Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
ÚTILJÓSADAGAR
999
Áður: kr. 4.935
kr.
Áður: kr. 4.935
999kr.
Áður: kr. 6.911
999kr.
Áður: kr. 3.552
999kr.
Úrval útiljósa á aðeins 999 kr.
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is
-72%
-86%-80%
-80%
Minnum á nýju
vefverslunina
okkar rafmark.is
Ole Anton Bieltvedt
lætur grein mína í Mbl.
3. september sl.
„Sveigjanlegt gengi er
jafnaðartæki“ verða
tilefni greinar í blaðinu
hinn 18. september.
Hann virðist aðeins
hafa lesið fyrri hluta
greinar minnar því
hann segir: „Sjálf-
tökufólkið sem Ragnar
kallar svo er mest verkafólk og aðrir
launþegar …“ Í greininni stendur
aftur á móti þetta: „Forstjórar fá-
keppnisfélaganna taka sér hins veg-
ar það sem þeim sýnist í krafti að-
stöðu sinnar“ og ennfremur „á
meðan kjörnir fulltrúar, þingmenn
og ráðherrar, taka þátt í sjálftök-
unni mun ekkert breytast“. Vegna
þessarar fljótfærni fellur stór hluti
greinar Oles Antons um sjálfan sig.
Hann er stórorður, nefnir gengisfyr-
irkomulag landsins „svikula henti-
stefnu siðlausra og skammsýnna
stjórnmálamanna“. Voru allar rík-
isstjórnir síðustu þrjátíu ára virki-
lega skipaðar svikulum, siðlausum
illmennum? Ég held ekki.
Sjálftökufólkið
Ég hef enga von um að geta kom-
ið Ole Anton í skilning um að sveigj-
anlegt gengi sé skárri kosturinn af
tveimur slæmum. Ef einhver skyldi
hafa tekið grein hans alvarlega vil
ég samt árétta eftirfarandi. Er tíma-
bært að setja gríðarlega harðan aga,
á eingöngu starfsfólk gjaldeyris-
greina, með sársauka atvinnumissis
yfir höfði sér, meðan langflestir
mundu sleppa? Svar sumra þeirra
sem búa við afkomuöryggi er já, en
ég segi nei. Gera þarf atvinnulífið
fjölbreyttara og stöðugra en áður.
Orkuvinnsla og stóriðja er stöð-
ugust, við eigum óvirkjaða græna
orku, notum hana. Vörumst að
þynna gjaldmiðilinn út með prentun
peninga. Ef það er gert þarf að
draga þá aukningu til baka þegar til-
ætluðum árangri er náð. Mesti ágalli
EES-aðildarinnar fær litla umræðu.
Fákeppni er allsráðandi í viðskipta-
lífinu. Öllum kostnaði er velt yfir á
neytendur. Eigendur og stjórn-
endur fákeppnisfélaga eru í aðstöðu
til sjálftöku arðs og
launa. Embættismenn
og stjórnmálamenn
taka laun m.v. þennan
sjálftökuhóp. Þetta er
sjálftökufólkið. Hinir
borga.
Með allt á þurru?
Landsmenn flytja
inn mest af sínum
nauðsynjum og gjald-
eyrir gerir það mögu-
legt. Hugmyndin um
að setja hinn miskunn-
arlausa aga evrunnar á landsmenn
hefur ágalla: Við efnahagsáfall sem
ylli gjaldeyrisskorti mundu nokkur
þúsund manns missa vinnuna vegna
gjaldþrota sjávarútvegs- og
ferðaþjónustufyrirtækja. Aðrir,
margfalt fleiri, gætu haldið lífi sínu
áfram um sinn, eins og ekkert hefði í
skorist. Það þýðir að landið mundi
safna erlendum skuldum. Ekki yrði
fyrirséð hve lengi og hve miklar þær
yrðu, en staðan yrði ósjálfbær.
Upplausn
Gjaldþrota fyrirtæki eru leyst
upp. Viðskiptasambönd og markaðs-
staða glatast. Starfsmannahópurinn
tvístrast og þekkingin með. Eignir
eru seldar á uppboði. Þessi ferill
tekur langan tíma. Hvort sem það er
aflabrestur, verðfall, eldgos eða far-
aldur sem veldur bresti í komu
ferðamanna, þá taka svona sveiflur
tíma. Til að menn vilji reisa ný fyrir-
tæki á grunni gamalla er ekki nóg að
geta keypt eignir á uppboði. Menn
þurfa að sjá fram á hagnað. Þangað
til bíða menn og sjá til. Langan tíma
tekur og kostar mikla vinnu og
áhættu að koma lífvænlegu fyrir-
tæki á fót. Atvinnuleysið verður
meira og varir lengur.
