Morgunblaðið - 27.09.2021, Page 16

Morgunblaðið - 27.09.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þá eru kosn- ingarnar af- staðnar, sagði einhver á kjördagskveldi eins og hann gæfi yf- irlýsingu um flensufaraldur. En það er fátt líkt með fári og kosningum. Allir gætu verið án flensu til eilífðarnóns en væru í ónýtum málum án kosninga á fjögurra ára fresti. Reyndar er engin sérstök spurn eftir kosn- ingum örar. En kosningar eru ekki síst staðfesting þess að ör- yggisventill lýðræðisins virkar. Nú liggur niðurstaða kjósenda fyrir. Það er reyndar ekki víst að nokkur kjósandi hafi viljað nákvæmlega þessa niðurstöðu. En þegar atkvæðin koma úr kössunum, eins og fjölbreytileg kökuuppskrift úr hrærivélinni, er það endanleg niðurstaða. Í háskólum eru stjórnmál kennd og stundum látið eins og þar séu tær vísindi á ferð. En ekki er gefið að þar séu meiri vísindi á ferð en kynjafræðin, svo dæmi sé tekið. Vafalítið er reynt að nálgast niðurstöður með sæmilega viðurkenndum aðferðum, og að því leyti vís- indalegum, og standi því undir slíkum stimpli. Og margir eru svo kallaðir til, í krafti vísinda, á opinberan vettvang til að skera úr um hvort lögmálin gildi um nýliðna atburði. Eitt séríslenskt vís- indalegt lögmál, eða að minnsta kosti kynnt sem slíkt, felur í sér að allir flokkar eða framboð sem taka áhættu á veru í samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokki uppskeri mikið tap í stjórnarlok ef þau lifi samveruna af. Þetta var einkum notað sem næsta al- gildur sannleikur á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkur hafði höfuð og herðar yfir aðra flokka. Flokkurinn er vissulega enn þá stærstur en þó varla lengur svo nemi bæði höfði og herðum. Vissulega þóttust ýmsir vita að það væri ekkert sérstaklega vísindalegt við þetta meinta lögmál stjórnmálanna. Enda oftast sett fram af „vísinda- mönnum“ sem voru bullandi pólitískir sjálfir frá toppi til táar, en töldu útilokað að sá veruleiki hefði neitt með kenn- ingarnar að gera. En svo kom „hrunið“. Þá töldu langþjáðir vinstrimenn að þeir væru loks komnir í „land tækifæranna“. Tækifærin þau yrði að nýta út í æsar. Blásið var til árása á Al- þingishúsið og Seðlabankann og fleiri hús illskunnar og eins á heimili útvalinna í þjóðfélag- inu. Ríkisútvarpið tók fullan þátt í þessu nýja réttlæti, og hefur aldrei efast, svo að séð verði. Toppur tilverunnar náð- ist svo þegar hér var mynduð „fyrsta hreina vinstristjórnin“ sem hækkaði skatta oftar en 100 sinnum á sínum ferli. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði aldrei verið fjær því að stjórna landinu en þá. En skemmst er frá því að segja, að engir tveir stjórnarflokkar fengu aðra eins útreið, eftir aðeins eitt kjörtímabil og þessir hrein- ræktuðu og var reyndar bætt um betur í kosningunum þar á eftir. Samfylkingin hefur ekki borið sitt barr síðan. Í aðdraganda kosninga nú til- kynnti Samfylkingin að hún myndi ekki ljá máls á því að fara í stjórn með Sjálfstæðis- flokki. Það hafði ekki minni áhrif, en ef Guðmundur og Glúmur hefðu gefið sambæri- lega yfirlýsingu. Samfylkingin hefur aðeins einu sinni orðið stór, eins og vonir stóðu til. Það var vorið 2003 eftir að flokk- urinn hafði gefið út baráttu- yfirlýsingar með tilvonandi út- rásarvíkingum og þaðan af meiri svindlurum um óskráð samstarf þessara velunnara smáfólksins í landinu og flokks- ins. En hvernig urðu úrslitin nú? Samfylkingin náði, eftir að hafa setið í stjórnarandstöðu um hríð og komist í fylgi niður und- ir 10% og nú síðast, eftir 4 ár til viðbótar í stjórnarandstöðu, að tapa rúmlega 2,2% til viðbótar. Þó voru hún og Viðreisn ein um að gefa ESB fögur fyrirheit um að draga þjóðina sem fyrst inn í það ólukkulega samband. Systurflokkarnir tveir sem ein- okuðu þetta mikla baráttumál fyrir fullveldisskerðingu þjóð- arinnar og náðu um 18% fylgi samanlagt! Vissulega sýndu mælingar nokkru fyrir kosningar að nálin væri tekin að halla sér nokkuð til vinstri. En þá greip Gunnar Smári inn í og lýsti áformum þeirra Leníns heitins um betri tíð, bæði í grafhýsi þess síð- arnefnda og hér heima. Þau gengu að vísu ekki út á að farga milljarða tugum úr búi yfirboð- ara Gunnars Smára (og í fram- haldi skattgreiðenda) eins og þegar hann var sem stórtæk- astur síðast. Enda breyttur maður nú á ferð, efldur af fé blásnauðra verkamanna, í gallabuxum og með götóttan trefil, kominn úr einkaþotunni yfir í ryðgaðan strætó sem SVR var hætt að nota. Hann gaf nægilega mikið upp um fram- tíðina, eins og til að mynda það að dæmdi Hæstiréttur framtíð- arinnar gjörðir hans ólögmætar myndi hann ryðja réttinn, eins og núverandi formaður Efl- ingar reyndi bæði að gera við þingið og dómstólinn sem tók mál hennar fyrir. Það var í sama mund þegar þessi þrumuský Smárans drundu í eyrum almennings sem nálin, sem mældi viðhorf fólksins, tók að færast á vit heilbrigðrar skynsemi á ný. Úrslitin urðu önnur en riddarar nýs rétt- lætis reiknuðu með} Um úrslit í vikulok STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is A lls 30 konur voru kjörnar til Alþingis í kosning- unum á laugardag. Lengi vel leit út fyrir að kon- urnar yrðu 33 en eftir endurtaln- ingu í Norðvesturkjördæmi fækk- aði þeim um þrjár. Þá leit út fyrir að konur yrðu í fyrsta skipti í meirihluta á Alþingi og að Ísland yrði með þriðja besta hlutfall kvenna á þjóðþingi í heiminum. Svo varð ekki en hlutfall kvenna á Al- þingi er nú 47,7%. Þrátt fyrir að þrjár konur hafi dottið út var þetta kosningasigur fyrir konur, sem eru nú jafn marg- ar og þær voru á Alþingi árið 2016. Ísland er einnig með hæsta hlutfall kvenna á þjóðþingi í Evrópu og náði 7. sæti á lista IPU Parline sem tekur saman gögn um öll þjóð- þing heims. Þar situr Ísland fyrir ofan Svíþjóð og munar 0,7% á ríkj- unum. Íslandi stökk þar upp úr 28. sæti og því um mikla breytingu að ræða. Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir að það sé jákvætt að hlutfall milli karla og kvenna á þingi sé nú aftur orðið jafnara. Hún segir að betur megi ef duga skuli og stefna eigi að því að konur kom- ist í meirihluta eins og útlit var fyr- ir í gærmorgun. Í kosningum árið 2017 náðu aðeins 24 konur kjöri og var því hlutfall kvenna 38,1%. Á milli kosn- inga hefur hlutfallið því hækkað um tæp 10%. Silja bendir á að þó að fleiri konur hafi náð kjöri í kosn- ingunum þýði það ekki sjálfkrafa að stjórnmálin verði feminískari eða eitthvað betri en áður. „Konurnar koma víða að úr hinu pólitíska litrófi. Stóri vendi- punkturinn er að nú eru konur sjö af sextán þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins en voru fjórar af sextán á síðasta kjörtímabili,“ segir Silja Bára. Hún telur að handaflsaðgerðir annarra flokka síðastliðin 20 ár, þar sem reglur voru settar um hlutfall kvenna eða kynjareglur, hafi skap- að þá tilfinningu hjá öðrum flokk- um að það sé ekki boðlegt að stilla upp framboðslistum þar sem ekki eru fulltrúar fjölbreyttra hópa. Ekki megi vanmeta fyrir- myndaráhrifin. Konur, þá sér- staklega innan íhaldsflokka, hafi sætt sig við að vera aftar á listum en komist samt inn vegna stærðar flokksins. Nú hafi konur áttað sig á að þær þyrftu að vera ofar til þess að komast inn vegna þess að flokkarnir eru með minna fylgi en áður. Reykjavíkurkonur flestar Athygli vekur að hlutfall kvenna í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur er hærra en í hinum kjördæmunum. 