Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Makríll hefur vaðið í torfum um Siglufjörð af og til í sumar og verið þar á eftir marsíli, að því er sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunar telja; það var sömuleiðis í torfum, allt inn í smábátahöfnina. Þessu fylgdi óvenju mikill fjöldi máva af ýmsum stærðum og gerðum. Nú er rólegra yfir að líta. Á Síldarminjasafninu hefur orðið töluverð breyting frá því í fyrrasumar, þegar meginþorri safn- gesta var innlendir ferðamenn. Á síðasta ári töldu erlendir gestir ekki nema 25% af heildarfjöldanum, en í ár eru þeir 60%. Skipulagðar heim- sóknir ferðahópa hafa verið þó nokkrar, að sögn Anitu Elefsen, for- stöðumanns safnsins, og er bók- unarstaðan nokkuð góð fram yfir miðjan október. Á planinu framan við Roaldsbrakka hafa farið fram 26 síldarsaltanir og enn á eftir að salta tvisvar í september fyrir erlenda gesti. Heildarfjöldi gesta það sem af er ári er um 16.000, til samanburðar við rúmlega 11.000 allt árið í fyrra. - - - Söluturninn við Aðalgötu er gamalt verslunarhús frá 1905 sem hefur verið fært í upprunalegt horf. Í stað blaðasölu- og sælgætissjoppu sem rekin var þar um áratugi hafa verið haldnar fjölbreytilegar listsýn- ingar síðustu árin. Fyrr í sumar var haldin samsýning þeirra Jóns Sigur- pálssonar á Ísafirði, Péturs Krist- jánssonar Seyðisfirði og heima- mannsins Örlygs Kristfinnssonar. Allir eru þeir fyrrverandi safn- stjórar, hver á sínu minjasafni, en hafa snúið sér að myndlist í seinni tíð. Þessi sumarsýning var önnur í röð þriggja samsýninga þar sem sú fyrsta var í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði í fyrra og sú þriðja verður hald- in á Seyðisfirði 2022. Fyrirhugaðri ágústsýningu Arnars Herberts- sonar var frestað vegna Covid-19. Þess í stað hélt Bergþór Morthens tveggja helga sýningu á verkum sín- um í Söluturninum nú nýlega. Berg- þór hefur hin síðustu árin stundað listsköpun sína ýmist í Gautaborg í Svíþjóð eða Siglufirði og tekið þátt í sýningum víða um lönd. - - - Samkomutakmarkanir settu svip sinn á starfið í Ljóðasetri Ís- lands í sumar, eins og víðar. „Þar sem við höfum ekki yfir mörgum fermetrum að ráða hafa eins metra og tveggja metra fjarlægðarreglur sett okkur miklar skorður og því hefur minna verið opið en ella og viðburðir verið óvenju fáir. Gestir það sem af er ári eru því ekki nema um 900,“ segir Þórarinn Hannesson forstöðumaður. „Sem betur fer voru engar skorður í gangi þegar við héldum upp á 10 ára afmæli seturs- ins dagana 8.-10. júlí en þá var boðið upp á veglega dagskrá þar sem skáldin Ragnar Helgi Ólafsson, Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson og Þór- arinn Eldjárn lásu úr verkum sín- um, Svavar Knútur söng og spilaði auk þess sem heimafólk kom fram. Í tilefni afmælisins vígði bæjarstjóri Fjallabyggðar, Elías Pétursson, einnig nýtt og glæsilegt bókarými sem teygir sig fimm metra upp í loft.“ Til að mæta skertum af- greiðslutíma hefur Þórarinn haldið áfram að senda út staka viðburði á fésbókarsíðu setursins og í sumar var m.a. sent út frá fæðingarstöðum nokkurra vestfirskra skálda. Eru myndbönd þessi, sem fyrri mynd- bönd, aðgengileg á umræddri síðu. - - - Aðsóknin að Þjóðlagasetr- inu var góð miðað við seinasta ár. „Fyrri part sumars var rúmur helm- ingur gesta erlendir ferðamenn, en þegar leið á sumarið fóru Íslending- arnir að láta sjá sig, sólbrúnir og sælir,“ segir Ásta Sigríður Arn- ardóttir. „Einnig vorum við svo heppin að geta haldið hátíð án allra takmarkana í byrjun júlí þar sem fólk kom saman og naut þjóðlaga- tónlistar frá öllum hornum heims. Þá fylltist setrið og bærinn af lífi og tónum. Ágúst litaðist auðvitað, eins og margt annað, af nýrri bylgju far- aldursins. En við reyndum eins og hægt var að gera gott úr því og brosa með augunum á bak við grím- urnar,“ segir Ásta. - - - Í Alþýðuhúsinu hófst sumarið með sýningu Auðar Lóu Ingvars- dóttur í Kompunni og um miðjan júní tók sýning Ívars Valgarðssonar við. Í júní voru einnig djasstónleikar með hljómsveit Sigmars Þórs Matt- híassonar og 17. júní var opnuð sýn- ing níu eldri listamanna í Fjalla- byggð á vegum Alþýðuhússins en í Ráðhússalnum. Listahátíðin Frjó fór fram 9.