Morgunblaðið - 13.09.2021, Blaðsíða 24
um Bandaríkin þar sem við ræddum
kenningarnar, sem var lærdómsríkt.“
Þegar heim var komið 1973 hélt
Magnús áfram að stýra Hampiðj-
unni. „Það var einstaklega spennandi
undir góðri leiðsögn stjórnar og með
afbragðs samstarfsfólk, enda jukum
við umtalsvert markaðshlutdeild okk-
ar og útflutningur á trollnetum var
orðinn 40% af sölunni.“ Eftir 11 ár í í
Hampiðjunni var Magnúsi boðið að
fara til Bandaríkjanna. „Þar var ég í
34 ár og þar af í 21 ár sem forstjóri
Icelandic Inc., Coldwater Seafood í
Connecticut, þar sem skrifstofurnar
voru, en við vorum með verksmiðjur í
Maryland og í Boston.“ Öll árin hélt
Magnús góðum tengslum við Ísland
og var lengst af í stjórnum íslenskra
fyrirtækja. „Ég var í góðu samstarfi
við afbragðsframleiðendur á Íslandi
og fékk að vera sjálfstæður í mark-
aðssetningunni.“ Magnús fór 8-10
sinnum til Íslands á ári og hann nýtti
sér íslenska náttúru til að gera samn-
inga. „Ég bauð oft viðskiptamönnum
í veiði heima, því úti þótti það gott að
ná tveggja tíma fundi, en í veiðinni
var maður kannski í 4-5 daga og fékk
frábær tækifæri til að kynna íslensk-
an sjávarútveg og tæknina sem Ís-
lendingar voru að þróa.“
náminu í Óðinsvéum og var að hugsa
um meistaranám í Ameríku var hann
kominn með fjölskyldu og sá að það
yrði dýrt fyrirtæki. „Ég sá að það var
verið að auglýsa eftir hagræðingar-
ráðunautum fyrir Vinnuveitendasam-
bandið, sem var 11 mánaða nám, og
skellti mér í það. Hagræðingarnámið,
sem alls fóru í 13 einstaklingar á veg-
um Samtaka vinnumarkaðarins, varð
til í nefnd, sem Pétur sjómaður var
formaður fyrir. Hún hét vinnutíma-
nefnd og markmiðið var að skapa um-
hverfi sem stytti vinnutímann og
stritað væri með meira viti og störf-
um hagrætt. Við fórum til Noregs í
fyrsta hlutann í náminu haustið
1966.“ Eftir námið vann Magnús hjá
Vinnuveitendasambandinu næstu
fimm árin. Hagræðingin vakti athygli
og atvinnutilboðin fóru að berast til
Magnúsar. Hann vildi þó skila sínu
fyrir námið en eftir fimm ár var hann
ráðinn sem forstjóri Hampiðjunnar.
