Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 48

Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021 50$99(/:+0$ Pepsi Max-deild kvenna Valur – Selfoss .......................................... 5:0 ÍBV – Fylkir.............................................. 5:0 Staðan: Valur 18 14 3 1 52:17 45 Breiðablik 17 10 3 4 53:26 33 Þróttur R. 17 8 5 4 35:28 29 Selfoss 18 7 4 7 31:32 25 Stjarnan 17 7 3 7 21:26 24 ÍBV 18 7 1 10 33:40 22 Þór/KA 17 5 6 6 18:23 21 Keflavík 17 4 5 8 16:26 17 Tindastóll 17 4 2 11 14:30 14 Fylkir 18 3 4 11 18:43 13 2. deild kvenna Úrslitaleikur: FHL – Fjölnir........................................... 3:1 _ Bæði liðin leika í 1. deild á næsta ári. England B-deild: Birmingham City – Derby County ......... 2:0 Staða efstu liða: Fulham 5 4 1 0 13:3 13 WBA 5 4 1 0 12:5 13 QPR 5 3 2 0 11:5 11 Birmingham 6 3 2 1 9:3 11 Huddersfield 5 3 1 1 9:7 10 Stoke City 5 3 1 1 7:6 10 Bournemouth 5 2 3 0 8:5 9 Coventry 5 3 0 2 5:5 9 Cardiff 5 2 2 1 9:6 8 Blackburn 5 2 2 1 7:6 8 Bristol City 5 2 1 2 7:7 7 Luton 5 2 1 2 6:8 7 Middlesbrough 5 1 3 1 6:6 6 Barnsley 5 1 3 1 5:5 6 Preston 5 2 0 3 6:8 6 Derby 6 1 3 2 4:6 6 Millwall 5 1 2 2 6:8 5 Hull City 5 1 1 3 4:7 4 Peterborough 5 1 1 3 4:8 4 Swansea 5 1 1 3 4:8 4 Ítalía B-deild: Benevento – Lecce................................... 0:0 - Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður á 79. mínútu hjá Lecce, Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður. Holland B-deild: Jong PSV – Jong Ajax............................. 3:1 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 72 mínúturnar með Jong Ajax. Danmörk Midtjylland – Nordsjælland ................... 2:0 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll- and og lagði upp mark. Bröndby – Silkeborg ............................... 1:1 - Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með Silkeborg. B-deild: Esbjerg – Hobro....................................... 2:1 - Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson voru ekki í leikmannahópi Esbjerg. Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: HK – Fram............................................ 28:33 Víkingur R. – Valur .............................. 31:24 Mílan – Fjölnir...................................... 23:35 Bikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit: Grótta – ÍBV ......................................... 17:31 ÍR – Haukar.......................................... 27:22 Afturelding – Stjarnan......................... 20:23 Selfoss – FH.......................................... 17:20 HK – Valur............................................ 22:25 Frakkland B-deild: Nice – Cherbourg ................................ 29:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði 14 skot í marki Nice. Danmörk SönderjyskE – Skanderborg ............. 24:25 - Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE. Svíþjóð Kristianstad – Sävehof ....................... 28:28 - Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad. .$0-!)49, Í KVÖLD! KNATTSPYRNA Pepsí Max deild karla: Greifavöllurinn: KA – Fylkir..................L14 HS Orku völlurinn: Keflavík – KR.........L14 Norðurálsvöllurinn: ÍA – Leiknir R. .....L14 Víkingsvöllur: Víkingur R. – HK ...........L17 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur ......L20 Pepsí Max deild kvenna: Kópavogsv: Breiðablik – Þróttur R. ......S14 Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan.....S14 SaltPay völlurinn: Þór/KA – Keflavík....S14 Lengjudeild karla: SaltPay völlurinn: Þór – Selfoss ................... Ólafsvík: Víkingur Ó – Grótta ................L14 Domusnovavöllur: Kórdrengir – Fram.L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Þróttur R. ..........L14 Varmá: Afturelding – Grindavík............L14 Extra völlur: Fjölnir – Vestri .................L14 Selfoss mætir tékkneska liðinu Koprivnice í 1. umferð Evrópubik- arkeppninnar í handknattleik en báðir leikirnir munu fara fram í Tékklandi. Leikirnir fara fram dag- ana 18.