Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Skýringarmynd vantaði
Meðfylgjandi er mynd sem fylgdi greininni „Staðreyndir um rafeldsneyti“
sem birtist á umræðusíðum Morgunblaðsins hinn 18. september sl. en vegna
mistaka birtist ekki. Myndin sýnir samanburð á orkuinnihaldi og nýtni nokk-
urra rafeldsneytistegunda í samanburði við vetni og rafmagn.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
0
5
10
15
20
25
30
35
40
Ammóníak Metanól Olíulíki Vetni Rafmagn
%
k
w
h
/k
g
Mynd 1. Eiginleikar mismunandi orkugjafa
Orkuinnihald kWh/kg
Nýtni %
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Síbreytileg náttúra og samspil íss,
elda og vatns sem er einstakt á
heimsvísu. Svæði sem er einstakt og
hefur mikið verndargildi, auk þess
að vera stöðugt meira aðdráttarafl í
ferðaþjónustu rétt eins og aðgerðir
og uppbygging taka mið af. Á þessa
lund lýsir Magnús Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs, náttúrufari og verndar-
gildi innan marka garðsins sem bet-
ur segir frá í nýrri bók. Sú er eftir
Snorra Baldursson og kom út á
fimmtudag í síðustu viku, 16. sept-
ember, á degi íslenskrar náttúru.
Umsóknin gerð aðgengileg
„Metnaðurinn sem lagður var í
þetta verk er mikill og vel til alls
vandað,“ segir Magnús Guðmunds-
son um bókina sem heitir Vatnajök-
ulsþjóðgarður – gersemi á heims-
vísu. Ýmsir komu að gerð
bókarinnar með Snorra Bald-
urssyni, meðal annars nýdokt-
orarnir Hrafnhildur Hannesdóttir
jöklafræðingur og Jónas Guðnason
jarðfræðingur. Þau skrifuðu um sér-
svið sín, og hið sama gerði Þorvaldur
Þórðarson eldfjallafræðingur.
Snorri skrifaði svo um lífríki þjóð-
garðsins og einstakt gildi hans á
heimsvísu.
Umsókn Íslands um Vatnajökuls-
þjóðgarð á heimsminjaskrá
UNESCO, sem er menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, var
samþykkt sumarið 2019. Þá var að
baki langt og strangt ferli við undir-
búning, þar sem skila þurfti inn um-
sókn sem var 358 blaðsíður með
korti og ýmsu viðbótarefni. Þarna
var í raun brugðið upp heildstæðri
mynd af þjóðgarðinum í bók sem var
skrifuð á ensku og miklar kröfur
voru gerðar til, sbr. tilvitnanir í alls
500 vísindagreinar. Fróðlegt rit sem
þótti mikilvægt að sem flestir gætu
kynnt sér og því var bókin sett í að-
gengilega útgáfu, sem er 175 blað-
síður – prýdd fjölda ljósmynda,
korta og innskotstexta um afmörkuð
atriði.
Fræðslan er mikilvægt starf
Tilurð Vatnajökulsþjóðgarðs átti
sér langan aðdraganda, en formlega
gekk stofnun hans í gegn sumarið
2008. Til voru lagðir þjóðgarðar í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum auk
annarra svæða – og í aðalhlutverki
er hinn mikli Vatnajökull. Alls er
þjóðgarðurinn í dag um 14.702 fer-
kílómetrar – en taka ber fram að
vegna formsatriða eru jökuls-
árgljúfur enn utan þeirrar heims-
minjaskráningar sem UNESCO
samþykkti. Hins vegar hafa ýmsir
staðir bæst við áhrifasvæði þjóð-
garðsins á síðustu árum, svo sem
Herðubreiðarlindir og í sumar hluti
jarðarinnar Sandfells í Öræfum og
þjóðlendan Hoffellslambatungur. Í
sumar var settur upp skjöldur með
merki UNESCO í Skaftafelli og slík-
ir verða settir upp víðar í þjóðgarð-
inum á næstunni.
