Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 ✝ Einar Hjaltason skurðlæknir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1945. Hann lést 6. september 2021. Foreldrar Einars voru Sigrún Ein- arsdóttir skrif- stofumaður, f. 19. nóv. 1923, d. 18. júní 2017, og Hjalti Sig- fússon, bifreiða- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, f. 26. nóv. 1923, d. 30. sept. 2016. Sammæðra systkini Einars eru Anna Þórhildur Salvarsdóttir, f. 8. apríl 1953, Gunnar Salvarsson, f. 8. apríl 1953, Sigurður Þór Sal- varsson, f. 25. sept. 1955. Sam- feðra systkini eru: Hrund Hjalta- dóttir, f. 27. sept. 1949, Hulda Hjaltadóttir f. 19. ágúst 1955, Sigurjón Hjaltason, f. 1. maí 1965. Þann 1. júní 1968 kvæntist Einar Kristínu Einarsdóttur f. 20 júní 1941, d.17 apríl 2017. Þau skildu í desember 2011. Börn Kristínar og Einars eru 1) Hjalti Sveinn f. 25. september 1968, 2) Trausti f. 28. júlí 1972 kvæntur Berglindi Brynjólfs- varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist úr lækna- deild 1972. Lauk kandidatsári og fékk lækningaleyfi í apríl 1975. Flutti til Stokkhólms í sér- fræðinám og lauk sérfræðinámi í almennum skurðlækningum í febrúar 1980. Einar starfaði víða um land, lengst af sem yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa- firði 1981-1988 og sem yfirlækn- ir á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 1989-1995. Einar flutti til Reykjavíkur 1995 og starfaði á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í yfir 20 ár og hjá Krabbameinsfélagi Íslands við greiningu á brjóstakrabbameini. Einar lauk leiðsögunámi frá Ferðamálaskóla Íslands vorið 2018. Einar sinnti einnig öðrum störfum. Hann fór sem sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands og starfaði sem læknir á sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Lo- kichokio í Kenýa frá nóvember 1997 til janúar 1998. Einar var alla tíð virkur í félagsstörfum, hann var um tíma formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns og var félagi í Oddfellow-stúkunni Hásteini. Útför Einars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 20. september 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttur f. 28. febrúar 1974. Börn þeirra eru Skarphéðinn f. 2001, Kristín Ísafold f. 2005, Kolfinna f. 2009. 3) Sigrún f. 11. september 1973. Börn hennar eru Benjamin f. 2005 og Rebekka f. 2006. 4) Einar Magnús f. 23. nóvember 1979 kvæntur Margréti Ingvarsdóttur f. 25. október 1979. Börn þeirra eru Kári f. 2006, Teitur f. 2009 og Hjalti f. 2014. 5) Margrét Jóna f. 11. jan- úar 1984 gift Baldri Þórólfssyni f. 24. júlí 1985. Börn þeirra eru: Óskar Bjarni, f. 2017, Einar Jóel, f. 2021. Árið 2011 hóf Einar sambúð með Birnu Sigurðardóttur f. 5. desember 1951. Einar ólst upp í Reykjavík, var ungur sendur í sveit í Álftagerði, Mývatnssveit, vann á sumrum við brúargerð víða um land og starf- aði auk þess eitt sumar sem píp- ari í Reykjavík. Einar stundaði einnig spretthlaup í frjáls- íþróttadeild Ármanns og tók þátt í starfi Hjálparsveit skáta. Hann Í dag kveðjum við tengda- föður okkar, sem fór allt of fljótt. Það var reyndar um margt takturinn hans í lífinu, enda gamall spretthlaupari sem tók 100 metrana á 11,4 á sínum yngri árum og þreyttist ekki á að segja okkur og barnabörn- unum frá því eða öðrum lífs- viðburðum. Hann stærði sig meira að segja af forláta sprett- hlauparatá og eitt það fyrsta sem var spurt um þegar barna- börnin fæddust var hvort þau væru ekki með tána góðu. Einar var mikill sögumaður og hafði endalaust gaman af að segja sögur úr Mývatnssveit- inni, brúarvinnunni og frá ár- unum á Ísafirði og Svíþjóð. Eins og vill verða voru þetta oft sömu sögurnar aftur og