Morgunblaðið - 22.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2021
Geir H. Haarde, fyrrv.
formaður Sjálfstæðisflokksins
er gestur á opnum
hádegisfundi eldri
sjálfstæðismanna á H
Reykjavík Nordica kl
ilton
. 12 í dag.
Fundur með
Geir H. Haarde
Allir velkomnir.
Geir H. Haarde
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfisráðherra og fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Land-
verndar, verður seint sakaður um
aðgerðaleysi á síðustu dögum sín-
um í embætti fyrir komandi kosn-
ingar. Ráðherrann
hefur farið lands-
horna á milli og
friðlýst í gríð og erg
svo að landeigendur
mega hafa sig alla
við að fylgjast með
hvar hann drepur
niður fæti.
- - -
Ráðherrann er ánægður með
framgöngu sína og greindi frá
því fyrir nokkrum dögum að frið-
lýsingar hans væru komnar upp í
28 það sem af er embættistíðinni.
Segja má að þetta sé í samræmi við
stefnu VG um að friðlýsa „30% af
landi og hafi fyrir árið 2030“ sem
umhverfisráðherrann segir að sé „í
samræmi við stefnu metnaðar-
fyllstu ríkja heims“. Ekki er ljóst
hvað þessi tala, 30%, kemur nátt-
úruvernd við, en líklegt má telja að
frekar ætti að ráðast í friðlýsingar
eftir mat á tilteknu svæði en á
grundvelli slíks markmiðs.
- - -
Víða hefur verið friðlýst hér á
landi áður en Guðmundur Ingi
settist í stól umhverfisráðherra, en
almennt hefur það verið vel und-
irbúið og gert í góðri sátt.
- - -
Í kapphlaupinu sem umhverfis-
ráðherrann er nú í við fyrrver-
andi framkvæmdastjóra Land-
verndar hefur orðið vart meiri
gagnrýni en áður sem þarf ekki að
koma á óvart þegar friðlýsingar
eru afgreiddar af færibandi.
- - -
Er víst að það sé verndun lands-
ins fyrir bestu að ganga fram
af slíkum ofsa í þessum efnum? Er
ekki betra að vanda undirbúning og
vinna slík mál í meiri sátt?
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Friðlýsingar
á færibandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rostungurinn Valli, sem hefur gert
sig heimakominn á Höfn í Hornafirði
síðustu daga, dregur að sér athygli
þar í bæ. Skepnan hefur skriðið upp
á flotbryggjuna í Hornafjarðarhöfn,
þar sem hent er til hennar æti.
„Rostungurinn er þægur og prúð-
ur,“ sagði Vignir Júlíusson for-
stöðumaður Hornafjarðarhafna í
samtali við mbl.is í gær. Vignir segir
skepnuna ekki hafa valdið neinu
tjóni en sé þetta sama dýr og sést
hefur í höfnum á Írlandi, eins og
haldið er fram, gæti allt gerst. Ytra
er rostungurinn kallaður Wally, eða
Valli, og hefur víða valdið tjóni.
Samkvæmt því sem fram kemur á
Vísindavefnum hafa rostungar ekki
haft fasta viðveru við Ísland síðustu
aldir. Þau stöku dýr sem sjást hér,
kannski eitt dýr á áratug, eru flæk-
ingar, líklega mest frá Grænlandi.
Þau hafa hér skamma dvöl og eru
iðulega horfin innan mánaðar. Skýr-
ingin á því hversu fáséð þessi flæk-
ingsdýr eru hér, segir í grein eftir
Hilmar J. Malmquist líffræðing, er
sú að hér við land er of hlýtt og ís
vantar. Rostungar séu háðir kulda;
að minnsta kosti yfir æxlunartíma
og kelfingu.
rebekka@mbl.is / sbs@mbl.is
Valli vekur athygli
- Sjaldséð dýr í heitum sjónum við Ísland
Ljósmynd/Hornafjarðarhöfn
Rostungur Skepnan er stór og vígaleg og margir vilja líta hana augum.
Hreindýraveiðitímanum lauk al-
mennt sl. mánudag, 20. september,
sem var síðasti veiðidagur á hrein-
kúm. Veiði á þeim hófst 1. ágúst.
Veiði á hreintörfum hófst 15. júlí og
lauk henni 15. september. Að auki
verður leyfð veiði á 46 kúm 1.-20.
nóvember á veiðisvæðum 8 og 9.
Kvótinn var alls 1.220 dýr.
Ekki tókst að veiða 24 dýr af þeim
1.174 sem mátti veiða hingað til á
árinu. Af gekk 21 hreinkýr og þrír
hreintarfar. Í veiðifréttum á vef
Umhverfisstofnunar (ust.is) segir að
þessi niðurstaða verði að teljast góð.
„Of mikil samþjöppun varð á veið-
um seinni hluta veiðitímans. Í heild
var veður gott á veiðitímabilinu og
fáir þokudagar heilt yfir. Óvenjulegt
að suðlægar áttir eða hægviðri með
áttleysu vari stóran hluta tímans,“
segir í fréttinni. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hreindýr Veiðitímabili hreindýra er almennt lokið. Ekki tókst að fella 24
dýr af kvótanum. Takmörkuð veiði á hreinkúm verður leyfð í nóvember.
Góður árangur á
hreindýraveiðunum