Morgunblaðið - 11.09.2021, Side 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2021
Forseti Íslands afhenti heiðursverðlaunin Orðstír í
fjórða sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær í
tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Tina Flecken
og Tone Myklebost hlutu viðurkenninguna fyrir að hafa
þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti
og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar
menningar á erlendum vettvangi.
„Þýski þýðandinn Tina Flecken hefur um árabil unnið
ómetanlegt starf við að færa þýskumælandi lesendum
íslenskar bókmenntir. Meðal þýðinga Tinu, sem þýtt hef-
ur tugi íslenskra bóka af fjölbreyttum toga, má nefna
verk eftir Andra Snæ Magnason, Yrsu Sigurðardóttur,
Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur og Sjón. Tone Myklebost hefur í þrjá áratugi þýtt
bækur fjölmargra og ólíkra íslenskra höfunda á norsku
við góðar viðtökur og hlaut árið 2019 verðlaun norsku
þýðendasamtakanna fyrir störf sín. Tone hefur m.a. þýtt
verk þeirra Jóns Kalmans Stefánssonar, Einars Más
Guðmundssonar, Halldórs Laxness, Gerðar Kristnýjar
og Auðar Övu Ólafsdóttur. Þýðingar þessara tveggja
mikilvirku kvenna hafa ratað til ótal lesenda á þýsku og
norsku málsvæðunum, kynnt þá fyrir íslenskum bók-
menntum og þar með opnað dýrmætar dyr milli landa og
menningarheima. Báðar hafa þær eftirtektarvert vald á
stíl og blæbrigðum ólíkra skálda og bókmenntagreina,“
segir í rökstuðningi dómnefndar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orðstír afhentur í fjórða sinn
Boðið verður upp á níu viðburði á
lokadegi Bókmenntahátíðar
Reykjavíkur í dag. Ókeypis er inn
á viðburði, en einnig er hægt að
horfa á streymisupptökur á face-
booksíðu hátíðarinnar. Samtöl fara
fram á ensku en upplestrar á móð-
urmáli höfunda. Fyrstu sex við-
burðir dagsins fara fram í Nor-
ræna húsinu. Klukkan 11 verður
boðið upp á vinnustofu á íslensku
og ensku í tengslum við sýninguna
Lesið og skrifað með Múmínálf-
unum. Vegna sóttvarna þarf að
skrá þáttöku sína fyrirfram gegn-
um: hrafnhildur@nordichouse.is.
Klukkan 12 hefst pallborð um
sögur af jaðrinum. Í pallborði taka
þátt Leïla Slimani, Nina Wähä og
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, en
York Underwood stýrir pallborð-
inu. Klukkan 13 ræða Kristof
Magnússon, Eliza Reid, Joachim
Schmidt, Egill Bjarnason og Mao
Alheimsdóttir um skynjun
erlendra höfunda á bókmennta-
landslaginu hérlendis. Halldór
Guðmundsson stýrir umræðum.
Klukkan 13 verður sögustund á
sænsku með Sophiu Jansson og kl.
14 verður sama sögustund á
finnsku.
Klukkan 14 hefst þýðendadag-
skrá þar sem handhafar Orðstírs,
heiðursverðlauna þýðenda af
íslensku á önnur mál, spjalla við
höfunda. Salka Guðmundsdóttir
stýrir umræðum. Viðburðurinn fer
fram á íslensku. Klukkan 14 fer á
Meistaravöllum fram fótboltaleikur
útgefenda og rithöfunda. Klukkan
16 afhendir Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra Alþjóðleg bók-
menntaverðlaun Halldórs Laxness
í Veröld – húsi Vigdísar. Þetta er í
annað sinn sem verðlaunin eru
afhent. Klukkan 21 hefst bókaball-
ið í Iðnó, en það er lokahnykkur á
dagskrá Bókmenntahátíðar í ár
Eliza Reid Sophia Jansson
Nina WähäLeïla Slimani
- Lokadagur Bókmenntahátíðar í dag
Verðlaun, jaðar,
fótbolti og ball
» Iðnó iðar þessa dag-
ana af lífi enda fara
fjölmargir viðburðir
Bókmenntahátíðar í
Reykjavík þar fram. Þar
er rætt um skáldskap-
inn út frá margvíslegum
sjónarhornum gestum
og gangandi til ánægju.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmælisrit Í tilefni tíu ára afmælis Reykjavíkur sem Bókmenntaborgar UNESCO hefur verið gefin út bók þar sem
fjórtán höfundar hugleiða um bókmenntir og sköpun. Þeim höfundum sem áttu heimangengt var fagnað í Iðnó.
