Morgunblaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
✝
Sæmundur
Knútsson
fæddist í Reykja-
vík 1. ágúst 1954.
Hann lést á Land-
spítalanum 29.
ágúst 2021. For-
eldrar Sæmundar
voru Anna Þóra
Þorláksdóttir
bókasafnsfræð-
ingur, f. 5. júní
1931, d. 22. janúar
2017 og Knútur Björnsson lýta-
læknir, f. 1. maí 1930, d. 26.
ágúst 2014. Þau eignuðust 5
börn. Þau eru, auk Sæmundar,
Sigurveig Knútsdóttir mynd-
listarkona, f. 14. ágúst 1953, d.
11. september 2015, Kári lýta-
læknir, f. 22. desember 1958,
Steinunn sviðslistakona, f. 23.
júlí 1965, og Björn viðskipta-
fræðingur, f. 30. desember
1971.
Fyrir átti Knútur eina dótt-
ur, Sólveigu sjúkraliða, f. 11.
vann um tíma við skattstofu
Hafnarfjarðar og þá sem
grunnskólakennari á lands-
byggðunum. Hann bjó á Eyr-
inni á Akureyri meðan á hjúkr-
unarnáminu stóð en þar hóf
hann sambúð með Els Gerrit-
sen. Við útskrift fékk hann
vinnu sem yfirhjúkrunarfræð-
ingur við réttargeðdeildina að
Sogni og flutti með Els og ný-
fæddum syni þeirra, Tómasi, til
Selfoss þar sem þeim fæddist
dóttirin Sandra en leiðir Sæ-
mundar og Els skildi skömmu
síðar. Sæmundur vann þá sem
kennari um tíma og lauk kenn-
araréttindanámi. Sæmundur
starfaði síðar sem hjúkrunar-
fræðingur á Dvalarheimilinu
Grund í Reykjavík og flutti til
Hafnarfjarðar þar sem hann
var í vígðri sambúð með Zhi
Ling Li um nokkurra ára skeið.
Síðustu árin bjó hann í Reykja-
vík. Sæmundur spilaði golf þar
til heilsunni fór að hraka en
bridds var ávallt stór hluti af
hans lífi allt fram á síðasta dag
og vann hann oft til verðlauna í
báðum greinum.
Útför Sæmundar fór fram í
Fossvogskapellu 9. september
2021 í kyrrþey.
september 1948.
Sambýliskona Sæ-
mundur var Els
Gerritsen kennari,
þau slitu sam-
vistum. Börn
þeirra eru Tómas,
f. 5. janúar 1997
og Sandra, f. 12.
janúar 2000. Sæ-
mundur kvæntist
Zhi Ling Li en þau
skildu.
Sæmundur lauk stúdents-
prófi frá Flensborgarskóla
1975 og BS-gráðu í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands 1986.
Hann útskrifaðist með BS-
gráðu í hjúkrunarfræði 1997
frá Háskólanum á Akureyri en
þar tók hann einnig kennslu-
réttindanám sem hann lauk
2002. Á yngri árum vann Sæ-
mundur í áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi með námi. Eftir
útskrift úr viðskiptafræðinni
vann hann við ýmis störf. Hann
Sæmi var elsti bróðir minn og
passaði upp á mig þegar ég var
yngri. Hann sýndi mér um-
hyggju ef ég kom leiður úr skól-
anum og lét aðra krakka heyra
það ef þeir voru vondir við mig.
Hann stoppaði allt slíkt um leið.
Á unglingsárum mínum bjó
Sæmi ekki heima, enda talsvert
eldri en ég. Þá voru samskiptin
ekki mikil eins og gengur. Hann
blómstraði um tíma þegar hann
var fjölskyldumaður og eignaðist
Tómas og Söndru. Hann talaði
mikið um börnin sín og fylgdist
með því sem þau voru að gera.
Sæmi var gáfaður á ýmsum
sviðum. Hann hafði tilfinninga-
greind sem endurspeglaðist í því
hve þægilegt var að tala við og
vera í kringum hann. Hann var
mjög minnugur og óskeikull.
Hann var auk þess mjög vel les-
inn. Sæmi var ávallt áhugasamur
um mína nánustu og það sem ég
var að fást við. Hann var afburða
briddsspilari og hafði gaman af
því að tala um bridds. Hann var
góður golfari um tíma og við náð-
um að leika golf saman í allmörg
skipti um ævina.