-11. júlí með þátttöku 16. listamanna úr ólíkum áttum. Ólöf Nordal myndlistarmaður dvaldi á Siglufirði í júlímánuði og sýndi í Kompunni. Viðburðum sem vera áttu í ágúst varð að fresta vegna fjölda- og nálægðartakmarkana en nú er allt að fara í gang aftur, að sögn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Kanadíska listakonan Jay Pasila opnar sýningu í Kompunni 10. októ- ber og stefnt er að vikulangri listahátíð sem kallast „Skafl“ og fer fram 25.-31. október, í samstarfi við Ljósastöðina. Þar verða, eins og áður, listamenn úr ólíkum áttum. Þar mun m.a. hljómsveitin ADHD halda tónleika, Erla Þórarinsdóttir opna sýningu í Kompunni, Lefteris Yakoumakis verða með fyrirlestur um „Graphic Novels“ og þátttakend- ur halda uppskeruhátíð í lok vik- unnar. Aðstandendur Alþýðuhússins á Siglufirði undirbúa nú jafnframt 10 ára afmælishátíð 15.-20. júlí 2022. Hún ber yfirskriftina „Frjó afmælis- hátíð“ og verður fimm daga menn- ingarhátíð með öllu því besta sem fram hefur komið í Alþýðuhúsinu á liðnum árum plús nýjar og áhuga- verðar viðbætur. - - - Grunnskóli Fjallabyggðar var settur 24. ágúst síðastliðinn og var Mikil gróska í síldarbænum fornfræga Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Menningin hefur verið og er í blóma í Siglufirði, þrátt fyrir samkomutakmarkanir af völdum Covid-19. Siglufjarð- arkirkja var t.d. opin gestum í sumar og komu fjölmargir til að skoða, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég fer sáttur frá borði,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson, sem senn lætur af störfum sem rannsóknastjóri á sjóslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, 67 ára gamall. Síð- ustu tvo áratugi hefur hann starfað á þessum vettvangi og segir margt hafa áunnist við skráningar slysa og óhappa og um borð í bæði fiski- og flutningaskipum. Betri skip og bún- aður, aukin fræðsla og viðhorfs- breyting til öryggismála vegi þungt í þeim efnum. „Það er dýrmætt að til er orðin ákveðin menning um borð í skip- unum og að henni þarf að hlúa,“ seg- ir Jón Arilíus. „Nú þurfa allir sjó- menn meðal annars að fara í Slysavarnaskóla sjómanna og síðan í endurmenntun á fimm ára fresti. Gæða- og öryggiskerfi hafa náð til flutningaskipa og eru smám saman að koma í fiskiskipin. Farið er að skilgreina hættusvæði um borð og menn þurfa að vera duglegir að gera áhættumat fyrir vinnusvæði. Ég hafði lengi áhyggjur af þreytu sjó- manna vegna mikillar vöku og of- hleðslu báta, en hvort tveggja horfir til betri vegar. Núorðið er meiri reynsla meðal sjómanna en áður og þeir eru lengur til sjós. Áður var starfsmannaveltan allt of mikil, jafnvel hættulega mikil. Ég líki því ekki saman hvernig er að sigla með vönum mönnum og þeim sem eru óvanir.