Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi Samfylkingu og öðrum flokkum í meirihlutanum í Reykjavík líð- ur illa yfir ástandinu í borginni. Skiljanlega þykir þeim verra að þar sé allt í ólestri nú þegar styttist mjög í kosningar og vilja helst breiða yfir þá staðreynd. - - - Logi Einarsson er líklega sá flokksformaður sem líður hvað verst vegna þessa enda hans maður í stóli borgarstjóra. Og sennilega er það ástæða þess að þegar rætt var um fasteignamarkaðinn og lóðaskort í borginni í formannsviðtali í Dag- málum Morgunblaðsins þá fullyrti Logi að lóðir undir sérbýli í borg- inni væru „hilluvara“. Fólk gæti valið sér lóðir hjá borginni eins og vörur úr hillum verslunar. - - - Þessi furðulega fullyrðing stenst vitaskuld ekki og enn síður það sem Logi reyndi með henni að gefa í skyn, að lóðaskortur væri ekki í borginni. - - - Morgunblaðið spurði borgina út í þetta og þá fékkst staðfest að engar lóðir eru til sölu undir sér- býli eða fjölbýli hjá Reykjavíkur- borg. - - - Og aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins sagði aðspurður að lóðaskortur væri vandamál og að hann hefði verið sérstaklega mikill í Reykjavík. Eftirspurn væri ekki mætt og skorturinn kynti undir verðbólgu og vaxtahækkunum. - - - Staðreyndir breytast ekki þó að menn svari sniðuglega. Skort- stefna meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata hefur þrýst upp húsnæðisverði og verð- bólgu. Þessir flokkar sitja uppi með það. Logi Einarsson Verða staðreyndir lagðar á hilluna? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur sam- þykkt að bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson birti framvegis og mán- aðarlega pistil á vef bæjarins og segi þar frá helstu verkefnum í starfi sínu. Þetta gæti verið ýmsir fundir, til dæmis með samstarfsaðilum bæj- arins í ýmsum verkefnum sem unnið er að á hverjum tíma. Einnig að greint sé frá formlegum fundum með fulltrúum ráðuneyta, ríkisstofnana og annarra slíkra. Eins og á Akureyri Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarráði, Ásgeir Sveinsson og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, lögðu þessa tillögu fram og samþykktu. Hún var viðbragð við tillögu sem Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar, sem gerði ráð fyrir að bæjarstjórinn birti rafræna dagbók yfir helstu daglegu embættisverk sín fyrir viku í senn. Niðurstaðan varð hins vegar einn pistill í mánuði, rétt eins og bæjar- stjórinn á Akureyri skrifar. Í anda lýðræðisstefnu Í bókun í bæjarráði segir Stefán Ómar að sér þyki leitt að tillaga sín um daglegar færslur hafi ekki náð í gegn. Slíkt hefði verið í anda lýðræð- isstefnu Mosfellsbæjar þar sem upp- lýsingar til að auka traust bæjarbúa á stjórnsýslunni séu áherslumál. Dagbókin verði birt mánaðarlega - Bæjarstjóri segi frá - Var samþykkt í Mosfellsbænum - Ekki daglega Haraldur Sverrisson Stefán Ómar Jónsson Logi Sigurðarson logis@mbl.is Heilbrigðiseftirlitið lagði til á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs í vik- unni að umsókn Vöku um end- urnýjun á starfsleyfi fyrir mót- tökustöð fyrir úrgang yrði synjað. Málið hefur lengi verið umdeilt hjá íbúum á svæðinu en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Héðinsgötu. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins eru færð fyrir því rök að starfsleyfið sem Vaka sækist eftir sé ekki í samræmi við skipulag og neikvæð- ar umsagnir byggingar- og skipu- lagsfulltrúa liggja fyrir. Starfsleyfi fyrirtækisins var fellt úr gildi í júní en í lok júlí fékk það undanþágu fyrir hluta starfsem- innar. Umsókn Vöku um endurnýj- un starfsleyfa er fjórþætt og voru þrjú þeirra samþykkt. Vaka er því búin að endurnýja starfsleyfi fyrir hjólbarðaverkstæði, bifreiða- og vélaverkstæði og bílapartasölu. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins hafa íbúar í hverfinu gert ítrekaðar athuga- semdir við rekstur Vöku og tóku 65 íbúar í Laugarneshverfi hönd- um saman og gerðu alvarlegar athugasemdir við starfsemi fyrir- tækisins. Íbúar í hverfinu höfðu áður sent heilbrigðiseftirlitinu ábendingu um starfsemi fyrir- tækisins. Hins vegar hafa einnig íbúar stigið fram til stuðnings starfsemi Vöku. Þar er minnt á að Vaka sé ómissandi styrktaraðili Þróttar og það yrði mikið áfall fyrir hverfið að tapa stuðningnum. Vaka fær ekki að taka á móti úrgangi - Starfsemi Vöku ekki í samræmi við skipulag hverfisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Vaka hefur staðið fyrir förgun bíla á svæðinu síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.