aftur, en einhvern veginn þreyttist maður ekki á því að heyra þær. Hugmyndaauðgi hans þegar kom að lausnum á ýmsum praktískum hlutum á heimilinu vakti oft kátínu og má segja að honum hafi verið til lista lagt að láta ekki fagurfræði trufla sig eins og t.d. þegar hann smíðaði forláta loftnet til að ná sjón- varpsútsendingum í Rauðagerði eða lagaði beyglu á bílnum sín- um með skrúfjárni. Hvort tveggja lagaði það sem var að og í hans huga dugði það vel. Hann vildi heldur njóta lífsins og ferðast og gerði mikið af því, yfirleitt í góðra vina hópi, og flestum ferðalögum fylgdu nýj- ar sögur. Einar hafði líka þann ein- staka hæfileika að geta skipt á milli hlutverka á augabragði. Sem afi hafði hann lúmskt gam- an af því að hleypa fjöri í þau og fíflast en þegar reyndi á hann sem lækni fyrir þau gerði hann það án þess að depla auga, gat haldið þeim rólegum og gert það sem gera þurfti. Hann gat líka setið nánast svipbrigðalaus og varpað sprengjum inn í samtöl, yfirleitt á öndverðum meiði við hópinn, eingöngu til að kalla fram um- ræður og hleypa manni upp. Svo sat hann oft með bros á vör þegar honum hafði tekist ætl- unarverkið; að hleypa lífi í sam- ræðurnar. Aldrei heyrðist hann þó hallmæla nokkrum manni og virtist ávallt hafa þann kost að geta fundið eitthvað gott í öll- um. Eins og eðlilegt er eigum við tengdabörnin af honum ólíkar minningar og sögur og munum vafalaust segja þær margar og endurtaka hans sögur til barnanna okkar. Þannig mun minning hans lifa með okkur í sögunum hans og sögunum um hann, alveg í hans anda. Hvíl í friði elsku Einar. Baldur, Berglind og Margrét. Einar er hálfbróðir þinn, ekki satt? Nei, svaraði ég, langt fram eftir aldri. Hann er bróðir minn! Einar var átta ára þegar við Anna fæddumst, tíu ára þegar Diddi kom í heiminn. Hann ólst upp hjá einstæðri móður og nafna sínum og afa, fyrst á Langholtsvegi, síðan á Fálkagötu. Átta fyrstu ár æv- innar var hann einbirni, lærði snemma að vera sjálfstæður og ögn þrjóskur. Mamma sagði oft söguna af því þegar hann, smá- strákur á Tjarnarborg, var dreginn hundblautur upp úr Tjörninni og fóstrurnar vildu setja hann í nýjar þurrar spjar- ir. Það kom ekki til greina af hans hálfu, hann færi ekki í föt af öðrum. Mamma sótti snáða og fór með hann rennblautan í strætó. Grímsstaðaholtið var heimur okkar, leikvöllur bernskunnar en í minningunni var Einar bróðir aldrei barn. Þegar ég fór almennilega að muna eftir mér var hann að verða táningur, hæglátur og oft alvörugefinn, en samt stutt í góðlega glettni. Hann er bróðir besti, natinn og viljugur að vera með systkinum sínum, og að einhverju leyti eft- ir á að hyggja föðurímynd í augum okkar eftir að pabbi hvarf af heimilinu vegna veik- inda þegar við tvíburarnir vor- um á sjöunda ári. Þá stóð móðir okkar uppi einstæð með þrjú ung börn, stálpaðan son og aldraðan föður. Þá reyndi á þann elsta. Einar uppfyllti væntingar mömmu, vinnusam- ur, verklaginn, námfús, stund- aði íþróttir og studdi hana í blíðu og stríðu, var henni góður sonur. Fullkomnari fyrirmynd var tæpast hægt að hugsa sér. Einar lagði línuna fyrir okk- ur yngri systkinin á margan hátt. Hann hóf ungur að vinna, líklega fyrst í fiskbúðinni hjá Dóra þar sem hann vafði ýsu- flökum inn í Þjóðviljann fyrir húsmæður í Vesturbænum. Hann kom mér líka í vinnu hjá Dóra. Á sumrum var hann í Álftagerði í Mývatnssveit og þangað fórum við yngri bræður hans eftir honum, og eftir all- mörg sumur í brúarvinnu var ég eitt vorið kominn í brúar- vinnuflokkinn hans. Þegar hann ákvað að fara úr Verslunarskól- anum í læknisfræði hættum við bræður að feta í fótspor hans. Anna systir tók hins vegar sömu stefnu. Einar eignast stóra fjöl- skyldu með Kristínu