Sæmi háði hatramma baráttu
fyrir heilbrigði sínu mestallt sitt
líf. Margir særðust í þeirri bar-
áttu, en hann þó sjálfur mest
allra. Sæmi var ótrúlega seigur
og alltaf hafði ég trú á því að
hann myndi standa uppi sem sig-
urvegari í þessu stríði. Það gekk
ekki eftir. Síðustu ár Sæmundar
var heilsu hans farið að hraka
mikið og þarfnaðist Sæmi um-
hyggju og aðstoðar. Þá voru
samskipti okkar tíð.
Ég trúi því að Sæmi sé nú laus
úr öllum viðjum og hamingju-
samur. Ég sakna hans og geymi
minningu um þægilegan og góð-
an stóra bróður.
Björn Knútsson.
Stórt skarð hefur verið höggv-
ið í systkinahópinn, nú þegar
Sæmi bróðir er fallinn frá.
Sæmundur, eða Sæmi eins og
hann var oftast kallaður innan
fjölskyldunnar, hefur fengið frið-
inn. Við sem stóðum honum
nærri vissum að hvíldin var hon-
um kærkomin.
Sæmi var eldri bróðir minn,
sem ég leit mikið upp til á okkar
uppvaxtarárum. Hann var sér-
lega heiðarlegur og réttsýnn.
Versti óvinur Sæma var alkóhól-
isminn, en sá sjúkdómur litaði
alla hans fullorðinsævi. Samt
tókst honum að ljúka m.a. tveim-
ur háskólagráðum, viðskipta-
fræði og síðar hjúkrunarfræði.
Þótt margs sé að minnast þá eru
mér háskólaárin ofarlega í huga.
Við Sæmi hittumst mikið á há-
skólasvæðinu og þar að auki vor-
um við samleigjendur um tíma,
en sú sambúð gerði að verkum
að við kynntumst hvor öðrum
betur. Það verður að segjast að
við vorum ekki sérlega mikið fyr-
ir að flíka tilfinningum okkar, en
það bar aldrei skugga á okkar
vináttu. Sæmi hvatti mig áfram í
læknisfræðinni þegar ég þurfti
mest á því að halda. Ég er hon-
um ævinlega þakklátur fyrir það.
Eftir háskólann skildi leiðir, ég
fluttist utan og Sæmi hélt áfrám
með sitt líf á Íslandi. Hann starf-
aði um árabil sem hjúkrunafræð-
ingur m.a. á réttargeðdeildinni á
Sogni. Starfið virtist laða fram
hans bestu eiginleika. Hann
hafði mikið að gefa, sérstaklega
fólki sem var á einhvern hátt
minnimáttar. Hann var sérlega
vel liðinn af samstarfsfólki og
skjólstæðingum þar sem hann
starfaði við umönnunarstörf.
Sæmi var alla tíð mjög stoltur
af börnum sínum tveimur, Tóm-
asi og Söndru, en þau hafa búið
lengst af í Hollandi með móður
sinni Els.
Ég trúi því af heilum hug að
Sæmi sé kominn á betri stað.
Hvíl í friði elsku bróðir.
Ég kveð þig með söknuð í
hjarta.
Kári.
Það er friður og það er sátt.
Sæmi er kominn heim til
mömmu. Bestu mömmu í heimi
eins og hann ávarpaði hana við
dánarbeð hennar. Já, hann var
lítill drengur í hjarta sínu, hlýr
og kærleiksríkur, eins og hún.
Hann er líka farinn á vit systur
sinnar sem hann elskaði meira
en sjálfan sig. Sæmundur var
mildur maður og djúpur. Hann
laðaði til sín minnimáttar og mál-
leysingja því hann kunni að
hlusta og hann sá fólk. Hann
mundi líka það sem hann hafði
séð, hvort sem það var í fólki eða
í gegnum lestur bóka og hann las
mikið. Hann er eini maðurinn
sem ég þekki sem mundi nánast
allt sem hann lærði í mennta-
skóla. Þá var hann svo fagur,
geislaði af lífsorku með sítt og
mikið hár og hlustaði á Rolling
Stones á meðan Sigurveig systir
hlustaði á Janis Joplin. Þau voru
fyrirmyndirnar mínar, villt og
ósigrandi. Hann var þrjóskur og
ákveðinn og kláraði flest sem
hann byrjaði á, þrátt fyrir mót-
læti en fyrir því var hann næm-
ur. Hann var viðkvæmari en
maður gerði sér grein fyrir.
