Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
✝
Ragnheiður
Linda
Kristjánsdóttir
fæddist 22. júní
1954 í Lækjar-
hvammi á Skaga-
strönd. Hún varð
bráðkvödd 26.
ágúst 2021. For-
eldrar hennar
voru Kristján Ar-
inbjörn Hjartarson
frá Vík, f. 1928, d.
2003, og Sigurbjörg Björns-
dóttir, f. 1930, d. 1981, sem
lengst af bjuggu í Grund á
Skagaströnd. Systkini Lindu
eru Björn Ómar Jakobsson, f.
1949, Guðmundur Rúnar, f.
1951, Sigurlaug Díana, f.
1958, Sveinn Hjörtur, f. 1964,
og Sæbjörg Drífa, f. 1966.
Linda hóf snemma að vinna
fyrir sér, hún var fiskverka-
kona á Skagaströnd lengst af
1969 til 1991, ráðskona á ver-
tíð í Vogum 1970 og ’71,
verslunarmaður á Skaga-
strönd í þrjú ár, skrif-
stofumaður hjá Vöruflutn-
ingum Rúnars Loftssonar frá
Dætur Lindu og Rúnars
eru: Sigurbjörg Írena, f. 6.8.
1976 á Blönduósi, og Eva
Rún, f. 25.2. 1985 á Blöndu-
ósi.
Sigurbjörg Írena hefur
unnið ýmis störf og starfaði
síðast á leikskóla. Eiginmaður
hennar er Einar Haukur Ara-
son, f. 26.8. 1964, húsasmiður
og sjómaður, foreldrar hans
eru Ari Hermann Einarsson
og Halla Björg Bernódus-
dóttir, búsett á Blönduósi.
Börn: Tanja Rán, f. 28.9. 1994
á Akranesi, unnusti Örn Aron
Sigurbjörnsson, f. 9.6. 1993.
Sonur þeirra Kristófer Máni,
f. 26.5. 2017. Einar Ari, f.
30.1. 1996 í Reykjavík, unn-
usta Jóna Kristín Vagnsdótt-
ir, f. 21.9. 1995. Dóttir þeirra
Sigrún Margrét, f. 3.9. 2020.
Linda Rún, f. 9.6. 1999. Karen
Líf, f. 17.6. 2005. Emilía Mar-
ey, f. 14.10. 2010. Natan Nói,
f. 19.7. 2017.
Eva Rún er í sjúkraliða-
námi. Sambýlismaður hennar
er Árni Magnús Ragnars,
vinnur sem bifvélavirki. Börn:
Írena Lind, f. 16.2. 2008, Rún-
ar Páll, f. 17.3. 2009, og Ingv-
ar Orri Ragnars, f. 6.4. 2016.
Útför Lindu fer fram frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd
í dag, 11. september 2021,
klukkan 14.
1991-1995. Hún
vann hjá Höfða-
hreppi 1996, en
það haust fór hún
til starfa í Rækju-
vinnslunni og
vann þar uns því
fyrirtæki var lok-
að 2004. Eftir það
starfaði hún hjá
Fisk Seafood í
saltfiski og fleiru
eða þar til hún hóf
störf hjá sjávarlíftæknisetrinu
BioPol ehf. 2009 og var þar
við störf til dánardægurs.
Linda giftist 17.9. 1972 Þor-
láki Rúnari Loftssyni, f. 13.9.
1952 í Reykjavík. Hann fluttist
á Skagaströnd 1967, starfaði
sem byggingarverkamaður og
beitningamaður lengst af til
1991. Tók meirapróf bílstjóra
á Blönduósi og rútupróf á Ak-
ureyri. Rak vöruflutningafyr-
irtæki um skeið. Foreldrar
hans voru Kristjana Þórey Ís-
leifsdóttir, f. 1936, d. 2014, og
Loftur Jens Magnússon, f.
1925, d. 2013. Linda og Rúnar
skildu.
Það var ekki neinn fyrirvari á
því þegar Linda systir kvaddi.
Það er varla að maður sé enn
farinn að átta sig á því að hún
sé látin. Og það er vont að þurfa
að meðtaka það sem staðreynd.
