Morgunblaðið - 13.09.2021, Side 32

Morgunblaðið - 13.09.2021, Side 32
Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w w sýnumhvert öðru tillitssemi Söngtónleikar verða haldnir í kvöld kl. 19.30 í tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi. Á þeim koma fram messósópran- söngkonan Karin Björg Torbjörns- dóttir og litháíski píanóleikarinn Gaiva Band- zinaite. Munu þær bjóða í litríkt tón- listarferðalag um hæðir og dali hjartans í fallegri samsetningu ljóða, aría og kantata en þungamiðja tón- leikanna eru verk eftir Haydn, Ravel, Frumerie og Du- parc og yrkisefnin hjartaþrá, sorg, ást og von. Verður því sungið á ítölsku, frönsku og sænsku. Litríkt söngferðalag í Tíbrá MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Tindastóll er fallinn úr úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir tap gegn Stjörnunni á Sauð- árkróksvelli á Sauðárkróki í lokaumferð deildarinnar í gær. Leikmenn Tindastóls byrjuðu leikinn vel og komust yfir snemma leiks en Garðbæingar voru fljótir að jafna metin. Stjarnan skoraði svo sigurmark leiksins á loka- mínútunum og gerði þannig út um vonir Tindastóls að halda sæti sínu í deildinni. Þá vann Breiðablik 6:1- stórsigur gegn Þrótti í Kópavogi og Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri. »27 Tindastóll féll með Fylki eftir tap í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna ÍÞRÓTTIR MENNING kom út í íslenskri þýðingu hjá bóka- útgáfunni Sölku 2015. Ritferils hennar er sérstaklega minnst í Byggðasafninu í Árborg, sem er rúmlega 100 km fyrir norðan Winni- peg. Í biðstöðu Þó að þau hafi sagt skilið við fasta vinnu segir Garðar að þau hafi tekið að sér mörg tímabundin störf. „Ég hef til dæmis unnið í hlutastarfi sem fangavörður jafnt í Bresku- Kólumbíu sem Manitoba undanfarin ár, hef mætt þegar óskað hefur verið eftir því,“ segir prentarinn, sem flutti til Íslands frá Árborg. Hann fékk inni hjá vinafólki í Reykjavík, en vonar að hann finni litla íbúð til að leigja þar til hann kemst inn í íbúð fyrir aldraða. „Ég passaði húsráð- anda minn þegar hann var lítill og nú veitir hann mér húsaskjól, sem ég er mjög þakklátur fyrir. En ég vil helst búa úti á landi, Snæfellsnes og Vest- firðir heilla mig mest.“ Garðar segir að margs sé að minn- ast frá skemmtilegum tíma erlendis og margt hafi breyst, jafnt þar sem hér. „Þegar ég kom fyrst til Kanada hitti ég margt fólk af íslenskum ætt- um,“ rifjar hann upp. „Ótrúlega margir töluðu gott íslenskt mál þrátt fyrir að hafa aldrei farið til Íslands en hinir voru fleiri sem töluðu bjag- aða íslensku. Þá brosti maður í laumi en nú er ég í sömu sporum og þetta fólk. Mig vantar mörg orð í íslensku, skil ekki allt í Mogganum og hef ekki mörg ár til að ná aftur almennileg- um tökum á málinu, verð 81 árs í næsta mánuði.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Prentarinn Garðar Garðarsson flutti alkominn til Íslands í lok ágústmán- aðar eftir að hafa búið í Ástralíu og Kanada í um 52 ár. „Ég hef notað tímann til þess að skrá mig í kerfið, er kominn á biðlista hjá Hlíf, dvalar- íbúðum aldraðra á Ísafirði, er búinn að skila mínu atkvæði í kosning- unum í Kanada 20. september og er tilbúinn að kjósa hérna 25. sept- ember.“ Hópur landsmanna flutti til Ástr- alíu eftir að síldin hvarf af Íslands- miðum 1968. Garðar var þar á meðal ásamt þáverandi eiginkonu sinni og tveimur ungum börnum þeirra, en þau settust að í Windsor, úthverfi Sydneyjar, 1969. Þar starfaði Garð- ar við iðn sína í fimm ár, en 1974 vantaði blaðið Lögberg-Heims- kringlu í Winnipeg í Manitoba í Kan- ada setjara. Íslenska Prentara- félagið benti á Garðar og hann sló til. „Við fluttum þá til Kanada og þar hef ég búið og unnið síðan.“ Fljótlega stofnaði Garðar fyrir- tæki og svo fór að hjónin settust að í Árborg, þar sem hann rak eigin prentsmiðju en Álfheiður Alfreðs- dóttir, kona hans til 1988 þegar þau skildu, var með hárgreiðslustofu. Hún flutti til Íslands, dóttir þeirra býr í Kanada en sonur þeirra dó 1997. Borgar, bróðir Garðars, býr í Finnlandi en Vignir, þriðji bróðirinn, lést 1999. Foreldrar þeirra voru Hulda Ingibjörg Pálsdóttir frá Álftanesi og Garðar Jónsson veit- ingamaður ættaður vestan úr Ísa- firði. Garðar kynntist Carol Blahey þegar hann vann fyrir útgáfufélag héraðsblaðsins Spectator á Nýja- Íslandi. Þau giftust 1994 og hún tók upp eftirnafn hans. Þau fluttu til vesturstrandar Kanada, þar sem þau störfuðu við blaðaútgáfu um árabil. „Við bjuggum í nokkra mán- uði í Kamloops en síðan í Vancouver og víðar þar til Carol dó 2017.“ Eftir að þau hættu í föstum störf- um sneri Carol sér að bókaskrifum og sendi frá sér fimm bóka ritröð á árunum 2006-2014. Hjátrú er grunn- stefið, en efnið í skáldsögurnar byggði hún á lífi Vestur-Íslendinga í Manitoba á tíma vesturferðanna. Fyrsta bókin, Illur seiður - norn er fædd (Brewing Evil: A witch is born) Eins og í ókunnu landi - Garðar Garðarsson fluttur heim eftir 52 ára búsetu erlendis Morgunblaðið/Unnur Karen Í Reykjavík Garðar Garðarsson er að átta sig á breyttu umhverfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.