Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021 Frambjóðendur og flokkar eru þessa dag- ana að reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við get- um kosið „rétt“, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt við flest teljum þjónustu þeirra mikilvæga. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver telj- um sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitar- félaga samanstanda af: . Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi . Fasteignaskatti . Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga . Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvars- prósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekju- stofnar eru fasteignaskattur og fram- lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekju- stofna sveitarfélaga hefur það hlut- verk að jafna mismunandi útgjalda- þörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er um- hugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr rík- issjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almennings- samgangna. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyr- ir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunn- skólana. Ljóst er að það myndi fela í sér umtals- verða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu sam- hengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenn- ingssamgöngur sem eru kostn- aðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög end- urgreiðslu virðisaukaskatts af fram- kvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbygg- ingu mannvirkja og um leið áhrifarík- ur hvati til að hefja nauðsynlega inn- viðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosning- anna 25. september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þann- ig til móts við aukna kröfu um þjón- ustu í nærsamfélaginu. Eftir Braga Bjarnason » Í aðdraganda alþing- iskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Fyrir þessar kosningar hefur lítið verið rætt um málefni sveitarfélaga þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Bragi Bjarnason Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamað- ur um sveitarstjórnarmál. Spurt um málefni sveitarfélaga í aðdrag- anda alþingiskosningaÞetta eru tímamót og vel við hæfi að líta aðeins til baka til þeirra frumkvöðla sem komu saman fyrir 80 árum og stofnuðu stétt- arfélag leikara. Það voru stórhuga ein- staklingar, ástsælir listamenn þjóðarinnar sem hittust í byrjun sumars í Iðnó til að ræða þessi mál. Þetta voru þeir Brynjólfur Jóhann- esson sem boðað hafði fundinn, Gest- ur Pálsson, Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Lárus Pálsson, Valur Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephensen. Nokkru síðar var 24 leikurum sent boðsbréf á fyrsta stofnfund: „Vér viljum hér með bjóða yður þátttöku í stofnun „Félags íslenskra leikara“ á fundi sem haldinn verður í Iðnó (uppi) mánudaginn 22. sept- ember kl. 8 ½. Virðingarfyllst: Nokkrir leikarar.“ Stofnfundur var svo haldinn og fé- lagið formlega stofnað þann 22. sept- ember 1941. Fyrsti formaður var Þorsteinn Ö. Stephensen. Á þessum tíma var ekkert atvinnuleikhús starf- andi í Reykjavík. RÚV hafði að vísu útvarpað leikritum frá árinu 1931 sem varð þá fljótlega vinsælasta út- varpsefnið. Leikarastéttin vart nefnd í neinu samhengi við „alvöru“ at- vinnugreinar. Leikarar upp til hópa störfuðu við hin ýmsu störf á daginn og komu svo í leikhúsið og gáfu vinnu sína um kvöldið sér og öðrum til mik- illar ánægju. (Úr 50 ára afmælisriti FÍL sem gefið var út haustið 1991) Síðan þá hefur vissulega margt breyst. Þrotlaus vinna hefur farið í það á síðustu áratugum að byggja upp alvöru stéttarfélag sviðslistafólks og það er aðdáunarvert að hugsa til þess að samvinna og þrautseigja listamanna hefur orðið til þess að Félag ís- lenskra leikara og sviðs- listafólks er enn hér 80 árum síðar og öflugt sem aldrei fyrr. Félag íslenskra leik- ara og sviðslistafólks er stærsta og elsta stéttar- félag sviðslistafólks á Ís- landi. Innan félagsins eru leikarar, dansarar, danshöfundar, leik- myndahöfundar, bún- ingahöfundar, söngv- arar og annað sviðslistafólk sem og nemar í sviðslistum. Félagið gerir kjarasamninga við allar helstu sviðslistastofnanir lands- ins og heldur uppi öflugri hags- munagæslu fyrir sína félagsmenn. FÍL er í nánu samstarfi við grasrót sviðlista og stofnanir í íslensku menn- ingarlífi sem og hið opinbera. FÍL er aðili að Bandalagi íslenskra lista- manna