Hann átti sér t.a.m. engar varnir
gagnvart Bakkusi sem var hon-
um harður húsbóndi bróðurpart-
inn af hans fullorðinslífi. En
hann hafði fallega sál, og náði að
skapa góðar minningar með fjöl-
skyldu og vinum á meðan heilsan
leyfði. Hann eignaðist yndisleg
börn sem hann var stoltur af úr
fjarlægð. Nú er fjarlægðin óyf-
irstíganleg og eina sem bindur er
minnið. Minnið var jú einmitt
hans styrkur. Og þannig vil ég
muna Sæmund, í styrkleika sín-
um, í lífskraftinum sem ein-
kenndi hann svo lengi, staðfest-
unni og leikgleðinni í
spilamennskunni.
Minningin um hinn ósigrandi
og ævintýralega bróður mun lifa.
Steinunn.
Minn gamli skólafélagi og vin-
ur, Sæmundur Knútsson, hefur
lokið göngu sinni hér á jörðu. Vil
ég þakka honum allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Ég kynntist Sæma í Flens-
borgarskóla þar sem við lærðum
undir stúdentspróf. Við vorum í
góðum hópi en frekar fámennum
sem útskrifaðist sem fyrstu stúd-
entar frá Hafnarfirði vorið 1975.
Þessi hópur var samheldinn og
náinn og engir eldribekkingar að
þvælast fyrir okkur. Við stóðum
fyrir öflugu félagslífi samhliða
náminu og áttum margar góðar
stundir saman. Fámennið gerði
það að enginn týndist í fjöldan-
um og allir skiptu máli.
Sæmi var dagfarsprúður
drengur og einstakt ljúfmenni.
Þó hann væri ekki maður
margra orða var hann launfynd-
inn og hrutu mörg gullkornin af
vörum hans í góðra vina hópi. Ég
held að ég tali fyrir hönd okkar
allra gömlu skólafélaganna úr
Flensborg þegar ég segi að
Sæmi hafi verið drengur góður
og okkur öllum hafi þótt vænt
um hann.
Sæmundur tróð ekki öðrum
um tær. Það er erfitt að ímynda
sér að hann hafi átt sér nokkra
óvini ef undan er skilinn Bakkus
sem reyndist honum löngum erf-
iður ljár í þúfu. Skúrirnar í lífi
hans voru allt of margar þó sólin
hafi þar skinið inn á milli.
Sæmi var býsna glúrinn
briddsspilari. Oft sátum við fé-
lagarnir við briddsborðið og spil-
uðum fram á morgun. Þá var
Sæmi í essinu sínu. Margar af
mínum bestu minningum um
Sæma eru við briddsborðið þar
sem hann lék á als oddi.
Börnum Sæmundar og fjöl-
skyldu sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, vinur.
Tryggvi Harðarson.
Sæmundur
Knútsson
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu, móður, ömmu, systur og
mágkonu,
SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Steinaseli 7.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E á
Landspítalanum fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Gylfi Þorkelsson
Ásta Heiðrún Gylfadóttir
Emma Sigríður Sverrisdóttir
Gylfi Sverrisson
Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson
Óli Friðgeir Halldórsson María Björk Daðadóttir
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, sonur
og bróðir,
BJÖRN STEFÁN ÞORSTEINSSON,
hestamaður frá Akureyri,
varð bráðkvaddur á heimili sínu á Höfn í
Hornafirði 17. ágúst.
Útför hefur farið fram og þökkum við
auðsýnda samúð og hlýhug.
Þorsteinn Björnsson Sigríður Ólafsdóttir
Hafsteinn Már, Ólafur Atli, Brynhildur Kristín
Aldís Björnsdóttir
Bjarni Sigurðsson Helga Rut Júlíusdóttir
Birgir Árnason Auður Ásta Hallsdóttir
Helga Árnadóttir Guðmundur Karl Tryggvason
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS PÁLSSON
frá Veturhúsum í Eskifirði,
verður kvaddur frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 18. september klukkan 14.
Eygló Magnúsdóttir Jón Símon Gunnarsson
Eymundur Magnússon Eygló Björk Ólafsdóttir
Steinarr Magnússon Anna Sólveig Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
stuðning og hlýhug við fráfall elsku
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JENS JÓNSSONAR
húsgagnabólstrara,
sem lést fimmtudaginn 9. ágúst.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjartadeildar Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun.