“ Skipstjóri hjá Ríkisskipum Sjálfur hafði Jón Arilíus verið til sjós í mörg ár áður en hann hóf störf við rannsóknir. Uppalinn í Reykja- vík fór hann til sjós 17 ára gamall á flutningaskip og eftir nám í Stýri- mannaskólanum var hann lengi hjá Skipaútgerð ríkisins og síðan Ríkis- skipum. Hann varð skipstjóri á strandferðaskipunum þrítugur að aldri og var síðast með Hekluna, síð- asti skipstjórinn í starfi hjá Ríkis- skipum. Jón Arilíus hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa 1. nóvember 2001 og flutti þá fljótlega með embættið til Stykk- ishólms, þar sem nefndin hafði að- setur fram til 2014. Eftir að Ríkis- skip voru lögð niður menntaði hann sig einnig í rekstrarfræði í Háskól- anum á Bifröst og fór túra á fiski- pum til að kynna sér störfin þar eftir að hann hóf rannsóknastörf. Fjöldi alvarlegra slysa til sjós Í lauslegri samantekt Jóns um sögu rannsókna á sjóatvikum kemur fram að upphafið má rekja til sam- þykktar Alþingis á þingsályktunar- tillögu 1963 um að fela ríkisstjórn- inni að láta fara fram opinbera rannsókn á orsökum fjölmargra skipstapa, er orðið höfðu næstu 2-3 árin á undan. Nefnd starfaði að þessu verkefni 1963 til 1965 og skil- aði mikilli greinargerð byggðri á rannsóknum á 106 sjóslysum á ár- unum 1960 til 1963 auk þess að fjalla um sjóslys frá árinu 1949 til 1959. Samkvæmt lögum frá 1970 var ári síðar skipuð fimm manna rannsókn- arnefnd um eftirlit með skipum. Hagsmunasamtök áttu m.a. fulltrúa í nefndinni og var hlutverk hennar að fylgjast með starfi sjódóma, safna upplýsingum og miðla þeim til sjómannaskóla, sjómanna og út- gerðarmanna. Nefndin átti m.a. að gera tillögur til að draga úr slysa- hættu á sjó. 1985 var nefndin lögð niður samkvæmt lögum um sigl- ingar. Árið 1986 var gerð breyting á sigl- ingalögum og ný nefnd skipuð án til- nefninga frá hagsmunasamtökum. Samkvæmt samantekt 1987 hafði 121 skip farist frá 1946 til 1987 en vegna erfiðleika við upplýsingaöflun var gerður fyrirvari á mögulegum skekkjum. Veruleg fækkun hafði orðið á vinnuslysum um borð á tíma- bilinu en hins vegar ekki hvað varð- aði stöðugleika skipa og má nefna að ellefu skip fórust á síldveiðum 1960- 1964. Áberandi var að slys yrðu vegna vanþekkingar og aðgæslu- leysis, mest hjá nýliðum, samkvæmt samantekt Jóns Arilíusar. Fyrstu heildarlögin um rann- sóknir sjóslysa á Íslandi tóku gildi 1. september árið 2000. Með þeim varð sú breyting að rannsóknir á sjóslys- um urðu algjörlega sjálfstæðar og nefndin óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Óheimilt var að nota skýrslur RNS í opinberum mála- rekstri og frá 2013 í dómsmálum. Frá aldamótum hefur RNS aldrei farið fram á sjópróf. 2013 voru samþykkt lög um rann- sókn samgönguslysa sem tóku gildi 1. júní það ár og með þeim voru rannsóknarnefndir sjóslysa, flug- slysa og umferðarslysa sameinaðar. Frá 2013 hefur Jón Arilíus verið rannsóknarstjóri á siglingasviði Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa. Sjö starfsmenn eru hjá RNSA, tveir rannsakendur á hverju sérsviði og móttökuritari. Ný vinnubrögð – nýjar húfur „Þegar ég kom að þessum störfum fyrir réttum 20 árum var í raun um óplægðan akur að ræða,“ segir Jón Arilíus. „Lögin frá 2000 byggðust á því að um rannsóknarnefnd væri að ræða sem ekki væri að leita að söku- dólgum. Þetta fól í sér ný vinnu- brögð og menn gátu tjáð sig um at- vik án þess að verið væri að spá í sök og ábyrgð, sem hægt væri að nota gegn þeim til dæmis í dómsmáli. Þetta var alveg nýtt og talsvert verkefni að koma af stað og sýna mönnum að við værum með nýjar húfur.“ Til að árétta það er eftirfar- andi setningu að finna í loka- skýrslum Rannsóknarnefndarinnar: „Tilgangur þessarar skýrslu er ekki að skipta sök eða ábyrgð og skal henni ekki beitt sem sönnunargagni í dómsmáli.“ Erum ekki að leita að sökudólgum - Margt áunnist við skráningu slysa og óhappa á sjó - Aukin menntun og reynsla - Draga lærdóm af slysum Morgunblaðið/Unnur Karen Breytingar Jón Arilíus gluggar í gömul sjókort í bækistöðvum rannsóknar- nefndarinnar. Reyndar eru kortin orðin rafræn í flestum skipum í flotanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.