Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 22
BAKSVIÐ
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Kvikmyndatökum sænska ferða-
vörufyrirtækisins Thule á Íslandi
lauk fyrr í vikunni en fyrirtækið,
sem selur vörur í 136 löndum á al-
þjóðavísu, var hér við tökur frá 27.
júlí.
Undirbúningur fyrir verkefnið
stóð yfir í heilt ár í samvinnu við
Stillingu sem er umboðs- og sölu-
aðili Thule á Íslandi. Kostnaðurinn
við herferðina hleypur á fleiri
hundruð milljónum króna.
Komu með 10 tonn af búnaði
Allt að 80 manns alls staðar að úr
heiminum komu að verkefninu og
voru 10 tonn af búnaði send til
landsins ásamt
sérbúnum kvik-
myndabílum og
bíltegundum sem
ekki hafa áður
sést á Íslandi
sem notaðar voru
við upptökurnar.
Bjarni Ingimar
Júlíusson, sölu-
stjóri hjá Still-
ingu, segir tök-
urnar hafa gengið framar vonum en
hann var forsvarsmönnum Thule
innan handar við skipulagningu og
framkvæmd verkefnisins.
„Þetta gekk bara eins og í sögu.
Það var enginn sem slasaðist og
engar óvæntar uppákomur,“ segir
hann.
„Veðrið var reyndar aðeins að
stríða okkur. Þetta fólk er vant því
að taka upp á stöðum þar sem þau
vita nákvæmlega hvernig veðrið
verður þrjár vikur fram í tímann.
Hin sveiflukennda íslenska veðrátta
kom því nokkrum í hópnum á
óvart.“
Hópurinn hafi þó gist í góðu yfir-
læti á Midgard Basecamp á Hvols-
velli svo hann þurfti ekki að leita
langt yfir skammt að stórbrotinni
náttúru, að sögn Bjarna.
„Það tók ekki nema 1-1,5 klukku-
tíma að keyra á alla tökustaðina frá
Midgard þannig að veðrið skipti
raunverulega engu máli. Þau eltu
góða veðrið bara uppi og tókst ein-
hvern veginn alltaf að finna sólina.“
Stjórstjörnur úr jaðaríþróttum
Kvikmyndin er liður í heimskynn-
ingarstefnu fyrirtækisins og var
hún tekin upp í nánu samstarfi við
alþjóðlega talsmenn og áhrifavalda
vörumerkisins en við tökurnar var
lögð áhersla á að sýna þá í sínu rétta
umhverfi, að því er segir í tilkynn-
ingu frá Thule.
Hópurinn samanstendur að
mestu af stórstjörnum úr jaðar-
íþróttaheiminum en má þar helst
nefna brimbrettakappann Garret
McNamara, sem á metið í að sörfa
stærstu öldu í heimi, frönsku snjó-
brettagoðsögnina Xavier De Le
Rue, sænska ólympíugullverðlauna-
hafann í alpagreinum Anja Pärson
og heimsþekkta fjallaleiðsögumann-
inn Apa Sherpa, sem hefur farið 21
sinni upp á topp Everest og á 13
met í Heimsmetabók Guiness.
Margir í hópnum hafi verið að
koma til Íslands í fyrsta sinn en aðr-
ir voru hér í sjöunda sinn, að sögn
Bjarna. Allir hafi þó verið ánægðir
með bæði ferðina og verkefnið.
„Þau voru bara alveg í skýjunum
og áttu ekki til orð yfir náttúrufeg-
urðinni hérna. Öll eru búin að
ákveða að koma aftur hingað á mis-
munandi tímum ársins til að upplifa
landið í mismunandi búningi.“
Kostnaðurinn dropi í hafið
Kostnaðurinn á herferðinni
hleypur á fleiri hundruð milljónum,
segir Bjarni inntur eftir því. Hún
muni þó eflaust skila mun meiru í
kassann til Thule þegar hún fer í
loftið að ári liðnu.
„Þetta er risastórt fyrirtæki sem
velti í 118 milljörðum á síðasta ári.
Það er rekið með góðum hagnaði og
því gengur vel. Þetta er bara dropi í
hafið af því sem koma skal næstu 18
mánuðina.“
Eitthvað af efninu sem tekið var
upp fyrir herferðina sé þó strax
komið í birtingu, að sögn Bjarna.
„Ég er strax farinn að sjá klippur
á Instagramsíðu Thule frá fyrstu
ferðinni í júlí sem var í Iceland Bike
Farm á Suðurlandi.“
Aðspurður segist Bjarni glaður að
hafa getað orðið Thule að liði í verk-
efninu enda sé það frábær kynning
fyrir Ísland.
„Til að setja þetta í samhengi þá
hafa menn verið að koma hingað til
lands til að taka upp bílaauglýsingar
eða kvikmyndaatriði sem enda á að
vera 10-30 sekúndur að lengd. Með
þessu verkefni erum við að fá um
60-70 sjálfstæðar auglýsingar sem
allar eru teknar upp í íslenskri nátt-
úru, þar af um 15 bílaauglýsingar,“
segir hann. „Sem íslenskt fyrirtæki
hefðum við ekki getað fengið betri
gjöf á þessu ári og við erum alveg í
skýjunum með það efni sem við höf-
um fengið að sjá hingað til. Það er
kannski klisja að segja það en þetta
er frábær landkynning því auglýs-
ingarnar verða sýndar um allan
heim á öllum mögulegum miðlum.“
Bjarni er að eigin sögn „alveg úr-
vinda“ eftir tveggja vikna langt
tökutímabilið.
