Morgunblaðið - 21.09.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Það er tekið að hausta og kröftugir
vindar að blása og fáir gleðjast þá
jafn mikið og innilega og fuglaskoð-
arar, einkum og sér í lagi þeir sem
eru að bíða eftir að sjá einhverjar
framandi tegundir í heimsókn. Á Ís-
landi verpa að staðaldri um 75 fugla-
tegundir en rúmlega 400 hafa sést á
landinu frá upphafi skráningar.
Megnið er því útlendir hraknings-
fuglar á leið sinni eitthvað annað,
oftar en ekki á vetrarstöðvar sunnar
á hnettinum.
Um þessar mundir eru tveir fugl-
ar sjaldgæfari en aðrir staddir hér á
landi. Annar er bognefur (Plegadis
falcinellus) sem hefur undanfarna
daga haldið til í Njarðvík, sumir
áhugaljósmyndarar halda því reynd-
ar fram að um tvo sé að ræða, sem
væru þá sá 11. og 12. frá upphafi
skráningar. Hinn er gulskríkja (Se-
tophaga petechia) sem hefur verið
að heiðra Þorlákshafnarbúa með
nærveru sinni; það er í fimmta sinn
sem sú tegund sést hér.
Komu sennilega með Larry
Bognefurinn, sem er 48-66 cm á
hæð og telst til storkættbálksins, á
varpheimkynni bæði austan- og
vestanhafs, en gulskríkjan, sem er
10-18 sm að lengd, allt eftir því um
hvaða deilitegund er að ræða, og
sem er af ættbálki spörfugla, verpir
eingöngu í Norður-Ameríku.
Ekki er ljóst hvaðan bognefurinn
er kominn hingað, en ekki er ósenni-
legt að hitabeltisstormurinn Larry
hafi eitthvað haft með það að gera,
og gulskríkjan hefur án nokkurs
vafa borist hingað upp með leifum
hans.
Þær hrakningstegundir aðrar og
vetrargestir sem hafa verið að sjást
hér um slóðir það sem af er sept-
embermánuði eru barrfinka, dverg-
máfur, fitjatíta, fjöruspói, förufálki,
garðsöngvari, glitbrúsi, gráhegri,
grákráka, grálóa, gráskrofa, gras-
títa, gulllóa, heiðatittlingur, hring-
önd, hvinönd, kolönd, korpönd,
landsvala, laufsöngvari, leirutíta,
mandarínönd, rákatíta, rósafinka,
rósastari, rúkragi, snjógæs, trjá-
máfur, turtildúfa, tyrkjadúfa og
þernumáfur.
Sjaldgæfir fuglar í heimsókn hér
- Bárust hingað
líklega með leifum
af hitabeltisstormi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Bognefur Þessi bognefur hefur dvalið í Njarðvík að undanförnu.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Gulskríkja Gulskríkjan nærist með því að tína skordýr af trjám.
Undirbúningur fyrir leiðtoga-
kappræður Dagmála Morgunblaðs-
ins stendur nú yfir í Morgunblaðs-
húsinu í Hádegismóum, þar sem
verið er að setja upp myndver í
aðalsal hússins.
Vegna fjölda framboða til Al-
þingis fara kappræðurnar fram í
tvennu lagi, en báðir þættirnir fara
út í opnu streymi á mbl.is á mið-
vikudagsmorgun.
Kosningaþættir Dagmála, mál-
efnaþættir og formannaviðtöl, hafa
notið mikilla vinsælda undanfarnar
vikur, en blaðamennirnir Andrés
Magnússon, Stefán Einar Stefáns-
son og Karítas Ríkharðsdóttir hafa
umsjón með þeim.
Leiðtoga-
kappræður
Morgunblaðið/Eggert
STÖKKTU Í GOLFFERÐ
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
EKKI Á MORGUN, HELDUR HINN!
10.000 KR.AFSLÁTTUR Á MANN EF BÓKAÐER FYRIR 24. SEPTEMBER.* GILDIR Á ALLAR GOLFFERÐIR TILALICANTE GOLF EÐA ELPLANTIOSEPTEMBER - OKTÓBER
EL PLANTIO GOLF RESORT
El Plantio er einn vinsælasti golfstaður ÚÚ.
Þessi skemmtilegi staður er steinsnar frá
Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem vilja
spila golf og njóta menningarinnar í Alicante.
Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu völlur sem
hentar fyrir alla kylfinga.
ALICANTE GOLF RESORT
Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð frá
miðborg Alicante og 10 mínútum frá bænum
San Juan. Stutt er í verslun og á ströndina
og nokkur skref á golfvöllinn. Alicante Golf
inniheldur sex par 3 holur, sex par 4 holur og
sex par 5 holur, sem þýðir að þú munt aldrei
spila sömu holu tvisvar í röð með sama par.
INNIFALIÐ
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
TILBOÐ 23. - 27. SEPTEMBER
EL PLANTIO VERÐ FRÁ 149.900 KR.
Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði
ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 176.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði
Viðbúið er að Bandaríkin opni á
ferðalög bólusettra Breta og Evr-
ópubúa innan nokkurra vikna, en
lokað hefur verið á ferðalög til
Bandaríkjanna í
um 18 mánuði
vegna heimsfar-
aldurs kórónu-
veirunnar. Greint
var frá því í gær
að farbannið
muni að öllum
líkindum renna
sitt skeið í nóv-
ember, en von er
á formlegri yfir-
lýsingu Bandaríkjastjórnar Joes Bi-
dens á mánudag.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, sagði í samtali við mbl.is í
gærkvöldi að fregnirnar væru „gjör-
bylting á ástandinu“. „Ef þetta
gengur eftir er þetta mjög jákvætt
og mikilvægt skref fyrir okkur og
okkar viðskiptalíkan. Þá er heildar-
kerfið komið í gang. Markaðurinn í
Bandaríkjunum er gríðarlega mikil-
vægur fyrir okkur, bæði frá Íslandi
og ekki síður frá Evrópu þar sem við
erum að vinna með þetta tengi-
módel.“
Icelandair hefur haldið úti flug-
samgöngum milli Bandaríkjanna og
Íslands í gegnum faraldurinn, en um
tíma var einungis flogið til og frá
Boston. Undanfarna mánuði hefur
verið flogið reglulega á fleiri áfanga-
staði vestanhafs samhliða fjölgun
ferðamanna frá Bandaríkjunum.
Fjölmargar fyrirspurnir
„Við erum búin að vera með nokk-
uð myndarlega flugáætlun inn í
Bandaríkin, í sölu og í framleiðslu,
og við þurfum að sjá hvernig eftir-
spurnin tekur við sér, vera með mik-
inn sveigjanleika og bregðast við
eftir því, bæði hvort við getum bætt
við tíðni og svo áfangastöðum ef
markaðurinn kallar eftir því,“ sagði
Bogi.
Í gegnum faraldurinn hafi Ice-
landair fengið fjölmargar fyrir-
spurnir frá bæði íslenskum og evr-
ópskum viðskiptavinum um
farþegaflug til Bandaríkjanna.
„Í gegnum allt þetta ástand og
þetta tímabil höfum við verið að fá
fyrirspurnir um hvenær við teljum
að Bandaríkin opnist og hvenær Ís-
lendingar geti farið að ferðast. Eins
höfum við fengið fyrirspurnir frá
viðskiptavinum okkar í Evrópu. Það
er mikill áhugi og hefur verið mikið
um fyrirspurnir og eitthvað um bók-
anir.“ »13
Gjörbylting, segir
forstjóri Icelandair
- Rofar til á landamærum vestanhafs
Bogi Nils Bogason