Morgunblaðið - 13.09.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2021
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta er tækifæri til að horfa yfir
farinn veg og sjá öll þessi verk sam-
an í einu rými,“ segir Bryndís Snæ-
björnsdóttir, sem skipar listamanna-
tvíeykið Snæbjörnsdóttir/ Wilson
ásamt eiginmanni sínum Mark Wil-
son. Þau fagna tuttugu ára samstarfi
sínu með yfirlitssýningunni Óræð
lönd: Samtöl í sameiginlegum vídd-
um sem opnuð var á laugardag, 11.
september, í Gerðarsafni í Kópavogi.
Sýningin stendur yfir fram í árs-
byrjun 2022 og sýningarstjóri er
Becky Forsythe.
Í tíu daga í svartaþoku
Bryndís og Mark kynntust í gegn-
um kennslu í listaháskóla í Norður-
Bretlandi, fyrir rúmum tuttugu
árum, og komust fljótt að því að þau
höfðu bæði brennandi áhuga á um-
hverfismálefnum. „Í upphafi kynna
okkar árið 1998, áður en við höfðum
hugsað um að vinna saman í listinni,
fórum við til Íslands í göngu um
Hornstrandir. Þetta var mögnuð
ferð á svo margan hátt, við gengum í
10 daga í svartaþoku þar sem við
sáum aðeins nokkra metra fram
fyrir okkur. Í svona ástandi leitar
hugurinn inn á við í líkamlega þekk-
ingu. Það kom ekkert annað til
greina en að treysta á innsæið til að
komast á leiðarenda. Andrúmsloftið
var á stundum þrungið spennu og
það var mikið rætt og spekúlerað.
Þessi ferð setti lífið, tilveruna og
listina í hnotskurn og við fundum
marga snertipunkta okkar á milli
sem urðu síðan undirstaðan fyrir
samvinnu okkar sem listamenn.“
Könnun á ísbjörnum
Verk þeirra Bryndísar og Marks
taka gjarnan form innsetninga með
skúlptúrum, fundnum hlutum,
vídeóverkum, hljóði, teikningum,
ljósmyndum og textum. Eitt þekkt-
asta verk þeirra er um ísbirni, „na-
noq: flat out and bluesome“ og byrj-
uðu þau á því árið 2001. Það verk var
könnun listamannanna á uppstopp-
uðum ísbjörnum á Bretlandi og ævi-
sögum þeirra sem voru raktar frá
þeim tíma sem þeir hittu mann-
skepnuna til þess ástands sem þeir
voru í þegar könnunin var gerð.
Bryndís og Mark ljósmynduðu þá í
þeim stöðum og stellingum sem þeir
voru í þegar þau fundu þá. Þessu
verkefni lauk með útkomu bókar
með sama nafni sem kom út 2006.
Ákvað að vinna með eftirnafnið
Síðan þá hafa þau haldið áfram að
vinna með efni tengt þessum dýrum
bæði hvað varðar híði þeirra sem á
norðurströnd Alaska eru í hættu
vegna loftslagsbreytinga og hækk-
andi yfirborðs sjávar. Árið 2019
fengu þau svo styrk frá Rannís til að
vinna að þverfaglegu verkefni sem
skoðar heimsóknir ísbjarna til
Íslands frá árinu 1880 til 2016.
Hvernig ísbirnir slæddust inn í
listina segir Bryndís: „Ég var á þess-
um tíma að undirbúa sýningu sem
kölluð var If I Ruled the World
ásamt listamönnum frá Glasgow, þar
sem ég var búsett. Þema sýningar-
innar var speglun á okkur sjálfum í
borginni. Ég ákvað að vinna með
eftirnafnið mitt „Snæbjörnsdóttir“
sem virtist alltaf standa svolítið í
Skotunum. Ég þýddi nafnið sem
dóttir snjóbjarnar eða ísbjörns. Ég
ákvað því að skoða þá aðeins nánar
og leitaði til náttúrugripasafnsins
Kelvingrove í Glasgow þar sem ég
vissi að þeir höfðu verið með tvo ís-
birni þar til sýnis. Þegar ég svo hafði
samband við þá hafði stefnu safnsins
verið tímabundið breytt og aðeins
voru til sýnis dýr sem komu frá
Skotlandi,“ segir Bryndís.
Henni var hins vegar boðið að
skoða ísbirnina í geymslu safnsins
og taka af þeim myndir þar. „Þetta
var rosalega stór geymsla og það
voru uppstoppuð dýr úti um allt.
Þetta var mjög yfirþyrmandi upp-
lifun. Til þess að komast að ísbjörn-
unum þurfti ég að ýta í burtu alls
konar öðrum dýrum. Ég hafði aldrei
komið við skinn á sebrahestum, sæ-
ljónum, rostungum og öllu mögu-
legu. Ég var djúpt snortin af þessari
reynslu og fann hjá mér löngun til að
skoða þetta betur með því að finna
alla uppstoppaða ísbirni sem væru til
í Bretlandi og reyna að rekja sögu
þeirra til þess umhverfis sem þeir
komu úr, til þess tíma þegar þeir
hittu manninn. Þá lýkur þeirra raun-
verulega lífi og frosin, uppstoppuð
tilvera, ef við getum kallað það það,
hefst,“ segir Bryndís.
