Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021
✝
Guðbjörg Þor-
leifsdóttir
fæddist 1. desem-
ber 1924 í
Neskaupstað. Hún
lést 12. september
2021 á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Þorleifur
Ásmundsson út-
vegsbóndi, f. á
Karlsstöðum í Vöðlavík 11.8.
1889, d. 10.10. 1956, og María
Jóna Aradóttir húsfreyja, f. í
Naustahvammi 4.5. 1895, d.
15.12. 1973. Guðbjörg var 9. í
röð 14 systkina. Þau eru: Þóra
Aðalheiður, f. 1912, Ari Ás-
mundur, f. 1913, Guðni, f. 1914,
Stefán Guðmundur, f. 1916,
Ingvar, f. 1917, Gyða Fanney f.
1919, Lukka Ingibjörg, f. 1921,
Lilja Sumarrós, f. 1923, Ásta
Kristín f. 1926, Friðjón, f. 1928,
Guðrún María, f. 1930, Sig-
urveig, f. 1933, og Vilhjálmur
Norðfjörð, f. 1936. Guðrún og
Vilhjálmur lifa systkini sín.
Hinn 1. desember 1947 giftist
Guðbjörg Sigurði Ólafssyni, f.
13. janúar 1926 á Varmá í Mos-
fellssveit, d. 4. ágúst 2021. For-
eldrar hans voru Halldóra S.
Ingibjörg Helga Arnþórsbörn.
Barnabörn eru 2. 6) Ingvar Egg-
ert, leikari, f. 22. nóv. 1963,
maki Edda Arnljótsdóttir. Börn
þeirra eru Áslákur, Snæfríður,
Sigurður og Hringur. Afkom-
endur Sigurðar og Guðbjargar
eru 58.
Guðbjörg gekk í Barnaskóla
Neskaupstaðar. Frá 11 ára aldri
fór hún á sumrin til Öllu systur
sinnar á Akureyri og flutti
þangað 14 ára til að aðstoða
hana áfram við barnagæslu og
almenn heimilisstörf. Þar var
hún alfarið fyrir utan sum-
ardvöl að Grjótnesi á Melrakka-
sléttu og eitt ár í Norðfirði hjá
Ara bróður sínum á Sveins-
stöðum og foreldrum í Nausta-
hvammi. Hún flutti til Reykja-
víkur haustið 1944, vann lengst
af sem barnfóstra í Suðurborg
fram til haustsins 1946. Þá tóku
við barnauppeldi og rekstur
stórs heimilis. Frá 1969 til 1976
rak Guðbjörg barnafataversl-
unina Glitbrá ásamt Sigurði. Ár-
ið 1981 fluttu þau í Borgarnes.
Guðbjörg vann við ýmis störf á
póst og símstöðinni og lauk þar
starfsferli sínum.
Guðbjörg tók alla tíð þátt í
ýmsum félagsstörfum bæði í
Reykjavík og í Borgarnesi.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Vídalínskirkju Garðabæ í
dag, 20. ágúst 2021, kl. 14.
Streymt verður frá útförinni:
https://youtu.be/3ys7JLSKT8c.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat.
Bjarnadóttir f. 8.
10. 1905, og Ásgeir
Egill Benedikt
Hjartarson f. 4.2.
1909 og kjörfaðir
Ólafur Jónsson, f.
24.3.1903. Guð-
björg og Sigurður
eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Sig-
urborg fv. flug-
freyja f. 29. janúar
1947, maki Ljótur
Ingason. Þau eiga synina Sigurð
Inga og Kristján og 5 barna-
börn. 2) Svanhvít fv. bókari f. 8.
september 1949, maki Ragnar
Jörundsson. Börn þeirra eru
María, Guðbjörg og Jörundur,
barnabörn eru 6 og barna-
barnabörn 7. 3) María f. 25. sep.
1951 fv. starfsm. Pósts og síma,
sambýlismaður Páll Sigurðsson.
Synir Maríu eru Vilhjálmur Þór,
Sigurður og Óli Már Ólasynir.
Barnabörn eru 9 og barna-
barnabörn 2. 4) Halldór Ólafur,
f. 17. maí 1953, fv. forstjóri,
maki Margrét H. Hjaltested.