heitinni Einarsdóttur eiginkonu sinni, fimm börn, fædd á ólíkum stöð- um innan lands og utan. Sem lækni buðust honum störf víðs vegar á landinu. Hann var árum saman á Ísafirði og Selfossi, margoft á Akureyri og skamma stund á Húsavík, auk námsár- anna í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var farsæll í starfi og vinamargur, ötull í félagsmál- um, einkum með frjálsíþrótta- deild Ármanns, Rauða krossin- um og Oddfellow. Einar bróðir hafði þann ein- staka hæfileika, þótt fasið gæfi það ekki til kynna, að gefa sig á tal við alla. Og hann gerði það óspart, einkum á ferðum út um landið. Bláókunnugum fannst það ef til vill sérkennilegt þegar hann ávarpaði þá en hann var fljótur að finna sameiginlega fleti og ræða málin. Þannig eignaðist hann marga góða vini. Síðustu árin voru pólskur strák- ur og stelpa frá Georgíu eins konar fósturbörn hans og Birnu, sambýliskonu hans. Strákurinn var puttalingur vestur á fjörðum þegar Einar bauð honum far og nú, fjórum árum síðar, kveðja þau vel- gjörðarmann sinn og fósturföð- ur eftir innilega vináttu. Þannig var Einar. Hann vildi öllum vel. Vildi alltaf láta gott af sér leiða. Allt lífshlaup hans var því marki brennt. Því miður var það allt of stutt. Góðar minningar streyma fram en sorgin er djúp og söknuðurinn mikill. Hvíl í friði, bróðir. Gunnar Salvarsson, Anna Þórhildur Sal- varsdóttir, Sigurður Þór Salvarsson. Það var mikil sorgarfregn þegar þau tíðindi bárust að ná- inn vinur okkar hjóna, Einar Hjaltason, hefði látist 76 ára að aldri. Kynni okkar Einars hófust í læknadeild Háskóla Íslands 1965 en tengsl fjölskyldna okk- ar efldust fyrst af alvöru er við hófum sérnám í Stokkhólmi 1974/1975. Einar var þá kvænt- ur Kristínu Einarsdóttur (f. 1941; d. 2017) og áttu þau þrjú börn, Hjalta Svein (f. 1968), Trausta (f. 1972) og Sigrúnu (f. 1973). Á Stokkhólmsárunum bjuggu fjölskyldur okkar mest- allan tímann í sama hverfi og var mikill samgangur þar á milli. Einar og Kristín voru mjög samhent og hagsýn, hvort á sinn máta, við að hlúa að hag heimilisins. Það var frá upphafi ljóst að þau stefndu að því að flytja aftur heim til Íslands. Einar var duglegur að undirbúa það með afleysingastörfum á Ís- landi og þeim hjónum varð tíð- rætt um einbýlishúsið sem biði þeirra í Hléskógum í Reykjavík. Á lokametrum Svíþjóðardvalar- innar eignaðist Stína fjórða barnið, Einar Magnús (f. 1979), Einar Hjaltason ✝ Kristín Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans þann 9. september 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur G. Ein- arsson f. 25. apríl 1913, d. 14. sept- ember 1974 og Gyða Hjaltalín Jónsdóttir f. 29. apríl 1920, d. 1. desember 2019. Bróðir Krist- ínar er Jón Hjaltalín Ólafsson f. 13. október 1952. Eiginmaður Kristínar er Magnús Kr. Halldórsson f. 2. mai 1947. Foreldrar hans voru Halldór G. Magnússon f. 21. maí 1916, d. 29. júni 2000 og Unnur Fjóla Finnbogadóttir f. 16. des- ember 1917, d. 15. október 2001. Börn Kristínar og Magnúsar eru: a) Unnur Gyða, f. 10. nóv- Mattea Milla, f. 29. ágúst 2014. Kristín fæddist í Reykjavík og var uppalin á Skólavörðustíg og síðar í Álfheimum. Að lokinni skólagöngu í Langholtsskóla og Vogaskóla stundaði Kristín nám við verslunardeild Verzl- unarskóla Íslands auk þess sem fór til Svíþjóðar í lýðháskóla. Loks lá leiðin í Fóstruskóla Ís- lands þaðan sem hún útskrif- aðist árið 1975. Eftir útskrift vann Kristín sem leikskólakenn- ari og aðstoðarleikskólastjóri, lengst af á Rofaborg. Kristín giftist Magnúsi Halldórssyni þann 29. júní 1974 og hófu þau búskap í Breiðholti en byggðu sér svo heimili í Árbænum árið 1980 þar sem þau bjuggu næstu áratugina og ólu upp börnin sín þrjú. Síðustu ár bjuggu þau