Morgunblaðið - 20.09.2021, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Bjarni Benediktsson formaður
Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn
fá góðar undirtektir í kosninga-
baráttunni þótt það endurspeglist
ekki í skoðanakönnunum. Hann hef-
ur áhyggjur af því að sá glundroði
sem birtist á stjórnmálasviðinu
muni leiða til þess að of miklar mála-
miðlanir þurfi að gera við stjórn
landsins. Hann segir „Reykjavíkur-
módelið“ úr borgarstjórn ekki gott
og að það hafi ekki skilað árangri.
„Í þessu ljósi hlýtur stærsti flokk-
urinn að geta boðið sig fram sem
kjölfesta fyrir færri flokka stjórn en
þetta sýður sig allt niður í það að ef
við náum okkur ekki betur á strik, ef
við náum ekki þeim markmiðum
sem við erum að sækja í þessum
kosningum, þá eru stórauknar líkur
á að við fáum einmitt það. Það sem
ég kalla einfaldlega glundroða á
þingi og í ríkisstjórn.“
Hann segist vona að fólk taki yfir-
vegaða ákvörðun í kjörklefanum og
taki það hátíðlega að greiða atkvæði,
sennilega meira svo en þegar svarað
er í könnunum, hvort sem það er í
gegnum síma eða á netinu.
„Okkar verkefni er að draga fram
þá valkosti sem til staðar eru. Þeir
eru mjög skýrir; annaðhvort erum
við áfram í ríkisstjórn og höfum
áhrif á þinginu og í stjórnarsáttmála
og við stjórnarmyndunina, við ríkis-
stjórnarborðið, hvort sem það eru
mál sem við sjáum fyrir okkur núna,
önnur sem koma upp á kjörtíma-
bilinu, eða þá að það verður stefnu-
breyting. Það verður stefnubreyting
í átt til hærri skatta, meiri ríkis-
útgjalda og minni stöðugleika. Ég
segi fullum fetum að slík stjórn
muni missa tökin á efnahagsmál-
unum, því viðvörunarmerkin eru
þegar komin, t.d. frá Seðlabank-
anum, um að menn verði að stilla
opinberu fjármálin við stöðuna í
hagkerfinu.“
Bjarni segir að þótt kjörtímabilið
hafi einkennst af baráttunni við kór-
ónuveiruna hafi réttar ákvarðanir
verið teknar í stórum málaflokkum
sem máli skipti.
Veikluleg stjórnarandstaða
En er ekki þægilegt að vera örlát-
ur á ríkisfé, búa við fordæmalaust
vaxtastig vegna faraldursins og að
athyglin beinist að embættis-
mönnum fremur en stjórnmála-
mönnunum og stjórnarandstaðan
hefur í þokkabót verið mjög veiklu-
leg?
„Stjórnarandaðan hefur verið lé-
leg, ég get tekið undir það. Ég verð
nú að segja að við erum annars veg-
ar með heilsuvána, veiruna, og hins
vegar efnahagslegar áskoranir. Af
hverju gátum við gert þetta sem við
gerðum? Af hverju var skuldastaðan
svona góð? Það er búið að vinna að
því baki brotnu í mörg kjörtímabil.
Þegar ég kom í fjármálaráðuneytið
á sínum tíma vorum við föst í höft-
um, vorum með slitabúin óuppgerð,
vorum rétt að skríða í afgang og við
vorum ennþá með marga mjög háa
skatta. Við fórum í að láta auðlegð-
arskattinn renna út, raforkuskattinn
renna út, afnema bankaskattinn, af-
nema vörugjöld á Íslendinga borg-
uðu himinhá vörugjöld af alls konar
heimilisvörum, húsbúnaði, fötum og
skóm. Tókum um 1.800 vöruflokka í
0. Við slógum niður tolla, fórum svo í
tekjuskattinn, tryggingagjaldið,
örvuðum hagkerfið. Snerum við
stöðu þjóðarbúsins.“
Bendir hann á að staða Íslands við
útlönd hafi aldrei verið jafngóð og
nú og mikilvægt hafi verið að setja
markmið um lág skuldahlutföll.
„Menn eru oft að boða einhverjar
nýjar kenningar um hvernig við get-
um náð árangri í efnahagsmálum,
t.d. að skuldsetja okkur meira og að
það sé bara hið besta mál. Það sé allt
saman misskilningur að það þurfi að
reka hér ábyrg ríkisfjármál af varúð
og festu. Það sé bara gamli tíminn.
Nú leyfa menn sér að tala svona
vegna þess að vaxtastigið er lágt.
Þetta er bara stórhættuleg pólitík.
Nú leyfa menn sér að boða sósíal-
isma að nýju. Sósíalistaflokkurinn
gaf upp öndina 1968, en er mættur
aftur og segir að Marteinn Mosdal
hafi haft rétt fyrir sér allan tímann!
Við hlustuðum bara ekki nægilega
vel á hann. Þetta er stórundarleg
þróun, sérstaklega þegar við erum
að ná jafnmiklum árangri í lands-
málunum og við höfum verið að
gera.“
Enginn að taka við keflinu
Nú sýna kannanir hins vegar að
flokkurinn gæti endað með 14-15
þingmenn, færri en nokkru sinni
fyrr í sögunni. Á flokkurinn erindi í
ríkisstjórn við slíkar aðstæður?
„Við erum hér að ræða um það að
langstærsti flokkurinn verði mögu-
lega ekki með jafnmarga þingmenn
og hann er með í dag. Ég ætla að
segja að niðurstaðan verði á end-
anum önnur. Hver er þá nýi burðar-
ásinn í íslenskum stjórnmálum?
Hver var það sem tók við? Hver var
það sem knésetti stærsta flokkinn
og ruddist fram úr? Það er enginn.
Þetta er bara sundrung, þetta er
ákveðinn glundroði. Það er til mikils
tjóns, eins og ég horfi á hlutina, að
það þurfi að gera jafnmiklar mála-
miðlanir við stjórnun landsins eins
og stefnir í. Þetta kann ekki góðri
lukku að stýra.“
Heilbrigðisráðherra svari sjálf
Nú hefur það gerst að heilbrigðis-
ráðherrann hefur í skjóli Sjálfstæð-
isflokksins farið með eldi og brenni-
steini gegn einkaframtaki í
heilbrigðisþjónustu. Munu þeir sem
orðið hafa fyrir barðinu á henni geta
fundið eitthvert skjól hjá þér?
„Við höfum verið í ágreiningi við
VG um að við þyrftum að ljúka
samningagerð, t.d. vegna bæklunar-
lækninga í stað þess að vera að
senda til Svíþjóðar. Ég skil þessa
mynd sem þú ert að draga upp en ég
held að það sé of mikið sagt að við
höfum verið að ríkisvæða […] Ég
held að það sé undirliggjandi hér að
það hafa ekki tekist samningar við
sérfræðilækna í alltof langan tíma
og hið sama á við um sjúkraþjálf-
ara …“
Þetta er miklu víðtækara. Það eru
stór mál er varða Krabbameins-
félagið. Í ykkar skjóli eru nýútskrif-
aðir sjúkraþjálfarar og talmeina-
fræðingar skikkaðir til að vinna hjá
ríkinu ef þeir ætli að geta náð samn-
ingum við sjúkratryggingar Ís-
lands …
„Já það er óverjandi mál og nýbú-
ið að vinda ofan af því.“
Hefðuð þið ekki átt að verja heil-
brigðiskerfið fyrir sósíalismanum
með allri þeirri biðraðamenningu
sem þar hefur gusast fram?
„Sósíalisminn gengur út á að við
værum hér með ríkistannlækna, rík-
issjúkraþjálfara […] ríkislækningar
í einu og öllu og við erum ekki með
það …“
Er það ekki það sem Svandísi
Svavarsdóttur dreymir um?
„Hún verður að koma hingað og
svara fyrir það. Við höfum átt sam-
töl, ég og hún, og ég skynja ekki
vilja hjá henni til að ganga milli bols
og höfuðs á öllum þessum stéttum.
Það hefur verið vandamál að við höf-
um séð of mikla sóun í kerfinu og of
lítinn vilja til að treysta grunninn á
bak við blandað kerfi. Við höfum
verið föst í kreddum í heilbrigðis-
málum sem einmitt lúta að rekstrar-
forminu og þess vegna er það
áherslumál okkar í þessum kosn-
ingum í þessum málum að líta á heil-
brigðisþjónustuna út frá þörfum
sjúklinganna. Við erum alltaf föst í
einhverri umræðu um þarfir kerfis-
ins, að þessi aðili þurfi meira fjár-
magn. Þetta á ekki að hugsa svona.
Sjúkratryggingar gera þjónustu-
samninga fyrir hönd sjúklinganna.
Horfum á þetta út frá þörf þeirra
sem sækja þjónustuna.“
Ákvæðið þarf í stjórnarskrá
Bjarni segir Sjálfstæðisflokkinn
fylgjandi auðlindaákvæði í stjórn-
arskrá og að tillaga þar um hafi ver-
ið lögð fram á kjörtímabilinu.
„Við erum að meina að við styðj-
um breytingar á stjórnarskránni til
þess að ná utan um það sem segir í
lögum um stjórn fiskveiða, að þetta
sé sameiginleg auðlind. Slíkt ákvæði
kom fram á þessu kjörtímabili en þá
er því hafnað á einhverjum nýjum
forsendum. Nýju rökin eru þau og
færð fram af flokkum sem vilja að-
eins tímabundna samninga fyrir
nýtingu á auðlindinni að ákvæðið
verði að innihalda kröfuna um tíma-
bundna samninga. Og þannig var
þetta stoppað.“
Vill leiða ríkisstjórn
„Í kosningabaráttu er ég fyrst og
fremst að hugsa um eitt; að ná til
fólks, fjölga þingsætum, svo getum
við unnið úr þeirri stöðu. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur alltaf metnað til
að leiða ríkisstjórn og ég myndi
glaður gera það ef niðurstöður kosn-
inga gefa mér færi á að koma saman
sterkri stjórn til að halda áfram
uppbyggingu og sókn fyrir alla
landsmenn. Ég get ekkert sagt um
hina samstarfsflokkana annað en að
ég á mjög gott samstarf við Katrínu
Jakobsdóttur og Sigurð Inga. Við
höfum þurft að greiða úr alls konar
málum sem bæði rötuðu í stjórn-
arsáttmálann eða við fengum í fang-
ið. Mér finnst það hafa gengið vel og
ég skynja ekki annað en það sé upp-
lifun okkar allra. Því kæmi það mér
á óvart ef það væri ekki vilji til þess
að setjast að minnsta kosti niður og
spá í spilin að loknum kosningum að
því gefnu að við séum með meiri-
hluta.“
Hætt við algjörum glundroða
- Bjarni Benediktsson óttast að mikil atkvæðadreifing leiði til málamiðlana sem vinni gegn hagsmun-
um þjóðarinnar - Vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá - Gagnrýnir framgöngu heilbrigðisráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Dagmál Bjarni Benediktsson ræðir stjórnmálin vítt og breitt, nú þegar tæp vika er eftir af kosningabaráttunni.
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Viðreisn kynnti í gær á blaðamanna-
fundi hvernig flokkurinn ætlar að
hátta fjármögnun kosningaloforða
sinna. Þar kom fram að með því að
tengja krónuna við evru áætlar Við-
reisn að ráðstöfunartekjur heimil-
anna aukist um 72 þúsund krónur á
mánuði eða 900 þúsund krónur á ári,
enda muni vextir, vöruverð og þjón-
ustukostnaður lækka. Miðast þetta
við par með tvö börn sem skuldar 31
milljón króna.
Viðreisn vill stilla útgjöld þannig
af að ríkissjóður verði rekinn í jafn-
vægi, að sögn Daða Más Kristófers-
sonar, varaformanns flokksins.
„Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra
breytinga sem við boðum eru auðvit-
að háðar óvissu.“
Tekjur ríkissjóðs gætu aukist um
125 milljarða á kjörtímabilinu sam-
kvæmt áætlunum Viðreisnar, vegna
lægri vaxtakostnaðar ríkisins, auk-
ins hagvaxtar og markaðsleiðar í
sjávarútvegi.
Kosningastefnuskrá Sósíalista-
flokksins var einnig afgreidd í gær á
Sósíalistaþingi sem haldið var í
Tjarnarbíói. Kosningastefnuskráin
var kynnt undir kjörorðinu „stór-
kostlegt samfélag“ og byggist stefn-
an á einstöku tækifæri Íslendinga til
að byggja upp réttlátt, öruggt og öfl-
ugt samfélag byggt á jöfnuði og sam-
kennd. Þetta kom fram í tilkynningu
frá Sósíalistaflokknum.
„Sósíalistar ætla sér líka að ráðast
gegn spillingu og elítustjórnmálum
og styrkja hagsmunabaráttu al-
mennings gegn auðvaldinu. Í stuttu
máli ætla þeir sér að vinda ofan af
nýfrjálshyggjunni og öllum þeim
skaða sem hún hefur valdið sam-
félaginu svo hér verði hægt að
byggja upp stórkostlegt samfélag
fyrir allt fólk,“ segir í tilkynning-
unni.
Tveir flokkar kynntu stefnu
- Viðreisn boðar auknar tekjur - Sósíalistar gegn spillingu
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kosningar Viðreisn áætlar að
ráðstöfunartekjur muni aukast.