Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 32

Morgunblaðið - 11.09.2021, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Ég ræddi nokkrum sinnum um náttúruvá á Alþingi, líka í und- irbúnum fyrir- spurnum. Hef talað um nýjan og öflugan hamfarasjóð og efldar flóðavarnir, vöktun eldgosa o.fl. Flutt sér- staka tillögu að þings- ályktun að frumkvæði umhverfis- og sam- göngunefndar (í heild) um vandaða endurskoðun á til- högun flestra þátta í rannsóknum og forvörnum vegna náttúruvár. Hún var samþykkt sl. vor og nefnd er að störfum. Náttúruvá hefur auk- ist og mun aukast á næstunni. Af nógu er að taka undanfarin fáein ár. Fimm til sex megineldstöðvar sýna merki um óróleika og jafnvel kviku- söfnun. Eldgos er uppi á Reykja- nesskaga af óvissri lengd. Hætta er á að ofanflóðum fjölgi með breyttri úrkomu og hlýindum. Ágangur jök- ulvatna eykst af sömu orsökum og sjávarborð hækkar hraðar en áður. Eins og allir vita starfar almannavarnadeild undir embætti ríkislögreglustjóra. Spurning er um hvort umsvif allra hlutaðeigandi og undirbúningur að viðbrögðum við alvarlegum atburðum séu eins og vera ber. Ég vil hvetja til þess að lokið verði sem fyrst við að meta stöðuna í heild, allt verklag og skipulag skoðað og yfirfarið, fjár- magn til vöktunar verði endurskoðað, að viðbragðsáætlunum og brottflutn- ingsáætlunum sé lokið og þær æfðar og þeir sjóðir sem eiga að vera til taks verði efldir og sameinaðir. Styrkja ber sérþekkingu og mannafla almanna- varnadeildarinnar og kanna þarf, sem er einna mikilvægasti lið- urinn, hvort færa skuli almannavarnadeildina undir forsæt- isráðuneytið og þar með efla alla samhæfingu í þeim geira. Einnig þarf að fjölga í því sem kalla mætti launaðan miðkjarna björgunar- sveitanna. Það bíða okkar mörg verkefni sem þarf að taka til endur- mats og inna af hendi. Reynslan sýn- ir að best eru ráðin sem í tíma eru tekin. Í þeim efnum er tíminn nefni- lega alls enginn sérstakur vinur okkar. Almannavarnir einu sinni enn Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson »Mikilvægt er að kanna hvort færa skuli almannavarna- deild ríkislögreglustjóra undir forsætisráðu- neytið. Höfundur er jarðvísindamaður og þingmaður VG. Félag talmeinafræð- inga á Íslandi fagnar 40 ára afmæli sínu í dag. Upphaf talkennslu á Ís- landi má rekja aftur til 1953 þegar fyrstu tal- kennararnir hófu störf. Helst sóttu þeir nám til Danmerkur og Noregs og voru til að byrja með félagar í Félagi sér- kennara á Íslandi en fóru í kringum 1975 að huga að sér- stökum samtökum. Félag talmeina- fræðinga á Íslandi (FTÍ) var stofnað 11. september 1981, en hét áður Félag talkennara og talmeinafræðinga. Með árunum fjölgaði talmeinafræðingum og talkennurum og árið 1987 fékk starfsheitið talmeinafræðingur lög- gildingu og telst í dag til heilbrigð- isstéttar. Markmið FTÍ hefur alla tíð verið að sameina alla talmeinafræð- inga sem stétt og fylgja eftir hags- munum félaga og skjólstæðinga þeirra. Félagið hefur vaxið ört síðustu ár og telur nú um 130 félaga. Talmeina- fræðingar sóttu menntun sína erlend- is lengst framan af og var stéttin lengi vel fámenn. Með tilkomu náms- brautar í talmeinafræði við lækna- deild Háskóla Íslands árið 2010 hafa nú bæst við 70 talmeinafræðingar. Stéttin er því smám saman að verða sýnilegri, bæði í mennta- og heilbrigð- iskerfinu, enda er þörfin eftir þjónust- unni gífurleg. Talmeina- fræðingar sinna þjónustu við skjólstæð- inga með örðugleika tengda tali, máli og sam- skiptum. Talmeinafræð- ingar sinna fjölbreyttum skjólstæðingahópi, allt frá ungum börnum til fullorðinna, og sinna þeir margvíslegum vanda. Meðal helstu verkefna talmeinafræð- inga má m.a. nefna mál- stol, stam, raddvanda- mál, málþroskaröskun, málhljóðaröskun, óhefðbundnar tjá- skiptaleiðir, kyngingarvanda og fæðuinntökuvanda. Talmeinafræð- ingar sinna m.a. snemmtækri íhlutun barna með seinkaðan málþroska, börnum sem fæðast með skarð í gómi og/eða vör, börnum með heyrn- arskerðingu og börnum með ýmiss konar fatlanir og skerðingar. Þeir starfa innan skólakerfisins og heil- brigðiskerfisins og sinna greiningum, ráðgjöf, fræðslu og meðferð. Barátta fyrir réttindum og kjörum stéttarinnar hefur staðið alla tíð innan félagsins en baráttan hefur ekki síst snúist um velferð skjólstæðinganna, bæði í skólakerfinu og innan heil- brigðiskerfisins. Þar hefur verið í mörg horn að líta. Félagið hefur í gegnum tíðina verið með öflugt fræðslustarf, s.s. námskeið, fyrirlestra og gefið út metnaðarfullt fræðslurit. Það var mikið fagnaðarefni fyrir stéttina þegar námsbraut í talmeina- fræði varð að veruleika eftir þrotlausa vinnu talmeinafræðinga innan félags- ins. Kennsla hófst árið 2010 og hefur hópur talmeinafræðinga útskrifast annað hvert ár síðan. Hafa 70 tal- meinafræðingar útskrifast af braut- inni. Það er ljóst að áfram þarf að efla námsbrautina svo hægt sé að útskrifa fleiri talmeinafræðinga því þörfin er svo sannarlega til staðar. Síðustu misseri hefur félagið unnið að niðurfellingu starfsreynsluákvæðis sem sett var inn í rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands árið 2017. Ákvæði hefur valdið því að starfsrétt- indi nýútskrifaðra talmeinafræðinga hafa verið skert stórlega og komið í veg fyrir nýliðun í veitingu talþjálf- unar þar sem hennar er mest þörf. Sérstaklega er ákvæðið varhugavert nú um stundir þegar veruleg kyn- slóðaskipti eiga sér stað í stéttinni. Því er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki nú höndum saman þannig að hægt verði að sinna öllum þeim fjöl- mörgu börnum sem bíða árum saman á biðlistum eftir talþjálfun. Félag talmeinafræðinga á Íslandi 40 ára Eftir Kristínu Theódóru Þórarins- dóttur »Mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman svo hægt verði að sinna öll- um þeim fjölmörgu börnum sem bíða á bið- listum eftir talþjálfun. Kristín Theódóra Þórarinsdóttir Höfundur er formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Ýmsar gerðir af heyrnartækjum í mörgum verðflokkum, stærðum og litum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun vefverslun.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 • HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.