hjónin í Þorrasölum í Kópavogi auk þess sem þau eyddu eins miklum tíma og hægt var í sum- arbústaðnum sínum í Syðra- Langholti. Útför Kristínar fer fram frá Lindakirkju í dag, 20. sept- ember 2021, kl. 13. ember 1976. Maki: Maron Krist- ófersson, f. 23. október 1975. Börn þeirra eru: Thelma Kristín, f. 22. febr- úar 2001, Elísa Björk, f. 26. apríl 2007 og Magnús Andri, f. 30. ágúst 2009. Fyrir átti Maron Kristófer Má, f. 27. sept- ember 1993. Maki: Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir, f. 18. júní 1992. Börn þeirra eru: Jóna Rebekka, f. 26. janúar 2017 og Oliver Kári 20. maí 2020. b) Ólafur, f. 24. mars 1980. Maki: Rakel Ýr Sig- urðardóttir, f. 18. maí 1984. Barn þeirra er: Hekla Rán f. 19. febrúar 2020. c) Halldór Guðjón, f. 2. október 1984. Maki: Erna Guðmundsdóttir, f. 29. janúar 1979. Börn þeirra eru: Sindri Steinn, f. 10. desember 2012 og Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Þín verður sárt saknað en ég ætla að tryggja að Hekla Rán fái að kynnast hver amma hennar var og öllum þeim góðu kostum sem þú hafðir. Við mun- um baka saman kökurnar þínar þannig að hún fái alltaf álfakök- urnar þínar þegar hún vill. Við fjölskyldan munum halda áfram að fara í kyrrðina upp í bústað þar sem við getum passað upp á pabba og Nonna. Það er sárt að sakna en ég veit að þú ert komin á betri stað. Orðin hans pabba hafa hjálpað mér að komast í gegnum síðustu daga; að þetta væri best fyrir þig en verst fyrir okkur. Mamma, ég mun alltaf elska þig. Ólafur (Óli). Rétt fyrir aldamótin gerði ég hosur mínar grænar fyrir dóttur Magga og Stínu og áður en langt um leið var ég fluttur til hennar í kjallarann í Melbænum. Þar kynntist ég foreldrunum og varð fljótlega ljóst að mannkostir Unnar Gyðu voru ekki sjálfs- prottnir. Ungur og feiminn bar ég fyrstu vikurnar óttablanda virðingu fyrir Stínu sem var með allt á hreinu á heimilinu. Óttinn vék hratt og virðingin jókst. Stína var hreinskiptin og sagði hlutina eins og hún hugsaði þá, þú vissir hvar þú hafðir hana en kærleikur, manngæska og sanngirni var alltaf innan seiling- ar. Þegar við nýgift hjónin flutt- um til Svíþjóðar árið 2004 leið ekki á löngu þar til Stína og Maggi voru mætt í heimsókn. Í gegnum árin höfum við notið þess að fá þau hjónin í heimsókn til okkar hvar sem við höfum bú- ið, ferðast með þeim um allan heim og aldrei þurft neina fyr- irhöfn til að eiga stórskemmtileg- ar stundir í þeirra félagsskap. Um það leyti sem ég kynntist Unni Gyðu hófu Stína og Maggi byggingu sumarbústaðar í Syðra-Langholti. Í yfir 20 ára hafa þau hjónin nostrað við bú- staðinn og umhverfi hans og byggt sér þar sælureit þar sem ótal listaverk Stínu fá að njóta sín. Þarna höfum við átt saman margar góðar stundir og hér ætl- aði Stína sér að eyða ellinni, fyrir utan tímann sem átti að fara í golfferðir til Flórída og Kanarí, að sjálfsögðu. Það er sárt að hugsa til þess að hún fái ekki tækifæri til að njóta efri áranna eins og hún hlakkaði til að gera. Ömmu Stínu er sárt saknað á heimilinu, enda gaf hún sér ávallt mikinn tíma fyrir barnabörnin. Í kringum hana var umhverfi barnanna öruggt, hún var ákveð- in en indæl, hlutirnir voru skýrir og sanngjarnir og alltaf stutt í faðmlag eða spjall þegar börnin þurftu á því að halda. Þá var ein- stök gæfa yngstu barnanna okk- ar að fá að vera á leikskólanum hennar ömmu og búa í næsta húsi í Árbænum þegar þau voru yngri. Stína hafði eitthvað fyrir stafni í öllum frístundum og leyfði börnunum óhikað að vera með hvort sem það var verið að baka, elda, prjóna eða föndra. Þau lærðu hratt af ömmu sinni og ég efast um að það verði bökuð kaka eða haldin veisla á mínu heimili eða framtíðarheimilum barna minna án þess