Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
E
kki er hægt að tína kúm-
en fyrr en liðið er á sum-
arið, því við erum að
sækja aldinin af jurtinni
og þau þurfa að vera tilbúin, orðin
dökkbrún. Ef einhver græn aldin
laumast með í pokann þá er það allt
í lagi, þau verða brún í þurrk-
uninni,“ segir Björk Bjarnadóttir,
umhverfis- og þjóðfræðingur, en
hún leiddi fólk í kúmentínslu um
Viðey í lok ágúst.
„Best er að vera með skæri til
að koma í veg fyrir að rífa plöntuna
upp með rótum og skilja alltaf eitt-
hvað eftir, svo hún komi upp á
næsta ári. Taupoka þarf að hafa
með sér og klippa aðeins toppana af
jurtinni og setja í pokann. Þegar
heim er komið er hægt að hengja
taupokann upp á hlýjum stað, eða
dreifa úr innihaldinu á lak eða
sængurver, í skugga. Ef sólin skín á
aldinin þá verða efnabreytingar og
við töpum næringarefnum.“
Björk segir að það skipti miklu
að þurrka aldin kúmensins lengi, í
tvær til þrjár vikur.
„Ef maður setur það í krukkur
þegar enn er í því raki, þá myglar
það. Eftir þurrkun lemur maður
fræin af kolli plöntunnar og þá
detta aldinin af.“
Kúmen er mjólkuraukandi
Björk segir að hægt sé að
rækta kúmen á tvo vegu.
„Kúmen er tvíær jurt og það er
hægt að stinga hana upp með rót-
um og gróðursetja að hausti.
Öruggast er að setja aldinin niður
að hausti í jarðveg sem kúmen vill,
sendinn og næringarsnauðan, en
kúmen elskar til dæmis að vaxa við
göngustíga, í vegköntum þar sem er
sandur og þrengir ekki að því.“
Björk segir kúmen hollt og
gott og að í Riti Björns Halldórs-
sonar í Sauðlauksdal, sem var
átjándu aldar maður og ræktaði
mikið af jurtum, sé að finna upplýs-
ingar um það.
„Þar kemur fram að kúmenfræ
séu góð til að bæta meltingu. Þau
styrkja magann að sögn Björns og
hann segir gott að nota það við
vindverkjum, innantökum og síðu-
verkjum. Kúmen segir hann hreinsa
uppsafnað slím í maga og það þynni
og hreinsi blóðið,“ segir Björk og
bætir við að bæði sé hægt að tyggja
fræið eða sjóða það í seyði, eins og
te. Setja þá fræin í tekúlu og heitt
vatn út í og láta liggja.
„Kúmen er mjólkuraukandi
fyrir konur með barn á brjósti, það
reyndi ég á eigin skinni þegar ég
var með son minn á brjósti. Ég
drakk kúmenseyði allan daginn og
mjólkin jókst mjög hjá mér.“
Fræin er líka gott að nota í
kleinugerð, við brauðbakstur, í
kringlur og laufabrauð og einnig
hefur kúmen verið notað í víngerð.
„Sumir nota kúmen sem krydd
í sérstaka pottrétti, en varast skal
að rugla saman kúmeni og kummíni
(cumin), sem er indverskt krydd.
Kúmen heitir á latinu carum carvi.“
Vísi-Gísli pantaði
fræ að utan
Björk segir að kúmen vaxi
mjög oft í gömlum hlaðvörpum, á
gömlum jörðum.
„Vísi-Gísli, eða Gísli Magn-
ússon sýslumaður sem bjó í Fljóts-
hlíðinni á sautjándu öld, hann var
mikill frumkvöðull í búnaðarfræði á
Íslandi. Hann lærði úti í Kaup-
mannahafnarháskóla og í Hollandi
og dvaldi einnig á Englandi. Í þess-
um löndum sá hann fólk rækta
grænmeti í görðum og hann fékk
gríðarlegan áhuga á að rækta mat-
jurtir hér á Íslandi. Hann pantaði
fræ að utan og þar á meðal kúm-
enfræ og sáði á Hlíðarenda. Hann
endaði ævi sína hjá dóttur sinni og
tengdasyni í Skálholti og ræktaði
líka þar.
Innréttingarnar svokölluðu
komu með Skúla fógeta, að kenna
Íslendingum að bjarga sér sjálfum í
gegnum iðn, en þar á meðal var
markmiðið að kenna Íslendingum
að rækta grænmeti. Bændur frá
Norðurlöndunum voru fengnir
hingað til lands og þeim dreift á
nokkra bæi til að kenna fólki að búa
til grænmetisgarða og setja niður
fræ. Þessum erlendu bændum gekk
treglega með verkið, því hér var
engin hefð, þekking eða reynsla fyr-
ir grænmetisrækt. Auk þess var lít-
ið um girðingar og kindur komust í
grænmetisgarðana og átu flest sem
þar átti að vaxa. Hjá íslenskum
bændum snerist allt um kindur og
heyskap, og þegar uppskeran kom,
kunni enginn að nýta hana og
geyma. Þannig er það sumpart enn
í dag, að fólk hér á landi kann illa
að nýta allt sem kemur upp úr
garðinum, veit ekki hvernig skal
geyma og nota yfir veturinn,“ segir
Björk og bætir við að Skúli fógeti
hafi farið í Fljótshlíðina og náð sér
þar í kúmenfræ hjá Vísi-Gísla og
farið með þau út í Viðey.
Hún tekur fram að hver sé að
verða síðastur þetta haustið, því
þegar kúmenið sé tilbúið þurfi að
ná því fljótt, því annars fjúki það,
plantan sér jú þannig um að upp
vaxi aftur planta á næsta ári.
Gaman Fjöldi fólks mætti til kúmentínslunnar í Viðey og naut þess að safna góðgætinu. Vanda sig Björk segir heppilegast að klippa aðeins toppana, en ekki rífa upp plöntuna.
Bætir meltingu og styrkir magann
Nú þegar haustar fer fólk
í flokkum að safna að sér
gjöfum jarðar, berjum,
sveppum, blóðbergi og
fleiru. Kúmen er aldin
sem vert er að tína í poka
og nýta yfir vetur í seyði
eða sem krydd.
Ljósmyndir/Roman Gerasymenko
Líf og fjör Björk fer hér fremst í flokki við kúmentínsluna í Viðey þar sem fólk á öllum aldri mætti, níutíu manns.
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
MEÐ SJÁLFBÆRNI
AÐ LEIÐARLJÓSI