Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
30 ÁRA Díana fæddist í
Stykkishólmi og ólst upp í
Grundarfirði þar til hún var
tíu ára og flutti þá á Akranes
þar sem hún býr enn. Eftir
grunnskólann fór hún í Fjöl-
brautaskólann á Akranesi en
færði sig síðan yfir til MH og
lauk þar stúdentsprófi. Með-
fram skólanum var Díana í
Listdansskóla Íslands, en
hún hafði alltaf haft mikinn
áhuga á dansi. Hún var kom-
in með kærasta, Ragnar
Leósson, þegar hún var 19
ára og rétt rúmlega tvítug
fóru þau til Bandaríkjanna
þar sem Ragnar fór í nám á
fótboltastyrk, fyrst í Rich-
mond í Virginíu og síðan í
Huntsville í Alabama. „Það
var mjög skemmtilegt að
upplifa svona allt öðruvísi
heim eins og er í Suðurríkj-
unum.“ Þegar heim var
komið fóru þau til Vest-
mannaeyja og voru þar um tíma.
Árið 2014 fóru Díana og Ragnar til Herning á Jótlandi. Þar lærði hún aug-
lýsinga- og markaðsfræði með áherslu á tísku meðan Ragnar spilaði fótbolta.
„Ég var í tvö ár, en fór heim 2016 til að eiga dóttur mína. Síðan fór ég aftur út
og lauk BA-prófinu í desember 2020 og kom þá heim til að eignast son minn.“
Díana var að vinna hjá fyrirtækinu Redined Fashion í Herning sem mark-
aðsfulltrúi, en núna er hún í barnsburðarleyfi.
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður hennar er Ragnar Leósson knattspyrnu-
maður, f. 20.3. 1991. Þau eiga börnin Margréti, f. 2017 og Leó, f. 2021. For-
eldrar Díönu eru Bergur Garðarsson sjómaður, f. 1957 og Margrét Frí-
mannsdóttir ritari, f. 1958. Þau búa á Akranesi.
Díana Bergsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér finnst eitthvað að þér þrengt í
vinnunni. Láttu engan þvinga þig til sam-
komulags heldur láttu í þér heyra.
20. apríl - 20. maí +
Naut Reyndu að fá næði í fallegu umhverfi
ef þú átt þess kost. Sjálfstraust þitt hefur
verið að aukast og á næstunni muntu ná ein-
hvers konar hátindi varðandi starfsframa.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Maður er það sem maður hugsar
upp að vissu marki. Tímabundið starf gætið
orðið að fastráðningu og alvara gæti færst í
rómantískt samband.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það getur verið erfitt að losna úr
vítahring aukavinnu og eyðslu. Talaðu við
vini og vandamenn, þú gætir notið góðs af
ráðleggingum þeirra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Áhrifaríkasta leiðin til að takast á við
meiriháttar mál, er að trúa því að allt muni
snúast þér í hag. Allt hefur sinn tíma og þú
færð að ræða málin.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú þráir stöðugleika í samböndum
þínum en stöðugleiki er ekki mögulegur eins
og stendur. Ljúktu því sem þú þarft að gera í
dag þannig að þú getir leikið þér á morgun.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar yfir af-
rekum þínum er ekki eins víst að fjölskyldan
sé á sömu skoðun. Skortur á innblæstri er
nánast óbærilegur.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú hefur einstæðan hæfileika
til að umgangast fólk og hjálpa því til að
koma auga á hæfileika sína. Þú kemst hugs-
anlega á snoðir um leyndarmál í dag.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ættir að nota daginn til að
sinna verkum sem krefjast þolinmæði og
skipulagningar. Athugaðu ferðamöguleika
gegnum ólíka hópa.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Einhver atburður verður til þess
að gamlar minningar leita aftur á hugann.
Sláðu á létta strengi, það getur oft bjargað
hlutunum.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú sýnir snilldartakta í dag og þá
sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á
vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Sam-
ræður við maka eru ákafar og innilegar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ekki er allt sem sýnist og það er þitt
verk að komast að hinu sanna. Vertu örlátur
við vini og vandamenn.
bændurnir á Reykjaströndinni í
Skagafirðinum flestir framsóknar-
menn.“ Þá má ekki gleyma uppeld-
sem skattstjóri Keflavíkurbæjar og
gegndi þeirri stöðu til ársins 1962.
„Þá var skattstofa Keflavíkur lögð
niður og starfsemin færð undir
skattstofuna í Hafnarfirði, en á
þessum tíma voru litlar skattstofur
út um allt land.“ Hilmar ákvað að
venda kvæði sínu í kross og stofn-
aði fasteignasöluna Hafnargötu 27
í Keflavík með Bjarna F. Halldórs-
syni og ráku þeir hana saman
næstu 27 árin, en þá lést Bjarni og
Hilmar og Ásdís ráku hana áfram
næstu tíu árin til ársins 1999. Á
sama tíma vann hann við skatt-
framtalsaðstoð í bænum.
