Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 220. tölublað . 109. árgangur . SKÓLINN ÞARF AÐ VERA AFL Í SAMFÉLAGINU SVEITIN OG NÁTTÚRAN TOGA Í ÓSKAR LAUMUFARÞEGAR OG MENN SEM ELSKA MENN SEXTUGUR Í DAG 24 LJÓÐABÓK HAUKS 29RAGNHILDUR STÝRIR HR 10 Þröng staða » Níu flokkar virðast ná inn á þing » 15 fræðilegir möguleikar á 4- eða 5-flokka ríkisstjórn » Raunhæfir kostir mun færri Andrés Magnússon andresmbl.is Miðað við þingsætaspár er engin þriggja flokka ríkisstjórn í kortun- um, en hins vegar má mynda sjö 4- flokka stjórnir og átta 5-flokka stjórnir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru í öllum 4-flokka stjórnum með meira en eins manns meirihluta. Þær kunna að vera mislíklegar af bæði pólitískum ástæðum og töl- fræðinni, því þar á meðal eru sex með 32 eða 33 manna meirihluta, sem að líkindum er naumari meiri- hluti en menn leggja í með svo margra flokka ríkisstjórnir. Fylgiskannanir benda til að níu framboð nái kjöri á Alþingi, en fylgið hefur frekar verið að fletjast út en hitt. Því blasir við að ríkisstjórnar- myndun getur reynst afar snúin. All- ir segjast flokkarnir ganga óbundnir til kosninga, en ekki þarf sérstakt innsæi til að sjá að sumir eiga meiri samleið en aðrir og tortryggni milli annarra. Í sumum tilvikum þannig að öllu samstarfi er hafnað fyrir fram, sem fækkar stjórnarmyndun- armöguleikum mikið. Fimmtán kostir í stöðunni - Fjögurra eða fimm flokka ríkisstjórn í kortunum miðað við þingsætaspá - Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu og kemur við sögu í 13 stjórnum af 15 MFramsóknarflokkur í lykilstöðu »4 Víkingur úr Reykjavík tyllti sér í toppsæti efstu deildar karla í knatt- spyrnu í gærkvöldi eftir dramatískan lokakafla í sigurleik gegn KR í Frostaskjóli. Á sama tíma tapaði Breiðablik, sem var á toppnum fyrir um- ferðina, gegn FH. Lokaumferðin fer fram næsta laugardag og þá mætir Víkingur Leikni á heimavelli en Blikar taka á móti HK. Í ár eru nákvæm- lega 30 ár síðan Víkingur varð síðast Íslandsmeistari í knattspyrnu. »26 Víkingur í kjörstöðu fyrir spennandi lokaumferð Morgunblaðið/Arnþór Birkisson _ Nýjar reglur tóku gildi í sumar um gjaldtöku fyrir einnota plast- ílát. Þær fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim. Nánar tiltekið þurfa sölustaðir að rukka fyrir hvert einasta plastílát en þeim er hins vegar í sjálfsvald sett hversu hátt gjald er tekið. Morgunblaðið hefur fengið ábendingar um gjaldtöku á einnota umbúðum sem margir myndu ef- laust telja óhóflega. Eitt dæmi var af ísbúð sem rukkaði 50 krónur fyr- ir hverja plasteiningu. Þannig bætt- ust til að mynda 100 krónur við verðið fyrir box og plastlok undir sjeik og annað eins fyrir box og plastskeið fyrir bragðaref. »14 Sjeikinn hækkaði um hundrað krónur Lítil virkni var við Fagradalsfjall í gær, eftir að kraumað hafði hressilega í kötlum í síðustu viku og fram á helgi. Af þessu leiðir að haldi gosið áfram með lotuvirkni mun hraun ekki breiða úr sér yfir ýkja stórt svæði. Verði elds- umbrotin stöðug í langan tíma aukast líkurnar á að hraun fari yfir stórt svæði. Slík hlaup leita niður í dali og hvilftir; svo sem niður í Geldingadali og gætu farið í Nátthagakrika. „Gosið virðist halda áfram með lotuvirkni þar sem órói og hraun- rennsli koma og fara. Enn sjáum við engin merki um stórar breyt- ingar,“ segir Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur. »4 Lotuvirkni í eldgosi og lítið gerðist í gær Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gosstöðvar Í Nátthagadalnum. _ Eldgos hófst á eyjunni La Palma á Kanaríeyjum um þrjúleytið í gær- dag og er hraun tekið að renna yfir vegi og íbúabyggð. Stjórnvöld á Kanaríeyjum höfðu þegar rýmt svæðið að hluta þegar eldgosið hófst en hermenn voru þá sendir á vettvang til að aðstoða við rýmingu. Fyrsta gos sem vitað er um á svæðinu var árið 1430 en hið síð- asta 1971, þá lést einn við ljós- myndun á gosstöðvunum. Icelandair sagði í samtali við mbl.is í gær að gosið hefði ekki áhrif á áætlunarflug sem stendur en flugfélagið býður upp á flug- ferðir til Tenerife. Þá hefur enginn ennþá þurft að leita til borgara- þjónustu utanríkisráðuneytisins vegna gossins. »2 & 13 AFP Sjónarspil Eldgos hófst á La Palma á Kanaríeyjum um miðjan daginn í gær. Hraun flæðir í íbúa- byggð á La Palma „Þau hætta aldrei að láta sér detta í hug nýja skatta. Nú koma þau aftur með auðlegðarskattinn sem þau sögðu að væri tímabundinn á sínum tíma og við létum renna út en þau komu þá og sögðu: við skulum endi- lega framlengja hann. Nú eru þau aftur mætt með hann. Þau segja að hann muni skila 15 milljörðum.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í við- tali í Dagmálum. Segir hann tekjurn- ar af skattinum verða í besta falli helmingur af því sem boðað er. „Þetta eru óraunhæfar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að taka fjármagn sem er í vinnu við að byggja upp landið og skapa störf og senda það inn í ríkissjóð þar sem þetta fólk ætlar að standa og deila út réttlætinu. Þau eru bara í milli- færslum á kostn- að skattgreiðenda.“ Segir Bjarni að nær væri að lækka skatta. Það myndi auka samkeppn- ishæfni fyrirtækja og auka verð- mætasköpun öllum landsmönnum til handa. „Taktu eftir því að sömu flokkar og segja að þessi stóru fyrir- tæki þurfi að borga hærri skatta segja í hinu orðinu að ef stór fyrir- tæki koma frá útlöndum og fara að búa til bíómyndir þá skulum við bara borga það allt úr vasa skattgreið- enda. Það verður að vera eitthvert samhengi í hlutunum, þ.e. að menn ætli að endurgreiða þeim allan inn- lendan kostnað að stórum hluta til. Við höfum verið að gera það í ein- hverjum mæli með ágætum árangri en það er óraunhæft að gera það upp á einhverja milljarðatugi.“ »6 Lækka þarf skatta frekar - Erfitt að sjá þörfina fyrir viðbótarskattgreiðslur Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.