Morgunblaðið - 27.09.2021, Qupperneq 8
Ef við lítum á nokkur mál sem
stjórnmálaflokkarnir tefldu
fram sem sínum meginmálum fyrir
nýafstaðnar kosningar má draga
ályktanir.
- - -
Ný stjórnarskrá var hugðarefni
tiltekinna flokka og er óhætt
að segja að þeirri hugmynd hafi
verið hafnað. Kjósendur sýndu eng-
an áhuga á að enn eitt kjörtímabilið
yrði farið í gegnum þá umræðu að
umbylta stjórnarskránni. Nú er nóg
komið, sögðu þeir.
- - -
Ákveðnir flokkar reyndu líka að
slá sér upp með því að bjóða
kjósendum upp á að hækka veiði-
gjöld á sjávarútveginn eins og ekki
væri nóg að hann, einn atvinnu-
greina, greiddi sérstakan skatt.
Þessu tilboði höfnuðu kjósendur og
fengu þeir flokkar sem fyrir þessu
töluðu lítið fylgi og minnkuðu á
milli kosninga.
- - -
Svipaðir flokkar vildu tengja
okkur við evru, láta kjósa um
aðildarumsókn að ESB eða stíga
með öðrum hætti skref í átt að Evr-
ópusambandinu. Enginn áhugi
reyndist á þessu meðal kjósenda,
nema síður væri.
- - -
Kjósendur reyndust ekki heldur
hafa nokkurn áhuga á að sjá
fjölflokka vinstri stjórn setjast að
völdum með tilheyrandi skatta-
hækkunum, auknum ríkisumsvifum
og almennum glundroða, enda sjá
allir hvernig það mynstur hefur
reynst í Reykjavík.
- - -
Augljóst er að kollsteypunum,
gylliboðunum og dellu-
hugmyndunum var hafnað í kosn-
ingunum um helgina.
STAKSTEINAR
Málin sem kjós-
endur höfnuðu
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Miðflokksins, segist hafa vaknað upp við
„óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað
innan lands eða utan“ í gærmorgun. Greindi
hann frá því á Facebook að hann hefði sofnað
með tölvuna í fanginu og svo vaknað við von-
brigðin. Þá segir hann einnig að úrslitin hafi
komið honum mikið á óvart. Hann hafi aldrei
upplifað eins mikinn mun á stemningu fyrir
kosningar og niðurstöðunum. Flokkur Sig-
mundar, Miðflokkurinn, tapaði fjórum þing-
sætum.
Sigmundur líkir niðurstöðu Miðflokksins við
stöðu hollenska lýðræðisflokksins og segir að
faraldurinn hafi öllu breytt. Hann bendir á að
flokkurinn hafi komið fram á svipuðum tíma í
Hollandi og verið með svipaðar áherslur. Hafi
hann fengið flesta kjörna fulltrúa í hollensku
sveitarstjórnarkosningunum og verið með 20
prósenta fylgi fram að faraldrinum.
„Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu
með fimm prósenta fylgi,“ segir Sigmundur og
bætir við að hann hafi trúað því að Miðflokk-
urinn myndi sleppa við sömu örlög en svo hafi
ekki orðið.
Úrslitin vonbrigði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Völd Fjórir sitjandi alþingismenn hafa gegnt
embætti forsætisráðherra. Þeir sjást hér.
- Óvæntustu kosningaúrslit í minni Sigmundar
Halldóra Mogensen, þingflokks-
formaður Pírata, segir að þótt það
séu vonbrigði að hafa ekki náð inn
þingmönnum utan af landi sé það
fagnaðarefni að flokkurinn hafi
óvænt náð inn þremur þingmönnum
í jöfnunarsætum. Píratar héldu sín-
um sex sætum. „Við erum bara stolt
af því að hafa haldið velli í þessu
flokkakraðaki. Það eru svo margir
flokkar að bjóða sig fram,“ sagði
Halldóra í samtali við mbl.is í gær.
Átta flokkar af ellefu náðu inn á
þing.
Píratar lentu í tilfinningarússí-
bana í gær þegar fyrstu úrslit gáfu
til kynna að hin 21 árs gamla Lenya
Rún Taha Karim hefði náð kjöri í
jöfnunarsæti í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður. Eftir endurtalningu í
Norðvesturkjördæmi datt Lenya út
af þingi, en flokkurinn tapaði þó ekki
manni því hann fékk jöfnunarsæt-
ismann í Suðvesturkjördæmi, Gísla
Rafn Ólafsson.
Sér á eftir Jóni Steindóri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, segir það
óendanlega sárt að missa Jón Stein-
dór Valdimarsson út af þingi. Jón
sóttist eftir endurkjöri og skipaði
annað sæti á lista flokkins í Reykja-
víkurkjördæmi norður. „Hann hefur
verið einn ötulasti maðurinn inni á
þingi og komið í gegn mikilvægum
málum eins og samþykkismálinu og
fleiri prinsippmálum. Um leið og ég
fagna öflugum liðsauka í Sigmari
[Guðmundssyni] og Guðmundi
[Gunnarssyni],“ segir Þorgerður
sem hefði viljað sjá hærra fylgi hjá
Viðreisn. Flokkurinn hlaut 8,3% fylgi
á landsvísu, bætti við sig einum þing-
manni og telur því fimm þingmenn.
Þingflokkur Viðreisnar styrkti stöðu
sína á landsbyggðinni í kosningunum
og fagnaði Þorgerður því.
Halldóra ánægð
með gengi Pírata
- Viðreisn bætti við sig þingmanni
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Andstaða Flokkar Þorgerðar og
Halldóru misstu ekki þingsæti.