Ef lýsa ætti Lindu systur í
fáum orðum, væri þar fyrst að
nefna trygglyndi hennar sem
var mikið og gott. Þar bilaði
aldrei neitt. Hún var traust
manneskja, það gátu allir fund-
ið. Það lá djúpt í eðli hennar að
skila sínu og standa sig og
bregðast ekki í neinu. Hún tókst
á við allt sem að höndum bar
með sínum sérstaka dugnaði og
seiglu og vann þannig sína sigra
í lífinu. Þannig var hún alla tíð.
Trygglyndi hennar togaði
með sínum sjarma. Hún eign-
aðist góða vini og vinkonur og
þar urðu böndin sterk. Vinátta
er alltaf eitt af því fegursta í líf-
inu og Linda systir kunni sann-
arlega að meta sína vini og þeir
hana. Þar var aldrei neitt hálft í
huga.
En nú hefur hún fyrirvara-
laust kvatt og horfið frá okkur.
Ástvinir, vinir og samferðamenn
standa hljóðir. Hvað er hægt að
segja á slíkri stund? Einhvern
veginn fannst manni að það
hlyti að vera svo margt eftir, en
samt er það svo, að Linda systir
er ekki lengur hér og því verður
ekki breytt.
Á sínum æskuslóðum vildi
hún lifa eins og faðir hennar og
í byggðinni undir Borginni undi
hún eins og hann uns lífi lauk.
Mér finnst vanta mikið þegar
hún er ekki lengur á meðal okk-
ar, en ég trúi því að hún eigi
góða heimvon. Hún var barn
sinnar byggðar og sannur
Skagstrendingur.
Við söknum þín og sofðu vært
í sálarheimi björtum.
Þitt ljós mun áfram lýsa skært
og lifa í okkar hjörtum.
(RK)
Ég bið þeim Írenu og Evu
Rún dætrum Lindu systur, og
fjölskyldum þeirra, öllum
ömmubörnunum hennar, bless-
unar um alla framtíð. Megi góð-
ur Guð styrkja þau og vernda
og gefa þeim huggun í gegnum
allar yndislegu minningarnar
sem þau eiga um kærleiksríka
mömmu og ömmu.
Rúnar Kristjánsson.
Elsku vinkona mín, Linda
Kristjánsdóttir, er látin og við
stöndum eftir ráðvillt með sorg
í hjarta. Það er erfitt að skilja
hvernig það megi vera að þessi
klettur, þessi yndislega vinkona
sé fallin frá. Kynni okkar hófust
í barnæsku þegar hún hitti mig,
aðkomustelpuna, sem var að
flytja til Skagastrandar og við
urðum strax vinkonur. Við
fundum fljótt traustið og vinátt-
una sem hefur staðið óhögguð
síðan þá. Æskuárin voru full af
allskonar leikjum, uppátækjum
og gleði. Við Kúaganginn í
Hólabergjunum voru byggð bú
með öðrum krökkum og tilver-
an var saklaus og falleg. Á vetr-
um voru sleðaferðir eða skautað
á svellinu við Skeifuna og uppi
á Hólaflóa. Í minningunni bjart-
ir og sólríkir dagar og stjörnu-
björt kvöld.
Alltaf var gott að koma í
Grund, æskuheimili Lindu, mik-
il húshlýja og líf og fjör. Iðu-
lega var margmenni í eldhúsinu
þar sem vinkonur Boggu
mömmu hennar sátu jafnvel við
hannyrðir og kaffidrykkju eða
tóku í spil, á meðan hún bar
fram góðgerðir og sinnti heim-
ilisstörfum. Samt var alltaf
pláss fyrir okkur krakkana og
nýbakað á borðum. Innan úr
stofunni heyrðist stundum tón-
list þar sem Kiddi pabbi hennar
var að spila á harmonikku eða
æfa söng með einhverjum kór-
félögum. Linda erfði þessa
hlýju og myndarskap móður
sinnar og elskaði góða tónlist,
reyndar mest Elvis Presley
sem hún tók tryggð við á æsku-
árum og því varð ekki haggað
eftir það.