og hefur verið síðan í október 1941. Það er varla hægt við þessi tíma- mót að líta framhjá því að kosningar eru rétt handan við hornið og lista- menn eins og aðrir líta vonaraugum til stjórnmálanna. Það hefur því miður lítið farið fyrir umræðum um listir, menningu og skapandi greinar í samtölum og um- ræðum á opinberum vettvangi með forsvarsfólki þeirra flokka sem nú eru í framboði. Það er umhugs- unarvert, nú þegar við vitum að skap- andi greinar eru vaxtarbroddur nýrra starfa til framtíðar, að lítil sem engin umræða skapast um það nú rétt fyrir kosningar. Þessi geiri kemst varla á blað. Það væri óskandi að þeir ein- staklingar og flokkar sem nú eru í framboði, fólkið sem vill og telur sig geta stjórnað þessu landi, gefi þess- um mikilvæga málaflokki meiri gaum og sjái til þess að menning, listir og skapandi greinar skipi hærri sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að stofna sérstakt ráðuneyti utan um listir, menningu og skapandi greinar, ný- sköpun ætti sömuleiðis vel heima í slíku ráðuneyti. Þessar greinar eru sannarlega lyk- illinn að framtíðinni og því að við séum samkeppnishæf þjóð meðal þjóða. Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði framsækið og skapandi og á er- indi um allan heim. Sömuleiðis eigum við hér á Íslandi alveg stórkostlega listamenn og einstaklinga í öllum list- greinum sem búa til endalaus verð- mæti með hug og hjarta – með sköp- unarkraftinum. Ég skora á þá einstaklinga sem munu mynda nýja ríkisstjórn á næstu vikum og mánuðum að setja þetta á borðið, að uppfæra sig, því betri veg- vísa inn í framtíðina en listamenn og skapandi fólk er varla hægt að finna. Að því sögðu er vel við hæfi að þakka öllum sem hafa komið að upp- byggingu FÍL með þrotlausri vinnu og ósérhlífni í gegnum árin. Sam- vinna er það sem þarf til að byggja upp alvöru stéttarfélag og þau sem hafa varðað veginn síðustu 80 ár eiga hrós skilið og miklar þakkir. Eining er vert að þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum til uppbygg- ingar á sviðslistum sem og öllum list- greinum á Íslandi. Í þessum greinum leynist dýrmætasti auður okkar Ís- lendinga, í skapandi hugsun og skap- andi fólki. Til hamingju með daginn, kæru! F.h. stjórnar FÍL. Eftir Birnu Hafstein Birna Hafstein » Í dag, 22. september 2021, er hátíð- isdagur – Félag ís- lenskra leikara og sviðs- listafólks fagnar nú 80 ára afmæli félagsins. Höfundur er formaður FÍL. Til hamingju með daginn! Mig rak í rogastans er ég las fyrir stuttu grein í Fréttablaðinu eftir Ólaf Arnarson hagfræðing, þann sem hrökklaðist frá Neyt- endasamtökunum á sínum tíma, undir fyrirsögninni „Miðju- stjórn Sigurðar Inga er vænlegur kostur“. Það er óhugsandi að láta lyginni og bullinu í þessari grein ósvarað, t.d. þar sem Ólafur heldur því fram að eftir að Sigmundur Davíð hafi neyðst til afsagnar 2016 hafi það komið í hlut Sigurðar Inga að taka við stórlaskaðri ríkisstjórn og flokki. Ég vil leiðrétta lygina í Ólafi og segja honum að Framsóknarflokkurinn var ekki laskaðri en svo að Sigmundur Davíð hafði leitt hann til eins stærsta kosningasigurs í tíð flokksins, eða um 24%, og einu mistökin sem hann hef- ur gert á sínum stjórnmálaferli voru að afhenda Sigurði Inga forsætisráð- herraembættið á silfurfati því Sig- mundur Davíð hafði svo sannanlega ekkert af sér gert sem útheimti það að hann segði af sér embætti. Sigurður Ingi launaði svo með því, eftir ítrekaðar spurningar um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til for- manns í Framsóknarflokknum á móti Sigmundi Davíð, að hann sagði „aldr- ei, aldrei“, sem var auðvitað tóm lygi. Sigurður Ingi sló þar út Símon Pétur postula en haninn hafði þó galað þrisvar áður en hann sveik Jesú Krist. Það liggur enn fremur nokkuð ljóst fyrir hvað vakir fyrir Ólafi því einu sinni svik verða einmitt oftar svik og mætti vel trúa Sigurði Inga til að svíkja þjóðina með því að samþykkja inngöngu í ESB, sem Miðflokkurinn myndi aldrei gera. Af eigin reynslu veit ég að til er gott og skynsamt fólk í Framsóknarflokknum og er því nokkuð undr- andi yfir þjónkun þess við Sigurð Inga en fleira kemur til að vera undr- andi yfir. Lilja með allt niður um sig Talað er um að næsti kandídat í formannsstól Framsóknar sé Lilja menntamálaráðherra, sú sem varð fyrir kulnun í starfi við að gera ekki neitt. Hún er með allt niður um sig í menntamálunum, ekki síst í skóla- málum unglinga, svo ekki sé talað um málefni íþrótta eins og dæmin sanna. Þá er ekki