Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.09.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2021 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VAR DÆMDUR TIL 30 DAGA FANGELSISVISTAR, MAGNEA. EKKI SÓA LÍFI ÞÍNU. FINNDU EINHVERN ANNAN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa um hundinn hans fyrir hann. ÉG STARI ÚT Í TÓMIÐ OG LEYFI HUGANUM AÐ REIKA ÉG ER MJÖG FJÖLHÆFUR ÉG LOFAÐI HELGU ÞVÍ AÐ SÝNA HENNI ALLAN HEIMINN EF HÚN GIFTIST MÉR! HÚN SEGIR AÐ ÉG HAFI BRUGÐIST HENNI! Í ALVÖRU? ÉG SÉ Í ÞAÐ MINNSTA SEX GLUGGA Á HÚSINU! DRYKKJUFÉLAGAR PRJÓNA-JÓNS ERU AUÐÞEKKJANLEGIR. Reykjavík, og Björn Leví Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 24.9. 1926 í Reykjavík, d. 14.1. 1995 í Reykjavík. Fyrri eiginkona Óskars er Margrét Óskarsdóttir, f. 1.12. 1962, starfs- maður Landgræðslunnar. Synir Óskars og Margrétar eru: 1) Andri, f. 22.11. 1980 tölvunarfræð- ingur, búsettur í Álaborg, sambýlis- kona og barnsmóðir hans er Louise Andersen, grafískur hönnuður; 2) Hjálmar, f. 15.7. 1986, viðskiptafræð- ingur, rekstrarstjóri hjá Arctic Trucks og nemi til löggildingar fast- eignasala, unnusta hans er Þórunn Guðlaugsdóttir leikkona; 3) Trausti, f. 11.12. 1987, markþjálfi. Synir Óskars og Jóhönnu eru: 4) Björn Leví, f. 4.11. 1995, lögfræð- ingur í mastersnámi og starfsmaður Öskju; 5) Sigurður Darri, f. 30.11. 1997, háskólanemi og starfsmaður Öskju, unnusta hans er Hafdís Katr- ín Hlynsdóttir, nemi í innanhúss- arkitektúr í Barcelona. Barnabarn er Christian Reimar Andrason, f. 4.9. 2014. Systkini eru: 1) Sigrún, f. 14.10. 1956, flugfreyja, búsett í Lúxemborg og á Íslandi; 2) Lára Gyða, f. 5.7. 1968, flugfreyja og nemi í landslags- arkitektúr, búsett í Kópavogi. Foreldrar: Björg Hjálmarsdóttir húsmóðir, búsett í Garðabæ, f. 1.6. 1933, og Bergur Óskarsson, bókari og síðar bóndi á Strönd á Rangár- völlum, f. 19.4. 1930 d. 25.12. 1998. Þau skildu. Stjúpfaðir var Reimar Charlesson, f. 22.1. 1935, d. 10.5. 2019, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Óskar Bergsson Þorbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Glitsstöðum í Norðurárdal, Mýr. Óskar Jóhannsson málarameistari í Reykjavík Lára Bergsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bergur Óskarsson bókari og seinna bóndi á Strönd á Rangárvöllum Bergur Pálsson skipstjóri í Reykjavík, f. á Viðborði á Mýrum,A-Skaft. Helga Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði Vilhjálmur Árnason útvegsbóndi á Hánefsstöðum, f. á Kirkjubóli í Norðfirði Björg Sigurðardóttir húsfreyja á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, f. þar Hjálmar Vilhjálmsson sýslumaður á Seyðisfirði og ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu Sigrún Helgadóttir húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík, stjúpdóttir Lárusar Helgasonar og Elínar Sigurðardóttur á Kirkjubæjarklaustri Helgi Magnússon trésmiður á Fossi á Síðu, f. á Hörgslandi Gyðríður Sigurðardóttir húsfreyja á Fossi, síðar í Þykkvabæ í Landbroti og Reykjavík, f. á Breiðabólsstað á Síðu Úr frændgarði Óskars Bergssonar Björg Hjálmarsdóttir húsmóðir í Garðabæ Bláklukkan er einkennisblóm Austfjarða og hefur verið mjög mikið af henni í sumar. Sig- rún Haraldsdóttir orti þetta fallega erindi við ljósmynd sem tekin var út undir Héraðsflóa fyrir miðjan sept- ember: Svo auðmjúk og smá svo undur blá á hún sitt líf unir sér vel á óræktarmel hvar farendur fæstir sjá Ármann Þorgrímsson lítur í eigin barm og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama: Finnst mér oft að flónska og spott fari hjá mér yfir strikið því stundum er að gráta gott getur hjálpað okkur mikið. Friðrik Steingrímsson yrkir um nýjustu tíðindi frá Færeyjum, – „Færeyingar ná sér í hvali,“ segir þar: Sjálfsagt allir kætast kokkar kutann brýna þeir sem geta, Færeyingar frændur okkar fá nú loksins nóg að éta. Hallmundur Kristinsson skrifaði á fimmtudag á Boðnarmjöð: „Í dag kvað vera dagur náttúrunnar“: Oft hún ríður öllu á slig. Eftir því við tókum. Náttúran er söm við sig, segir í gömlum bókum. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar: „Um daginn álpaðist ég upp á brún eldgígsins í Geldingadölum, líkast til fullur eins og vanalega, og varð þá svo frægur að myndir birtust af mér í sjónvarpinu“: Að eldgígnum hljóp ég upp hallann og hraunspýja féll um mig allan en ég þráaðist við að þrekmenna sið og þess vegna fékk ég nú skallann. Hallmundur Guðmundsson svar- aði: Mikil undur eru það, að ekki sértu dauður. Þetta leiðir líkum að; lifi bjöllusauður. Eyjólfur sendi boltann til baka: Ýmislegt upplifir svínið og oft er það steypist á trýnið oní vellandi hraun er vörn þess í raun blessaða brennivínið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það vex eitt blóm á óræktarmel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.