Hin leiðin
Til að hagnaðarvon myndist þyrfti
að lækka launin. Það er kallað „nið-
urfærsla“ og stundum „hin leiðin“,
af því að leiðirnar eru bara tvær;
gengislækkun eða niðurfærsla
launa. Dettur einhverjum í hug í al-
vöru, að á meðan stærstur hluti
þjóðarinnar lifir sínu lífi áfram eins
og ekkert hafi í skorist verði sátt og
friður um að þeir sem allt byggist á,
starfsmenn gjaldeyrisaflandi greina,
verði endurráðnir á miklu lægri
launum? Menn yrðu að lækka öll
laun í landinu. Yrði samstaða og sátt
um launalækkun án skuldalækk-
unar? Mundi sjálftökufólkið lækka
sín laun? Frysta þyrfti laun í meira
en eitt kjörtímabil, e.t.v. tvö. Í
kosningabaráttu yrði úrbótum lofað.
Skipt yrði um ríkisstjórn. Ný stjórn
mundi afnema tengingu krónunnar
við evru, ef sú leið sem Viðreisn
mælir með hefði verið reynd. Aðild
að ESB sem Samfylkingin kýs hefði
langan aðdraganda og langvarandi,
óafturkallanlegar afleiðingar af
sama toga.
Hagsmunablinda
Sársauki og reiði, enn og aftur
misskipting og mismunun. Fengum
við ekki nóg af slíku eftir hrun? Svo-
nefnt „fljótandi gengi“ sem lagar sig
eftir aðstæðum með því að lækka
þegar áföll verða, en styrkist svo á
ný þegar batnar í ári, heldur gjald-
eyrisaflandi fyrirtækjum gangandi.
Framleiðslan, verðmætasköpunin,
heldur áfram. Viðskiptasambönd og
markaðsstaða varðveitast. Þjálfaðir
starfsmenn og þekking þeirra líka.
Komist er hjá miklu atvinnuleysi,
húsnæðismissi og óöryggi barna og
fullorðinna. Það er hagsmunablinda
að skeyta ekkert um þetta, bara af
því að maður sjálfur er ekki í bráðri
hættu að missa tekjur sínar.
Af tvennu illu
Fljótandi gengi lætur okkur taka
áföllin saman. Af tvennu illu er það
skárri kostur en þau ósköp sem fel-
ast í „hinni leiðinni“. Atvinnuleysi er
og verður mesta böl hvers sam-
félags. Við höfum lengi náð góðum
árangri með því að taka höggin sam-
an, höldum því áfram.
Eftir Ragnar
Önundarson »Eigendur og stjórn-
endur fákeppnis-
félaga eru í aðstöðu
til sjálftöku arðs og
launa. Embættismenn
og stjórnmálamenn
taka laun m.v. þennan
sjálftökuhóp.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi bankastjóri.
Hagsmunablinda evrusinna
17. júní 1971
ávarpaði Richard
Nixon bandaríska
þingið og sagði að
vímuefni væru óvinir
ríkisins nr. 1. Hann
sagði vímuefnum
stríð á hendur (e. war
on drugs) og markaði
þar með stefnuna
sem Bandaríkin tóku
varðandi vímuefna-
vandann. Stríð sem beindist að
mestu leyti að notendum vímuefn-
anna, fólks með fíknisjúkdóm og
fjölskyldum þess, að miklum meiri-
hluta fátæku og lituðu fólki. Stefna
þar sem það er ólöglegt og refsi-
vert að veikjast af þessum tiltekna
sjúkdómi og fólk hlýtur dóma sem
það þarf að sitja af sér og kemur
út með flekkaða sakaskrá sem tor-
veldar því að fá vinnu, húsnæði
eða mega kjósa. Aðrar þjóðir
heims gengu svo í bandalag með
Bandaríkjunum í stríðinu gegn
vímuefnum og tóku upp svipaða
stefnu. Stefnu þar sem fólk með
fíknisjúkdóm er glæpamenn en
ekki sjúklingar. Stefnu þar sem
fólk með fíknisjúkdóm fær dóma
og er sett í fangelsi en ekki inn á
sjúkrastofnanir og meðferðar-
úrræði eru af skornum skammti
miðað við þörfina. Stefnu sem býr
til skömm hjá og jaðarsetur veikt
fólk og fjölskyldur þess. Stefnu
sem flytur vandann frá yfirborðinu
og niður í undirheimana þar sem
erfiðara er að veita fólki aðstoðina
sem það þarf. Stefnu sem leiðir af
sér afbrot og kynlífsvinnu til að
fjármagna ólöglegt athæfi. Sam-
félagslegur vandi er birting-
armynd fíknisjúkdómsins. Það að
langstærstur hluti fanga á Íslandi
skuli glíma við fíknisjúkdóm segir
mikið um það samfélagslega mein
sem sjúkdómurinn veldur.