-19. september en Selfyss- ingar halda utan til Tékklands í næstu viku. Þá munu Haukar einn- ig leika báða Evrópuleiki sína gegn Parnassos Strovolou á Kýpur en leikirnir eru hluti af 2. umferð Evr- ópubikarkeppninnar. Leikirnir fara fram dagana 16.-17. október og munu Hafnfirðingar ferðast til Kýpur hinn 14. október. Báðir leikirnir fara fram ytra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Evrópa Haukar og Selfoss taka þátt í Evrópubikarnum í handknattleik. Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stutt- gart í Þýskalandi, verður frá í tvo mánuði hið minnsta eftir að hafa fingurbrotnað. „Ég meiddist á æfingu fyrir tveimur dögum. Þetta er glatað svona stuttu fyrir fyrsta leik,“ sagði Viggó í samtali við Handbolta.is í gær. Viggó brotnaði á þumalfingri vinstri handar, en hann er sem kunnugt er örvhentur og getur því ekki leikið með Stuttgart í að minnsta kosti tvo mánuði en liðið leikur í efstu deild. AFP Meiddur Viggó Kristjánsson verður frá í tvo mánuði hið minnsta. Viggó ekki leik- fær á næstunni MEISTARADEILDIN Kristján Jónsson Gunnar Egill Daníelsson Árangri kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu fylgir fjárhagslegur ávinningur. Liðið er komið í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa farið í gegnum tvær umferðir í keppninni. Um langa hríð hefur árangur í Evrópukeppnum félagsliða í karla- flokki skilað félögum miklum tekjum. Upphæðirnar fyrir þau lið sem komast langt í keppninni, alla jafna stærstu félög í Evrópu, eru himinháar. Hjá íslensku karlalið- unum hefur verið um búbót að ræða þegar þeim hefur tekist að slá út einn til tvo andstæðinga. Hjá konunum hefur fjárhags- legur ávinningur í Evrópukeppn- um ekki verið umtalsverður þar til nú. Áhugi sjónvarpsáhorfenda í álfunni á Meistaradeild kvenna hefur aukist til muna. Fyrir vikið var fyrirkomulagi keppninnar nú breytt og er notast við riðlakeppni eins og hjá körlunum. Áður var útsláttarfyrirkomulag notað í Meistaradeild kvenna, líkt og unn- endur boltagreina þekkja úr bik- arkeppnum. Með riðlakeppninni er leikjum í keppninni fjölgað og um- gjörðin verður áhugaverðari fyrir sjónvarpsstöðvar. Í þeim geira eru fyrirtækin nú tilbúin til að greiða mun hærra verð en áður fyrir sjónvarpsréttinn að Meistaradeild kvenna. Þar sem um nýtt landslag er að ræða hefur upphæðin sem Breiða- blik fær í sinn hlut ekki verið á hreinu en talið var að með því að komast í riðlakeppnina hefði liðið tryggt sér 76 milljónir íslenskra króna. Morgunblaðið bar þetta undir Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra Breiðabliks. „Þetta er einhvers staðar á milli 60 og 70 milljónir. Við vorum nátt- úrlega einnig búin að vinna okkur inn pening fyrr í keppninni, þannig að þessi upphæð er líklega nærri lagi þegar við teljum allt til,“ sagði Eysteinn í gær en bendir jafn- framt á að ekki sé um hreinan hagnað að ræða því kostnaður við þátttöku í keppninni sé einnig mik- ill. „En auðvitað er töluverður kostnaður á móti. Fólk verður að átta sig á því að þetta er ekki hreinn hagnaður. Við erum að fara í þessa leiki í riðlakeppninni og það eru ákveðnar kvaðir og kostn- aður sem koma á móti þar. Flug, þar á meðal leiguflug, og fleira. Það verður hellings kostnaður líka,“ sagði Eysteinn. Geta