Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 222. tölublað . 109. árgangur . FRUMSÝNIR NÝTT STUTTVERK Í HÁDEGINU HVER ERU ÞOLMÖRKIN? FERÐAHUGUR FYRIRTÆKJA EYKST Á NÝ FERÐAMENN Á ÞINGVÖLLUM 12 VIÐSKIPTAMOGGINNBJARNI JÓNSSON 24 Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Formenn allra þeirra níu stjórn- málaflokka sem mælast inni á Al- þingi mættu í húsnæði Morgun- blaðsins í Hádegismóum í gær til að takast á í kappræðum. Segja má að þær marki upphaf lokasprettsins í baráttunni fyrir alþingiskosningar sem fara fram á laugardaginn. Andrés Magnússon og Stefán Ein- ar Stefánsson stýrðu kappræðunum, sem sýndar verða á mbl.is í dag, og fóru m.a. yfir nýjustu könnun MMR sem unnin var í samstarfi við Morg- unblaðið og mbl.is. Miðað við þær niðurstöður er ljóst að stjórnar- myndunarviðræður verða flóknar, en engin þriggja flokka ríkisstjórn er á sjóndeildarhringnum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrri þættinum að það væri álitamál hvort flokkurinn tæki þátt í samsteypu- stjórn við þær aðstæður sem könnun MMR teiknar upp. Þá sagði Logi Einarsson ljóst að færi væri á að mynda nýja ríkisstjórn og ítrekaði að Samfylkingin myndi ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Lokaspretturinn hafinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skipst á skoðunum Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson verða í fyrri þættinum, en báðir birtast á mbl.is í dag. - Formenn stjórnmálaflokkanna hófu lokasprettinn í kapp- ræðum Dagmála - Leiðtogarnir mætast í tveimur þáttum Kappræður Dagmála 1. þáttur: Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Smári Egilsson, Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, Bjarni Benediktsson. 2. þáttur: Inga Sæland, Katrín Jakobsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. MFormannakappræður »4 & 6 Evrópumeistararnir frá Hollandi reyndust ofjarlar íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum í gærkvöld þegar liðin mættust þar í undankeppni heimsmeistaramótsins. Hollendingar sigruðu 2:0 með mörkum frá Danielle Van De Donk og Jackie Groenen en íslenska liðið fékk þó sín færi í leiknum. Möguleikar Íslands á að vinna riðilinn og komast beint í loka- keppnina sem verður haldin í Eyjaálfu árið 2023 eru þar með strax orðnir takmarkaðir en mestar líkur eru á að liðið berjist við Tékka um að komast í umspil. Næsti leikur er einmitt gegn Tékkum á Laugardalsvellinum 21. október og hann ræður miklu um framhaldið hjá íslenska lið- inu. »23 Morgunblaðið/Eggert Ósigur Íslensku landsliðskonurnar ganga ósáttar af velli eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Hollendingum á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Evrópumeistar- arnir of sterkir - Holland vann 2:0 á Laugardalsvelli Knattspyrnusamband Íslands sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að það hafi farið þess á leit við Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á við- brögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Ís- lands. Nefndinni er ætlað að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar Guðna Bergssonar formanns og stjórnar KSÍ og bregðast við ásök- unum um þöggun. Þá á nefndin að taka sérstaklega til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta sé gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Þá sneri Klara Bjartmarz fram- kvæmdastjóri KSÍ aftur til starfa í gær eftir að hafa verið í leyfi að und- anförnu. Hennar verkefni er nú að undirbúa aukaþing KSÍ sem haldið verður 2. október en þar verður kjörin ný stjórn sambandsins sem sitja á fram að næsta ársþingi. KSÍ biður um nefnd hjá ÍSÍ - Klara snýr aftur til að undirbúa aukaþing Róbert Guðfinns- son, fjárfestir og athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að bjóða til sölu allar ferðaþjónustu- eignir sínar í bænum. „Ég hef verið með tvær ein- ingar í uppbygg- ingarfasa á Siglufirði, annars vegar í ferðaþjónustu og hins vegar í líf- tæknifyrirtækinu Genís. Það er nokkuð ljóst að Genís mun kalla á mjög mikla athygli á næstu miss- erum, enda liggja þar feikileg tæki- færi. Ég verð því að velja á milli þess að sinna Genís vel eða ferðaþjónust- unni,“ segir Róbert í samtali við Við- skiptaMoggann. Eignirnar sem um ræðir eru Sigló hótel, Gistihúsið Hvanneyri og veit- ingastaðirnir Rauðka, Hannes Boy og veitingastaðurinn Sunna á Sigló hóteli. Róbert selur allt á Siglufirði Róbert Guðfinnsson - Hyggst einbeita sér að Genís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.