Linda var alls staðar hrókur
alls fagnaðar hvort sem það var
við leik eða störf, glaðlyndur
grallari með dásamlegan dill-
andi hlátur sem smitaði alla við-
stadda. Raddmikil og hrein og
bein við hvern sem var. Hún
var vinsæl af vinnufélögum og
eignaðist hvarvetna góða vini
sem hún ræktaði samband við.
Þeir áttu vísan stað í faðmi
hennar og fundu fyrir um-
hyggju og kærleika. Hún var
vinur vina sinna.
Ung festi hún ráð sitt, tók
saman við Rúnar Loftson og
eignaðist með honum tvær dæt-
ur, þær Írenu og Evu Rún, sem
hún reyndist ástrík móðir. Þeg-
ar barnabörnin fóru að koma í
heiminn áttu þau ekki síður
hjarta hennar og faðm. Hún bjó
fjölskyldu sinni fallegt heimili
sem bar ætíð merki mikillar
smekkvísi og snyrtimennsku.
Þegar leiðir þeirra Rúnars
skildi tókst hún á við það af
þeirri þrautseigju sem henni
var í blóð borin.
Hún bjó alla tíð á Skaga-
strönd og starfaði við fisk-
vinnslu, verslun og fleira en síð-
ustu 12 árin var hún
starfsmaður Sjávarlíftækniset-
ursins BioPol þar sem henni
leið vel. Þar vann hún við rann-
sóknir og hélt utan um ýmis
verkefni rannsóknarstofunnar
af mikilli festu og ábyrgð.
Við sem þekktum Lindu sitj-
um nú eftir og skiljum ekki
óréttlæti heimsins. Hvers vegna
var þessi kraftmikla, elskulega
og hlýja vinkona okkar kölluð
burt allt of snemma. Við sökn-
um alls þess sem hún veitti í
kærleik sínum og vináttu. Við
sem ætluðum að gera svo
margt, áttum eftir að tala um
svo margt og eiga svo margar
góðar stundir saman. Elsku
Linda vinkona mín var yndisleg
manneskja sem er sárt saknað.
Guðbjörg B. Viggósdóttir.
Það er dimmur febrúarmorg-
unn. Norðaustan bylurinn lem-
ur á gluggunum. Fyrsta verk
dagsins er að meta hvort rétt sé
að stefna starfsfólkinu til vinnu.
Nei, líklega er ekki skynsam-
legt að senda fólk út í þennan
byl. Ég sendi skilaboð á hópinn
og fæ svar frá öllum nema
Lindu. Skelli mér í jeppann og
lúsast fyrir Víkina, keyri meira
og minna eftir ljósum ljósa-
stauranna. Þarf oft að stoppa
vegna þess að skyggnið er ekk-
ert. Þarf að kljúfa skaflana eða
sneiða framhjá þeim. Á miðri
leið keyri ég fram á dökka þúst
með bakpoka á bakinu sem er
kunnugleg, Linda Kristjáns.
Auðvitað var Linda lögð af stað
gangandi til vinnu eins og
venjulega með símann í bak-
pokanum. Linda stóð sína plikt
þrátt fyrir óveður. Klæddi sig
bara betur og lagði fyrr af stað.
Verkefnin biðu.
Ég og Linda höfum, með
stuttum hléum, verið á sama
vinnustað síðan 1998. Fyrst í
rækjuvinnslu, síðan fiskvinnslu
og 2009 réð ég hana til starfa
hjá BioPol þar sem hún starfaði
uns hún var fyrirvaralaust tekin
frá okkur. Ég þekkti kosti
Lindu, nákvæmni og samvisku-
semi voru henni í blóð borin.
Slíkt hentaði starfsemi BioPol
afar vel þrátt fyrir að háskóla-
gráðurnar hafi ekki verið til
staðar. Linda hafði mikla aðlög-
unarhæfni. Henni gekk vel að
vinna með öllu fólki í því al-
þjóðlega umhverfi sem BioPol
starfar í. Tungumál skiptu ekki
máli. Linda tileinkaði sér ensku
og oft á tíðum mjög sérhæfða
og var elskuð af öllum, hvaðan
sem þeir komu. Við höfum oft
haft á orði að allir vinnustaðir
þyrftu að hafa sína Lindu. Hún
hreinlega passaði upp á allt og
alla. Vissi hvar allir hlutir voru
geymdir, sá um að allt væri
hreint og fínt á rannsóknastof-
unni og í Vörusmiðjunni. Hún
gekk í öll verk möglunarlaust
og siðaði fólk til ef þurfti. Ég
þurfti aldrei að hafa áhyggjur
af Lindu og hennar störfum.
