Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 28
Þurrk-
grindur
Laugavegi 29 | sími 552 4320
verslun@brynja.is | brynja.is
3 stærðir
Vefverslun
brynja.is
Innan- og utandyra
60 cm x 4,9 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 10.980
Útdraganleg
5x4,2 lm
Verð kr. 8.410
80 cm x 6,7 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 12.220
100 cm x 8,5 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 12.970
Opið virka
daga frá
9-18
lau frá
10-16
Bíó Paradís mun frá og með morgundeginum til 26.
september sýna þær fimm kvikmyndir sem tilnefndar
eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrir Ís-
land er það kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Alma,
og hinar fjórar myndirnar eru Flugt frá Danmörku eftir
leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, Ensilumi frá
Finnlandi eftir Hamy Ramezan, Gunda frá Noregi eftir
Victor Kossakovskíj og Tigrar frá Svíþjóð eftir leikstjór-
ann Ronnie Sandahl.
Kvikmyndir tilnefndar til verðlauna
Norðurlandaráðs í Bíó Paradís
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Bjarki Már Elísson var markahæstur þegar þýsku bikar-
meistararnir í Lemgo unnu nauman sigur á Íslands-
meisturum Vals, 27:26, í 2. umferð Evrópudeildar karla
í handknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær.
Lemgo er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem
verður í Þýskalandi en liðið lenti þó í miklum vandræð-
um í gær því Valur var með sex marka forskot þegar um
tuttugu mínútur voru eftir. Rauða spjaldið fór tvívegis á
loft í leiknum en Björgvin Páll Gústavsson var rekinn af
velli í fyrri hálfleik. »22
Bjarki Már gerði Val enga greiða
í Evrópuleiknum á Hlíðarenda
ÍÞRÓTTIR MENNING
ræða. „Nú má ekki bregða út af sett-
um reglum og eftir að við erum lagð-
ir af stað megum við ekki stoppa aft-
ur til að bíða eftir farþega.“ Hann
segir þetta gert í öryggisskyni með
umferðina í huga, en útskotum fyrir
strætó í Reykjavík hafi reyndar ver-
ið fækkað markvisst með tilheyrandi
töfum á umferðinni. „Því er þetta
tvískinnungur.“
Miklar breytingar hafa orðið hjá
fyrirtækinu frá því Guðmundur hóf
þar fyrst störf. „Mér finnst oft skína
í gegn að breytingarnar séu gerðar
breytinganna vegna,“ staðhæfir
hann. Í því sambandi nefnir hann
nýlega breytingu á leið 6. Nú sé ekið
utan við íbúðahverfi í stað þess að
fara í gegnum það að Egilshöll. „Það
var búið að reyna þetta en þá gekk
það ekki upp,“ segir hann. „Nú er
skýringin sú að þetta verði leiðin þar
sem borgarlínan eigi að vera, en ef
hún á ekki að koma nær fólkinu býð
ég ekki í hana.“ Hann gagnrýnir líka
kaup á strætisvögnum, sem hafi oft
verið vanhugsuð, rétt eins og nafna-
breytingar á biðstöðvum, sem hafi
oft aukið á vandræði farþega. „Sumt
hefur verið til bóta en annað tóm vit-
leysa,“ segir hann, en leggur áherslu
á að aksturinn sé yfirleitt skemmti-
legur og gaman sé að spjalla við aðra
bílstjóra í pásum.
Guðmundur hefur minnkað við sig
og er í 40% vinnu, eingöngu á morg-
unvakt. Vinnufyrirkomulagið sé
skipulagt mánuð fram í tímann og
það sé gott. „Heilsan er góð, en ég
fæ ekki að vinna lengur en þar til ég
verð 72 ára. Ég veit ekki hvað ég
geri í nánustu framtíð en kannski
tek ég Guðmund heitinn Clausen
mér til fyrirmyndar og fer í vinnu
annars staðar eftir að ég verð látinn
fara frá Strætó.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Foreldrar eru stundum fyrirmyndir
barna sinna í námsvali og starfi, en
þó að Pétur Kristinn Jónsson, faðir
Guðmundar Inga Péturssonar, hafi
verið strætisvagnabílstjóri var það
ekki ástæða þess að sonurinn fetaði
sömu leið. „Tilviljun réð ævistarfinu
og góður lífeyrissjóður er ein helsta
ástæða þess að ég fór aftur að keyra
strætó og geri það enn,“ segir hann.
Sjómennskan heillaði Guðmund á
unga aldri. Hann var sumarmaður á
togara á unglingsárunum 1966 til
1969 auk þess sem hann tók þá tvo
jólatúra. Hann fór í Stýrimannaskól-
ann, en meiddist á ökkla í körfu-
boltaleik með ÍR og komst ekki í
jólatúr. Sjómennskan virtist vera
liðin tíð.
„Fóturinn var svo bólginn að ekki
fengust nógu stór stígvél á mig í Ell-
ingsen,“ rifjar hann upp. Hann hafi
verið peningalaus með ófrískri konu,
hafi hætt í skólanum og drifið sig í
meiraprófið og rútuprófið til þess að
geta keyrt utanbæjarbílinn hjá Sani-
tas. „Það var vel borguð vinna enda
vinnudagurinn langur,“ útskýrir
hann. Hann hafi reyndar farið aftur
á sjóinn, en þegar hann hafi verið á
milli skipa 1974 hafi sér boðist starf
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur.
„Ég ákvað að prófa þetta um vet-
urinn en leið vel í sætinu og sat til
1980.“
Breytingar og borgarlína
Næstu tvo áratugina var Guð-
mundur bílstjóri hjá Ferðaþjónustu
fatlaðra og Kynnisferðum en hefur
keyrt strætó frá 2000. „Aksturinn
var hálfgerð þrautalending,“ segir
hann. Bendir á að hann hafi ekki
getað hugsað sér að fara í innivinnu
og ekki hafi verið um auðugan garð
að gresja. „Fólksflutningar hafa allt-
af verið vanmetnir til launa. Laun
strætisvagnabílstjóra hafa samt
ætíð verið góð í samanburði við önn-
ur bílstjórastörf en vissulega er
mjög sjaldgæft að við fáum þjórfé
eins og í rútubílaakstrinum.“
Þegar Guðmundur byrjaði að
keyra strætó þekktu bílstjórarnir
fljótlega flesta farþegana, stoppuðu
fyrir þeim sem voru of seinir og
hleyptu þeim gjarnan út þótt ekki
væri um hefðbundna stoppistöð að
Ekki nógu stór stígvél
- Sjómaðurinn meiddist í körfubolta og fór að keyra strætó
Morgunblaðið/Eggert
Strætó Guðmundur Pétursson kann vel við sig í bílstjórasætinu.