Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 4
9 15 7 33 8 7 6 5 Mögulegar ríkisstjórnir miðað við niðurstöður þriggja síðustu kannana MMR 31. ágúst til 3. september, 8. til 10. september og 15. til 17. september Þróun frá kosningum 2017 í könnunum MMR BCDV 38 þingmenn BCDF 34 þingmenn BCDM 34 þingmenn BDFV 34 þingmenn BDMV 34 þingmenn CDFV 32 þingmenn CDMV 32 þingmenn BCPSV 37 þingmenn BJPSV 35 þingmenn BCFSV 34 þingmenn BCMSV 34 þingmenn BFPSV 33 þingmenn BCFPS 33 þingmenn BCFPV 32 þingmenn BFJSV 32 þingmenn 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% ’21’20’19’18K Sósíalistar Miðflokkur Flokkur fólksins Viðreisn Píratar Vinstri-græn Samfylking Sjálfstæðis- flokkur Framsókn Andrés Magnússon andres@mbl.is Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í boði að loknum kosningum, fari þær líkt og þingsætaspá Morgunblaðsins segir fyrir um, en hún er gerð á grundvelli þriggja síðustu kannana MMR í samræmi við reiknireglur landskjörstjórnar. Þar kemur Fram- sóknarflokkur við sögu í 13 stjórnum af 15, Vinstri-græn hafa 12 kosti, Viðreisn 10, en Sjálfstæðisflokkur sjö líkt og Samfylkingin. Hins vegar eru sjö 4-flokka ríkis- stjórnir mögulegar og átta 5-flokka stjórnir. Þar fyrir utan eru vitaskuld fleiri ríkisstjórnarmynstur fleiri flokka möguleg, en almennt verður að telja líklegt að ekki verði mynduð stjórn fleiri flokka en þarf til að halda meirihluta á þingi. Eins og sjá má að ofan eru það margbreytilegar ríkisstjórnir, en mjög mislíklegar. Þar kann málefna- staða og persónuleg afstaða forystu- manna að skipta máli, en svo þarf einnig að líta til þess hvers menn treysta sér til. Í fjögurra flokka rík- isstjórn eru núningsfletirnir fleiri en í þriggja flokka stjórn og því ráðlegt að vera með rúman meirihluta. Eins mun þurfa mikið traust á milli flokka til þess að mynda stjórn með 32 manna meirihluta, því slík stjórn gæti lent í gíslingu hvaða stjórnar- þingmanns sem væri. Líklegt má því telja að menn reyni að mynda ríkis- stjórn með ekki færri en 33 manna meirihluta og helst ögn traustari. Tveir burðarflokkar Því er ekki ólíklegt að fyrst verði horft til stjórna eins og þeirra, sem eru í efstu röð hér að ofan, en þær eru allar 4-flokka og með rúman meirihluta. Þær eiga það einnig allar sameiginlegt að hafa Sjálfstæðis- flokk og Framsókn innanborðs, en segja má að þeir séu burðarflokkar mögulegs ríkisstjórnarsamstarfs, hvað sem annars úr verður. Hins vegar má vel vera að meiri áhugi reynist á vinstristjórn þó að hún þurfi að vera fimm flokka og mögulega brothættari fyrir vikið. Þær eiga það allar sameiginlegt að þurfa að reiða sig á Framsókn, en tveir framsóknarráðherrar hafa raunar gefið til kynna að þeim sé vinstrasamstarf ekki á móti skapi. Margar innihalda einnig Viðreisn, en sagt er að framsóknarmönnum myndi líða betur í vinstristjórn með annan miðjuflokk með sér. Sömu- leiðis segja þeir sumir að Píratar eða Sósíalistar séu ekki fyrsta val þeirra um samstarfsflokka, en það viðhorf má raunar heyra víðar, meðal annars hjá Vinstri-grænum. Hins vegar er rétt að hafa í huga að þingsætaspáin að ofan er ekki meitluð í stein. Smávægilegar fylgis- breytingar geta haft mikil áhrif. Þannig þurfa stjórnarflokkarnir ekki mikið að bæta við sig til þess að halda velli, en eins þarf ekki mikið að breytast til þess að Framsókn, Við- reisn og Sjálfstæðisflokkur geti myndað stjórn. Framsóknarflokkur í lykilstöðu - Fimmtán stjórnarmynstur í myndinni miðað við þingsætaspá - Engin þriggja flokka stjórn möguleg 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Haldi eldgosið við Fagradalsfjall áfram með lotuvirkni mun hraunið sem frá gígnum streymir ekki breiða úr sér yfir ýkja víðfeðmt svæði. Verði gosið hins vegar stöðugt í langan tíma aukast líkurnar á að hraunið nái lengra. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur við HÍ, í samtali við Morgunblaðið. Lítil virkni var í eldgosinu í gær, eftir að kraumað hafði hressilega í kötlum í síðustu viku og fram á helgina. Áður hafði gosið legið niðri í níu daga. Vísindamenn telja sumir að gosið geti í nokkur ár. Nú safnast upp hraun vestan við eldgíginn í Geldingadölum og verður æ þykkara. Þar nær glóandi hraun að safnast fyrir undir storknu yfir- borði, en leitar síðan framrásar í eins konar hlaupum. Slíkt gerðist einmitt sl. miðvikudag þegar mikið flæði kom í stuttan tíma svo hraun náði niður í Nátthaga. Slík hlaup leita í dali og hvilftir; svo sem niður í Geldingadali og gætu farið niður Nátthagakrika. „Þar hefur apal- hraun streymt fram síðustu daga og lagst ofan á helluhraunið sem er fyr- ir. Ef rennsli verður stöðugt gæti farið að renna þar helluhraun og standi það í langan tíma fer það á varnargarðinn í mynni dalsins,“ seg- ir Magnús Tumi. Garðurinn telur hann að muni tefja framrás hrauns en ekki stöðva. Um 1-2 km eru frá hraunjaðrinum á núverandi stað að Suðurstrandar- vegi. „Með lotuvirkni er gosið ekki að brjóta ný lönd svo heitið geti. Í stórum dráttum er gosvirknin svip- uð. Gosið virðist ætla að halda áfram með lotuvirkni þar sem órói og hraunrennsli koma og fara. Enn sjást engin merki um stórar breyt- ingar,“ segir Magnús Tumi. Áframhald goss í lotuvirkni - Lítil virkni í gærdag - Órói og hraunrennsli koma og fara - Enn engin merki um breytingar í Geldingadölum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hraun Horft yfir Nátthagadal í gærmorgun. Fremst sést varnargarðurinn, sem ætlað er að hægja á hraunrennsli að Suðurstrandarvegi, ef til kemur. Landsréttur staðfesti á fimmtudag úrskurð héraðsdóms Reykjaness í svonefndu Vatnsendamáli. Hinn staðfesti dómur viðurkenndi í maí síðastliðnum að skiptastjóri þrota- bús Þorsteins Hjaltested skyldi af- henda sóknaraðila, Magnúsi Pétri Hjaltested, jörðina Vatnsenda í Kópavogi með öllu því sem henni fylgir og fylgja ber til ábúðar, hag- nýtingar, umráða og afnota sam- kvæmt fyrirmælum erfðaskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 4. janúar 1938 og 29. október 1940. Hópur ættingja Magnúsar var til varnar í málinu og kröfðust þeir þess að kröfu Magnúsar Péturs Hjaltested yrði hafnað. Magnús gerði þá kröfu í maí að þetta yrði viðurkennt en varnar- aðilar byggðu á því að vandséð væri að skiptastjóri í þrotabúi Þorsteins væri til þess bær að afhenda sókn- araðila jörðina Vatnsenda, enda væri jörðin ekki eign þrotabúsins og yrði því ekki afhent úr búinu. Komst héraðsdómur að því af gögnum málsins, sem fylgdu beiðni skiptastjóra til dómsins, að skipta- stjóri myndi tilgreina það sem af- hent yrði með nánari hætti í skipta- yfirlýsingu að því gefnu að afstaða hans til kröfu sóknaraðila væri end- anleg við skiptin. Afstaða hans hefði ekki verið endanleg og skiptastjóri ekki tekið formlega ákvörðun svo vitað væri um að afhenda sóknar- aðila umræddar lóðir samkvæmt fyr- irmælum erfðaskrár Magnúsar Ein- arssonar Hjaltested, þótt varnaraðili teldi að ákvörðun þess lægi fyrir. Málið á rætur að rekja til erfða- skrár sem Magnús Einarsson Hjaltested gerði hinn 4. janúar 1938 en bróðursonur hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, tók þá arf samkvæmt erfðaskránni. Sig- urður Kristján lést 13. nóvember 1966 og var bú hans tekið til opin- berra skipta 25. febrúar 1967 en við þau skipti reis ágreiningur um ráð- stöfun á jörðinni Vatnsenda sem var- að hefur áratugum saman. veronika@mbl.is Varnarsigur í Vatnsendamáli - Magnús Pétur Hjaltested fær jörðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.