Börn þeirra eru Davíð og Berg-
lind og dóttir Halldórs er Stef-
anía Ólöf. Barnabörn eru 4. 5)
Þóra fv. hópstjóri bókara, maki
Sigurður Gísli Jóhannsson.
Börn Þóru eru Jón Viðar og
Það tók á hjá okkur hjónum að
vera fjarstödd þegar mamma
kvaddi eftir bráð veikindi og lést
fjórum sólarhringum síðar. Okk-
ur fannst við í þeim samanburði
lánsöm að hafa lengri aðdrag-
anda til að kveðja pabba sem lést
aðeins tæpum sex vikum fyrr.
Að minnast góðrar móður
er mannsins æðsta dyggð
og andans kærsti óður
um ást og móðurtryggð.
Hjá hennar blíðum barmi
er barnsins hvíld og fró.
Þar hverfa tár af hvarmi
og hjartað fyllist ró.
(Freysteinn Gunnarsson)
Það segir nokkuð um mömmu
að hún var enn að láta tár hverfa
af hvarmi barna sinna þegar hún
tók þau á sinn blíða barm til að
hugga við andlát pabba þeirra.
Þannig var hún alla tíð, hún var
sú sterka þegar eitthvað bjátaði
á. Hún sýndi börnum sínum og
öllum afkomendum mikla vænt-
umþykju og huggaði, hughreysti
og hvatti til dáða. Við minnumst
þess systkinin þegar við vorum
lítil að það var hún sem hélt sér á
fótum þótt sjálf væri veik og allt
annað heimilisfólk lá í bælinu.
Hún var kjölfestan í fjölskyld-
unni og hefur alltaf verið.
Þegar við vorum börn var hún
alltaf til staðar, alltaf heima þeg-
ar við systkinin vorum lítil í
grunnskóla. Það var svo stutt í
skólann að við gátum í löngu frí-
mínútunum og hádegi skotist
heim til að fá okkur bita ef við
vildum. Það er ólíku saman að
jafna fjarlægð okkar systkina í
Hólmgarði í skóla og mömmu.
Við gengum nokkra tugi metra
en hún 3 km úr Naustahvammi í
barnaskólann í Neskaupstað.
Hún undraðist það alltaf að nýr
skóli á þeim tíma hefði verið
reistur alveg austast í bænum.
Enginn var bíllinn á þeim árum
og urðu börnin að ganga alla
þessa leið í öllum veðrum. Þegar
snjór var mikil urðu börnin að
ganga fjöruna alla þessa leið og
voru oft blaut og köld þegar kom-
ið var í skólann. Þetta hefur ef-
laust mótað mömmu og gert
hana sterkari, gert hana að konu
sem sjaldan kveinkaði sér alveg
fram í andlátið. Hún sýndi mikið
æðruleysi þegar hún tók ákvörð-
un um að fara ekki í áhættusama
aðgerð og elta Sigga sinn eins og
hún hafði á orði. Eitt af því síð-
asta sem hún ræddi við hjúkr-
unarfólk Hrafnistu í Hafnarfirði
var að rifja upp fjölda afkomenda
sinna og talaði um eins og hún
gerði svo oft hvað hún væri stolt
og ánægð með allt þetta vel
gerða og góða fólk sitt. Hún bað
hjúkrunarfólkið að bera bestu
kveðju til þeirra allra.
Blessuð sé minning um góða
móður og tengdamóður.
Halldór og Margrét.
Kæra Guðbjörg tengdamóðir
mín er nú fallin frá, tæplega 97
ára. Rétt rúmur mánuður er lið-
inn frá því að Sigurður eiginmað-
ur hennar og tengdafaðir minn
lést. Guðbjörg var mjög vel gerð
og heilsteypt kona. Hún ólst upp
í Neskaupstað í stórum systkina-
hópi, 14 systkini sem oftast voru
kennd við Naustahvamm. Þetta
var samheldin og sterk fjöl-
skylda.
Guðbjörg var mjög stór þáttur
í mínu lífi. Haustið 1952 fluttu
hún og Sigurður maður hennar í
Hólmgarð 51 í Reykjavík og ég
með mínum foreldum í Hólmgarð
49, sem sagt í sama hús. Guð-
björg og Sigurður voru þá búin
að eignast þrjár dætur. Ein af
þeim varð svo eiginkonan mín.