að minningar um ömmu Stínu brjótist fram. Þótt ekki hafi farið mikið fyrir Stínu í daglegu lífi skilur hún mikið eftir sig. Fyrir utan föndur og listaverk, peysurnar og mat- arástina sem lifir áfram hjá af- komendum þá á hún stóran þátt í uppeldi barnanna okkar. Með það í huga að hún starfaði sem leikskólakennari alla sína starfs- ævi, eða í yfir 40 ár, er nokkuð ljóst að hún hefur haft jákvæð, mótandi áhrif á hundruð ungra einstaklinga, sannur áhrifavaldur á mikilvægu æviskeiði. Stína var uppalandi og góð fyr- irmynd fram í fingurgóma. Hún barði sér aldrei á brjóst og kenndi sér aldrei meins. Virðing mín fyrir Stínu hefur haldið áfram að aukast í gegnum árin, ekki síst eftir að hafa fylgst með henni berjast við krabbamein af sínu einstaka æðruleysi síðustu tvö árin. Hún kveður okkur nú alltof snemma og verður sárt saknað. Hvíl í friði elsku Stína. Maron Kristófersson. Þegar við Óli vorum nýbyrjuð að hittast voru Stína og Maggi í einni af utanlandsferðunum sín- um. Eitt kvöldið sitjum við sam- an að horfa á sjónvarpið þegar þau hringja óvænt í hann í gegn- um Skype. Óli í sjokki, rekur mig á bak við tölvuskjáinn á meðan hann talar við foreldra sína. Hann var alls ekki til í að kynna nýju tengdadótturina í gegnum tölvuskjáinn, hann vildi gera það almennilega. Meðan á þessu sam- tali þeirra stóð áttaði ég mig á að þarna voru foreldrar sem þótti greinilega mjög vænt um son sinn og vildu honum það allra besta. Nokkru seinna var komið að því að ég fengi að kynnast tengdaforeldrunum, fyrir flesta fylgir því blanda af stressi og spennu. Það var því ekki til að minnka stressið þegar Óli hringdi og sagði að mamma hans væri búin að bjóða stórum hluta af fjölskyldunni í mat. Ég þykist vita að Stínu hafi ekki þótt til- tökumál að nýja tengdadóttirin væri að koma í heimsókn. Mér hefur alltaf fundist þetta nokkuð lýsandi fyrir hana, hún var ekk- ert að gera of mikið úr hlutunum og þannig tókst hún á við sín veikindi. Þegar ég horfi til baka eru margar góðar stundir sem gott er að minnast. Til dæmis kvöldin sem við sátum tvær saman í heita pottinum fyrir austan að ræða allt milli himins og jarðar eða þegar við sátum saman á að- fangadagskvöld að hlæja að feðg- unum reyna að græja jólamatinn. Stína var einstök tengdamamma og ég hefði ekki getað óskað mér betri. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og við fjölskyldan munum hafa hana í hjörtum okkar um ókomna tíð. Rakel Ýr. Ég minnist ömmu með svo mikilli hlýju, það var alltaf svo gott að koma til hennar. Hún var þessi týpíska amma sem sat og prjónaði í stofunni, bakaði bestu kökurnar og átti alltaf nammi. Alltaf til í að hjálpa til með alls konar, læra að prjóna, útbúa heimagerðar afmælis- eða jóla- gjafir fyrir mömmu og pabba eða hvað sem það nú var sem mann vantaði aðstoð við þann daginn. Ég mun sakna þess að koma upp í bústað fyrir jól og eyða öllum deginum í að baka jólasmákökur og laufabrauðsgerðin verður ekki sú sama án hennar. Þegar við bjuggum erlendis voru heimsóknirnar færri en þó lengri og nánari. Hvort sem við komum í Melbæinn eða þau í heimsókn til okkar. Ég minnist góðra stunda í Svíþjóð, Ástralíu, Króatíu, Kína, Englandi og á fleiri stöðum en vænst þótti mér um umhyggjuna þegar ég flutti heim til Íslands á undan mömmu og pabba. Þá voru amma og afi svo dugleg að fylgjast með mér, bjóða mér í mat og passa upp á að allt væri í lagi. Ég hefði viljað upplifa svo margt fleira með ömmu mér við hlið, spennandi ár fram undan sem ég hefði viljað að hún hefði getað séð og ég hélt að hún myndi upplifa með mér. Ég átti ekki von á að hún færi svona fljótt og ég vildi að árin hefðu Kristín Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.