Það er napurleg staðreynd að
samfélagið hefur ekki sömu sam-
kennd með einstaklingum með
fíknisjúkdóm eins og aðra lang-
vinna sjúkdóma. Við afmennskum
þá og finnst að þeir geti sjálfum
sér um kennt. Þeir völdu jú þetta,
ekki satt, og gjörðum verða að
fylgja afleiðingar. Sannleikurinn er
sá að fyrir einstakling með langt
genginn fíknisjúkdóm er þetta
ekki lengur neitt val. Þetta var
kannski einhvern tímann val en
það hlýtur öllum að vera ljóst að
það velur sér enginn þann lífsstíl
sem þarf til að lifa af frá degi til
dags þegar einstaklingurinn er
djúpt sokkinn í neyslu.
Það hefur verið þekkt staðreynd
í áratugi að fíkn er sjúkdómur,
röskun í heilanum, sem hægt er að
meðhöndla. Fíknisjúkdómur er
ekki persónuleikabrestur eða and-
félagsleg hegðun. Þrátt fyrir að
gögnin sýni þetta höldum við
áfram að glæpavæða vímuefna-
vanda fólks. Við þurfum að breyta
um stefnu og það strax og fara að
taka á þessum vanda út frá lýð-
heilsusjónarmiðum með það að
markmiði að auka heilbrigði meðal
almennings og fara betur með
fjármagnið sem fer í að taka á
vandanum sem af sjúkdómnum
hlýst.
Samhliða afglæpavæðingu
neysluskammta þarf að setja aukið
fjármagn í meðferðarúrræði og
forvarnir. Ekki forvarnir sem
ganga út á að gamlar stjörnur fari
inn í skóla og segi neyslusögur
heldur aukið aðgengi
barna og ungmenna
að sálfræðiþjónustu.
Að öllum börnum
verði tryggður að-
gangur að tóm-
stundum og íþrótta-
starfi óháð fjárhag
heimilisins og betri
félagslegur stuðn-
ingur við barna-
fjölskyldur þar sem
annað eða bæði for-
eldranna eru með
fíknisjúkdóm. For-
varnir sem miða að því að grípa
fyrr inn hjá einstaklingum sem
eru útsettir fyrir því að þróa með
sér fíknisjúkdóm.
Eflaust munu einhverjir sem
þetta lesa setja spurningarmerki
við hvort þetta sé betri lausn.
Hvort þetta mikla umburðarlyndi
muni ekki hvetja ungmenni til að
neyta vímuefna ef þau verði gerð
lögleg og þar með auka vandann
verulega.
Þeirri gagnrýni vil ég svara á
þann veg að í fyrsta lagi þá veit
hvert og eitt einasta ungmenni á
Íslandi sem byrjar að neyta vímu-
efna í dag mætavel að það er
ólöglegt. Forvarnargildið af bann-
inu einu er því ekkert. Í öðru lagi
langar mig að benda á að í ár eru
nákvæmlega 50 ár liðin frá því
Nixon hóf stríðið gegn fíkni-
efnum. Í 50 ár erum við búin að
reyna að leysa vandann með þess-
ari refsistefnu með þeim árangri
að ekki einungis hefur vandinn
ekki minnkað heldur hefur hann
aukist stórkostlega. En kannski
þurfum við bara að prófa áfram í
50 ár í viðbót til að sjá árangur af
stefnunni.
Þeim sem segja að ég hafi eng-
ar lausnir fram að færa langar
mig að benda á að þeirra lausn
hefur ekki skilað svo miklum
árangri og mun heldur ekki gera
það í framtíðinni svo það er engu
að tapa og allt að vinna að skipta
um stefnu.
Á hálfrar aldar afmæli núver-
andi stefnu hlýtur löggjafinn, heil-
brigðiskerfið, dómskerfið og rest-
in af samfélaginu að spyrja sig
hvort það sé virkilega þess virði
að láta áfram á þetta reyna.
Hversu mörg líf í viðbót þurfa að
glatast og hversu mörg eiga eftir
að þjást vegna þess að við höldum
áfram að berja hausnum við stein-
inn og neitum að viðurkenna að
okkur hafi mistekist? Það er kom-
inn tími til að heilbrigðiskerfið og
meðferðarstofnanir fái það fjár-
magn og þau úrræði sem þörf er
á og heilbrigðisstarfsfólk sjái í
auknum mæli um meðhöndlun og
endurhæfingu sjúklinga með
fíknisjúkdóm í stað lögreglu og
fangavarða.
Ég treysti Viðreisn best allra
flokka sem eru í framboði til al-
þingiskosninga 2021 til að koma
þessu málefni í betri farveg.
Stríð gegn vímuefn-
um í 50 ár – hverju
hefur það skilað?
Eftir Aðalheiði
Rósu Jóhann-
esdóttur
Aðalheiður Rósa
Jóhannesdóttir
» Í áratugi höfum við
Íslendingar beitt af-
mennskandi refsistefnu
gagnvart vímuefnaneyt-
endum án nokkurs ár-
angurs. Er ekki kominn
tími til að breyta til?
Höfundur er læknir á Sjúkrahúsinu
á Akureyri og stuðningskona
Viðreisnar.
Allt um sjávarútveg