„En við gátum hjálpað þeim hell-
ing og erum mjög stolt af því.“
Ísland í brennidepli í mörg
hundruð milljóna kr. herferð
Morgunblaðið/Unnur Karen
Farangur Dýr búnaður var notaður við tökurnar. Anders Backe, „freestyle“ atvinnuskíðamaður frá Noregi, og
Chris Ritchie, markaðsstjóri Thule í Bandaríkjunum, festa búnaðinn tryggilega ofan á bílþakið.
- Frábær landkynning - 60-70 sjálfstæðar auglýsingar - Sýndar um allan heim
Ljósmynd/Matthias Giraud
Frelsi Franski fallhlífarstökkvarinn Matthias Giraud
segir íþróttina fela í sér aukið ferðafrelsi.
Ljósmynd/Rapila Andersson
Hugrekki Brasilíska kajakræðarann Pedro Oliva skortir
hvorki dug né þor er hann fer á kajak niður háa fossa.
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
11. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.38
Sterlingspund 176.26
Kanadadalur 100.52
Dönsk króna 20.28
Norsk króna 14.691
Sænsk króna 14.804
Svissn. franki 138.85
Japanskt jen 1.1591
SDR 181.54
Evra 150.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.834
« Ný stjórn hefur
verið kjörin hjá
nýsköpunar-
fyrirtækinu Mus-
sila. Sigurlína Ingv-
arsdóttir tekur við
stjórnarfor-
mennsku af Þórði
Magnússyni. Þá fer
Kjartan Örn Ólafs-
son úr stjórn eftir
þriggja ára stjórn-
arsetu en í stjórnina koma Jóhann Þor-
valdur Bergþórsson og Vala Halldórs-
dóttir. Með þeim í stjórn verða Marie
Claire Maxwell, yfirmaður tækni og
nýsköpunar hjá Business Sweden, og
Snæbjörn Sigurðsson, fjárfestingastjóri
hjá Íslandsbanka.
Spáir 80% aukningu milli ára
Mussila þróar og selur hugbúnað í
menntatækni (e. edtech) sem nýtist við
kennslu. Þá meðal annars hugbúnað
sem nýtist börnum í tónlistarnámi.
Jón Gunnar Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Mussila, segir áætlað að
tekjurnar aukist úr 22 milljónum króna í
fyrra í 40 milljónir í ár, eða um 80%.
„Mussila er stafrænn skóli og er sem
stendur stafræn leið til að kenna 6-10
ára börnum tónfræði og tónlist. Appið
Mussila Music School er fáanlegt á App
Store og Google Play á 32 tungumálum.
Upp á síðkastið höfum við líka verið að
selja lausnina okkar beint til skóla á Ís-
landi og nú eru hin norrænu löndin að
bætast við,“ segir Jón Gunnar.
Ný stjórn hjá Mussila og
frekari landvinningar
Jón Gunnar
Þórðarson
STUTT
Apa Sherpa (61)
er heimsþekktur
fjallaleiðsögu-
maður frá Nep-
al. Hann hefur
farið í 21 leið-
angur upp á
topp Everest en
hefur nú helgað
líf sitt góð-
gerðarstarfi. Árið 2009 stofnaði
hann Apa Sherpa-samtökin í þeim
tilgangi að tryggja börnum í Nep-
al tækifæri til menntunar, svo þau
þurfi ekki að gerast sjerpar eins
og hann sjálfur.
„Án menntunar hafa þau ekki
val um annað,“ segir Sherpa.
21 sinni upp
Everest
Fjallagarpur
Brooklyn Bell
(23) er atvinnu-
fjallahjólakempa
og listakona frá
Bandaríkjunum.
Hún hefur
sameinað ástríðu
sína á áhugamál-
unum tveimur
m.a. með því að
hanna og selja list sína og láta
ágóðann af sölunni renna til fjalla-
hjólasamfélagsins.
„Nú síðast söfnuðust 30.000
bandaríkjadalir sem fóru beint í
uppbyggingu og viðhald á fjalla-
hjólaslóðum í heimabæ mínum,“
segir Bell.
Listelskandi
ofurhugi
Fjallahjólakappi
Matthias Giraud
(38) er franskur
atvinnuskíða-
maður og „base
jump“-fallhlíf-
arstökkvari frá
Frakklandi.
Hann sam-
einar gjarnan
áhugamálin sín
tvö. Þá fer hann upp fjöll á göngu-
skíðum og stekkur svo niður í fall-
hlíf.
„Ég kalla það fjórðu vídd fjalla-
mennskunnar, þar sem ég sameina
jörðina eða snjóinn og loftið. Þann-
ig kemst ég á ótrúlegustu staði,“
segir Giraud.
Sameinar
jörð og loft
Fallhlífarstökkvari
Bjarni Ingimar
Júlíusson
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum