Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.09.2021, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opin- bera starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyr- andi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á at- vinnumarkaði. Báðar þessar fullyrð- ingar eiga sér enga stoð. Laun á almenna markaðnum hærri Því hefur einnig verið haldið fram undanfarið að opinberir starfsmenn hafi hækkað í launum mun meira en starfsmenn á almenna markaðnum. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægjanlega haldgóðar upp- lýsingar. Staðreyndin er sú að kjara- samningsbundnar launahækkanir á öllum vinnumarkaðnum eru byggðar á lífskjarasamningnum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónutöl- ur en ekki prósentur. Vegna þess þá hækka lægri launin um töluvert hærri prósentu en hærri launin. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjarasamning- unum. Þetta er ekki flókið reiknings- dæmi. Annað sem hefur áhrif á mælingar á launasetningu opinberra starfs- manna er sú staðreynd að við stytt- ingu vinnuvikunnar reiknast tíma- kaup opinberra starfsmanna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukkustundum en áður og hver klukkustund því mæld af Hagstofu Íslands sem hækkun á launavísitölu. Launin hafa þó ekkert hækkað. Réttindi gefin til að jafna laun milli markaða Annað sem stingur í augu er að hlutfall launa af rekstri ríkisins stend- ur í stað. Í því samhengi er nauðsynlegt að rifja upp að samkvæmt samkomulagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016 á að jafna laun ríkisstarfsmanna við það sem gerist á almenna mark- aðnum. Á móti gáfu opinberir starfs- menn eftir réttindi sín í lífeyriskerf- inu. Stéttarfélögin hafa þannig staðið við sinn hluta samkomulagsins en ekki er enn komin niðurstaða í hvern- ig leiðréttingum á launum opinberra starfsmanna verður háttað. Ljóst er að leiðréttingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósenta leiðréttingu að meðaltali. Opinberum starfsmönnum fækkar Á vef fjármála- og efnahagsráðu- neytisins opinberumsvif.is koma fram upplýsingar um þróun á starfs- mannahaldi ríkisins á undanförnum árum. Þar má meðal annars sjá að launakostnaður sem hlutfall af heild- arútgjöldum hefur verið í kringum 30 prósent á undanförnum árum og stendur nú í 32,4 prósentum miðað við árið 2020. Sérstaka athygli vekur að hlutfallslega hefur opinberum starfsmönnum fækkað. Árið 2014 voru starfandi 113,5 opinberir starfs- menn á móti hverjum 1.000 íbúum í landinu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tímabil hefur hlutfall op- inberra starfsmanna á vinnumarkaði lækkað úr 28 prósentum í 27 prósent. Tekið er fram að flest launafólk hjá ríkinu vinni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að sam- félagið veiti þjóðinni öryggi, velferð og þekkingu og þar með forsendur fyrir heilbrigðu atvinnulífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fá- menna þjóð vill traustan samfélags- legan rekstur og í þeirri framþróun sem samfélagið hefur verið í á und- anförnum árum vekur það sérstaka athygli að opinberum starfsmönnum hafi ekki fjölgað. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opinberum störf- um hefur stóraukist og á sama tíma hefur starfsmönnum tekist að end- urskipuleggja vinnubrögð og verk- ferla. Í umræðu um starfsmenn og rekst- ur í okkar mikilvægustu samfélags- legu stoðum er æskilegt að halda til haga staðreyndum. Við höfum núna aðgang að vel framsettum upplýs- ingum og það er ekki til of mikils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekkingu á hverjum tíma. Eftir Þórarin Eyfjörð » Ljóst er að leiðrétt- ingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 prósenta leiðréttingu að meðaltali. Þórarinn Eyfjörð Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. thorarinn@sameyki.is Villandi umræða um laun á milli markaða Í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. birtist stutt grein eftir Er- ling Hansson sem ber yfirskriftina „Stefna Sósíalistaflokksins“ og er tilefni greinar, sem ég skrifaði í Morgunblaðið um Sósíalistaflokk Ís- lands og birtist þar 25. ágúst sl. Í grein minni stendur: „Alllengi hefur legið fyrir baráttustefna SÍ í 17 liðum. Það vekur athygli að hvergi er minnst á sósíalisma í þessu plaggi.“ Í þessu plaggi er ýmislegt fleira sem mér fannst ábótavant og kem ég að því síðar. Ég bætti við: „SÍ setur á dagskrá endurreisn verkalýðsbaráttunnar og setur fram framsæknar kröfur í nokkrum málaflokkum svo sem í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og sjávarútvegs- málum.“ Þessa getur Erlingur ekki en birtir þess í stað langan kafla um stefnuskrá flokksins. Raunar er ekki hægt að tala um neina stefnuskrá flokksins, miklu frekar lista aðskilinna stefnumála sem lesandinn þarf að raða saman til þess að fá heildarstefnu. Allt bendir þó til að SÍ berjist fremur fyrir umbótum á kapítal- ismanum, að stefna hans sé innan kratískra umbóta fremur en bylt- ingarsinnaðs sósíalisma. Hún er hættuleg endurbótastefnan (krat- isminn), sú hugsun að endurbæta megi kapítalismann gegnum ríkis- stjórnir stig af stigi yfir til sósíal- isma. Gunnar Smári Egilsson hef- ur talað um „framtíð þar sem alþýðan taki völdin sem tilheyra henni“. En þetta er án skýringa og áþreifanlegs innihalds. Ég spurði í grein minni hvort SÍ ætlaði að koma á réttlátu sam- félagi í gegnum Alþingi og núver- andi ríkiskerfi. Ég hef ekki séð SÍ taka fram að sú leið sé ófær. Það vantar að SÍ skilgreini þingræð- islega baráttu í heildarstarfinu og fyrst og fremst takmarkanir henn- ar. Það er blekking að halda að róttæk stefnumál náist fram með atkvæðaseðlinum og réttum flokk- um í stjórn. Stefnumálin verða léttvæg á Alþingi nema bak við þau sé samtakaafl til þess að knýja þau fram. Að slíku samtakaafli býr SÍ ekki. Það sem íslensk alþýða þarf á að halda er flokkur sem gengur á undan og skipuleggur baráttu hennar. „Í sókn sinni að völdum hefur verkalýðurinn ekkert annað vopn en samtök sín“ var skrifað (Marx og Lenín). Þegar SÍ varð til 2017 fór einnig fram andstöðuframboð innan Eflingar – stéttarfélags sem gaf vonir um að nú væri að fæðast stéttabaráttuflokkur. Efling hefur staðið fyrir sínu, náði fram með verkfalli meginkröfum sínum í samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga 10. maí 2000. Fram- boðslistar SÍ, ekki síst í Reykja- vík, hafa ekki mikinn verkalýðs- svip, sérstaklega ekki efri hluti þeirra, heldur mennta- og milli- stéttarsvip. Almennt launafólk, fé- lagslega virkt, er þar lítt á blaði. Því er hætt við að þungamiðja kosningabaráttunnar verði skrif á samfélagsmiðlum. Afstaða SÍ í utan- ríkismálum birtist seint. Raunar engin fyrr en í júlí í sumar eftir rúmlega fjögurra ára starf, sem vekur grun um ósætti. Í ut- anríkisstefnu SÍ er ekki minnst á heims- valdastefnu, ekkert um NATO, eina hern- aðarbandalag heims- valdastefnunnar og helsta fulltrúa hern- aðar, yfirgangs og út- þenslu auðblokkanna. Ekki orð um að Ísland eigi að ganga úr NATO. Ekki orð um herverndarsamning- inn við Bandaríkin og ört vaxandi framkvæmdir honum tengdar. Þar er hins vegar sagt að Ísland ætti að koma á friðarbandalagi í sam- starfi við nágrannaþjóðirnar. Þetta finnst Erlingi greinilega ekki nógu gott, breytir því nágrannaþjóð- unum í meðal þjóða. Í plagginu er heldur ekkert minnst á ESB-EES, skrifræðisstofnunina sem byggð er á og utan um vesturevrópskt verslunarauðvald og heims- valdastefnu, sem lýtur strangri markaðshyggju og Ísland er meira og minna undirlagt gegnum EES- samninginn. Seinni hluti greinarinnar er svo eftir Erling sjálfan og þar byrjar ruglið fyrir alvöru. Hann vitnar í grein mína í Morgunblaðinu frá 7. des. 2020, þar sem stendur að 6. þing bolsévika hafi verið haldið dagana 26. júlí til 3. ágúst 1917. Auðvitað notaði ég það tímatal sem þá var í gildi í Rússlandi. Á þessu hneykslast Erlingur. Á þessu þingi voru Trotskí og nokkr- ir sálufélagar hans teknir í bolsé- vikaflokkinn. Í grein frá 14. nóv- ember 2020 fullyrti Erlingur að Trotskí hefði setið í fangelsi þegar 6. þingið samþykkti inngöngu hans í flokkinn. Í síðustu grein Erlings stendur: „Trotskí fór í fangelsi 5. ágúst samkvæmt gamla tímatalinu sem notað var þá í Rússlandi“, þ.e. daginn sem þinginu lauk. Nú er allt í einu í lagi að nota gamla tímatalið. Í raun skiptir ekki nokkru máli hvorum megin hryggjar Trotskí lá. Og enn ritar Erlingur: „Valdataka bolsévika fór fram 24. okt. 1917 samkvæmt því tímatali sem þar tíðkaðist. Æ síð- an var hennar minnst 7. nóvember eins og allir vissu en Ólafur þykist ekki vita. Ólafur veit það lítið um rússnesku byltinguna að eftir hann birtist grein í Mbl. 30. október 2017 undir yfirskriftinni „Rúss- neska byltingin 100 ára“. Á vef SÍ birtist líka ræða, sem Ólafur hélt á opnum fundi á Akureyri af þessu sama tilefni. Það mætti segja mér að Ólafur þykist vita heilmikið um rússnesku byltinguna.“ Örlögin láta ekki að sér hæða. Þrátt fyrir allt er hugsanlegt að þeir Ólafur og Erlingur kjósi sama flokkinn í haust. Eftir Ólaf Þ. Jónsson » Það er blekking að halda að róttæk stefnumál náist fram með atkvæðaseðlinum og réttum flokkum í stjórn. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. Erlingur enn á ferð Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Í þessu tilfelli raunar ekkert svar. Þannig hafa stjórnmálin á Ís- landi þróast, ekki síst síðustu árin og miss- erin. Þetta er þvert á það sem gerist í flest- um vestrænum ríkj- um. Þar sem tveggja flokka kerfi til hægri og vinstri er ekki til staðar myndast þá tvær blokkir til hægri og vinstri, önnur blá en hin rauð. Þannig geta kjósendur nokk- urn veginn verið vissir um hvers konar stjórnarfar þeir eru að kjósa næsta kjörtímabil. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Þar hefur verið lenskan að lýsa yfir að ganga óbundin til kosninga þannig að kjósandinn íslenski hefur ekki hug- mynd um hvers konar stjórnarfar hann er að kjósa. Enda eru svikin kosningaloforð hvergi meiri en á Íslandi og þar með traust almenn- ings á stjórnmálunum í lágmarki. Skýrasta dæmið er samsetning nú- verandi ríkisstjórnar. Hverjum heilvita manni datt í hug sem t.d. kaus Sjálfstæðisflokkinn síðast að viðkomandi væri að kjósa róttækan sósíalista sem forsætisráðherra og ennþá róttækari sósíalista sem for- seta Alþingis, með tilheyrandi út- þenslu hins opinbera bákns! Eng- um! Og allra síst öfgasinnuð gæluverkefni vinstrimanna undir forystu Vinstri-grænna eins og t.d. í loftlagsmálum, náttúruvernd- armálum, stóraukinni heimild á fóstureyðingum í anda marxisma, umturnun á íslenskum mannanöfn- um, kynrænt sjálfræði, og nánast galopin landamæri. Þannig að Ísland slær nú algjört a.m.k Norð- urlandamet í móttöku hælisleitenda og flóttafólks með rót- tækustu No Borders- útlendingalögum sem þekkjast í dag, með tilheyrandi ofurkostn- aði. Og svo á nú að fylla landið af Afgön- um vegna upplausnar þar í landi sem okkur ber engin ábyrgð eða skylda til, þegar helstu innviðir Íslands eru í algjör- um lamasessi, og það í miðjum Covid-faraldri. Um hvað á svo að kjósa? Þessi lýsing á glundroðanum í ís- lenskum stjórnmálum leiðir auðvit- að til þess að kjósandinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að kjósa 25. sept. nk. Áframhaldandi mið/vinstristjórn eða hvað? Áfram- haldandi valdasetu núverandi for- sætisráðherra sósíalista með að- komu annarra flokka? Sem yrði mjög í þökk hérlendra glóbalista og alþjóðasinna, en slík vinstri- mennska hefur aldrei grasserað meira í íslenskri pólitík en nú. Því mótspyrnan frá borgaralegri, þjóð- legri og kristinni pólitík, já frá hægri, er nánast engin orðin í dag. Engin! Fjölmargir eru því farnir að líta á Sjálfstæðisflokkinn sem stærsta flokk sósíaldemókrata á Norðurlöndum miðað við íbúa- fjölda! Ekkert borgaralegt og þjóð- legt kristið íhald til þar á bæ leng- ur! Hvað eigum við svo að kjósa? Já, við sem teljum okkur íhalds- samt þjóðhyggjufólk spyrjum okk- ur eðlilega hvað við eigum að kjósa. Hvað með Evrópumálin? Schengen, EES, orkupakka ESB? Jarðakaup útlendinga! Nánast al- gjör þögn um slík fullveldismál, enda hefur Alþingi enn ekki dregið umsókn Íslands að ESB til baka! Hvers vegna ekki? Við í Frels- isflokknum birtum á vordögum ítarlega stefnuskrá byggða á þjóð- legum, borgaralegum og kristnum gildum, sbr. www.frelsisflokk- urinn.is. Sú stefnuskrá var þögguð rækilega niður af helstu fjölmiðlum landsins undir forystu RÚV sem þverbrýtur hlutleysi sitt á hverjum einasta degi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir formanns Frelsisflokksins til að láta rödd okkar heyrast þar! Enda þar öll þjóðleg pólitísk við- horf bönnuð! Já þvílíkt lýðræði! Á sama tíma fá róttækir, alþjóðasinn- aðir og afdankaðir öfgasósíalistar og anarkistar (Píratar) ótakmark- aðan aðgang að fjölmiðlum. Eink- um RÚV! Já hefur þá glóbalismi náð heljartökum á íslenskum stjórnmálum og fjölmiðlum í dag? Ef svo er, ja þá er svo sannarlega illa komið fyrir íslenskri þjóð! Hvað á íhaldssamt kristið þjóðhyggjufólk að kjósa? Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson » Já við sem teljum okkur íhaldssamt þjóðhyggjufólk spyrjum okkur eðlilega hvað við eigum að kjósa. Hvað með Evrópumálin, Schengen, EES og orkupakka ESB? Guðmundur Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari og ritari Frelsisflokksins. gjk@simnet.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.