Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR „Samgöngur eru mikið ræddar fyrir kosningar,“ segir Sigur- jón Bjarnason, bókari á Egilsstöðum. „Hér þarf tengingar við Seyðisfjörð og Fjarðabyggð með göngum. Betri vegir milli Héraðs og Borgarfjarðar eystri og á Öxi eru einnig aðkall- andi, svo Múlaþing verði sameinað sveitarfélag í raun. Þetta tel ég almenna skoðun á Austurlandi, þar sem mörgum finnst lítið sameiginlegt með Norðurlandi í einu kjördæmi.“ Samgöngumálin mikið rædd „Við þurfum að hugsa betur um jörðina,“ segir Hjördís Ósk- arsdóttir, nemi við Framhaldsskólann á Húsavík. „Umhverf- ismál brenna á ungu fólki sem vill raunhæfar lausnir til að sporna við hlýnun andrúmsloftsins. Þar þurfa stjórnmála- menn að koma með raunhæf svör. Ísland á líka, eins og við höfum burði til, að taka á móti fleiri flóttamönnum. Þurfum einfaldlega að hugsa stórt og hafa heiminn allan í huga.“ Hafa heiminn allan í huga „Stærri flugstöð á Akureyri og skilyrði fyrir reglulegt milli- landaflug hafa lengi verið baráttumál í pólitík hér nyrðra. Smám saman potast þetta, en meira þarf til,“ segir Sævar Helgason, framkvæmdastjóri á Akureyri. „Svo þarf frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu, til dæmis á hálendinu. Framþróun í samfélaginu almennt verður þó best tryggð með stöðugleika. Vöxtur eða óvissa; þar liggur efinn.“ Stöðugleiki tryggi framþróun „Landbúnaðinn þarf að verja,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir á Steindyrum í Svarfaðardal. „Stöðuna má t.d. tryggja með innflutningstollum, sem skapað geta jafnvægi í samkeppni Íslendinga við markaði þar sem aðstæður eru allt aðrar og launakostnaður mun lægri. Í stjórnmálum þarf líka að taka umræðu um þá stefnu að afgreiðslum eða starfsemi æ fleiri stofnana úti á landi er lokað. Slíkt veikir innviði samfélaga.“ Tryggja þarf stöðu landbúnaðar Hvað brennur á íbúum? Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 11,46% þeirra landmanna sem hafa atkvæðisrétt í þingkosning- unum um aðra helgi búa í Norðaust- urdæmi, eða 29.887. Segja má að í kjördæminu sé Akureyri í aðal- hlutverki, þar eru kjósendurnir 14.386 eða 48,1% af kjördæminu. Margir af oddvitum framboða í kjördæminu eru frá Akureyri, sem ef til vill öðlast meira samfélagslegt vægi á næstu árum. Þar er vísað í til- lögur nefndar á vegum samgöngu- ráðherra sem kynntar voru í sl. viku sem eru að Akureyri verði skil- greind sem svæðisborg. Fái stærra hlutverk en áður á sviði heilbrigðis- mála, menningar, mennta, norður- slóðamála, stjórnsýslu og annars slíks. Þarna er gjarnan um að ræða verkefni sem krefjast rannsókna, þekkingar og annars slíks. Á Akureyri er vísir að borgarsam- félagi – jafnframt því sem sjávar- útvegur er mikilvæg stoð í atvinnu- lífinu þar. Að hinu leytinu er þetta bær þjónustu fyrir nærliggjandi svæði og í raun kjördæmið allt. Mið- lægur staður og sína sögu segir að þegar kjörstöðum hefur verið lokað að kvöldi 25. september verða at- kvæðakassar fluttir úr Svarfaðardal, Grímsey, Mjóafirði og frá Djúpavogi og öllum kjörstöðum þar á milli til Akureyrar á talningarstað þar. Samgöngur og heilbrigðismál Viðmælendur Morgunblaðsins segja kosningamálin í Norðaustur- kjördæmi í stórum dráttum vera óskir um frekari uppbyggingu í sam- göngum og eflingu heilbrigðis- þjónustu og skólastarfs. Bæði á Eyjafjarðarsvæðinu og á Austur- landi er svo þrýst á um uppbyggingu og markaðssetningu flugvalla, svo millilandaflug