Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Eitthvað var um símhringingar milli ríkisstjórnarflokkanna í dag, en eig- inlegar þreifingar um framhald á stjórnarsamstarfinu eru ekki hafnar. Velflestir nýbakaðir þingmenn reyndu að sofa út í gær, en síðan var tekið til skrafs og ráðagerða innan flestra flokka, þar sem rædd var bæði sókn og vörn. Gengið er út frá því sem vísu að fyrst verði látið reyna á að endur- nýja núverandi stjórnarsamstarf, enda virðast flestir sammála um það – bæði í stjórn og stjórnarandstöðu – að kosningaúrslitin feli fyrst og fremst í sér stuðningsyfirlýsingu meirihluta kjósenda við ríkisstjórn- ina. Forystumenn ríkisstjórnarinnar töluðu enda mjög á þann veg á seinni hluta kosningabaráttunar, að ríkis- stjórnarsamstarfið væri eitt kosn- ingamálanna og gengu raunar nokk- uð langt í því samhengi, þótt þeir gleymdu sjaldnast hefbundnum yf- irlýsingum um að vitaskuld gengju þeir óbundnir til kosninga. Stöku stjórnarþingmenn, jafnvel ráð- herrar, gáfu þó eitt og annað til kynna um að annars konar samstarf kæmi til greina eða væri jafnvel æskilegt. Þreifingar í dag Það má telja næsta víst að eigin- legar þreifingar um áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefjist í dag. Stjórnarþingmaður, sem Morgunblaðið ræddi við, taldi að það ætti að geta gengið hratt fyrir sig, formenn stjórnarflokkanna þekktust orðið vel og milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust. Hins vegar er ljóst að stjórnar- samstarfið heldur ekki bara áfram sisona, allir hafa formenn flokkanna þriggja haft á orði að semja þurfi um nýjan stjórnarsáttmála sem endur- spegli bæði það sem mætti afgangi á liðnu kjörtímabili og helstu kosn- ingaáherslur flokkanna á síðustu vikum. Við blasir að um það allt eru flokk- arnir ekki á eitt sáttir í öllum málum, þó einnig sé bent á að í mörgum málaflokkum ríki samstaða um það sem koma skal. Eflaust verður þó eitthvað þráttað um forgangsröð og fjárveitingar. Metnaður Sigurðar Inga Hið vandasamasta verður án nokkurs vafa hvernig flokkar skipta með sér verkum í ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, getur með réttu vísað til stóraukins þing- styrks flokks síns og að hið aukna umboð flokksins frá kjósendum þurfi að endurspeglast við ríkisstjórnar- borðið. Þingmenn, sem blaðið ræddi við, telja að Sigurður Ingi muni hreyfa þeirri hugmynd að hann verði for- sætisráðherra. Hitt sé annað mál hversu mikil alvara sé þar að baki, slík krafa geti nýst honum í öðrum samningum um skiptingu ráðuneyta. Framsókn hafi að mörgu leyti ver- ið „þögli félaginn“ í ríkisstjórnar- samstarfinu en geti nú gert auknar kröfur af nýjum metnaði, sem fylgi kosningasigrinum. Talið er að Vinstri græn felli sig ekki við aðild að ríkisstjórn nema Katrín Jakobsdóttir verði áfram for- sætisráðherra. Því til stuðnings er bent á miklar persónuvinsældir hennar, sem nái langt út fyrir raðir stuðningsmanna flokks hennar. Þar fyrir utan er rætt um að nú styttist aftur í kjarasamnninga, sem viðbúið er að reynist erfiðir. Þá kunni að skipta sköpum að hafa vinstrimann í forsætisráðuneytinu. Ekki er útilokað að samstarfs- flokkarnir fallist þau rök, „en það mun kosta,“ eins og einn viðmæl- enda blaðsins orðaði það. Fjármálaráðuneytið í sjónmáli Helst er talið að Sigurður Ingi hafi þá áhuga á fjármálaráðuneytinu, sem talið er næstvaldamesta ráðu- neytið, þótt ekki sé víst að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, getist að hugmyndinni. Hann fer eftir sem áður fyrir stærsta flokknum á þingi. Utanríkisráðuneytið kæmi vita- skuld einnig til greina, það þykir mikið virðingarembætti, en á hinn bóginn þykir það ekki henta flokks- formönnum vel, embættið útheimti mikil ferðalög erlendis og slík frá- vera fari ekki vel saman við pólitísk forystustörf heima