Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 15
Kraftur Slökkviliðsfólk á höfuðborgarsvæðinu var í áheitasöfnun um helgina. Þau drógu fjórtán dælubíla um 3 km og rennur áheitaféð til Píeta, sem sinna forvörnum gegn sjálfsvígum. 15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Arnþór Birkisson Sjálfstæðisfólk hefur í þessum kosningum lagt áherslu á mikil- vægi traustra efna- hagsmála. Fylgt verði áfram þeirri efnahags- stefnu sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haft forystu um allt frá árinu 2013. Hin sterka staða efnahagslífsins og skynsamleg stjórn ríkisfjármála hefur gert okkur kleift að takast á við efnahagslegar afleiðingar heimsfar- aldurs kórónuveirunnar með árang- ursríkari hætti en flestum öðrum. Nú þegar erum við á góðum vegi efnahagslegrar endurreisnar. Efna- hagslífið sýnir viðnámsþrótt með öfl- ugri einkaneyslu og vexti í öðrum út- flutningi en ferðaþjónustu á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Líkur eru á að hagvöxtur á þessu og komandi ári verði meiri en reiknað var með. Fólk og fyrirtæki vilja stöð- ugleika og vöxt. Stöðugleiki og sjálfbærni eru undirstaðan Þennan stöðugleika og sjálfbærni ríkisfjár- mála þarf að tryggja um lengri tíma. Sjálf- stæðisflokkur hefur sett fram það markmið að rekstur ríkissjóðs verði orðinn jákvæður fyrir lok nýs kjör- tímabils. Þá fyrst og fremst með auknum útflutnings- tekjum og umbótum í opinberum rekstri. Áhersla verði lögð á for- gangsröðun og virkjun einka- framtaks við veitingu opinberrar þjónustu. Verkefni til betri lífskjara Lagður hefur verið grunnur að því að takast á við næstu áskoranir. Bjartsýni og uppbyggingarhugur skal ráða ríkjum. Sækja ákveðið fram með umbótum á ýmsum svið- um. Fjölmörg verkefni blasa við sem ráða miklu um lífskjör landsmanna. Stuðningur við nýja atvinnuvegi, ryðja úr vegi óþörfum og skaðlegum hindrunum í rekstrarumhverfi, við stofnun fyrirtækja, leyfisveitingar og erlenda fjárfestingu. Betur má ef duga skal við að draga úr hömlum regluverks sem ekki þjónar skýrum tilgangi. Flækjustig og íþyngjandi kvaðir draga úr hvata til rekstrar og fjárfestinga. Regluverkið verður að einfalda sem og skattkerfið. Metn- aður skyldi liggja í að tryggja fyr- irtækjum umhverfi sem stenst al- þjóðlegan samanburð og samkeppni. Þannig bætum við enn lífskjör al- mennings og bætt samkeppnisstaða landsins ýtir enn frekar undir vöxt og verðmætasköpun og um leið al- menna velsæld. Draga úr þátttöku ríkisins á fjár- málamarkaði með sölu hlutabréfa í bönkunum. Fækka ríkisstofnunum og sameina aðrar með það að mark- miði að auka getu þeirra til að sinna leiðbeiningarhlutverki sínu. Einfaldara Stafrænt Ísland Halda áfram að gjörbylta sam- skiptum og viðmóti hins opinbera gagnvart landsmönnum með Staf- rænu Íslandi. Nýta nútímatækni til að einfalda líf og samskipti fólks. Samskipti við hið opinbera færð í eina samráðsgátt. Þjónusta gerð að- gengilegri, hagkvæmari, einfaldari og fljótvirkari. Þannig nýtist skattfé almennings betur. Lægri skattar Í stjórnmálaályktun fjölmenns flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokks- ins nú í ágúst 2021 er sterk krafa um lækkun skatta – í þágu heimila og fyrirtækja. Þær skattkerfisbreyt- ingar sem Sjálfstæðisflokkur hefur haft forystu um allt frá 2013 hafa miðað að því að létta byrðar launa- fólks og auka kaupmátt, styrkja af- komu fyrirtækja og hvetja til fjár- festinga, nýsköpunar og þróunar. Til að tryggja aukin lífskjör verður að halda áfram á þeirri braut og leita allra leiða til nýtingar fjármuna hins opinbera svo lækkun skatta sé möguleg. Áframhaldandi endurreisn Meginatriðið er það að efnahags- leg endurreisn Íslands byggist á og fylgi þeirri efnahagsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft for- ystu um. Einungis þannig getur Ís- land nýtt hin mörgu sóknarfæri sín og verið áfram land tækifæra. Sann- arlega er til mikils að vinna. Eftir Njál Trausta Friðbertsson »Einungis undir forystu Sjálfstæð- isflokksins getum við nýtt hin mörgu sóknarfæri þjóðarinnar og verið áfram land tækifæra. Njáll Trausti Friðbertsson Höfundur er þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi. Ísland verði áfram land tækifæranna Fjárhagur og fjár- hagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyr- andi breytingum skipt- ir fátt eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhags- legt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki næg fjárráð, býr við ófullnægjandi að- stæður og líður jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Við viljum tryggja eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Nokkuð hefur borið á því í um- ræðunni að vísað sé til eldri borgara eins og einsleits hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum lífaldri. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn öðrum hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðr- ar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Kröftug barátta Flokks fólks- ins fyrir réttindum eldra fólks Flokkur fólksins hefur barist með blóði, svita og tárum á Alþingi til að rétta hlut eldra fólks en sjaldnast haft erindi sem erfiði í þeirri glímu við ríkisstjórnina. Vel hefur þó tek- ist til að skapa umræðu og stórsigur vannst þegar Flokkur fólksins vann í júlí 2019 mál fyrir hönd ellilífeyr- isþega, þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið gegn eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Niðurstaðan í því máli varð til þess að ríkið greiddi 29.000 eldri borgurum samtals um sjö milljarða króna. Undir lok kjörtímabilsins bar bar- átta Flokks fólksins loks árangur á Alþingi þegar samþykkt var að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og að blindum og sjón- skertum stæðu til boða leiðsögu- hundar sér að kostnaðarlausu. Burt með skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna Sú regla hefur gilt í íslensku sam- félagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnu- rekendur hafi óskað eftir því. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfs- tíð lagt sitt af mörkum til samfélags- ins. Það er hreint fráleitt að launa þessu fólki með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð enda er lífaldur fráleitur mælikvarði á at- gervi fólks. Í hópi eldri borgara eru ein- staklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hve- nær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna at- vinnutekna. Allt annað er ósann- gjarnt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hef- ur öðlast reynslu og safnað fjöl- þættri þekkingu og í mörgum til- vikum er einmitt gagnlegt að blanda saman fólki á mismunandi aldurs- skeiðum á vinnustöðum. Hinn ungi heili er fljótur að tileinka sér nýja þekkingu en þarf langan tíma til að breyta henni í nothæfan skilning. Hinn fullorðni heili er lengur að tileinka sér nýja þekkingu en fljótur að sjá hvernig hægt er að nota hana. Með því að fjölga eldri borgurum á vinnumarkaði geta þeir líka miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi sem skil- ar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því leng- ur sem eldri borgarar eru virkir í at- vinnulífinu og í sem nánustum tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild. Gerum efri árin að gæðaárum. Þau eiga hvorki að vera fátæktar- gildra né kvíðaefni. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur og Tómas A. Tómasson » Flokkur fólksins hefur barist á Alþingi til að rétta hlut eldra fólks en sjaldnast haft erindi sem erfiði í þeirri glímu við ríkisstjórnina. Kolbrún Baldursdóttir Kolbrún er sálfræðingur og borg- arfulltrúi og skipar 2. sæti á fram- boðslista Flokks fólksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Tómas er veitingamaður og eldri borgari og er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Gerum efri árin að gæðaárum Tómas A. Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.