„Þegar ég var að byrja hjá Hamp-
iðjunni var mér boðið til Ameríku af
nefnd, sem Jóhannes Nordal stjórn-
aði. Ég fór í Carnegie Mellon-háskól-
ann í Pittsburgh á stjórnunarnám-
skeið. Ég kynntist þar mörgum
framámönnum í viðskiptalífinu vel og
heimsótti þá eftir námið víðsvegar
M
agnús Gústafsson
fæddist 13. septem-
ber í Reykjavík, en
fór sex mánaða gam-
all í fóstur í Hlíðar-
dal til sómahjónanna Guðrúnar Hall-
dórsdóttur og Sigfúsar Magnússonar
stýrimanns og skipstjóra. „Mamma
hafði verið vikastelpa hjá Guðrúnu
úti í Viðey þar sem hún var matráðs-
kona hjá Kárafélaginu og tengdist
henni og manni hennar Sigfúsi vel.“
Móðir Magnúsar var merkileg kona
og mjög framsýn miðað við sína kyn-
slóð. „Hún vann á símanum í mörg ár
og leigði með tveimur ungum konum
á Lindargötu hjá Sælgætisgerðinni
Freyju. Sigurjón í Freyju hjálpaði
henni seinna að komast í konfekt-
gerðarnám í Svíþjóð og þegar hún
kom heim stofnaði hún sælgætisgerð-
ina Aladín á Vesturgötu 14 og rak
fyrirtækið alveg þar til hún kynntist
Snæbirni Kaldalóns apótekara og
giftist honum. Aladín gekk vel og fyr-
ir jól og páska var svo mikill fyrir-
gangur að komast í konfektið að lög-
reglan þurfti að stjórna umferðinni
við Vesturgötuna. „Mamma kom oft
að heimsækja mig í Hlíðardal og þeg-
ar ég var 14 ára keypti hún raðhús
við Skeiðarvoginn og þá flutti ég til
hennar. Eftir að hún giftist Snæbirni
fór hún til Siglufjarðar og leigði út
Skeiðarvoginn. Ég var húsvörður
með herbergi og hún með litla íbúð í
kjallaranum sem hún notaði þegar
hún kom í bæinn.“
Magnús fékk undanþágu vegna
aldurs og fór að læra vélvirkjun að-
eins 15 ára gamall og fór svo og lærði
vélstjórn í Vélskólanum. „Ég vann í
vélsmiðju Einars Guðbrandssonar,
þess mikla snillings. Hann greindist
með lungnakrabbamein þegar ég
byrjaði í rafmagnsdeild 1962, svo ég
rak smiðjuna með skólanum til ára-
móta, en Óli, uppeldisbróðir minn,
tók síðan við. Tvö sumur var ég í síld-
arverksmiðjunni á Fáskrúðsfirði,
sem var frábær reynsla.“ Í ágúst
1963 var Magnús á leið í rekstrar-
tæknifræðinám í Danmörku, en sama
dag og hann flaug út dó Einar. „Ég
var byrjaður að reykja, en Einar
sagði alltaf við mig: „Blessaður,
hættu þessum fjanda!“ sem ég
gerði.“ Þegar Magnús var að ljúka
Eftir árin hjá Coldwater var
Magnús fenginn til þess að vera
aðalræðismaður Íslendinga í New
York, en stjórnvöldum heima þótti
kostur að hafa reynslubolta úr at-
vinnulífinu sem andlit landsins. „Í
lok þessa tímabils, í janúar 2009, fór
ég til London og samdi við rúss-
neskt fyrirtæki í Múrmansk og fór
að vinna fyrir Rússana. Við stofn-
uðum fyrirtækið Atlantica Inc., sem
flytur inn og dreifir fiski í Ameríku
og þar er ég fram til 2018. Pétur
Másson, Bud Jones, Sturlaugur
Haraldsson og Kristján Hjaltason
voru með mér í þessu ævintýri og
þetta var mjög skemmtilegur tími
og mikill og góður árangur í
vöruþróun og sölu.“
Í september 2018 flutti Magnús
heim, en er samt enn virkur í at-
vinnulífinu og er m.a. í stjórn Brims.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Edda
Birna Kristjánsdóttir, f. 16.2. 1958.
Foreldrar hennar voru Kristján
Georg Halldórsson, f. 22.6. 1934, d.
30.7. 1999, og Iðunn Björnsdóttir, f.
16.12. 1937, d. 25.7. 2005. Magnús og
Edda eiga dótturina Birnu Magn-
úsdóttur Gústafsson, f. 4.8. 1995, gift
Magnús Gústafsson forstjóri og stjórnarmaður Brims – 80 ára
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hlíðardalur Hér er Magnús fyrir framan mynd sem Sigfús Halldórsson málaði af Hlíðardal, æskustöðvum hans.
