kr. 7.990
Str. S-XXL