Morgunblaðið - 20.09.2021, Blaðsíða 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Slysavarnaskóli sjómanna var
stofnaður 1985 og Hilmar Snorra-
son hefur verið skólastjóri hans í
rúm 30 ár. „Ég var skipstjóri á
Öskju, skipi Skipaútgerðar ríkisins,
hafði tekið þar til hendi í öryggis-
fræðslu, var beðinn að halda erindi
á ráðstefnu um öryggismál á veg-
um samgönguráðuneytisins 1990 og
í kjölfarið buðu forráðamenn Slysa-
varnafélagsins mér að taka við
skólanum,“ segir hann um byrj-
unina. „Ég tók við 1. september
1991 og þá vissi ég ekki að Skipa-
útgerðin var sökkvandi skip en hún
var lögð niður um næstu áramót.“
Fyrsta árið var skólinn í húsnæði
Slysavarnafélagsins á Grandagarði.
Varðskipið Þór var keypt fyrir
1.000 krónur 1986 og þá færðist
kennslan um borð í hann. Ríkis-
stjórnin gaf Slysavarnafélaginu
Akraborg 1998, ferjunni var breytt
í skóla og fékk nafnið Sæbjörg. Til
stendur að færa skipið og þar með
skólann úr Austurhöfn að Bótar-
bryggju á Grandagarði í haust.
Stjórnendur hafa leitt hugann að
nýju skipi og hefur helst verið
staldrað við Herjólf, en framhaldið
er óráðið og í höndum stjórnvalda.
Mikilvæg gjöf
„Það var gríðarleg lyftistöng fyr-
ir skólann að komast í rúmgott
húsnæði, að fara úr einni kennslu-
stofu í þrjár fullbúnar stofur þegar
fram liðu stundir auk stórs svæðis
fyrir allan búnað, sem hefur aukist
reglulega,“ segir Hilmar. Í því
sambandi bendir hann á að slita-
stjórn styrktarsjóðs nemenda
Stýrimannaskólans í Reykjavík hafi
á síðasta ári ákveðið að gefa skól-
anum björgunarfarasiglingaherma.
„Þeir hafa nýlega verið teknir í
notkun og nýtast sjómönnum afar
vel við þjálfun í að sigla björgunar-
förum við erfiðar aðstæður.“
Námskeiðin hafa verið allt frá
hálfum degi upp í fimm daga með
áherslu á forvarnir. „Við höfum
verið með meira en 30 mismunandi
námskeiðsgerðir frá seinni hluta
ágúst fram í fyrstu viku júlí,“ segir
Hilmar en tíu manns starfa við
skólann.
Þorvaldur Axelsson var fyrsti
skólastjórinn, Þórir Gunnarsson
tók við stjórninni 1988 og síðan
Hilmar 1991. Hann bendir á að
þegar skólinn var stofnaður hafi al-
þjóðlegar kröfur um þjálfun sjó-
manna ekki verið komnar fram.
Starfsemin hafi því verið komin
upp á velvild útgerða og áhuga sjó-
manna. „Kvennadeildir Slysavarna-
félags Íslands tóku strax ástfóstri
við skólann og hafa alla tíð gert og
voru það afl sem var hvað sterkast
í því að fá sjómenn til að koma á
námskeiðin áður en það varð að
skyldu samkvæmt lögum.“ Þar vís-
ar hann í lög, sem samþykkt voru
um skólann á Alþingi 1991 með að-
lögunarfresti, sem var reyndar
framlengdur í nokkur ár.
Miklar breytingar hafa orðið á
öllu sem tengist skólanum frá því
hann var stofnaður. Hilmar nefnir
meðal annars húsnæðismál og
aukna tækni en viðhorfsbreyting
sjómanna skipti mestu máli. Í byrj-
un hafi þeir ekki sýnt málinu mik-
inn skilning og áhuga en nú sé öld-
in önnur. „Viðhorf sjómanna er
stærsta breytingin, hvernig þeir
hafa komið fræðslunni, sem við höf-
um verið að miðla, í góða virkni um
borð í skipunum hjá sér. Þar með
hafa þeir dregið mikið úr slysum,
ekki síst banaslysum. Ég átti mér
langþráðan draum um að sjá bana-
slysalaust ár á sjó og það hafðist
ekki fyrr en 2008 en síðan hafa
fleiri slík ár fylgt í kjölfarið.“ Hann
leggur jafnframt áherslu á að öðr-
um alvarlegum slysum um borð
hafi fækkað til muna. „Nú er
draumurinn orðinn slysalaust ár á
sjó.“
Hilmar dreymir um
slysalaust ár á sjó
- Hefur verið skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna í 30 ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Sæbjörg Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, segir
að bætta stöðu öryggismála megi þakka sameiginlegu átaki margra.
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Njarðvík vann sinn fyrsta titil í körfubolta í karlaflokki í
15 ár er liðið vann 97:93-sigur á Stjörnunni í úrslitaleik
VÍS-bikarsins í Smáranum á laugardag. Njarðvík hafði
ekki unnið titil síðan liðið varð Íslandsmeistari 2006
þegar kom að leiknum gegn Stjörnunni. Bikartitillinn er
sá níundi hjá Njarðvík. Í kvennaflokki fögnuðu Haukar
sínum sjöunda bikarmeistaratitli með 94:89-sigri á
Fjölni. Fjölniskonur voru í bikarúrslitum í fyrsta skipti
og áttu góða spretti á móti sterku Haukaliði, en Haukar
reyndust að lokum sterkari. »27
Haukar og Njarðvík bikarmeistarar
ÍÞRÓTTIR MENNING
(V)ertu úlfur? í Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsið, í samstarfi
við Geðhjálp, Hlutverka-
setur, Geðlæknafélag Ís-
lands og heilbrigðisráðu-
neytið, stendur fyrir samtali
um geðheilbrigði á Stóra
sviði Þjóðleikhússins í kvöld
kl. 20, í tengslum við leik-
sýninguna Vertu úlfur. Yfir-
skrift samtalsins er „(V)ertu
úlfur? – listin að sjá hið
sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hrings-
ins“. Aðgangur er ókeypis, en panta þarf miða á leik-
husid.is til að tryggja sér sæti. Í samtalinu taka þátt
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Unnur Ösp
Stefánsdóttir leikstjóri, Björn Thors leikari, Karl Reynir
Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands og yfir-
læknir geðheilsusviðs á Reykjalundi, Elín Atim klæð-
skeri, Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, og
Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar og höf-
undur bókarinnar Vertu úlfur. Fundarstjóri er Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir leikkona.