Hún fann alltaf eitthvað nyt-
samlegt að gera. Viðskiptavinir
Vörusmiðju munu örugglega
sakna þess að geta ekki kallað
eftir aðstoð Lindu í framtíðinni.
Skarð hennar verður vandfyllt.
Linda elskaði Skagaströnd
og Skagstrendinga. Hún var
alltaf jákvæð og bjartsýn á lífið
og tilveruna en gat verið stað-
föst og ákveðin ef þess þurfti.
Við grínuðumst oft með „Vík-
urþráann“. Hún hugsaði vel um
fólkið sitt og hjálpaði öllum eft-
ir bestu getu. Linda var aðeins
67 ára gömul og gat því farið að
huga að starfslokum og njóta
lífsins eftir langa og stranga
starfsævi. Manni finnst afar
ósanngjarnt að konu eins og
Lindu hafi ekki verið gefin
lengri vist á þessari jörð. Linda
var sannkölluð hvunndagshetja.
Vann láglaunastörf allt sitt líf
og gat sjaldan veitt sér mikinn
munað. Hún átti svo sannarlega
skilið að njóta komandi ára með
börnum, barnabörnum, ættingj-
um og vinum.
Kæru Írena, Eva Rún og
fjölskyldur, missir ykkar er
mikill og fráfall Lindu ósann-
gjarnt og óskiljanlegt. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Halldór Gunnar
Ólafsson.
Ragnheiður Linda
Kristjánsdóttir
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR ARNAR ÓLAFSSON,
Óli stormur,
fv. lögreglumaður og skipstjóri,
lést laugardaginn 14. ágúst á sjúkrahúsinu
Akranesi. Útför verður frá Stykkishólmskirkju mánudaginn
13. september klukkan 14.
Útförin verður send út í streymi á http://stormur.lognid.is.
Ólafur Björn Ólafsson Jolanta M. Glaz
Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai
Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Rúnar Russel Tuti Ruslaini
Frank Russel
barnabörn og barnabarnabarn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN SVEINBJÖRNSSON,
prófessor emeritus,
Ártúnsbrekku við Elliðaár,
sem lést miðvikudaginn 1. september,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 16. september klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Guðrún Magnúsdóttir
Sveinbjörn Jónsson Sigrún Kristjánsdóttir
Þórunn Bergþóra Jónsdóttir Birgir Bachmann
Magnús Bjarni Jónsson Lucia Amoros Ribera
Halldór Jónsson Anna Dóra Helgadóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Richard Fraser Yeo
afa- og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÓLAFSSON,
Hvassaleiti 117,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 3. september.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
17. september klukkan 13.
Elísabet Ólafsson
Ari Ó. Gunnarsson
Erla Á. Gunnarsdóttir Árni Hermannsson
Elísabet, Gunnar og Auður Sandra
og barnabarnabörn
Útför
MARGRÉTAR EIRÍKSDÓTTUR,
Eystra-Geldingaholti,
fer fram frá Skálholtsdómkirkju þriðjudaginn
14. september klukkan 13.
Jarðsett verður á Stóra-Núpi.
Boðið er til athafnarinnar en streymt verður
frá henni á skjaskot.is/margrete
Eiríkur Jónsson
Ólafur Jónsson
Árdís Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson
Sigþrúður Jónsdóttir Axel Árnason Njarðvík
Pálína, Jón Karl, Máni Sveinn
og Guðbjörg Eiríksdóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG BJÖRGVINSDÓTTIR,
Lillý,
Frumskógum 6,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Hjúkrunar-
heimilinu Ási í Hveragerði að morgni föstudagsins
3. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 17. september klukkan 11.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Áss fyrir einstaka umönnun
og hlýhug.
Jónatan Karlsson Anning Wei Karlsson
Ingi Björgvin Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn