Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú er runnin upp síð- asta vinnuvikan fyrir kosningar. Þess vegna mætti ætla að fylgið sem mælist í könnunum sé orðið nokkuð fast í hendi, en það er ekki endilega víst. Annars vegar verður að líta til þess að fylgi hefur iðulega hlaupið mjög til á lokametrum barátt- unnar. Stundum er það vegna einhverra atburða en stundum er erfitt að sjá hvað veldur. Fyrir nokkrum árum gerð- ist það til dæmis að vinstri- flokkarnir stungu saman nefj- um fáeinum dögum fyrir kosningar og hugðust með því bjóða kjósendum annan kost en stjórn með hægri- og miðjuflokkum, einkum þó Sjálfstæðisflokki, en ýmsir vinstrimenn helga pólitískt líf sitt andstöðu við þann flokk og standa fyrir fátt annað. Þegar þetta gerðist var inn- an við eitt kjörtímabil frá því að vinstristjórnin alræmda sem sat á árunum 2009-2013 lauk störfum. Þegar kjós- endur sáu fram á endurtekn- ingu þeirrar stjórnar, og það meira að segja með Pírötum og einum öðrum vinstriflokki innanborðs auk hinna tveggja, þá dugði það til að þeir vöruðu sig. Eitt er að velta fyrir sér möguleikanum á að breyta til, annað að stökkva að vel at- huguðu máli út í kviksyndi sem blasir við fyrir fótum manns. Hitt sem veldur því að hæp- ið er að gera ráð fyrir því nú að fylgið sé fast í hendi er að ríkisstjórnin í heild mælist mun sterkari en flokkarnir sem hana mynda. Þeir hafa samanlagt rúm 45% í könnun sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is og birt var á laugardag. Í sömu könnun mælist stuðningur við ríkisstjórnina fimm prósent- um meiri, eða rétt rúmur helmingur kjósenda. Meti þessi hópur það svo að eina leiðin til að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina í kosning- unum sé að kjósa einhvern þeirra flokka sem hana mynda, sem væri ekki fráleitt sjónarmið, þá er ljóst að hún mun halda velli. Í þessu sambandi má til að mynda horfa til kjósenda Við- reisnar, en rúmur þriðjungur þeirra segist styðja ríkis- stjórnina. Þetta má ætla að séu borgaralega þenkjandi kjósendur sem vilja alls ekki vinstristjórn og gætu rétti- lega óttast að Viðreisn væri reiðubúin að ganga þá leið ef byðist að kosningum loknum. Og það er alls ekkert fráleitt að þingmönnum Viðreisnar verði boðið upp í slíkan dans. Enn síður er ástæða til að ætla að þeir myndu hika við að stíga þau spor. Miðað við kannanir má sjá fyrir sér að hægt væri að mynda stjórn Samfylk- ingar, Pírata, Vinstri-grænna, Sósíalistaflokks og Við- reisnar, en enginn annar kost- ur en fimm flokka stjórn eða þaðan af flóknari er í spil- unum verði Sjálfstæðisflokkur utan stjórnar. Það er eitthvað af þessu tagi, vinstristjórn fimm til sex flokka, sem nú blasir við kjós- endum sem raunhæfur mögu- leiki. Slík stjórn stæði aðal- lega saman um að komast að valdastólunum en hún þyrfti einnig að sameinast um ein- hver málefni og þá er hætt við að þar yrði lægsti samnefn- arinn ofan á. Skattahækkanir eru eitt það helsta sem þessir flokkar gætu sameinast um enda hafa þeir allir daðrað við þær eða stutt í gegnum tíðina. Þá má ætla að rykið yrði dustað af aðildarumsókninni að Evrópusambandinu og fleira ámóta kræsilegt yrði dregið upp úr skúffum til að efla til tilgangslauss ófriðar meðal þjóðarinnar. Athyglin sem þarf á næsta kjörtímabili að fara í að efla atvinnulíf, skapa fleiri störf og treysta hagvöxt færi í sundur- lyndi og misklíð engum til gagns en þjóðinni til tjóns. Íslendingar standa frammi fyrir miklum tækifærum. Hér er öflug atvinnustarfsemi til sjávar og sveita. Útvegurinn hefur fengið að blómstra og það hefur leitt af sér gríðar- lega nýsköpun og atvinnu- uppbyggingu, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig í greinum sem styðja við þá starfsemi. Sömu tækifæri eru fyrir hendi í landbúnaði og hafa að hluta til verið nýtt. Þar þarf uppbyggilega nálgun stjórnvalda, ekki lamandi hönd sundurþykkju og jafnvel fjandskapar, til að byggja megi upp og leyfa landinu í heild að blómstra. Það þarf líka að hleypa meira fjöri inn á önnur svið at- vinnulífs og samfélags. Tæki- færin liggja víða og þau er hægt að grípa með samstöðu og með því að leyfa ein- staklingunum að njóta sín. Tækifærin verða hins vegar seint að veruleika ef stjórn landsins verður í stöðugu upp- námi allt næsta kjörtímabil og það helsta sem stjórnarflokk- arnir geta sameinast um er að auka álögur á almenning og fyrirtæki í landinu. Þegar innan við vika er til kosninga er óvissa mikil og hætturnar augljósar} Lokadagarnir M argir velta því nú fyrir sér hvaða flokk þeir eigi að kjósa, jafnvel fólk sem hefur aldrei áður þurft að hugsa sig um. Áður fyrr vissu kjósendur nokkurn veginn fyrir hvað flokkarnir stóðu. Líklega voru stjórnmálin einfaldari þá en núna. Úrslitaáhrif hafði hugmyndafræðileg afstaða með eða móti oki sósíalismans eða með eða móti tilgangslausum hernaði Bandaríkjanna í fjarlægum heimshlutum. Hér voru í megin- atriðum fjórir flokkar í áttatíu ár. Við sjáum að flokkar færast til og leita sér nýrra fylgismanna þegar kvarnast úr kjarna- fylginu. Eftir að VG féllst í faðma við Sjálfstæð- isflokkinn hefur Samfylkingin fært sig til vinstri til þess að höfða til óánægðra flokks- manna VG. Með svipuðum hætti er Miðflokk- urinn nú að reyna að lokka til sín frjálshyggjumenn sem ekki treysta Sjálfstæðisflokknum lengur með slagorðinu Burt með báknið! sem hefur lengi legið ónotað á hægri kantinum. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur líka orðið mörgum um- hugsunarefni, en það er auðskýrt með stuttum samtölum. Spurt var: Hvers vegna í ósköpunum ákvað VG að leiða þessa hægristjórn? Svar: Sú ákvörðun var í fullkomnu samræmi við innsta eðli VG. Flokkurinn er þjóðernissinnaður íhaldsflokkur sem vill sem allra minnstar breytingar. Þar má nefna gjafakvótakerfið, landbúnaðarmálin, krónuna, stjórnar- skrárbreytingar og afstöðuna til ESB. Flokkurinn hefur aftur á móti villt á sér heimildir með því að kenna sig við vinstrið. Ekkert er fjær sanni. Viðbragð: Þótt mér finnist mjög erfitt að sætta mig við þessa lýsingu átta ég mig núna á því að hún virðist vera sönn. Annað viðbragð: VG er bara Framsókn fyr- ir fólk sem er með endurvinnslutunnur heima hjá sér. Spyrja mætti: Hvers vegna í ósköpunum ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að ganga inn í þessa vinstristjórn? Svar: Sú ákvörðun var í fullkomnu samræmi við innsta eðli Sjálfstæðisflokksins. Flokk- urinn er þjóðernissinnaður íhaldsflokkur sem vill sem allra minnstar breytingar. Þar má nefna gjafakvótakerfið, landbúnaðarmálin, krónuna, stjórnarskrárbreytingar og afstöð- una til ESB. Flokkurinn hefur aftur á móti villt á sér heimildir með því að kenna sig við hægrið. Ekkert er fjær sanni. Viðbragð: Þótt mér finnist mjög erfitt að sætta mig við þessa lýsingu átta ég mig núna á því að hún virðist vera sönn. Annað viðbragð: Sjálfstæðisflokkurinn er bara Fram- sókn fyrir fólk sem vill ríkisstyrk á morgnana, lága skatta á daginn og grillar á kvöldin. Kannski spyr einhver: Hvers vegna ákvað Framsókn að fara í þessa ríkisstjórn? Svar: Það voru ráðherrastólar í boði og samvinna við systurflokkana. Viðbragð: Alveg rétt. Heimskuleg spurning. Spurt er: Er þá ekki best að kjósa bara Framsókn? Svar: Þú segir nokkuð. En hvaða Framsóknarflokk? Benedikt Jóhannesson Pistill Hvaða Framsóknarflokk er best að kjósa? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is U mhverfisstofnun mun ráðast í átak nú á haust- mánuðum til að kynna og fræða veitingamenn og söluaðila um nýjar reglur um gjaldtöku fyrir einnota plastílát. Reglurnar tóku gildi í byrjun júlí og fela það í sér að óheimilt er að gefa viðskiptavinum einnota plastílát undir mat og drykk sem tekinn er með heim. Brögð eru að því að veit- ingastaðir hafi ekki tileinkað sér umræddar reglur en dæmi munu einnig vera um það að þeir hafi að- eins tileinkað sér þær að hluta eða að veitingamenn hafi ekki einu sinni heyrt af þessum nýju reglum. „Við höfum aðeins verið að heyra frá búðum sem spyrja hvern- ig útfærslan eigi að vera. Við sjáum hins vegar mikla þörf fyrir að fleiri matsölustaðir þurfi að vita af þess- um reglum,“ segir Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Þarf að rukka fyrir öll ílát Hún segir að svo virðist sem margir hafi ekki áttað sig á því hversu umfangsmiklar nýju regl- urnar eru. „Stundum hafa matsölu- staðir tekið upp nýtt verklag en ekki náð að fara yfir allt framboðið. Í rauninni þarftu núna að rukka fyrir hvert einnota matar- og drykkjarílát úr plasti. Sumir hafa kannski haldið að það sé nóg að rukka eitt gjald fyrir öll plastílát en svo er ekki. Það þarf að rukka fyrir hvert og eitt, líka fyrir litla boxið undir kokteilsósuna og plastlokið á pappaílátinu.“ Auk þess að taka gjald fyrir plastumbúðir þurfa sölustaðir einnig að gera grein fyrir gjaldtökunni, á kassakvittun þarf verð fyrir hverjar umbúðir að vera sundurliðað. Hverj- um og einum sölustað er hins vegar í sjálfsvald sett hversu hátt gjald er tekið fyrir umbúðirnar. Þannig get- ur kaffibollinn sem tekinn er með heim kostað það sama og hann gerði áður en á kvittuninni er hluti kaup- verðsins fyrir umbúðirnar. Annar möguleiki er að verðið sé hærra eft- ir innleiðingu reglugerðarinnar; að söluaðilar rukki sérstaklega fyrir umstang sem þessu fylgir. „Búðirnar ákveða sjálfar hvaða gjald þær leggja á vöruna. Við er- um ekki með nein skilaboð um hvaða verð þær eiga að notast við. Það er auðvitað þannig að ef þú leggur á hátt gjald þá felst í því fælingarmáttur sem er tilgangur reglnanna í umhverfisvænu tilliti. En þá er mikilvægt að önnur lausn sé í boði. Til að mynda að þú getir komið með eigið ílát og þannig sleppt því að borga umrætt verð. Eða þá að búðirnar myndu sjálfar skipta út plastumbúðum, að þetta væri hvati til að endurskoða hvaða umbúðir þær bjóða upp á,“ segir Gró. 100 króna hækkun á sjeik Hún bendir jafnframt á að söluaðilar þurfi að taka á sig kostn- að við að setja sundurliðun inn í kerfi sín eða að skipta út umbúðum. Eins sé hærri virðisaukaskattur af umbúðum en mat. Því sé kannski ekki alveg sanngjarnt að gera ráð fyrir því að verð hækki ekki neitt. Morgunblaðið hefur fengið ábendingar um gjaldtöku á einnota umbúðum sem margir myndu ef- laust telja óhóflega. Eitt dæmi var af ísbúð sem rukkaði 50 krónur fyrir hverja plasteiningu. Þannig bættust til að mynda 100 krónur við verðið fyrir box og plastlok undir sjeik og annað eins fyrir box og plastskeið fyrir bragðaref. Neytendur alltaf látnir bera byrðarnar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að sam- tökunum hafi ekki borist ábend- ingar vegna gjaldtökunnar og hún hafi ekki verið skoðuð sérstaklega. „Það er jákvætt að verið sé að gera eitthvað til að draga úr notkun ein- nota umbúða, sér í lagi plastumbúða sem við notum í fimm mínútur og hendum svo. Hins vegar er synd að það séu alltaf neytendur sem eru látnir bera byrðarnar. Það væri ef- laust hægt að ná meiri árangri með markvissari aðgerðum sem væru minna íþyngjandi fyrir neytendur.“ Breki segir að ef einhver versl- un leggur óhóflegt gjald á umbúðir sjái vonandi aðrar verslanir tæki- færi í því og fái fyrir vikið meiri við- skipti. „Þannig skiptir samkeppnin gífurlegu máli. Þetta hvetur líka fólk til að koma með eigin ílát þar sem það er mögulegt.“ Verða að rukka fyrir öll plastílát undir mat Gjaldtaka á plastumbúðir Matsölu- staðir eiga að taka gjald fyrir einnota plastglös undir gosdrykki, safa og hristinga Matsölustaðir eiga að taka gjald fyrir einnota matarílát og lok úr plasti og pappírsílát sem eru húðuð með plasti Kaffihús eiga að taka gjald fyrir pappamál ef þau eru húðuð með plasti, en líka fyrir 100% pappamál sem fylgja plastlok Barir eiga að setja gjald á plastglös undir bjór og vín Ísbúðir eiga að setja gjald á ísbox úr pappír sem eru húðuð með plasti Heimild: Umhverfisstofnun Gró Einarsdóttir Breki Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.