Frumkvöðull í sölu á íslenskum fiski
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. september 2021
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
30 ÁRA Hrafnhildur er Reykvíkingur í húð og hár. Hún ólst upp í Grafar-
voginum og var í skóla í Engjahverfinu og æfði handbolta með Fjölni framan
af. Þegar kom að menntaskólaárunum fór hún í Verslunarskóla Íslands. „Ég
valdi hann mest út af félagslífinu og bekkjarkerfinu og var mjög ánægð þar,
og útskrifaðist árið 2011.“ Eftir útskriftina vann hún með ungmennum með
fötlun og í félagsmiðstöð til að vinna sér inn pening fyrir heimsreisu. „Við
fórum nokkrar vinkonur saman í ferðalag til Suðaustur-Asíu og fórum til
Singapúr, Taílands, Víetnams, Laos og Kambódíu og það var ótrúlega gaman
og mikil upplifun.“ Þegar heim var komið fór hún fyrst að vinna en fór svo í
Háskóla Íslands í sálfræði. „Eftir útskriftina fór ég beint í meistaranám í Há-
skólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem sálfræðingur 2018.“ Í dag starfar
hún sem sálfræðingur á Heilsugæslunni í miðbæ Reykjavíkur.
Hrafnhildur hefur margvísleg áhugamál og hefur gaman af því að fara á
tónleika, spila með vinum, fara á skíði og allri útivist og ferðalögum.
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Hrafnhildar er Ísak Þórhallsson, verkefna-
stjóri í Hinu Húsinu. Þau eiga soninn Jökul Hrafn og svo eiga þau von á öðru
barni í febrúar. Foreldrar Hrafnhildar eru Úlfhildur Elísdóttir, sem vinnur
hjá Garra, f. 8.2. 1962 og Snæbjörn Tryggvi Guðnason, sjálfstætt starfandi, f.
13.1. 1961. Þau búa í Reykjavík.
Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er ekki vænlegt til árangurs
að blanda of mörgum inn í deilumál. Við
finnum öll fyrir því að vera bundin því, sem
við eigum, þótt í raun sé það órökrétt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þér hefur tekist vel upp við endur-
skipulagningu á heimilinu. Gefðu þér tíma
til að njóta þess með þínum nánustu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Farðu varlega í fjármálum í dag
og ekki láta plata þig út í einhverja til-
raunastarfsemi. Samband sem er byggt á
kletti stendur allt af sér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur fundið leið til að elska þá
sem hafa gert þér rangt til. Reyndu að
sætta þig við truflanir og sýna þolinmæði.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er ekki á þínu valdi að bera
ábyrgð á hamingju annarra. Samskipti við
aðra foreldra er eitthvað sem þú ættir að
setja á forgangslistann.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Einhver ruglingur gæti sett mark
sitt á daginn í dag. Mundu að það er ekk-
ert fengið með því að eignast allan heim-
inn.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er engin ástæða fyrir þig að bæta
á þig annarra áhyggjum. Hugarró er það
sem þú þarfnast núna. Hafðu þetta í huga
þegar þú velur þér verkefni.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú munt hitta einhvern sem
er á sömu bylgjulengd og þú sjálf/ur. Ekki
æsa þig yfir hlutum sem skipta engu máli í
stóra samhenginu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Samband fer af svífandi bleika
stiginu yfir á annað mun raunverulegra.
Láttu það eftir þér að kaupa þér hlut sem
þú ert búin að safna fyrir lengi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú hefur lagt mjög hart að þér
og sérð nú fram á árangurinn af öllu erfiði
þínu. Sköpunargáfa þín hefur aldrei verið
meiri.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Forðastu allar fjárfestingar í
dag og gerðu nákvæmar áætlanir sem þú
svo ferð eftir. Það er gaman að vera ekki
eins og allir aðrir, hafðu það bak við eyrað.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú átt auðvelt með að ná sambandi
við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki,
skemmtanir og eða frí. Vinur þinn kemur
sér í vandræði, þú getur hjálpað.
Til hamingju með daginn