að staðaldri verði að veruleika. Að hinu leytinu er mikið rætt um atvinnumál – og í því sam- bandi vakin athygli á orkumálum. Takmörkuð flutningsgeta á raf- magni inn á Eyjafjarðarsvæðið stendur mörgu þar fyrir þrifum og frambjóðendur eru hvattir til að höggva á þá hnúta sem þar eru fyrir- stöður. „Hugmyndin um Akureyri sem svæðisborg slær nýjan tón. Margt hér á Norðurlandi gæti eflst verði þessi tillaga að veruleika,“ segir Ey- þór Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norður- landi eystra. „Í samtölum við stjórn- málamenn höfum við einnig reifað samgöngur og raforkumál. Þriggja fasa rafmagn er nauðsynlegt og komið mjög víða, svo sem í sveit- unum þar sem brýn þörf er á slíku í tæknivæddum búskap.“ Fiskeldi og hálendisþjóðgarður „Hér fyrir austan verður umræða alltaf mest um þau mál sem standa næst íbúunum. Í því efni er atvinna undirstaða alls,“ segir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar/ Austurgluggans. „Samgöngumálin ber líka oft á góma, núna er vaxandi þungi í umræðu um millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og uppbygg- ingu ýmissa vega. Þá er sennilegt að í umræðu á næstunni komi fiskeldi, hálendisþjóðgarður og landbúnaðar- mál sterk inn.“ Úrslit kosninga í okt. 2017 Þingmenn og fylgi nú skv. könnunum MMR 3.386 atkv. 14,3% 2 þingm. B – Framsókn 25,6% 3 þingm. 495 atkv. 2,1% C – Viðreisn 2,5% 4.787 atkv. 20,3% 2 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 14,2% 1 þingm. 1.005 atkv. 4,3% F – Flokkur fólksins 4,7% J – Sósíalistaflokkur 9,5% 1 þingm. 4.388 atkv. 18,6% 2 þingm. M – Miðflokkur 7,5% 1 þingm. 1.295 atkv. 5,5% P – Píratar 7,8% 1 þingm. 3.275 atkv. 13,9% 2 þingm. S – Samfylking 16,6% 2 þingm. 4.699 atkv. 19,9% 2 þingm. V – Vinstri græn 11,0% 1 þingm. Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá Akureyri 14.386 Dalvíkurbyggð 1.323 Eyjafjarðarsveit 807 Fjallabyggð 1.530 Fjarðabyggð 3.294 Fljótsdalshreppur 77 Grýtubakkahreppur 256 Hörgársveit 538 Langanesbyggð 310 Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá Múlaþing 3.468 Norðurþing 2.020 Skútustaðahreppur 301 Svalbarðshreppur 69 Svalbarðsstrandarhr. 301 Tjörneshreppur 51 Vopnafjarðarhreppur 487 Þingeyjarsveit 669 Samtals 29.887 Norðausturkjördæmi Íbúafjöldi: 41.463 Fjöldi á kjörskrá: 29.887 sem er fjölgun um 269 frá kosningunum í okt. 2017 Fjöldi þingsæta: 10 (þar af eitt jöfnunarþingsæti) Fjöldi sveitarfélaga: 17 Kjörsókn í okt. 2017: 82,4% Líneik Anna Sævarsdóttir B Ingibjörg Ólöf Isaksen B Þórarinn Ingi Pétursson B Njáll Trausti Friðbertsson D Logi Einarsson S Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir V Sigmundur Davíð Gunnlaugsson M Hilda Jana Gísladóttir S Einar A. Brynjólfsson P Haraldur Ingi Haraldsson J Talning atkvæða verður á Akureyri Eyjafjörður Þingeyjarsýslur Austurland RaufarhöfnKópasker Siglufjörður Ólafsfjörður Akureyri Húsavík Grenivík Vopnafjörður Reykjahlíð Seyðisfjörður Egilsstaðir Neskaupstaður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Dalvík Svæðisborg slær nýjan tón í umræðu Frá Tröllaskaga og austur á land. Akureyri í aðal- hlutverki. Efling flug- samgangna, fiskeldi og þjóðgarðsmál í umræðu. Höggvið verði á hnúta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggð Margir byggðakjarnar af einskonar millistærð eru áberandi í Norð- austurkjördæmi. Einn þeirra staða er Ólafsfjörður, nú hluti Fjallabyggðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.