Fleiri víddir
„Á þessum tíma var Mark kominn
inn í mitt líf og í gegnum samtöl
okkar fann ég aðrar víddir í þessu
verki opnast. Ég gerði mér grein
fyrir að ég hefði dottið ofan á fjár-
sjóð sem út úr gátu sprottið alls kon-
ar hugmyndir og pælingar varðandi
náttúruna, hvernig við umgöngumst
náttúruna og hvernig við förum með
hana. Það að vera í krítísku samtali
við einhvern á þessu stigi í ferlinu er
svo gefandi og síðan þá höfum við
ekki litið til baka.“
Út frá þessari vinnu með ísbirnina
fóru Bryndís og Mark að velta fyrir
sér menningarlegum og sögulegum
tengslum mannsins við dýr. „Við fór-
um að hugsa um það hvernig spegla
má viðhorf okkar til náttúrunnar í
gegnum samband okkar við dýrin.“
Á þessum tíma fór umræða um dýr
og þeirra sýn á heiminn að verða
áberandi í ýmsum fræðigreinum.
„Við sjáum okkar eigin smæð í því
hvernig dýrið upplifir veröldina.“
Fram til þessa hafði yfirleitt verið
litið svo á að maðurinn væri á ein-
hvern hátt æðri öðrum dýrateg-
undum.
Vekur vonandi til umhugsunar
„Við vorum að vinna í listinni sam-
fara þessum hugmyndabreytingum
sem eiga sér stað í heiminum. Þetta
varð m.a. til þess að okkur var boðið
að sýna á mjög mörgum stöðum í
heiminum, m.a. í Ástralíu, í Banda-
ríkjunum, á Norðurlöndunum og í
Bretlandi. Í okkar vinnu höfum við
mikið unnið með einstaka dýr í stað
þess að líta á dýrið sem hluta af heild
eins og við sjáum svo oft í söfnum
þar sem eitt dýr stendur sem tákn
um öll önnur dýr af sömu tegund.
Þegar við vinnum verk fer oft mikil
vinna í að fræðast um það umhverfi
sem um ræðir og samhengi þess.“
Mikilvægt að vaxa með listinni
Bryndís segir þessa vinnu þeirra
Marks um tengsl manns og náttúru
vera gefandi en það taki líka á að
vinna á þennan hátt þar sem við bú-
um á tímum mikilla breytinga á nátt-
úrunni og segir hún auðvitað sorg-
legt að vinna með dýr sem vegna
græðgi og yfirgangs mannfólksins
verði ekki okkar á meðal eftir
nokkra áratugi.
„Það er erfitt að geta ekki gert
nógu mikið til þess að breyta hlut-
unum. Við vonumst þó til að list okk-
ar veki fólk til umhugsunar og efli
umræðu um þessi málefni. Fyrir
okkur er þetta það eina sem kemur
til greina í listinni. Okkur finnst það
forréttindi að fá tækifæri til að kynn-
ast þessum málefnum betur, að vaxa
með listsköpuninni er okkur báðum
mikilvægt. Ferlið í þessum verkum
er oft mjög gefandi þar sem við fáum
tækifæri til að hitta og fræðast jafnt
af fagfólki og áhugamönnum um þau
málefni sem skipta okkur máli,“ seg-
ir Bryndís.
„Sjáum okkar eigin smæð í því
hvernig dýrið upplifir veröldina“
- Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fagna tuttugu ára samstarfi með yfirlitssýningu
Morgunblaðið/Eggert
Í Gerðarsafni Hjónin og samstarfsmennirnir Mark Wilson og Bryndís Snæbjörnsdóttir á sýningu sinni í Kópavogi.
Rithöfundurinn Elif Shafak tók við
Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum
Halldórs Laxness við hátíðlega
athöfn á lokadegi Bókmenntahátíðar
í Reykjavík á laugardag. Þetta er í
annað sinn sem verðlaunin eru veitt
en það var gert í fyrsta sinn á Bók-
menntahátíð í Reykjavík 2019 þegar
Ian McEwan hlaut verðlaunin. Að
verðlaununum standa forsætisráðu-
neytið, mennta- og menningar-
málaráðuneytið, Íslandsstofa, Bók-
menntahátíð í Reykjavík, Gljúfra-
steinn og Forlagið, útgefandi
Halldórs Laxness á Íslandi. Verð-
launin nema 15.000 evrum og eru
veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi
fyrir að stuðla að endurnýjun sagna-
listar með verkum sínum, en fyrir
það hlaut Halldór sjálfur Nóbels-
verðlaunin á sínum tíma. Í valnefnd
verðlaunanna að þessu sinni voru
Eliza Reid forsetafrú, Stella Soffía
Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
Bókmenntahátíðar í Reykjavík, og
verðlaunahafinn Ian McEwan.
Í umsögn valnefndar segir: „Elif
Shafak er einstök og mögnuð rödd í
heimsbókmenntunum – einstök
vegna þess að hún sameinar
siðferðisstyrk og afl stjórnmálanna í
fallegum textum og meðfæddum
skilningi á ævintýralegum flækjum
frásagnarlistar. Hún er sérfræð-
ingur í að bræða saman ofurraunsæi
og líðandi stundu, eins og hún gerir í
frábærri skáldsögu sinni, 10 mínútur
og 38 sekúndur í þessari undarlegu
veröld. Hún skilur ást og kærleik í
göfugustu merkingu þeirra hugtaka,
og hún veit líka allt um þau óper-
sónulegu áhrif sem söguleg þróun
getur haft á einkalíf manna. Shafak
býður karlmönnum að taka virkan
þátt í starfi femínista, eins og sést í
innilegustu og blíðlegustu þáttum
frásagna hennar. Skáldsögur hennar
eru baðaðar töfraljóma djúprar og
virkrar hugsunar. Hún gjörþekkir
hjörtu mannanna og hún hefur hug-
rekki til þess að láta lesandann horf-
ast í augu við taumlausa grimmd
félagslegs ranglætis.“
Shafak fékk Laxness-verðlaunin
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gleðistund Elif Shafak og Katrín Jakobsdóttir í Veröld – húsi Vigdísar.