Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Tuttugu og fimm þingmenn hverfa af
þingi eftir kosningarnar á laugardag-
inn. Af þeim sóttust átta eftir endur-
kjöri. Nokkrir til viðbótar höfðu
sömuleiðis sóst eftir því að vera á
lista hjá sínum flokkum en hlutu ekki
brautargengi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir náði
ekki sæti á Alþingi. Hún skipaði ann-
að sæti á lista Vinstri grænna í Norð-
vesturkjördæmi. Lilja hafði leitt lista
flokksins í kjördæminu síðustu þrjár
kosningar og hafði verið á Alþingi í
tólf ár. Hún segir niðurstöður kosn-
inganna vera vonbrigði.
„Já heilt yfir eru þetta vonbrigði
þar sem maður reiknaði með að rík-
isstjórnarsamstarf þessara þriggja
flokka undir forystu Katrínar myndi
skila Vinstri grænum betra fylgi en
þetta,“ segir Lilja í samtali við Morg-
unblaðið.
Flokkar til vinstri séu öflugir
Þá segir Lilja að vinstri menn þurfi
að skoða stöðu sína og hætta að
skjóta á hver annan. „Ég sem vinstri
manneskja vil að flokkar til vinstri í
heild sinni séu öflugir á Íslandi. Menn
þurfa kannski að slípa betur saman
áherslur sínar og finna betri sam-
legðaráhrif. Þeir ættu ekki stöðugt að
tala niður margt jákvætt sem gert er
og eru góð vinstri mál, eins og mér
hefur fundist hafa verið gert á síðasta
kjörtímabili af hálfu margra í stjórn-
arandstöðunni.“
Spurð hvort henni finnist að vinstri
flokkarnir ættu að sameinast í einn
flokk segir hún að það sé ekki endi-
lega lausnin. Aftur á móti væri hollt
fyrir alla að skoða hvað þau sem deila
sameiginlegum hugsjónum geti gert
til að hrinda þeim í framkvæmd.
Lilja segist ekki vera viss um hvað
hún fari að gera núna en kveðst ekki
láta hætta að heyra í sér.
Hefði viljað sterkari útkomu
„Ég fer örugglega að gera eitthvað
skemmtilegt en ég átti alveg eins von
á því að það yrði erfitt að ná öðru
sæti. Ég er ekki að missa mig yfir
þessu persónulega en fyrir flokkinn
minn og framtíð hans þá hefði ég vilj-
að sjá útkomu hans sterkari.
Ég er baráttukona í eðli mínu og
hef áhuga á þjóðmálum og ég mun
örugglega láta í mér heyra hvort sem
það er í mínum flokki eða annars
staðar.“
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Jón Steindór
Valdimarsson
Sigríður Á.
Andersen
Brynjar
Níelsson
Kristján Þór
Júlíusson
Páll
Magnússon
Ólafur
Ísleifsson
Karl Gauti
Hjaltason
Þorsteinn
Sæmundsson
Gunnar Bragi
Sveinsson
Sigurður Páll
Jónsson
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Jón Þór
Ólafsson
Smári
McCarthy
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Guðmundur
Andri Thorsson
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
Guðjón S.
Brjánsson
Albertína F.
Elíasdóttir
Kolbeinn
Proppé
Ólafur Þór
Gunnarsson
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Ari Trausti
Guðmundsson
B DD D D MMMM M M
P P P V V V V V VS S S S
C
Hverfa á braut úr Alþingishúsinu
- Átta þingmenn sóttust eftir endurkjöri en náðu ekki inn - Lilja Rafney segir niðurstöðu kosning-
anna vonbrigði fyrir Vinstri græn - Vinstri flokkarnir eigi ekki að sameinast en þurfi að skoða stöðuna
Morgunblaðið/Hari
Þrif Átta fráfarandi þingmenn sótt-
ust eftir endurkjöri í kosningunum.
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Mjótt var á munum þegar kom að
því hvaða jöfnunarþingmenn næðu
inn á Alþingi. Frambjóðendur duttu
ýmist inn eða út. Haldinn verður
fundur um mögulega endurtalningu
atkvæða í Suðurkjördæmi í dag.
Vildi betri kosningu
á landsvísu
Una Hildardóttir, sem skipaði
annað sæti á lista Vinstri grænna í
Suðvesturkjördæmi, náði ekki kjöri
á Alþingi en um tíma leit út fyrir að
hún væri inni sem jöfnunarþingmað-
ur.