Það voru þó félagsmálin sem
áttu hug hans allan frá upphafi,
enda hefur hann verið afspyrnu
virkur í öllu félagsstarfi eins og sjá
má af öllum þeim félögum sem
hann hefur tekið þátt í. „Það má
segja að Framsókn og samvinnu-
hugsjónin hafi verið mér í blóð
borin, en Pétur faðir minn var
framsóknarmaður og svo voru
H
ilmar Pétursson
fæddist 13. septem-
ber 1926 í gamla
torfbænum á Ing-
veldarstöðum í
Skarðshreppi í Skagafirði, sonur
hjónanna Péturs Lárussonar bónda
og Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur.
Hann var elstur fimm systkina og
fjölskyldan flutti fljótlega að Steini
á Reykjaströnd þar sem hann ólst
upp.
Eins og títt var á þessum árum
var skólaganga af skornum
skammti og Hilmar var í farskóla á
árunum 1936-40. „Farskólinn var
þannig að kennarinn og nemendur
gistu um skeið á einum bæ og síð-
an eftir nokkurn tíma fóru þau á
næsta bæ.“ Hilmar segist muna
eftir því að stundum hafi verið leit-
að að lús á krökkunum, ef vera
skyldi að óværan hefði borist frá
einhverjum öðrum bæ í sveitinni.
En þótt formlegri menntun væri
áfátt, var mikið lesið í sveitinni.
„Kristín, móðir mín, lagði alltaf
mikið upp úr menntun og lestri,“
segir Hilmar og hann bjó að því
uppeldi alla tíð.
Hilmar gekk í gagnfræðaskóla á
Sauðárkróki á árunum 1941-43 og
fór síðan einn vetur á Héraðsskól-
ann á Laugarvatni og var þar eitt
ár 1944-45, en þá var Bjarni
Bjarnason fv. alþingimaður fyrir
Framsóknarflokkinn, skólastjóri.
Hilmar ákvað að mennta sig meira
og fór í Samvinnuskólann, þar sem
Jónas Jónson frá Hriflu var skóla-
stjóri. „Samvinnuskólinn var á
þessum tíma líkt og Verslunarskóli
Íslands með tveggja ára nám til að
undirbúa fólk fyrir bókhalds- og
skrifstofustörf,“ segir Hilmar. Á
námstímanum vann hann öll sumur
við vegavinnu eða sjómennsku og
aðeins eftir að skólanum lauk 1947.
Árið 1948 var hann ráðinn sem
skrifstofumaður hjá Keflavíkurbæ
og þar vann hann næstu fimm árin
til 1953. Hann hafði kynnst konu
sinni, Ásdísi Jónsdóttur, en þau
giftu sig árið 1952 og hófu sinn bú-
skap í Keflavík. Árið 1953 var hann
ráðinn sem bæjargjaldkeri Kefla-
víkurbæjar og þremur árum
seinna, árið 1956, var hann ráðinn
inu í skólunum hjá tveimur lands-
þekktum framsóknarmönnum.
Hilmar hefur ákveðnar skoðanir
og hefur barist fyrir samvinnu-
hugsjóninni alla tíð. Hann var
bæjarfulltrúi í Keflavík fyrir
Framsóknarflokkinn í tuttugu ár,
frá 1966-1986 og formaður bæjar-
ráðs í tíu ár, frá 1974-1984. Síðan
var hann varaþingmaður Reyk-
nesinga árin 1971-1974 fyrir
Framsóknarflokkinn. Auk þess
sat hann í mörgum nefndum á
vegum bæjarfélagsins og má þar
nefna bygginganefnd og framtals-
nefnd. Hann var stofnfélagi
Lionsklúbbs Keflavíkur frá 1956
og var um skeið formaður klúbbs-
ins. Hann var félagi í Málfunda-
félaginu Faxa í 40 ár, frá 1972-
2012 og var gerður að heiðurs-
félaga félagsins. Hilmar tók auk
þess þátt í að stofna Oddfellow-
stúkuna Njörð í Keflavík árið
1976 og hann var félagi í Kaup-
félagi Suðurnesja og skoð-
Hilmar Pétursson fasteignasali, fv. bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Keflavík – 95 ára
Hjónin Ásdís og Hilmar á níræðisafmæli Hilmars í heimsókn hjá systur hans, Unni Berglindi, í Bandaríkjunum.
Framsóknarmaður alla tíð
Hilmar Pétursson „Samvinnu-
hugsjónin var mér í blóð borin.“
Til hamingju með daginn
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. september 2021
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