Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 221. tölublað . 109. árgangur . RENAULTEXPRESS NÝR Fyrir kröfuharða fagaðila 5ÁRAÁBYRGÐ! Renault ExpressDísil (5,1 l/100 km*), beinskiptur, Verð: 2.733.870kr. ánvsk. –Verð: 3.390.00 kr. BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 7 4 3 1 *Drægni miðast við uppgefnar tölur framleiðanda samkvæmt nýjum WLTP staðli um drægni í raunvegulegum aðstæðum. ÞURFUM AÐ HALDA OKKUR Á JÖRÐINNI EINN FÆRASTI HÖRPULEIKARI HEIMS EKKI SITJA FASTUR Í FÆRÐINNI NÝ TÓNLEIKARÖÐ 28 BÍLAR 16 SÍÐURINGVAR JÓNSSON 26 _ Eldgosið á La Palma-eyju á Kan- aríeyjum á sér hliðstæður á Íslandi, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Há- skóla Íslands. Hann nefndi Seyðis- hóla og eldstöðvar þar í kring og jafnvel enn frekar eldvirkni á Snæ- fellsnesi. Þorvaldur segir að gríðarmiklir kvikustrókar hafi þeyst upp í loftið frá eldfjallinu. Hraun frá gosinu er mjög þykkt og seigt. Gígarnir opn- uðust í miklum halla svo hraun rennur auðveldlega þar niður. Margir hafa lýst áhyggjum af því að eldfjallið kunni að hrynja í sjó að stórum hluta og valda mikilli flóð- bylgju. Þorvaldur telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. Meiri hætta stafi af hraunstraumnum fyr- ir íbúa og innviði eyjarinnar. Gos- belti liggur suður eftir eyjunni og hefur gosið aftur og aftur á því eins og fjöldi gíga ber vitni um. Gosið nú tilheyrir þessu belti. Þorvaldur tel- ur því ólíklegt að þessi atburður valdi miklum óstöðugleika í hlíðum eldfjallsins. La Palma og Lanzarote eru virk- ustu eldfjallaeyjar Kanaríeyja. »13 AFP Viðbúnaður Slökkviliðsmenn við hús sem hraun stefnir á í Los Campitos á La Palma. La Palma-gosið á íslenskar hliðstæður _ Barnavernd Reykjavíkur hefur sprengt utan af sér núverandi hús- næði í Borgartúni og að auki er að- staðan þar óboðleg samkvæmt lýs- ingum. Reykjavíkurborg hefur nú tekið á leigu húsnæði í Ármúla 4. Í greinargerð fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkur- borgar er ófögur lýsing á þeim að- stæðum sem Barnavernd Reykja- víkur hefur mátt búa við. Skjólstæðingar þurfi m.a. að mæta í anddyri í stjórnsýsluhúsi þar sem oft er fjöldi fólks fyrir og ganga fram hjá kaffistofu starfsmanna til að mæta í viðtal. Um sé að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu og erf- iðum aðstæðum. »6 Óviðunandi aðstæður hjá Barnavernd Haustið hellist yfir Íslendinga þessa dagana í orðsins fyllstu merkingu með skini og skúrum til skiptis. Það stöðvar samt hvorki gangandi né hjól- andi vegfarendur frá því að sinna erindum sínum. Í dag er spáð votu veðri en gular viðvaranir tóku gildi í gær um land allt. Á kjördag er svo spáð af- takaveðri og hellidembu alls staðar á landinu. Kjósendur gætu því þurft að hafa ögn meira fyrir því að nýta lýðræðislegan rétt sinn. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurguðirnir leggja þrautir fyrir komandi kosningar Þóroddur Bjarnason Baldur Arnarson Mikill titringur var á hlutabréfamörk- uðum í gær, hér og erlendis. Lækkaði úrvalsvísitalan um 2,98%. Tryggvi Páll Hreinsson, sjóðsstjóri erlendra hlutabréfasjóða hjá Stefni, segir ástæðuna yfirvofandi gjaldþrot kínverska fasteignaþróunarfélagsins Evergrande. „Félagið hefur stefnt í gjaldþrot síðasta mánuðinn. Skulda- bréf þess á erlendum mörkuðum skipta nú um hendur á 25 sent á hvern dollara. Félagið á að standa skil á vaxtagreiðslu á skuldabréfum hinn 23. september nk. sem ólíklegt er að það geti innt af hendi,“ segir Tryggvi. Hér heima er óvissa í ríkisfjármál- um. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir að vaxtagjöld A-hluta ríkissjóðs Íslands næstu fimm ár verði samtals um 397 milljarðar króna. Nýverið gaf fjármálaráðu- neytið út skýrslu um mat á efnahags- aðgerðum vegna faraldursins. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, rýndi skýrsluna fyrir ráðuneytið. Hann kveðst ekki vilja leggja mat á hversu mikil byrði vaxtagjöld ríkissjóðs muni verða ef hagvöxtur verður undir meðaltali síð- ustu áratuga. Það ráðist einkum af samspili hagvaxtar, vaxta og verð- bólgu, auk stefnunnar í ríkisfjármál- um. Enn sé mikil óvissa um framgang farsóttarinnar á alþjóðavísu sem geri hagvaxtarhorfur óvissar og þar með tekjur ríkissjóðs. Hið sama gildi um vaxtaþróun, sem hafi veruleg áhrif á útgjaldahliðina, en vextir ráðist meðal annars af því hvernig gangi að hemja verðbólguna. Titringur á mörkuðum - Yfirvofandi gjaldþrot kínversks fasteignaþróunarfélags - Óvissa um vaxtabyrði Áætluð vaxtagjöld ríkissjóðs 2022-2026 2022 2023 2024 2025 2026 68,7 73,5 81,1 84,6 89,0 A-hluti ríkissjóðs Milljarðar kr. Heimild: Stjórnarráðið MRisagjaldþrot í Kína … »8 og 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.