Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Hlutabréfamark-
aðurinn íslenski
tók nokkuð skarpa dýfu í
gærmorgun, fyrsta dag
viðskipta eftir að Morg-
unblaðið birti skoðana-
könnun þar sem vinstrisveifla var
greinileg og ríkisstjórnin hafði misst
meirihluta sinn. Hægt er að halda því
fram að dýfan sé að hluta til vegna
áhrifa frá erlendum mörkuðum, en
lækkunin er þó mun meiri hér en á
mörkuðum nágrannalandanna og
erfitt að verjast þeirri hugsun að fjár-
festar óttist vinstristjórn.
- - -
Raunar hefur glitt í vinstristjórn
fyrr og segja má að megnið af
þessum mánuði hafi íslenski mark-
aðurinn lækkað umtalsvert og verður
óvissa vegna kosninganna að teljast
líkleg skýring.
- - -
Þetta er skiljanlegt því að augljóst
má vera að nái vinstriflokkarnir
saman um stjórnarmyndun verði af-
leiðingarnar meiri lausatök í ríkis-
fjármálum, aukin skuldasöfnun og
aukin skattheimta.
- - -
Seðlabankinn hefur gefið það skýrt
til kynna að aukin lausatök í fjár-
málum ríkisins muni ýta undir vaxta-
hækkanir, enda væru þau viðbrögð
óhjákvæmileg.
- - -
Annað sem óhjákvæmilega mundi
fylgja slíkri stefnubreytingu er
versnandi fjárhagsleg staða almenn-
ings, bæði vegna hærri skatta og
hærri vaxta.
- - -
Kjósendur eiga valið eins og vera
ber, en mikilvægt er að þeir
geri sér grein fyrir að valið mun hafa
afleiðingar.
Afleiðingar
atkvæðisins
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kirkjusóknir í Skagafirði hafa fengið
afhentan nýjan og glæsilegan líkbíl af
gerðinni Benz. Tekur hann við af 40
ára gömlum Chevrolet sem hefur ver-
ið í þjónustu fyrir Sauðárkrókskirkju
og fleiri sóknir í Skagafirði frá 1998,
þegar RKÍ gaf sjúkrabíl sem var síð-
an breytt í líkbíl.
Félagasamtök, fyrirtæki og ein-
staklingar söfnuðu fyrir nýjum líkbíl.
Var hann pantaður hjá Bílaumboðinu
Öskju og Bílaskjól sá um innrétt-
ingar. Feykir greinir frá afhendingu
bílsins. Sóknarnefnd Sauðárkróks-
kirkju ákvað árið 2019 að ráðast í
endurnýjun og fá fleiri sóknir til liðs
við sig. Góð gjöf kom frá Kiwanis-
klúbbnum Drangey og fleiri klúbbar
fylgdu í kjölfarið. Þá barst ein milljón
frá Steypustöð Skagafjarðar, til
minningar um Pálma Friðriksson.
Fleiri fyrirtæki lögðu söfnuninni lið.
Sóknir í Skagafirði
fá nýjan líkbíl
Ljósmynd/Feykir
Líkbíll Fulltrúar kirkjusókna í Skagafirði við nýja bílinn, ásamt bílstjór-
anum Jóni Herði Elíassyni, sem er lengst til hægri á myndinni.
Umboðsmaður Alþingis (UA) hefur
birt álit þar sem segir að niðurstaða
og málsmeðferð úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála í máli
sem Isavia kvartaði yfir vegna gjald-
töku og heilbrigðiseftirlits á Kefla-
víkurflugvelli hafi ekki verið í sam-
ræmi við lög.
„Það eru tilmæli mín til nefnd-
arinnar að taka mál Isavia ohf. til
meðferðar að nýju, komi fram beiðni
þess efnis frá félaginu, og að hún
leysi þá úr því í samræmi við þau
sjónarmið sem hafa verið rakin í álit-
inu. Jafnframt er því beint til nefnd-
arinnar að taka framvegis mið af
þessum sjónarmiðum,“ segir í niður-
stöðu umboðsmanns.
Isavia gerði á sínum tíma athuga-
semdir við fjárhæð tímagjalds fyrir
heilbrigðis- og mengunarvarna-
eftirlit á Keflavíkurflugvelli, og einn-
ig við tíðni og umfang eftirlitsins á
flugvellinum o.fl. Isavia kærði svo
álagningu gjaldsins til úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála
sem kvað upp úrskurð 10. ágúst 2018
og hafnaði því að fella úr gildi álagn-
ingu gjaldsins að stærstum hluta. Í
kjölfarið leitaði Isavia til umboðs-
manns sem í nýju áliti hefur ýmis-
legt við málsmeðferð og niðurstöðu
nefndarinnar að athuga.
Í umfjöllun umboðsmanns kemur
m.a. fram að úrskurður nefnd-
arinnar hafi ekki verið í samræmi
við lög, bæði að því er laut að
málsmeðferð og um fjárhæð tíma-
gjaldsins, sem og um tíðni og um-
fang eftirlitsins á vellinum. Nefndin
hafi hvorki haft fullnægjandi gögn
né tryggt að fullnægjandi grundvöll-
ur væri lagður að niðurstöðu hennar
um gjaldtökuna.
Telur úrskurð ekki
í samræmi við lög
- Taka ber mál
Isavia aftur til með-
ferðar að mati UA
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Leifsstöð Deilt um gjald af heil-
brigðis- og mengunarvarnaeftirliti.