Svo komu þrjú börn í viðbót.
Guðbjörg var alla tíð mikil
blóma- og garðyrkjukona. Þau
hjónin voru með land á leigu þar
sem nú stendur Bauhaus og
settu niður kartöflur og ræktuðu
grænmeti og tré árum saman.
Margar eru góðar minningar
barna, tengdabarna og barna-
barna upp í „kartöflugarð“ eins
og það var alltaf kallað. Guðbjörg
var mjög ákveðin kona. Hún
hafði aldrei hátt, en lét alveg vita
ef henni mislíkaði. Alltaf sann-
gjörn. Hún stjórnaði mannmörgu
heimili sínu af mikilli röggsemi.
Við Svanhvít fórum oft í ferðir
með þeim hjónum út á land.
Nokkrum sinnum fórum við í
Naustahvamm að vori til, til að
slá og og dytta að. Afkomendur
foreldra Guðbjargar eignuðust
Naustahvamm sem var á snjó-
flóðahættusvæði og mátti aðeins
vera með viðveru á sumrin.
Við hjónin fórum mjög minn-
isstæða ferð með þeim til Spánar
2017. Þau voru einstaklega góðir
og þægilegir ferðafélagar. Bæði
um nírætt! Guðbjörg minnti okk-
ur yfirleitt á fordrykk um kl. 18
og Bugles, það var eiginlega eina
snakkið sem hún vildi.
Það eru margar fleiri minning-
ar sem vert væri að nefna. Það er
stórt skarð í okkar lífi eftir að
þau bæði, Guðbjörg og Sigurður,
eru farin. Blessuð sé minning
þeirra.
Ragnar Jörundsson.
Elsku amma mín. Ég bjóst
ekki við að þurfa að kveðja þig al-
veg strax, varst hress og kát að
vanda, að gæða þér á berjum
með rjóma, seinast þegar ég
heyrði í þér. Þú sagðist hafa það
gott en það vantaði hann afa
minn.
Það eru forréttindi að hafa þig
fylgjandi manni í gegnum barn-
dóminn og fram á fullorðinsárin.
Sterk kona og frábær fyrirmynd
sem hefur upplifað margt sem
var svo gaman að heyra sögur af.
Þú nefndir oft góð heilræði til að
halda góðri heilsu, þá helst mik-
ilvægi hreyfingar, taka lýsi og
svo er allt í lagi að fá sér einn
mola með kaffinu. Ég fer í gegn-
um lífið með þessi góðu ráð á
bakinu.
Ekki nóg með að vera sterk og
góð fyrirmynd heldur varstu ein-
staklega barngóð og blíð. Börn
fundu fyrir hlýju þinni og löð-
uðust að þér, sem ég hef sjálf
upplifað með Almar minn. Það
eru ekki allar ömmur á tíræð-
isaldri sem geta sest niður með
yngstu afkomendunum og dottið
í spjall og leik. Svo varstu ein-
staklega næm á fólkið þitt og
berdreymin, eins og þegar þú
vissir á undan öllum öðrum, jafn-
vel mér sjálfri, að ég ætti von á
litlum strák.
Ég þreytist seint á að minnast
á fallega sambandið ykkar afa.
Eitt skiptið sem þið voruð ný-
komin inn á Hrafnistu í hvíldar-
innlögn töluðum við saman í síma
yfir hafið. Ég spurði út í her-
bergið og þú sagðir mér flissandi
að þið hefðuð látið færa rúmin
saman eins og unglingar. „Það er
svo gott að finna fyrir hlýjunni
frá afa þínum, og stinga tánum
undir sængina hjá honum.“ Þótt
það sé alltaf erfitt að kveðja, þá
vermir það hjarta mitt að vita að
nú sé búið að færa rúmin ykkar
aftur saman og þið getið notið
hlýju hvort annars á ný.
Takk fyrir allt.
Berglind.