fyrir. Þetta getur reynst býsna snúið og viðbúið að enginn verði fullsáttur við niðurstöðuna. Aftur á móti er rétt að hafa í huga að í kosningabaráttunni viðruðu bæði Bjarni og Sigurður Ingi hugmyndir um uppstokkun ráðuneyta og flutning á málaflokk- um milli þeirra. Frumleiki í þeim efnum kynni að vera lykillinn að því að um semjist, svo flestum líki. Fleiri kostir í boði Líkt og sjá má hér að ofan eru þó ýmsir aðrir kostir til þess að mynda starfhæfa og lífvænlega ríkisstjórn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að innifela í sér Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk, nú eða báða. Varla verður farið að ræða þá strax, en við samningaborðið getur verið gott að hafa þá í bakhöndinni. Sem hótun ef ekki annað. 13 16 5 6 3 6 8 6 24,4% 17,3% 5,4% 8,3% 8,8% 9,9% 12,6% 8,6% Þingsæti og nokkrir líklegir ríkisstjórnarmeirihlutar Samkvæmt úrslitum Alþingiskosninga 25. september 2021 J J J J J J J J J BDV 37 þingmenn BDF 35 þingmenn BFSV 33 þingmenn BCD 34 þingmenn CDFV 35 þingmenn BCFPS 36 þingmenn Alls eru möguleg ríkisstjórnarmynstur 14 talsins ef tillit er tekið til yfirlýsinga Pírata og Samfylkingar, þar sem samstarf við tiltekna flokka aðra er útilokað. Þær mögulegu ríkisstjórnir eru þó mislíklegar í ljósi pólitískra ástæðna, en eins skiptir máli fyrir lífvænlega ríkisstjórn, að meirihlutinn sé rúmur. Þrátt fyrir að 32 þingmanna meirihluti sé tæknilega nægur er almennt litið svo á að rýmri meirihluta þurfi til þess að ríkisstjórn standi af sér pólitískar uppákomur og átök innan stjórnar. Eins er oftast talið að meiri friður ríki á stjórnarheimilinu eftir því sem stjórnarflokkar eru færri. Til hægri gefur að líta sex meirihluta, sem uppfylla þau skilyrði. Sjálfstæðisflokkur Framsókn Miðflokkur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylking Vinstri græn Píratar Margir kallaðir en fáir útvaldir - Gengið er út frá að fyrst verði rætt um endurnýjað stjórnarsamstarf - Ýmsir aðrir kostir í stöðunni - Sigurður Ingi sagður sækjast eftir forsætisráðuneyti - Rætt um uppstokkun ráðuneyta og stólaskipti Logi Einarsson, formaður Samfylk- ingarinnar, segist hafa fundið tals- verðan meðbyr fyrir kosningar og að flokkurinn hafi ætlað sér meira. Skoðanakannanir höfðu margar bent til þess að fylgi Samfylking- arinnar yrði meira en kom á dag- inn, en flokkurinn tapaði einu þing- sæti. „Í venjulegu árferði held ég að þjóðin átti sig á því að það þurfi að gera miklar breytingar á ýmsu hjá okkur,“ segir Logi og bætir við að hann telji að heimsfaraldurinn hafi leikið hlutverk og haft áhrif á gengi flokksins í kosningunum. „Ég hugsa að þegar þjóðin er bú- in að ganga í gegnum eitt og hálft ár í Covid, hafi hún ekki lagt í nema það sem hún þekkti þegar hún kom í kjörklefann, þótt hún væri tilbúin að gefa okkur svörin í skoð- anakönnunum,“ segir formaðurinn. „Mér finnst brýnasta verkefnið að fólk sem aðhyllist félagshyggju, jöfnuð og réttlæti samstilli krafta sína. Það er flóknara þegar Vinstri græn, okkar pólitísku nágrannar, hafa verið hinum megin við línuna.“ Að hans mati er íslenska flokka- flóran fjölbreytt en þeir taki þó fylgi hver af öðrum. Þurfi að miðla stefnunum bet- ur Logi bendir á að stjórnmál séu ekki skammtímakeppni, heldur séu þau eilífðarverkefni. Samfylkingin sé með góða grunnstefnu sem höfði til þjóðarinnar, en þurfi þó að finna leiðir til að miðla henni betur og skapa meiri stuðning við hana. „Þjóðin ákveður og við sýnum því auðmýkt og virðum það, erum með sprækan og reynslumikinn þing- flokk sem er tilbúinn í verkefni kjörtímabilsins.“ Faraldurinn hafi leikið hlutverk - Segir félagshyggjufólk þurfa að samstilla krafta sína Morgunblaðið/Eggert Árferði Logi segir frambjóðendur sýna auðmýkt gagnvart vali þjóðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.