Valdís Kristmundsdóttir
Jón Kristinn Jensson Sigurborg M. Guðmundsdóttir
Sigríður Jensdóttir Axel Þórir Alfreðsson
Lára Jensdóttir Einar Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær faðir okkar, afi, langafi, bróðir
og tengdafaðir,
PÁLL RAGNAR SVEINSSON
vörubílstjóri,
lést á heimili sínu Sóltúni 2
laugardaginn 21. ágúst.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn
15. september klukkan 13.
Bjarghildur Pálsdóttir
Jóna Magnea Pásdóttir
Jakob Pálsson
og systur hins látna
Elsku mamma
nú er kallið komið.
Það er skrítið að
setjast hér niður
og skrifa minningarorð um þig
og hugsa til þess að ég muni
aldrei sjá eða heyra í þér aftur
þótt við vissum hvert stefndi.
Þú varst alltaf til staðar og
passaðir upp á að hafa hlutina í
lagi.
Seinustu 10 dagarnir okkar
voru mjög dýrmætir. Fjölskyld-
Lára
Steinþórsdóttir
✝
Lára Stein-
þórsdóttir
fæddist 12. nóv-
ember 1939. Hún
lést 24. ágúst 2021.
Útför hennar fór
fram 4. september
2021.
an hefur ekki verið
svona mikið saman
í langan tíma þar
sem allir hafa verið
svo uppteknir við
vinnu sem hefur
verið viðloðandi
fjölskylduna. Þegar
ég hugsa til baka
varst þú alveg ein-
stök móðir sem
hvattir mann áfram
í námi með því að
setja lágmörk fyrir árangri sem
var svo umbunað með glæsi-
legum verðlaunum. Er mér sér-
staklega minnisstætt þegar þú
sagðir við mig að ef ég næði yf-
ir 8,5 í meðaleinkunn úr grunn-
skólanum fengi ég DBS-reið-
hjól, sem var toppurinn á þeim
tíma. Þótt þér væri meinilla við
að fara Víkurveginn fórstu með
mig í byggingarvöruverslunina
hjá Jóni Friðgeiri til að kaupa
hjólið þegar ég stóðst mark-
miðið.
Það var aðdáunarvert þegar
ég fór að æfa sund hvernig þú
studdir við bakið á okkur,
mættir í allar fjáraflanir og
sundmótin til að hvetja okkur
áfram. Svo þegar vinirnir fengu
að gista þá voru þeir alveg agn-
dofa þegar það var búið að
smyrja og hafa til morgunverð-
arborð þegar við komum fram.
Það var líka ómetanlegur
stuðningur sem ég fékk frá þér
þegar ég fór í Vélskólann fyrir
sunnan og síðan lá leiðin til
Danmerkur þar sem þú varst
alltaf að athuga hvernig gengi.
Þú varst alltaf til staðar og
komst reglulega út til okkar
þegar við Arna áttum þrjú
fyrstu börnin okkar.
Umhyggja þín náði langt út
fyrir fjölskylduna. Þegar aðrir
fóru að sofa fór hrærivélin eða
saumavélin í gang til að baka
bakkelsi á kökubasar eða sauma
verðlaun í Línuna fyrir Slysa-
varnafélagið. Þegar nýbúar
fluttu í bæinn varstu mætt til
að aðstoða þá til að koma inn í
samfélagið hvort sem það var
við vinnu eða að útbúa heimili
með innanstokksmunum, eða þú
fréttir af einhverjum sem væri
á leið í veiði og vantaði maðka
þá var því reddað. Svo ekki sé
minnst á öll berin sem voru
send út um allt land til vina og
kunningja. Þið voruð svo ótrú-
lega líkar systurnar (Unnur
Ingunn) með þetta. Alltaf til-
búnar að hjálpa þeim sem
minna máttu sín.
Elsku mamma mín, ég mun
aldrei gleyma þér, það var svo
frábært hvað þú varst kröfu-
hörð en samt sanngjörn. Von-
andi tekst mér að tileinka mér
brot af því sem þú hefur kennt
okkur.
Guð gefi þér góða nótt elsku
mamma mín.
Þinn elskandi sonur,
Steinþór Bragason.