Svo margt kemur í hugann
þegar maður hugsar um ömmu
Guðbjörgu. Appelsínukakan, rús-
ínukökurnar, kartöflugarðurinn,
jurtir og ber, Nivea-krem úr bláu
dollunni, flottu hattarnir þegar
amma fór eitthvað „fínt“, nest-
isferðir, gönguferðir, Hólmgarð-
urinn, Borgarnes og svo mætti
lengi telja.
Amma hafði tröllatrú á ís-
lenskum jurtum og bjó til drykki
úr þeim til að bæta úr ýmsum
kvillum. Hún hafði líka óbilandi
trú á hvítlauknum sem hún kall-
aði „rússneska pensilínið“ og not-
aði hann meðal annars við kvefi.
„Bara skera hann niður og
gleypa eins og töflur,“ sagði
amma, og það gerðum við. Ekki
má gleyma lýsinu því amma tók
lýsi frá því að hún mundi eftir sér
og sagði að því mætti maður ekki
sleppa.
Kartöflugarðurinn var einn af
uppáhaldstöðum þeirra afa og
ömmu og ræktuðu þau kartöflur
og ýmiskonar grænmeti, ásamt
því að setja niður tré. Þarna
munum við eftir okkur frá því við
vorum smábörn. Stússast í mold-
inni, setjast á teppi og borða
nestið sem amma útbjó, hjálpa
til, skoða jurtir, tína ber. Þar leið
þeim vel og okkur öllum sem vor-
um svo heppin að eyða tíma með
þeim þar.
Kærleikur, réttlæti og for-
dómaleysi einkenndi ömmu. Það
var alltaf svo notalegt og róandi
að vera í kringum ömmu og afa.
Þó oft hafi nú verið líf og fjör og
margmenni á heimilinu, þá höfðu
þau bara þessi áhrif.
Amma var ekkert sérlega hrif-
in af húsdýrum og sagði það upp-
hátt. Það var nú ekki alveg rétt.
Hún fékk aðeins að kynnast tík-
um okkar systra og var farin að
spjalla við þær og klappa áður en
hún vissi af. Við heyrðum oft sög-
una af því þegar hesturinn Lýs-
ingur fleygði ömmu af baki þegar
hún var barn og hún sagði að
honum hefði hreinlega verið illa
við hana þó ástæðan hafi örugg-
lega verið önnur. En ketti þoldi
hún ekki og það áttum við allar
sameiginlegt.
Amma var mikið náttúrubarn
og það var gaman að heyra hana
segja sögur úr sveitinni. T.d.
þegar þau systkinin voru send
upp í fjall um leið og berjatíminn
hófst. Þangað fóru þau daglega
fram í september að tína ber,
fyrst krækiber, svo bláber og að
lokum aðalbláber. Enda var
gaman að fara með ömmu í
berjamó, hún gleymdi stund og
stað og tíndi hraðar en nokkurt
okkar.
Amma var kattliðug og var
alltaf dugleg að hreyfa sig og
gera teygjur. Það eru bara
nokkrar vikur síðan hún sýndi
okkur hvernig æfingar hún gerði
og þvílík tilþrif!
Við trúum því að nú séu amma
og afi sameinuð á ný eftir rúm-
lega mánaðar aðskilnað.
Þau voru eitt.
Takk elsku amma fyrir allt
María (Maja) og
Guðbjörg (Gugga).
Elsku hjartans amma mín,
Þú varst hlýjasta og góðhjart-
aðasta manneskja sem ég þekkti.
Þér var alltaf annt um að öllum
liði vel og að allir fengju nóg. Þú
trúðir á það góða í lífinu og
kenndir mér að biðja bænir. Þú
varst viðkvæm fyrir sögum af því
ljóta í heiminum og vildir ekki að
neinn hætti lífi sínu með áhættu-
sömu athæfi. Þrátt fyrir þessa
viðkvæmni þína varstu sterkasta
manneskja sem ég þekkti. Þú
þoldir enga sjálfsvorkunn og
sýndir aldrei merki um veikleika
eða uppgjöf. Þú varst alltaf bein í
baki og barst þig fallega. Þú
varst alin upp á erfiðum tímum
þar sem ekki var mikið til og
kunnir að vera þakklát fyrir það
sem þú hafðir.