Myrk Monika Fagerholm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
2020, og Gerður Kristný ræddu um ofbeldi og myrkraverk í bókum sínum.
Ávarp Mazen Maarouf flutti ávarp í
útgáfuhófinu í Iðnó fyrr í vikunni.
Fjölbreytt dagskrá í boði á Bókmenntahátíð í Reykjavík
Nýjasta plata Víkings Heiðars
Ólafssonar, þar sem hann leikur
verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart og samtímamenn hans, fær
fimm stjörnur hjá rýni The Times.
„Enginn gat sagt fyrir með vissu
hvar íslenski undrapíanistinn Vík-
ingur Ólafsson myndi bera niður
næst. En að gefnum mikilfengleg-
um hæfileikum hans, ímyndunarafli
og leitandi gáfum er auðvelt að
draga þá ályktun að afraksturinn
verði kjarkmikill, rannsakandi og
fullkomlega hrífandi,“ skrifar
Geoff Brown í rýni sinni og bætir
við að „hljóðmyndunin fljóti dásam-
lega og tær, fraseringarnar séu
ávallt frjálslegar, lifandi, þar sem
snerting fingra hans teygi sig inn í
óendanleikann“.
Platan var í útgáfuvikunni klass-
ísk plata vikunnar hjá Presto
Music. „Eitt af því sem hættir aldrei
að koma mér á óvart í tengslum við
íslenska píanistann Víking Heiðar
er fjölbreytnin í snertingunni og
einskært svið lita sem honum tekst
að draga fram í spilamennsku sinni,
eiginleikar sem eru fyrirferðar-
miklir á fjórðu plötu hans fyrir
Deutsche Grammophon,“ skrifar
James Longstaffe hjá Preston
Music. Longstaffe skrifar einnig að
sem betur fer sé Víkingur ákveðinn
í því að móta sína eigin leið, jafnvel
þegar komi að kunnuglegustu verk-
um tónbókmenntanna. Bætir hann
við að þótt Víkingur geri hlutina
ávallt á sinn hátt virki listrænar
áherslur hans og val aldrei eins og
einberar brellur. Segir hann fal-
legan tón Víkings „og hljómsköpun
tryggja friðsæld“ og að um „ein-
staka plötu sé að ræða frá þessum
ótrúlega hæfileikaríka flytjanda“.
Tom Huizenga, rýnir hjá NPR, er
einnig heillaður af spilamennsku
Víkings og nefnir í því samhengi
„hlýja tóna hans, yfirburðatækni og
kristaltært gagnsæi – en líka
hvernig hann hugsar“.
Ný plata Víkings fær lofsamlega dóma
Ljósmynd/Ari Magg, Deutsche Grammophon
Píanisti Víkingur Heiðar Ólafsson.
Lilju Birgisdóttir opnar sýninguna
Ilmur landslags í NORR11 á Hverf-
isgötu 18 í dag kl. 14. Á sýningunni
skoðar Lilja plöntur og gróður og
þann ilm sem þeim fylgir, segir í til-
kynningu, og sýnir ljósmyndir sem
eru nokkurs konar portrett af
blómunum þar sem hún velur liti
plantnanna út frá upplifun sinni á
ilminum sem er af blóminu.
Samhliða ljósmyndunum hefur
Lilja gert ilm úr plöntunum sem
veitir áhorfandanum innsýn í lykt
þeirra og tengir áhorfandann við
efnislegan heim þeirra. Á sýning-
unni má einnig sjá ljósmyndir af lit-
lausu sólarlagi og er fjarvera lit-
anna sögð fá áhorfandann til að
upplifa skýjagljúfur og sólarlag
með öðrum hætti en í raunveruleik-
anum. Lilja lauk námi í ljósmyndun
í Hollandi árið 2007 og BA-námi við
LHÍ árið 2010. Sýningarstjóri er
Elísabet Alma Svendsen.
Skoðar plöntur og ilm þeirra í NORR11
Blóm Eitt verka Lilju í NORR11.