„Þetta er alltaf erfitt en ég átti
von á því að ég myndi enda sem
jöfnunarþingmaður í baráttu við
rúlletuna þar, þannig að ég var með-
vituð um það að ég gæti verið inni
eða úti. Ég fór bara að sofa eftir að
ég sá niðurstöðuna frá Suður-
kjördæmi, því þá var ljóst að það
væri ólíklegt að ég myndi enda inni
sem jöfnunarþingmaður,“ segir Una
í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins.
Niðurstöður kosninganna hafi
komið henni aðeins að óvörum.
,,Niðurstöðurnar komu smá á óvart
þar sem tvísýnt var hvort rík-
isstjórnin héldi velli, en ég hefði vilj-
að sjá okkur standa okkur betur á
landsvísu.“
Una bætir við að það komi á óvart
að Sósíalistaflokkurinn náði ekki
manni inn. Hún hélt að sá flokkur
ætti meira inni. „Það var leiðinlegt
að sjá margar gamlar baráttusystur
og -bræður, sem voru í innra starfi
Vinstri grænna, ekki ná inn. Ég
hefði viljað sjá þeim ganga vel líka.“
Kjósendur flokksins séu líklegri
til að mæta á kjörstað en til að
greiða atkvæði utan kjörfundar.
„Við sjáum hjá okkur að við missum
dampinn þegar kemur að utankjör-
fundaratkvæðum. Það er eins og
þau sem mættu á kjörstað á kjördag
hafi verið líklegri til að kjósa okk-
ur.“
„Vonbrigði fyrir mig“
Daði Már Kristófersson, sem
skipaði annað sæti á lista Viðreisnar
í Reykjavíkurkjördæmi suður og er
jafnframt varaformaður flokksins,
segir niðurstöðu kosninganna von-
brigði en er ánægður með fylgi
flokksins á landsvísu.
„Það voru vonbrigði fyrir mig en
á móti kemur að við fáum annað
gott fólk inn. Það er augljóslega
þannig að þjóðin vildi að rík-
isstjórnin héldi áfram,“ segir Daði í
samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins.
Daði segir flokkinn spenntan fyrir
sveitarstjórnarkosningunum í vor.
„Við erum auðvitað mjög ánægð
með að vera annar tveggja stjórn-
arandstöðuflokka sem bættu við sig
fylgi. Ég er sérstaklega ánægður
með hvað okkur gekk vel úti á
landi.“
Niðurstaðan frábær grunnur
„Alveg frábært að vera komin
með þingmann í Norðvest-
urkjördæmi og gott fylgi í bæði
Norðaustur- og Suðurkjördæmi.
Það er mikið gleðiefni. Niðurstaðan
gerir okkur spennt fyrir sveit-
arstjórnarkosningum í vor.“
Spurður hvort Viðreisn hyggist
bjóða fram lista um land allt í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum seg-
ir Daði niðurstöðurnar vera frábær-
an grunn fyrir það en of snemmt sé
að segja til um það.
Náðu ekki inn á þing eftir harðan slag
- Hætti að horfa eftir klukkan fimm um nótt - Spenntur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningum
Daði Már
Kristófersson
Una
Hildardóttir
Formaður Sósíal-
istaflokks Ís-
lands, Gunnar
Smári Egilsson,
náði ekki kjöri á
Alþingi. Flokkur
hans fékk 4,1%
atkvæða og var
ekki langt frá því
að fá þingsæti.
Gunnar Smári
sagði í viðtali við
mbl.is í gær að hann væri ekki
ánægður með úrslit kosninganna.
Hann segir þó að þetta gengi
flokksins marki hvorki upphaf né
endi hans. Flokkurinn muni halda
áfram að berjast og undirbúa sig nú
fyrir sveitarstjórnarkosningar
næsta vor. Framan af kosningabar-
áttunni mældust Sósíalistar inni og
bentu kannanir til að flokkurinn
næði manni á þing. Gunnar Smári
er ósáttur við 5% þröskuldinn og
segir að í öllum nágrannalöndum
Íslands hefði flokkurinn náð manni
inn á þing.
Gunnar Smári
komst ekki á þing
Gunnar Smári
Egilsson