Þú varst fagurkeri fram í fing-
urgóma og hafðir einstaklega
fágaðan stíl. Þú varst mín tísku-
fyrirmynd. Við töluðum oft um
hvað okkur þótti fallegt og deild-
um svipuðum smekk. Ég gleymi
því aldrei þegar ég sá bleika kjól-
inn þinn inni í skáp og ég féll al-
gjörlega fyrir honum. Þú lánaðir
mér hann síðar og ég trúlofaði
mig í honum.
Ástarsamband ykkar afa ein-
kenndist af hlýju og samstöðu.
Þið voruð ástfangin fram til
dauðadags og voruð eins og
Rómeó og Júlía því þið gátuð
ekki lifað hvort án annars. Þegar
afi veiktist og var alveg að kveðja
sagðirðu að þú vonaðir að þú fær-
ir fljótlega á eftir. Ég reyndi að
segja þér að við, sem þætti vænt
um þig, vildum ekki að þú færir,
þú værir ennþá svo hraust og
ættir fullt eftir. Þú varst með
sterk gen og ég var viss um að þú
yrðir hundrað ára.
Þegar þú veiktist snögglega
afþakkaðir þú aðgerð og sagðist
bara vilja hitta manninn, sem
hefur örugglega verið afi og
kannski guð líka. Það var erfitt
að þurfa að kveðja þig og ég
sakna þín mikið en ég veit að þú
fórst í friði. Nú hvílir þú við hlið
afa eins og þú vildir. Ég er fegin
að þú þurftir ekki að kveljast
lengi og ég er þakklát fyrir að
hafa átt örlitla stund með þér áð-
ur en þú sofnaðir.
Ég ætla að taka öll lífsins ráð
sem þú hefur gefið mér, þakk-
læti, þrautseigju og trú á hið
góða, og gera þau að mínu leið-
arljósi. Ég ætla að tileinka mér
sýnina sem þú hafðir á lífið því
hún var svo falleg. Ég elska þig
amma mín. Minningin um þig lif-
ir í hjartanu mínu að eilífu.
Þín
Snæfríður.
Guðbjörg
Þorleifsdóttir
✝
Hilmar Sig-
urbjartsson
fæddist í Reykjavík
22. september
1952. Hann lést 13.
júlí 2021 á sjúkra-
húsi í Osló, Noregi,
þar sem hann bjó
undanfarin ár.
Foreldrar hans
voru Sigurbjartur
Sigurbjörnsson,
verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg, fæddur 19.
apríl 1922, látinn 20. júní 1986
og Unnur María Einarsdóttir
húsmóðir, fædd 7.
febrúar 1923, látin
30. september
2003. Börn þeirra
eru: Einar, búsett-
ur í Bandaríkj-
unum, Sigurbjörn,
búsettur í Dan-
mörku, Gunnar,
býr í Reykjavík,
Guðrún, sem bjó í
Flórída, Hrafnhild-
ur Grace, Örn,
Hilmar og Þór, sem nú eru öll
látin.
Sigurbjartur og Unnur
bjuggu lengst af við Hólmgarð í
Reykjavík þar til þau á efri ár-
um fluttu til Flórída í nágrenni
við Guðrúnu dóttur sína og Þór
son sinn og fjölskyldur þeirra.
Hilmar eignaðist tvo syni; Ey-
þór Má, fæddur 10. júní 1972,
sem lést 2. september síðastlið-
inn í Svíþjóð. Móðir Eyþórs er
María Anna Þorsteinsdóttir,
kennari í Reykjavík. Með konu
sinni Vilborgu Jónsdóttur
sjúkraliða átti Hilmar Jón Unn-
ar, fæddur 17. janúar 1979. Þau
skildu. Vilborg og Jón Unnar
búa í Svíþjóð. Hilmar var verka-
maður hjá Reykjavíkurborg og
sjómaður þar til hann slasaðist
illa um tvítugt og varð öryrki.
Hilmar var kvaddur frá Foss-
vogskapellu og hvílir hann í
duftgrafreitnum Sóllandi í Foss-
vogi við hlið Arnar bróður síns.
