Morgunblaðið - 13.09.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
A
595 1000
Porto
At
h.
t
4. nóvember í 3 nætur
Verð frá kr.
99.900
Helgarferð til
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögu-
maður segir Skógræktina vera að
bregðast hlutverki sínu hvað varðar
að vernda og rækta upp land í Þórs-
mörk. Fé hefur fengið að ganga um
norðanverða Þórsmörk undanfarin
átta sumur og fleira fé sást í Mörkinni
í sumar, að sögn Páls. Fé gengur
óhindrað úr Almenningum, afrétt
norðan Þórsmerkur, yfir í Þórsmörk.
Þórsmörk er friðað land og sam-
kvæmt lögum má ekki beita sauðfé
þar.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóð-
skóga hjá Skógræktinni, að Þórs-
mörk þoli vel ágang sauðkindarinnar.
„Við sjáum ekkert stórkostlega mikl-
ar skemmdir á gróðri, annað en bara
för og að þarna sé lággróður bitinn.
En það sem við vitum er að smábirki
sem er að koma upp er líka bitið. Það
að fé gangi inn á landið hægir á fram-
vindu birkiskógarins,“ segir Hreinn.
Unnið hefur verið markvisst að
skógrækt í Þórsmörk í meira en hálfa
öld . Þá hefur hún verið beitarfriðuð í
hartnær hundrað ár.
Afréttin í grennd við Þórsmörk var
friðuð árið 1990 og girðing á milli
Þórsmerkur og Almenninga fjalægð
sumarið 1991. Tuttugu árum seinna
var tekin sú ákvörðun að reka mætti
fé aftur upp í Almenninga en þó
færra fé en áður. Ekki var girt á milli
Almenninga og Þórsmerkur í kjölfar-
ið.
Kostnaðarsamt að girða
Á Almenningum mega vera um 180
fjár í heildina og að sögn Hreins fóru
um 50 yfir í Þórsmörk á síðasta ári.
„Núna í ár vitum við ekki hversu
margar fóru yfir í Þórsmörk því
bændur voru sjálfir búnir að smala.
Við höfum alltaf smalað á sama degi
og bændur smala úr Almenningum,“
segir Hreinn.
Mjög erfitt sé að girða svæðið og
sú framkvæmd yrði mjög kostnaðar-
söm. „Það kom frá ráðuneytinu að
það fengist ekki fjármagn til að end-
urnýja girðingarnar,“ segir Hreinn.
„Þetta er enginn heimsendir en
þetta hægir auðvitað á framvindu
birkiskóganna, það er það helsta sem
við sjáum á móti því að fá fé aftur
þarna inn. Það er heldur búið að
fjölga fé sem fer þarna yfir. Þetta er
ekki þannig að skógurinn sé að hopa
en þetta hægir á framvindunni. Við
vildum helst að birkið fengi að dreif-
ast óheft en þetta er eitt það besta
sem sauðkindin fær, smábirki.“
Misst sjónar á tilganginum
Páll segir Skógræktina sýna bænd-
um óþarflega mikið umburðarlyndi
og að hún ætti að taka harðari afstöðu
í að vernda svæðið. „Ef Skógræktin
ræður ekki við það verkefni að
vernda Þórsmörk fyrir þessum
ágangi, þá verður að fá einhvern ann-
an í að gæta þessarar skógræktar,“
segir Páll.
Enn fremur segir hann þetta vera
furðulegan hugsunarhátt með bak-
söguna í huga. „Það er búið að rækta
skóg í Þórsmörk í meira en hálfa öld
og það fjölgar með hverju árinu þeim
kindum sem ganga inn í Mörkina. Á
þá Skógræktin bara að yppa öxlum
og segja að þetta sé allt í lagi, við þol-
um þetta vel? Er þá ekki bara næsta
skref að fara að reka féð inn í Þórs-
mörk og beita hana eins og hverja
aðra afrétt?“
Ef þetta sé afstaða Skógrækt-
arinnar þá sé hún búin að missa sjón-
ar á því verkefni sem henni var upp-
haflega falið, að vernda Þórsmörk og
græða hana upp.
Segir Skógræktina
bregðast hlutverki sínu
- Fé gengið í Þórsmörk síðustu sumur þrátt fyrir friðun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórsmörk Undanfarin sumur hefur fé gengið óhindrað úr afréttinni yfir í hina beitarfriðuðu Þórsmörk.
Hreinn
Óskarsson
Páll Ásgeir
Ásgeirsson.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Kópavogsvöllur stenst ekki þær
kröfur sem Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, setur um lýsingu í
sínum sjónvarpsútsendingum og
mun því meistaraflokkur kvenna hjá
Breiðabliki ekki geta spilað sína
heimaleiki á heimavelli, en liðið
tryggði sér sæti í Meistaradeild Evr-
ópu á dögunum.
„Sjónvarpið gerir kröfur um 800
LUX,“ segir Eysteinn Pétur Lárus-
son, framkvæmdastjóri Breiðabliks.
Hann segir Breiðablik skoða nú hvað
hægt sé að gera en á heildina litið sé
félagið í erfiðri stöðu.
„Það er kannski hægt að eiga við
núverandi möstur og gera eitthvað á
vellinum til þess að ná þessu sem
þarf að ná. Ef það gengur ekki þá er
það bara Laugardalsvöllur,“ segir
hann og bætir við að þó svo að gaman
sé að spila á þjóðarleikvanginum þá
séu ýmis vandamál sem fylgi.
