Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 PINZOLO Á ÍTALÍU ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót. Pinzolo á Ítalíu er staðsett aðeins um 10 km. frá Madonna di Campiglio. Skíðasvæðið býður upp á 19 brekkur: 5 bláar, 10 rauðar og 4 svartar og ætti því að vera eitthvað fyrir alla. Einn kláfur fer beint frá bænum alla leið upp í fjall. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur 22. - 29. JANÚAR VERÐ FRÁ:129.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forystumenn í verkalýðshreyfing- unni telja ekki rétt að kjarasamning- unum verði sagt upp nú þegar end- urskoðun samninganna fer í hönd fyrir mánaðamót, þrátt fyrir að for- sendunefnd ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins hafi komist að þeirri nið- urstöðu að forsendur væru brostnar, þar sem stjórnvöld hafi ekki staðið við öll fyrirheit sem gefin voru við gerð lífskjarasamninganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasam- bands Íslands, telur að þetta sé al- menn skoðun manna innan verka- lýðshreyfingarinnar. „Við viljum bara að samningurinn haldi út samningstímabilið og höfum engan áhuga á því að samningarnir detti bara út. Við teljum það mikils virði að halda þeim. Þetta eru mjög skýrar línur af okkar hálfu.“ Þegar fyrir liggur að forsendur samninganna hafa ekki staðist þurfa samninganefndir ASÍ og SA að leita samkomulags um viðbrögð við því. Náist það ekki skal sá aðili sem vill ekki að samningurinn haldi gildi sínu tilkynna það fyrir lok mánaðarins og fellur hann þá úr gildi 1. október næstkomandi. Verði samningum ekki sagt upp gilda þeir til 1. nóvember á næsta ári og þá munu almenn mánaðarlaun hækka um 17.250 krónur um næstu áramót og kauptaxtar um 25 þúsund krónur. „Það þarf að vera búið að klára þetta fyrir klukkan 16 á fimmtudag eftir viku þannig að þetta verður af- greitt í næstu viku,“ segir Björn. Það þurfi síðan að sækja það á hendur næstu ríkisstjórn eftir kosningarnar að klára þau mál sem standa upp á stjórnvöld vegna samninganna. „Þótt við viljum ekki segja upp samningunum þá vitum við ekkert hvað Samtök atvinnulífsins ætla að gera,“ segir Björn. „Mér þætti það teflt á tæpasta vað ef Samtök at- vinnulífsins ætla að fara að segja upp samningum og setja hér allt á annan endann í þessu árferði og þegar menn eru aðeins að komast upp úr öldudalnum,“ segir hann. Vilja ekki segja upp samningum - Segir mikils virði að samningar haldi Björn Snæbjörnsson Miklar annir voru hjá björgunar- sveitum landsins í gær en óveður reið yfir landið laust eftir hádegi sem olli nokkrum vandræðum. Gamli Herjólfur losnaði frá bryggju í Vest- mannaeyjahöfn um eftirmiðdaginn í óveðrinu en starfsmenn hafnarinnar náðu að ræsa vélarnar og með hjálp dráttarbátsins Lóðsins var unnt að ýta gamla Herjólfi að bryggju. Sér þetta ekki oft Um tvö hundruð björgunarsveit- armenn voru að störfum þegar mest lét í gær, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar: „Þetta var rólegur morgunn en svo allt í einu um eitt- leytið skall á þessi bylgja af útköll- um, nokkuð sem maður sér ekkert oft. Það var útkall á fimm til tíu mín- útna fresti í rúmlega tvo tíma. Helstu verkefnin voru foktjón, sér- staklega á Suðurlandi, milli Öræfa og Árnessýslu,“ segir hann og bætir við að farið hafi verið í einhver verk- efni á Suðurnesjum og Höfn í Horna- firði. Þakklæðningar og lausamunir á borð við trampólín fuku í óveðrinu en einnig voru þess dæmi að bílar yltu á hliðina. gær. Aðstæður til veiða voru slæmar en vonir standa til að vindurinn snú- ist í vestanátt og aðstæður batni í dag. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Óveður Vindur fór upp undir 15 metra á sekúndu þar sem skipið Ljósafell sigldi á Austfjarðamiðum síðdegis í gær. Sveitirnar stóðu í ströngu - Gamli Herjólfur losnaði frá bryggju í miklu hvassviðri í gær - Lóðsinn fenginn til að ýta skipinu að landi - Lausamunir fuku - Miklar annir hjá björgunarsveitum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Fauk Gamli Herjólfur fauk frá bryggju í óveðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Hvasst Lausamunir fuku til í Vestmannaeyjum þegar óveðrið stóð sem hæst. Allhvass vindur var einnig á Aust- fjarðamiðum og sló vindmælir um borð í ísfisktogaranum Ljósafelli í 30 hnúta eða um 15 m/s um fimmleytið í Húsbíll fauk þá af vegi á Hvalnes- og Þvottárskriðum og var veginum lokað í kjölfarið. Engum varð meint af að sögn Davíðs. Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. Ríkiskaup og Landhelgis- gæslan efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð en einungis tvö þeirra voru gild og var lægra til- boðinu tekið. Með kaupum á varðskipinu Freyju eykst björgunargeta Land- helgisgæslunnar á hafinu til muna, að því er segir í tilkynningu frá gæslunni, en skipið er sérlega vel búið til björgunar- og löggæslu- starfa. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár þjónustað olíuiðnaðinn. Landhelgisgæslan og dómsmála- ráðuneytið hafa í sameiningu ákveð- ið að heimahöfn varðskipsins Freyju verði Siglufjörður og að skipið njóti þjónustu þar og á Akureyri eftir þörfum. Þessari ráðstöfun er ætlað að tryggja öryggi sjófarenda, lands- manna og auðlinda í hafi á sem best- an máta. Þá segir einnig í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að með aukn- um skipaferðum um norðurslóðir fjölgi ferðum stórra flutninga- og olíuskipa með austur- og norður- strönd landsins og það undirstriki mikilvægi björgunargetu gæsl- unnar. Teikning Freyja verður gerð út frá Siglufirði fyrir Landhelgisgæsluna. Nýtt varðskip á Siglufirði - Freyja sérstaklega búin til björgunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.