Ég kveð Hilmar Sigurbjarts-
son, vin og barnsföður, með
söknuði eftir hálfrar aldar kynni
sem aldrei brá skugga á. Við
Hilmar kynntumst á gamlárs-
kvöldsballi á Las Vegas,
skemmtistað sem var við Grens-
ásveg. Það var árið sem ég byrj-
aði í MH, 1970, ég 16 ára og hann
18. Hann var mjög sætur og mik-
ill töffari. Löngu síðar spurðu
sonardætur hans þegar við vor-
um bæði samtíða hjá Eyþóri syni
okkar hvað hann hefði séð við
mig þarna fyrst. Hilmar var
snöggur til svars og sagði: „Hún
amma ykkar var svo flink að
dansa.“
Mánuðina á eftir var mikið
dansað. Við unglingarnir á þess-
um árum bókstaflega lifðum á
tónlist. Það var Woodstock,
söngleikir, rokktónleikar og súp-
ergrúppur um allt land fyrir utan
allt sem gekk á í útlandinu. Ekki
bara Bítlar og Rollingar heldur
Cream, Pink Floyd, Bob Dyl-
an …
Slagorð tímans voru Make
love, not war og Peace.
Árið 1972 var gjöfult í vina-
hópnum. Þrjú börn fæddust,
þ.á m. Eyþór sonur okkar Hilm-
ars. Öll börnin urðu gæfubörn.
Orðinn faðir ákvað Hilmar að
fara í Iðnskólann en varð þá fyrir
hörmulegu slysi. Hann var að
vinna í grjótnámi í Gufunesi þeg-
ar risastórt bjarg brotnaði úr
stálinu og lenti á Hilmari. Hilmar
lifði en missti vinstri fót við hné
og hægri höndina við olnboga.
Hilmar hafði einstaklega gott
skaplyndi og tók fötlun sinni af
miklu æðruleysi, svo ungur sem
hann var. Rétt kominn til meðvit-
undar á spítalanum sagði hann
við mig: „Þetta er allt í lagi, svo
lengi sem hausinn er heill og
fermingarbróðirinn.“
Hilmar var mikill sjarmör,
laglegur og vel á sig kominn.
Sérstaklega voru bláu augun
hans töfrandi og brosið fallegt. Á
Grensásdeildinni kynntist Hilm-
ar Vilborgu Jónsdóttur og flutt-
ist með henni og fjölskyldu henn-
ar til Gautaborgar.
Hilmar og Vilborg eignuðust
fljótt son, Jón Unnar, og fór Ey-
þór reglulega til þeirra og var
þar yfir sumarmánuðina. Þessar
sumardvalir voru ævintýri fyrir
Eyþór, ferðalög og hundur, sem
þá voru bannaðir í þéttbýli.
Hilmar elskaði strákana sína
meira en allt og reyndi að vera
eins mikið með þeim og hann gat.
Eyþór fór í tvígang með honum
til Flórída en þangað höfðu for-
eldrar Hilmars flutt á níunda
áratugnum.
Hilmar var mjög handlaginn
og duglegur til vinnu þrátt fyrir
handarleysið.
Hann var hins vegar í þeirri
stöðu öryrkja að hver króna sem
hann vann sér inn var dregin frá
örorkulífeyrinum. Hann notaði
því krafta sína til að aðstoða vini
og vandamenn við alls konar
framkvæmdir hvort heldur var
við húsamálun eða garðyrkju.
Hilmar flutti til Noregs þar
sem hann fékk gott húsnæði og
hann gat heimsótt bæði Nonna
og Eyþór í Svíþjóð. Á seinni ár-
um fékk hann mikinn áhuga á
sagnfræði og gleypti í sig fróð-
leik á því sviði. Hilmar hafði beð-
ið alllengi, vegna Covid, tilbúinn
með ferðatöskuna á leið til Ey-
þórs að vinna í garðinum og hús-
inu og passa öll dýrin ef fjöl-
skyldan brygði sér af bæ. Þá
kom kallið með hjartaáfalli.
Hilmar komst á spítala og þau
Eyþór og Louise gátu kvatt hann
þar áður en hann lést.
Minningin um Hilmar lifir
áfram með öllum þeim sem hon-
um kynntust.
Meira á www.mbl.is/andlat
María Anna Þorsteinsdóttir.
Hilmar
Sigurbjartsson