ekki dregist á móti Lyon Íslenskt knattspyrnulið hefur ekki áður náð inn í riðlakeppni í Evrópukeppnunum. Blikar munu því taka ný skref í íslenskri knatt- spyrnu. Rétt er hins vegar að halda því til haga að þar með er ekki endilega sagt að um besta ár- angurinn sé að ræða til þessa. Kvennalið Breiðabliks hefur kom- ist í 8-liða úrslit Meistaradeild- arinnar en þá var notast við út- sláttarfyrirkomulagið. Var það haustið 2006 en í 8-liða úrslitum féll Breiðablik úr keppni gegn enska stórliðinu Arsenal. Á mánu- daginn verður dregið í riðlana í riðlakeppninni og er Breiðablik í öðrum styrkleikaflokki. Liðið nýt- ur þess væntanlega að hafa staðið sig ágætlega í Evrópuleikjum í gegnum tíðina. Liðið er í sama styrkleikaflokki og Arsenal, Lyon og Wolfsburg. Ekki er nema ár síðan Lyon og Wolfsburg voru sterkustu liðin í Evrópu og höfðu verið það í nokkur ár. Sara Björk Gunnarsdóttir er samningsbundin Lyon. Í efsta styrkleikaflokki eru Evr- ópumeistararnir í Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München og Chelsea. „Þetta skýrist auðvitað eftir helgi en svona fyrir sjálfan mig væri rosalega gaman að mæta Bayern. Þessi fjögur sterkustu lið eru auðvitað í hæsta styrk- leikaflokki þannig að við fáum Bayern, Chelsea, Barcelona eða PSG. Þetta eru allt frábær lið þannig að það er alveg eins gott að fá bara besta liðið, Bayern Münch- en,“ sagði Vilhjálmur Kári Har- aldsson í samtali við mbl.is á fimmtudagskvöldið. Vilhjálmur nefnir ekki Bayern út í loftið því þar leikur dóttir hans, Karólína Lea. Hún kallaðist á við föður sinn yfir hafið í gær með hjálp sam- félagsmiðla: „Það væri ekki leið- inlegt að lenda á móti pabba sín- um,“ skrifaði Karólína á Twitter í gær en hún átti þátt í sigri Breiða- bliks á Íslandsmótinu í fyrra. Spenntar fyrir Chelsea „Við þurfum bara að mæta með kassann út í þessa leiki, mæta sem sigurvegarar. Við megum ekki vera saddar núna, við erum komn- ar þetta langt og viljum auðvitað halda áfram. Þetta verður spenn- andi að sjá á mánudaginn þegar það verður dregið,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við mbl.is og sagðist alveg geta hugsað sér að mæta Chelsea í riðlakeppninni. „Við vorum aðeins að ræða þetta, ég og Kristín [Dís Árnadóttir] systir, og við erum svolítið spenntar fyrir því að fá Chelsea, ensku meistarana. Ég held að það væri alveg ævintýri.“ Breiðablik í skálinni með stórliðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 2019 Breiðablik mætti París St. Germain árið 2019 og gæti nú aftur mætt franska meistaraliðinu. Kristín Dís Árnadóttir er hér í heimaleiknum. - Feðgin gætu mæst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi skoraði þrennu og varð um leið markahæsti landsliðsmað- urinn í sögu Suður-Ameríku þeg- ar Argentína vann Bólivíu 3-0 í undankeppni HM í Buenos Aires í Argentínu í gærnótt. Í leiknum skoraði Messi 77., 78. og 79. mark sitt í treyju Argent- ínu í leiknum og tók þar með fram úr brasilísku goðsögninni Pelé. Þetta var jafnframt sjöunda þrenna Messis með landsliðinu á ferlinum, en hann hefur leikið 153 landsleiki. „Ég hef beðið lengi eftir þessu,“ sagði hann eftir leikinn. „Núna ætla ég að njóta. Þetta er einstakt augnablik fyrir mig eftir að hafa þurft að bíða svona lengi. Ég er mjög ánægður,“ bætti hann við. Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, á metið yfir flest landsliðsmörk í heiminum. Hann hefur skorað 111 mörk í 180 leikjum. Messi sló met Pelés AFP Þrenna Messi hefur nú skorað 79 mörk fyrir argentínska landsliðið í 153 leikjum og er orðinn markahæsti landsliðsmaður í sögu Suður-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.