Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
„VIÐ UNNUM LOKSINS Í LOTTÓINU Í
ÚTDRÆTTI KVÖLDSINS.“
„ÞEIR GERÐU ALLA MINKAPELSANA MÍNA
OG DEMANTSARMBÖNDIN UPPTÆK.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga hugulsaman
eiginmann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA ER
ENDURBÆTTUR
KATTAMATUR
„NÚ MEÐ
MEIRA
SKLORPI!“
ÞEGAR ÉG SLEPP HÉÐAN ÚTÆTLA
ÉG AÐ ELDA RISAVEISLUMÁLTÍÐ
HANDA LIÐINU!
KANNKSI
EKKI RISA …
ÞOLIÐ HJÁ ÞEIM VERÐUR BÚIÐ AÐ
MINNKA SVO MIKIÐ ÞEGAR ÞAÐ SKEÐUR!
svo miðlægt í lífi ungs myndlistar-
manns þá að ég gerði teikningu innan
úr sal safnsins eftir minni 1985 líkt og
ég gerði af heimilum vina minna og
mín sjálfs sem var upphafið af röð
staðbundinna verka úr sýningar-
sölum og staðsetningum innan þeirra.
Lagskipta deiglu innri og ytri veru-
leika hef ég síðan verið að brjóta sam-
an aftur og aftur líkt og smjördeig
sem verður ekki það sem því er ætlað
nema við að fella það saman aftur og
aftur. Þannig komu verk Einars
Jónssonar aftur upp og inn í mitt höf-
undarverk 1996 þegar ég tók 24
myndir af verkum Einars á filmu ein-
nota myndavélar sem var ekki fram-
kölluð nema í huga þess sem las nöfn
verkanna á meðfylgjandi blaði.
Ég held að með upplifun á Útilegu-
manni Einars hafi þetta byrjað allt
saman og vökvast til í Kvíslaveitum
þar sem ég fékk vatn úr sömu lind og
útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur í
vísindakampi við Eyvindarkofaver
lungann úr sumri 1982.“
Fjölskylda
Sambýliskona Húberts Nóa er
Daníela Theresa Renis, f. 26.2. 1975,
hótelstjóri. Þau búa í Vesturbæ
Reykjavíkur. Foreldrar Daníelu:
Giovanni Renis, f. 4.6. 1950 á Ítalíu, d,
8.11. 2016, skipasmiður og Anneli
Renis, f. 11.8. 1952 í Finnlandi, starfs-
maður Sænsku ferðastofnunarinnar í
Hamborg. Þau hjónin voru búsett í
Hamborg.
Systur Húberts Nóa eru Kristín
Sigurðardóttir, f. 14.10. 1953, deild-
arstjóri hjá Póstinum, búsett í
Hafnarfirði; Sigrún Jóhannesdóttir, f.
18.1. 1970, rekstrarhagfræðingur,
búsett í Reykjavík.
Foreldrar Húberts Nóa: Jóhannes
Magnússon, f. 4.5. 1932, d. 18.5. 1985,
deildarstjóri Útvegsbanka Íslands,
og Ingveldur Halldóra Benediktsen
Húbertsdóttir, f. 28.10. 1928, fv. tal-
símakona hjá Pósti og síma. Þau
hjónin bjuggu síðast á Neshaga 4
Reykjavík.
Húbert Nói
Jóhannesson
Ingveldur Jónsdóttir
húsfreyja og saumakona á Brúsastöðum
Eyjólfur KristjánssonWelding
sjómaður og bóndi á
Brúsastöðum við Hafnarfjörð
Kristín Eyjólfsdóttir Welding
saumakona í Hafnarfirði
Húbert Halldór Benediktsen Ágústsson
kaupmaður í Hafnarfirði
Ingveldur Halldóra
Benediktsen Húbertsdóttir
talsímakona hjá Pósti og síma
í Reykjavík
Halldóra Halldórsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ágúst Benediktsson
veitingamaður í Reykjavík
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Víðinesi og áður Móum
Árni Björnsson
bóndi í Víðinesi á Kjalarnesi
og áður Móum
Sigrún Árnadóttir
húsfreyja í Hvammsvík og Móum
Magnús Þórðarson
bóndi í Hvammsvík og Móum á Kjalarnesi
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Hvammi í Kjós
Þórður Guðmundsson
bóndi í Skorhaga í Brynjudal og Hvammi
Úr frændgarði Húberts Nóa Jóhannessonar
Jóhannes Magnússon
deildarstjóri Útvegsbanka
Íslands í Reykjavík
Grímur prestur Bessason á
Hjaltastað (dáinn 1785) var
skáldmæltur en níðskældinn. Finn-
ur biskup ámælti honum fyrir að
misbrúka skáldskapargáfu sína til
að yrkja klám og níð og sagði að
honum bæri heldur að verja henni
til að kveða um andleg efni Guði til
dýrðar. „Leitaðu fyrir þér í guð-
spjöllunum,“ sagði biskup, „og
muntu þar finna nóg yrkisefni.“
Grímur prestur hét að gera það og
kvað:
Eg tek þar til sem andskotinn
gerði fara í svínstetrin
öllum saman stakk hann
ofan fyrir bakkann
helvítis hundurinn.
Biskup bað hann kveða ekki
meira út af guðspjöllunum.
Jóhann S. Hannesson kvað:
Í Seley fannst sjórekinn háfur;
menn sögðu þar strax: „Þetta er
máfur.“
Þeir trúa í blindni
á frumleik og fyndni
en fordæma hagnýtar gáfur.
Það er ekki andskotalaust
hvað undarlegt fólk er í haust;
jafnvel biskupinn kvað
sjást með klámmyndablað
og kyrjandi popplög við raust.
Sértu fríður, er gróflega gaman
að gera sig ljótan í framan
með fettum og brettum
og glennum og grettum.
Ég geri það tímunum saman.
Á Boðnarmiði segir Stefán Skafti
Steinólfsson og birtir mynd með að
lítið sé ort um gulu mykjufluguna. –
„Þessi glennti upp augun í smala-
mennskum í gær“:
Glóey sendir geislabál
grípur sæla hugann;
gladdi mína gömlu sál
gula mykjuflugan.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
og kallar „Þjáníngar“:
Jónmundur þjáðist nú í nótt
og næstum missti allan þrótt.
Því það tekur á
að þurfa að sjá;
– Þuríði Báru með léttasótt.
Benedikt Jóhannsson yrkir:
Rautt er bindið Bjarna á,
bundið við ríkisjötu,
á sama stað er berjablá
blússan hennar Kötu.
Grænn á svipinn Siggi hjá
situr með mjólk í fötu.
Að lokum er staka, ein af „fundn-
um ljóðum“ Páls Ólafssonar:
Hvað ég breytist, brúnin þyngist,
brjóstið þreytist veika mitt.
En hjartað veit ég ætíð yngist
upp við heita brjóstið þitt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort út af guðspjöllunum