úr vegi að minnast á ráðn- ingu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Lilju. Þar staðfesti héraðsdómur að hún hefði brotið jafnréttislög en lét sér ekki segjast þótt hún tapaði mál- inu, þvílíkur er hrokinn. Ég kemst heldur ekki hjá að minn- ast lítillega á mál, sem ég undirrit- aður átti í við Minjastofnun, sem heyrir undir ráðuneyti Lilju, og bað hana persónulega um aðstoð svo ég tapaði ekki nokkrum milljónum, sem ég ellilífeyrisþeginn hafði engin efni á. Hún tók þá ekkert tillit til greinar- gerða eftir virtan sagnfræðing, Jón Hjaltason, annars vegar né virtan arkitekt, Hjörleif Stefánsson, hins vegar, í staðinn birti hún grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ráðuneytið hefur svarað Hjörleifi“, sem var þvílíkt bull og vitleysa og í engu samræmi við það sem ég var að biðja hana um. Ég verð líka að taka það fram að þarna hafði ég nýlega sagt mig úr Framsóknarflokknum eftir um 40 ára veru þar þar sem ég undi mér ekki lengur undir stjórn þessa svikula fólks. Framsókn berst liðsauki Ný kona í landsmálunum leiðir nú lista Framsóknar í NA-kjördæmi og án þess að mér komi það við var gengið fram hjá mætu fólki og sitj- andi þingmönnum, þeim Líneik Önnu og Þórarni Inga, en fram fyrir þau var tekin Ingibjörg Ísaksen, bæjar- fulltrúi á Akureyri, sem unnið hefur sér til „frægðar“ að vera þátttakandi í óstjórnlegri framúrkeyrslu í fjár- málasukki því sem varð í sambandi við uppbyggingu listasafnsins hér í bæ og nam „aðeins“ hálfum millj- arðikróna. Ekki nóg með það, heldur var byggð brú yfir það sem kölluð er „brúin yfir ekki neitt“ og fór hún „að- eins“ nokkra tugi milljóna fram úr áætlun og þykir þetta nokkuð vel í lagt hjá frambjóðandanum. Mér datt því í hug að ef Framsókn kemst aftur í ríkisstjórn þá er þarna á ferðinni góður liðsauki í fjár- laganefnd Alþingis eða hitt þó held- ur. Að lokum: Sigurði Inga tókst að stuðla að klofningi 100 ára gamals stjórnmálaflokks og bola í burtu, með fulltingi sérlega lélegs fólks innan flokksins, manninum sem hafði leitt flokkinn til eins stærsta sigurs í kosn- ingum sem um getur. Svona manni er auðvitað alls ekki treystandi! Það er margt gott og skynsamt fólk í Fram- sóknarflokknum, það þekki ég eins og ég hef áður sagt, og Miðflokkurinn stendur því alltaf opinn. Eftir Hjörleif Hall- gríms Hjörleifur Hallgríms » Það er margt gott og skynsamt fólk í Framsóknarflokknum og Miðflokkurinn stendur því ávallt opinn þar sem heiðarleikinn er í fyrirrúmi. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Ólafur Arnarson og Framsókn Ég heyrði konu eina vera að vandræðast með það að frambjóð- andinn sem hún vildi styðja, Arnar Þór Jóns- son héraðsdómari, væri í framboði í „kraga- kjördæminu“ en ekki því þar sem hún er á kjörskrá. Ég hnaut við þar eð mitt „vandamál“ er það sama. Fluttur úr Kópavogi í Reykjavík suður. Það er samt bara allt í lagi! Maður styður þennan ágæta mann – og ekki bara hann: Bjarni Benediktsson sjálf- ur, í því sama kjördæmi, nýtur einnig stuðnings þegar kosið er D, sama í hvaða kjördæmi er. Í mínu tilfelli leiðir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra D-listann eftir spennandi prófkjör þar sem ýmsar óvæntar vendingar áttu sér stað. Ung og kraftmikil kona, Diljá Mist, kom skyndilega fram á sjónarsviðið, er sýnir að jafnréttið heldur til í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og það hefur alla tíð gert. Þar blómstra framsæknar og duglegar konur sem fá að njóta sín – eins og formaðurinn hefur margoft raunsýnt. Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir er eitt eftirtektarverðasta dæm- ið. Það er ekki erfitt að merkja við D þegar annað eins úrvalsfólk er í fram- boði. Ykkar einlægur er þó að vísu með böggum hildar, því úrvalsmað- urinn Birgir Ármannsson lenti ekki í öruggu sæti. Þessi æsingalausi og reyndi þingmaður. Bráð- gáfaður, vel menntaður og óvenju vel máli farinn sem slíkur. Nú er hann í baráttusætinu í kjördæminu mínu svo ég heiti á fólk hvarvetna á landinu að kjósa D. Ekki bara til að styðja hann, heldur líka Bjarna Benedikts- son, allar toppkonurnar og einnig Arnar Þór dómara, auk fjölda ann- arra mjög frambærilegra frambjóð- enda er einhuga stefna að takmark- inu „land tækifæranna“. Kjósum bara Sjálfstæðisflokkinn Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson » Það er ekki erfitt að merkja við D þegar annað eins úrvalsfólk er í framboði. Höfundur er leigubílstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.