„Við erum sífellt að búa í haginn
innan þjóðgarðsins með fram-
kvæmdum og ýmsum úrbótum, til
þess að geta sinnt gestum betur. Þá
vinna vísindamenn að margvíslegum
rannsóknum á svæðinu, svo sem á
undanhaldi jökla vegna hlýnandi
loftslags. Annars er fræðsla orðin sí-
fellt stærri og mikilvægari þáttur í
öllu starfi þjóðgarða, bæði hér og
annars staðar, og útgáfa á þessari
bók er hluti af þeirri stefnu,“ segir
Magnús Guðmundsson og að síð-
ustu: „Ég sé svo fyrir mér að bókin
verði handhægt uppflettirit allra
sem vilja fræðast um þjóðgarðinn og
náttúru innan hans. Sérstaklega á
slíkt við nú, þegar áhugi Íslendinga
á eigin landi er að aukast og hefur
kannski aldrei verið meiri.“
Heimsminjar
í fróðlegri bók
- Vatnajökulsþjóðgarður á 175 síðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snæfell Hæsta fjall utan jökla á
Íslandi er djásn í þjóðgarðinum.
Bók Mikill metnaður lagður í verk-
ið, segir Magnús Guðmundsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ís Jökulsárlón á Breiðamerkursandi sneisafullt af ís og í baksýn eru Öræfajökull og hinn hái Hvannadalshnjúkur.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hvergi á landinu mælast öflugustu
vindhviður oftar en á hringveginum
á móts við bæinn Hvamm undir
Eyjafjöllum. Þar er miðað við vind-
strengi sem verða 35 m/sek. Rokur
sem koma undir Eyjafjöllum og eru
mældar við Hvamm í slíkum hæðum
eru 1,39% mældra stunda. Slíkt þýð-
ir að vindur á svæðinu sé í fyrrnefnd-
um hæðum samtals um fimm sólar-
hringa á ári.
Staðan að þessu leyti er svipuð
undir Hafnarfjalli á Vesturlandi, á
Vatnsskarði á leiðinni til Borgar-
fjarðar eystri, við Stafá í Sléttuhlíð á
Siglufjarðarvegi og við Hraunsmúla
í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á þess-
um slóðum getur oft orðið mjög
hvasst á þjóðveginum og vindur farið
yfir 35 sekúndumetra, sbr. aðstæður
við Hvamm. Sama gerist í Álftafirði í
Lóni, á Kjalarnesi undir Esjunni og
við bæinn Steina undir Eyjafjöllum.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sem Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur hefur unnið fyrir Vega-
gerðina og er birt á vef hennar. Við
úrvinnslu var unnið úr mælinga-
gögnum frá hviðustöðunum og hins
vegar frásögnum staðkunnugra, s.s.
verkstjóra Vegagerðar.
Tíðaskarð og Kræklingahlíð
„Tilgangurinn með rannsókninni
var m.a. að miðla upplýsingum til
vegfararenda um ferðaveður og fyr-
irsjáanlegar aðstæður, skv. veður-
spám. Mælingar eru mikilvægar, en
ekki síður staðbundin þekking
starfsmanna Vegagerðarinnar,“ seg-
ir Einar Sveinbjörnsson.
Alls 86 staðir sem þekktir eru fyr-
ir hvassviðri eru tilteknir í skýrsl-
unni. Auk þeirra sem að framan
greinir má tiltaka Tíðaskarð á Kjal-
arnesi, Axlarhóla við Breiðuvík á
Snæfellsnesi, Ólafsvíkurenni, Gils-
fjörð og Kræklingahlíð norðan við
Akureyri.
Hvassast verður við Hvamm
- Veðravíti á vegum landsins skráð - Miðla upplýsingum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyjafjallasveit Bærinn Hvammur,
þar sem oft blæs ansi hressilega.
Ökumaður sem
mældist á 121 km
hraða í umdæmi
lögreglunnar á
Suðurnesjum um
helgina, þar sem
hámarkshraði er
50 km á klukku-
stund, var svipt-
ur ökuréttindum
til bráðabirgða. Mun hann greiða
180 þúsund króna sekt. Auk hans
voru á annan tug ökumanna kærðir
fyrir of hraðan akstur, segir í dag-
bók löreglunnar.
Afskipti voru höfð af fleiri öku-
mönnum sem óku án ökuréttinda,
grunaðir um fíkniefnaakstur og
einn reyndist vera með falsað öku-
skírteini. Annríki lögreglu var mik-
ið um helgina, hávaðaútköll í
heimahús, brot á sóttkví og útkall á
gosstöðvarnar þar sem einn ferða-
maður örmagnaðist.
180 þúsund í sekt
fyrir hraðakstur