Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 20.09.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Raðauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Ritsmiðja með Viktóríu Blöndal sviðshöfundi og skáldi kl. 13-15, allir velkomnir. Samprón kl. 13-14.30. Opið kaffihús kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jóns- húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónus-rúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl. 13. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20, Zumba Gold kl. 16.30. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-10.30 botsía- æfing, kl. 9-11.30 postulínsmálun, kl. 10.50-12.05 jóga, kl. 13.15 til ca 15 kanasta, kl. 13-16 er verkstæðið og handavinnustofan opið, kl. 16.30 kóræfing hjá Söngvinum. Gullsmári Handavinna kl. 9 og 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunsel Billjard kl. 9-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla-jóga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Hraunsel Spilum félagsvist alla mánudaga kl. 13. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Jóga með Ragnheið Ýr kl. 12.20, einnig á netinu á sama tíma. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun, opinn hópur kl. 13- 16. Brids kl.13. Gönguhópur, lengri ganga, kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 8.30 í Borgum. Morgunleikfimi í Borgum kl. 9.45. Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum og frá Grafarvogskirkju, þrír styrkleikahópar. Prjónað til góðs í listasmiðjunni kl. 13 í dag og frjáls skartgripagerð. Félagsvist kl. 13 í Borgum.Tréútskurður hefst á ný í dag á Korpúlfsstöðum kl. 13, Gylfi tekur vel á móti ykkur. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður kaffispjall í setustofu 2. hæðar milli kl. 10.30-11. Eftir hádegi, kl. 13.15, er botsía í setustofu. Þá verður núvitund í handverksstofu 2. hæðar milli kl. 15-16. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59! Hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11. Handa- vinna, samvera og kaffi íá Skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð félags- heimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. á morgun þriðjudag verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomn- ir í alla dagskrá félasstarfsins. AUGLÝSING UM ÚTBOÐ Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: NÝR LEIKSKÓLI Á HVOLSVELLI, VALLARBRAUT - HÚSBYGGING Lýsing á verkinu: Verkið felst í byggingu og fullnaðarfrágangi nýs leikskóla á Hvolsvelli. Þegar verktaki kemur að verki verður búið að jarðvegsskipta undir húsi og girða vinnusvæðið. Byggingin er á staðsteyptum sökklum. Staðsteyptur kjallari er að hluta til undir húsinu. Út- veggir eru úr forsteyptum samlokueiningum og inn- veggir úr forsteyptum veggeiningum. Hluti útveggja er klæddur með lóðréttri viðarklæðningu úr rauðum sedrusviði. Þak verður staðsteypt plata, einangrað að ofan, vínildúkur og malarlag. Vindföng á suðurhliðum og útigeymsla á lóð eru úr timbri. Frárennslis, regn- og drenlagnir eru PVC pípur ásamt tilheyrandi brunnum. Neysluvatnslagnir eru rör í rör með tilheyrandi deilikistum. Húsið er hitað með gólf- hita. Stofnlagnir að deilikistum neysluvatns- og gólf- hita eru rör í rör lagnir. Helstu magntölur eru áætlaðar: • Birt flatarmál 1.650 m² • Heildar rúmmál 5.590 m3 • Steypumót 2.300 m² • Steinsteypa 600 m3 • Bendistál 40.000 kg • Forsteyptar útveggjaeiningar 1.000 m² • Forsteyptir innveggir 1.400 m² • Utanhúss klæðning 365 m² • Þakfrágangur 1.650 m² • Gólfdúkur 1.375 m² • Frárennsli/Neysluvatn/Gólfhiti 900 m/ 2.000 m / 7.900 m • Loftræstikerfi 19.200 m3/klst Upphaf framkvæmda: Framkvæmd hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði bjóðanda. Lok framkvæmda: Verkinu skal skila eins og því er lýst í útboðsgögnum, en loka skiladagur verksins er 28. febrúar 2023. Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með miðviku- deginum 22. september 2021 kl. 14:00. Bjóðendur skrá sig inn á vef og hlaða niður gögnum: https://mannvit.ajoursystem.is Notkunarleiðbeiningar um kerfið má sjá hér: https://help.ajoursystem.com/astopic/tender/ Fyrirmælum varðandi skil gagna er nánar lýst í út- boðsgögnum. Bjóðendum verður tilkynnt eftir lok tilboðsfrests um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæð. Tilboð/útboð intellecta.is FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 varð ég lífinu reið fyrir stöðuna sem mér fannst hann kominn í. Það var þó gott að fá þá vissu frá afa að honum liði vel og að hann væri sáttur, saddur líf- daga, og tilbúinn að finna ömmu Brynju á nýjum stað. Hann þakkaði okkur öllum margsinnis fyrir allt og ég gleðst yfir því að hafa getað sagt honum oft á hvaða stalli hann var hjá mér. Elsku afi, takk fyrir allt. Ég minnist þín með mikilli vænt- umþykju og sakna þín mjög, hvíldu í friði. Brynja Dögg. Jæja félagi, þá er komið að kveðjustund. Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti fyrir okkar góðu vináttu, minningin um all- ar heimsóknirnar og það hversu góður þú varst við strákana okkar Brynju. Strákarnir koma alltaf til með að muna eftir heimsóknunum til þín og hversu vel þú tókst á móti þeim, alltaf hægt að fá ís, „heimabakaða“ bleika og Maryland-kex. Þegar ég hugsa til baka þá koma upp svo margar góðar minningar. Þegar við Brynja fluttum suður á sínum tíma og komum við hjá þér til að kveðja er mér sérstaklega minnisstætt þegar þú sagðir við mig „mér finnst ég vera að missa góðan vin of langt í burtu“. Á sama tíma varstu svo ánægður með að við værum að elta spennandi tækifæri. Önnur sterk minning er frá því við hittumst um jól og afi minn kom frá Húsavík. Það var svo frábært að sjá hversu vel fór á með ykkur og sá var hissa þegar kom í ljós að þú mundir eftir öllum hans helstu afrekum, jafnvel mun betur en hann sjálfur. Þú varst reyndar ótrúlega minnugur á alla hluti. Ég mun sakna góðu stund- anna sem við áttum saman og er á sama tíma ótrúlega þakk- látur fyrir allar minningarnar. Þinn vinur, Guðlaugur Arnarsson (Gulli). Elsku afi. Það er erfitt að kveðja þig, mesta ljúfmenni sem ég hef kynnst. Ávallt sýnd- ir þú öllum umhyggju og ekki síst áhuga. Þú varst duglegur að fylgjast með öllum í fjöl- skyldunni og varst alltaf með velferð þeirra í huga. Það var alltaf stutt í grínið og gaman að hlæja saman. Ég man hvað það var gaman sem lítill pjakkur að koma til þín og ömmu á Klapparstíginn. Þar tókstu þér tíma til að kenna litlum óvita skák og gefa honum afa-gos úr Soda-stream-vélinni. Ekki var verra að fá klippingu á meðan maður sat í stól á þvottavélinni inni á baði eða að koma með inn í búr þar sem þú skarst þunnar sneiðar af væn- um hákarlsbita. Tala nú ekki um að laumast með þér í súkku- laðispæni á meðan amma Brynja sá ekki til. Mér finnst leitt að Snædís hafi ekki fengið að tengjast þér eins og ég, en hún hugsaði oft til þín og þótti gaman að tala við Halla langafa í síma, sem hún stundum sagði vera svo sætan og góðan. Það voru mikil forréttindi að fá að finna hlýju þína og var hún svo mikil að hún fannst vel þótt ég hafi um tíma verið bú- settur í öðru landi. Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, öll símtölin og allar skákirnar. Hvíldu í friði elsku afi. Gunnlaugur Snær Ólafsson. Það verða ekki fleiri konfekt- kassar sendir til Halla og það koma ekki fleiri jólakort frá honum. Við urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að búa undir sama þaki í nokkur ár með þeim heiðurshjónum Brynju og Halla. Það má segja að hafi verið ást við fyrstu sýn. Þegar við fluttum á Klapparstíginn var Óðinn Páll rétt rúmlega eins árs, vel talandi og göngu- fær. Þegar hann sá Halla í fyrsta sinn hljóp hann rakleiðis í fangið á honum. Þetta bræddi hjarta Halla sem rifjaði þetta upp oftar en einu sinni. Brynja og Halli bjuggu í lít- illi og vinalegri íbúð á jarðhæð og við á efri hæðunum. Sam- búðin gekk afar vel og þá kom- umst við að því hve dýrmætt það er að eiga góða granna. Þau hjón tóku ástfóstri við Óð- in Pál og hann við þau. Hann fékk að gista hjá þeim af og til og þau voru fastagestir í af- mælum hans. Það má segja að þau hafi að einhverju leyti ver- ið honum eins og afi og amma. Óðinn fúlsaði ekki við klein- unum og smákökunum sem Brynja átti til að lauma til hans út um eldhúsgluggann þegar snáðinn kom heim úr leikskól- anum. Sambandið rofnaði ekki eftir að við fluttum frá Akureyri. Að sjálfsögðu hefðum við viljað hitta Halla oftar. Þær stundir sem við náðum að hittast voru alltaf ánægjulegar. Hann kátur og spurði ávallt frétta af Óðni Páli. Þeir vinirnir hittust fyrir nokkrum árum, sem var dýr- mæt stund. Við söknum Halla og líka Brynju. Við vottum ættingjum Halla innilega samúð. Minning- in lifir. Arnar Páll, Aldís og Óðinn Páll. Í dag kveðjum við góðan vin okkar fjölskyldu, Harald Ólafs- son, Halla rakara. Fyrir rúm- um 60 árum bar okkar fundum fyrst saman, er ég kom í heim- sókn til höfuðstaðar Norður- lands með unnustu minni sem var fædd og uppalin þar. Fyrstu gestgjafar okkar voru einmitt Halli og kona hans Brynja sem var systir tengda- móður minnar. Ekki var nú að spyrja að móttökunum hjá þeim hjónum og vináttan sem við bundumst hélst alla tíð. Halli og Brynja bjuggu lengst af á Klapparstíg 1 en eftir að Brynja lést í maí 2003 flutti Halli í Víðilund. Þar var gott að koma og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Halli fylgdist vel með þjóðmál- unum en pólitík ræddum við ekki. Aftur á móti var mikið talað um íþróttir og þar kom maður ekki að tómum kofunum. Ég held hann hafi verið með menn og met á hreinu í hverri grein. Þetta kom sér vel þegar börnin okkar hittust, því íþrótt- ir voru þeim hugleiknar. Ekki má gleyma öllum gönguferðunum okkar sem voru æði margar. Í hvert skipti sem ég kom norður fórum við á hverjum morgni í göngu. Farið var inn fyrir flugvöll og gengið yfir brýrnar á Eyjafjarðará og endastöðin var staður sem göngufélagarnir kölluðu Gunn- arshólma. Var margt spjallað á þessum ferðum, enda skemmti- legir göngufélagar. Halli var bráðsnjall skák- maður og fór í keppnisferðir með Skákfélagi Akureyrar. Við hjónin viljum þakka góð kynni og trygga vináttu og einnig vilj- um við þakka börnum hans og barnabörnum fyrir hvað þau hafa hugsað vel um okkar góða vin. Blessuð sé minning Haraldar Ólafssonar. Hafsteinn og Eydís. Haraldur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.