Laugardalsvöllur sé ekki heima-
völlur Breiðabliks og sé á grasi en
ekki gervigrasi líkt og Kópavogsvöll-
ur þar sem liðið æfir. Þar að auki sé
óvíst hvort hægt verði að spila á
Laugardalsvelli yfir veturinn þar
sem hann er ekki upphitaður líkt og
heimavöllurinn.
„Varðandi leikina sem verða í nóv-
ember og desember vitum við ekkert
hvernig tíðin verður og ekki víst að
Laugardalsvöllur sé klár í það. Við
erum bara ekki í góðri stöðu með
þetta mál, það er bara þannig. Það
hefði þurft að setja 800 LUX á hann
á sínum tíma,“ segir Eyþór. Þegar
ákveðið var í janúar 2019 hvernig
endurnýja skyldi ljósin var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum gegn
einu í bæjarstjórn að ljósstyrkur upp
á 500 LUX væri nóg. Pétur Hrafn
Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi, kaus gegn
ákvörðuninni og lagði fram þá bókun
að lýsingin mætti ekki kröfum nú-
tímans. Eðlilegra væri að lýsingin
yrði 800 LUX.
Hann segir í samtali við Morgun-
blaðið að hann hafi á sínum tíma vilj-
að að bæjarstjórn myndi sýna
„ákveðna framsýni“ og uppfæra lýs-
inguna í samræmi við kröfur UEFA.
Í bókun bæjarstjóra frá fundinum
segir að lýsingin sem varð fyrir val-
inu „standist þær kröfur sem gerðar
eru til lýsingar á knattspyrnuvöll-
um“. Pétur segir að um sé að ræða
kröfur KSÍ sem hljóða aðeins upp á
500 LUX. Með því að velja kraft-
minni flóðlýsingu hafi sparast 18
milljónir. Liðið er á sama tíma sagt
hafa þegar unnið sér inn 76 milljónir
með því að tryggja sér sæti í Meist-
aradeildinni.
„Auðvitað á það að vera markmið
sveitarfélagsins að búa til aðstöðu
fyrir sín íþróttafélög og gera þá að-
stöðu sem besta,“ segir Pétur. Aftur
á móti sé félagið nú í þeirri stöðu að
mögulega þurfi að senda kvennaliðið
úr landi að spila heimaleiki sína yfir
háveturinn. Færeyjar séu til að
mynda með völl sem standist allar
kröfur og veðurskilyrði.
Heimavöllurinn stenst ekki kröfur
- Breiðablik gæti þurft að spila heimaleiki Meistaradeildarinnar í útlöndum - Bærinn sparaði 18 millj-
ónir en liðið græddi 76 milljónir - Félagið í erfiðri stöðu - Betri völlur í Færeyjum en hér heima
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugardalur Flóðlýsingin á Laug-
ardalsvelli stenst kröfur UEFA.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Mikið tjón varð þegar höfuðstöðvar
Kapalvæðingar í Reykjanesbæ
brunnu á fimmtudag og allar teng-
ingar fyrirtækisins með.
„Það eru tvö þúsund heimili sem
eru tengd í net og sjónvarp hjá okk-
ur, skólabyggingar Reykjanesbæjar
og fleiri fyrirtæki. Það er búið að
bjarga ýmsu,“ segir Börkur Birgis-
son, framkvæmdastjóri Kapalvæð-
ingar, og bætir við að nú sé reynt að
koma sambandi á þau heimili sem
duttu út. Hann segir Gagnaveitu
Reykjavíkur hafa um helgina unnið
með þeim með það að leiðarljósi. Þá
muni Míla bætast við hópinn í dag.
Sýni bestu hliðar í hamförum
Börkur segir íbúa Reykjanesbæj-
ar hafa sýnt aðstæðunum mikinn
skilning. „Íslendingar sýna yfirleitt
sínar bestu hliðar í hamförum. Við
eigum rosalega sterka og góða við-
skiptavild hérna í Reykjanesbæ og
höfum haft í gegnum árin. Við erum
að gera okkar besta, þetta er eitt-
hvað sem tekur sinn tíma og það er
ekki hægt að gera þetta hraðar. Allir
angar eru úti og vonandi tekst að
klára þetta á næstu dögum.“
Þeim viðskiptavinum sem urðu
fyrir sambandsleysi hefur boðist að
nettengja heimilið í gegnum far-
símakerfi Nova meðan unnið er að
lausn. Skortur á tækjabúnaði sökum
heimsfaraldursins setur þó strik í
reikninginn. „Þú ferð ekkert og sæk-
ir þúsund 4G-netbeina í miðjum
heimsfaraldri. Við reiknum með að
fá meira af þeim í vikunni.“
Þar sem tengirýmið fyrir ljósleið-
ara brann var ákveðið að flytja allar
heimatengingar Kapalvæðingar yfir
á kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það
taki þó sinn tíma. Fyrirtækið vinnur
nú hörðum höndum við að koma
tengingum sínum aftur í lag.
„Rafholt er búið að vera að vinna
við að koma okkar ljósleiðarateng-
ingum í gang aftur og það er nánast
komið.“ Þau viti þó ekki hvenær allt
verður komið í fyrra horf. „Með
hverjum degi vitum við meira, en
erfitt er að fá sérhæfðan tæknibúnað
með engum fyrirvara.“ Þá sé Kapal-
væðing þakklát þeim fyrirtækjum
sem hafi hjálpað auk starfsfólks.
Allar tengingar
urðu eldi að bráð
- Bruni í höfuðstöðvum Kapalvæðingar