73% þingmanna í Reykajvík suður eru konur og 55% í Reykjavík norður. „Þar eru vinstri flokkarnir almennt sterkari, vinstriflokkar sem eru með mark- vissar reglur, jafnvel forgangs- reglur fyrir konur. Uppstillingin hjá Sjálfstæðisflokknum hafði líka áhrif þar sem kona leiddi annað kjördæmið,“ segir Silja. Annað er uppi á teningnum í Suðvesturkjördæmi þar sem níu karlar komast inn og aðeins fjórar konur. „Það kemur mér aðeins á óvart en þar er Sjálfstæðisflokk- urinn sterkur og þar var bara ein kona í efstu fimm sætunum. Mér finnst skrítið að Suðvesturkjör- dæmi sé svona ólíkt Reykjavík- urkjördæmunum, en styrkur Sjálfstæðisflokksins er mikill þar og uppstillingin hafði áhrif,“ segir Silja. Í lands- byggðarkjördæmunum er kynjahlutfallið hæst 50% í Norðausturkjördæmi en lægst í Norðvesturkjördæmi þar sem 38% eru konur. Í Suðurkjördæmi eru 40% þingmanna konur. 30 konur á þingi og Evrópumet slegið Kosningasigur íslenskra kvenna vakti mikla athygli í er- lendum fjölmiðlum í gær. Breska ríkisútvarpið fjallaði um tímamótin og greindi þar með- al annars frá að ekkert annað Evrópuríki hefði brotið 50% múrinn áður. Þar var einnig bent á að á Íslandi er enginn kynjakvóti á Alþingi þótt nokkrir flokkar séu með kynja- kvóta á framboðslistum sínum. Þótt endurtalning gærdags- ins hafi leitt í ljós að Ísland hafi ekki brotið 50% múrinn um helgina stendur Ísland sig best í Evrópu um þessar mund- ir, þar sem 47,7% þingsæta til- heyra nú konum, og toppar þar Svíþjóð með slétt 47%. Í nokkrum ríkjum heims eru konur í meirihluta á þjóðþing- um. Í Rúanda er staða kvenna best, þar sem 61,3% þing- manna eru konur. Á Kúbu eru 53,4% þing- manna konur og í Níkaragva eru 50,6% þingmanna konur. Í Mexíkó og Sameinuðu arab- ísku furstadæm- unum er hlutfallið jafnt. Metið var vel metið ATHYGLI ERLENDIS Silja Bára Ómarsdóttir Hlutfall kvenna eftir þingflokkum Framsóknar- flokkur Viðreisn Sjálfstæðis- flokkur Flokkur fólksins Miðflokk- urinn Píratar Sam- fylkingin Vinstri græn 46% 44% 0% 67% 60% 33% 50% 63% 47,6% allra kjörinna þingmanna eru konur Þ að er svoldið sérstakt að sitja við tölvuna og skrifa minn síðasta pist- il hér á þessa síðu Morgunblaðsins en hann birtist sama dag og móðir mín er jarðsungin. Svona er lífið, það er fullt af brekkum sem eru mis brattar og stundum á fótinn eða undan fæti. Þetta hefur verið ánægjulegur tími sem ég hef haft til að skrifa hér á síður Morgunblaðsins en nú tekur eitthvað annað við og aðrir taka við þessum 2.700 slögum sem þessi gluggi leyfir. Þeir sem nú taka við keflinu á Alþingi verða vonandi jafn heppnir og ég með allt það góða fólk sem ég hef fengið að kynnast og vinna með. Ég á eftir að sakna margra. Margir þingmenn taka nú sæti í fyrsta sinn og óska ég þeim innilega til ham- ingju með það. Ég veit að þeir ganga til sætis í þingsalnum stoltir og það mega þeir sann- arlega vera því það er einstakt að fá tækifæri til að sitja á Alþingi. Þeirra bíður líka hópur af einstöku fólki, starfs- fólki Alþingis. Það hafa verið forréttindi að fá að vinna með þessum einstaklingum í 12 ár. Alltaf reiðubúin að liðka til og hjálpa og það þarf færni til að sinna 63 ólíkum þingmönnum. Starfsfólki Alþingis þakka ég sérstaklega. Hinir fjölmörgu nýju þingmenn eiga eftir að „læra á þingið“ og margt er að læra. Umfram allt þurfa þeir að vera samkvæmir sjálfum sér og reiðubúnir að læra, því það fæðist enginn í þetta sérstaka starf. Ég held það sé líka gott að þeir sem fyrir eru á fleti hlusti á þá nýju og e.t.v. er ástæða til að breyta einhverju í starfsháttum og því ekki að nota tækifærið núna? Næsta kjörtímabil verður snúið af mörgum ástæðum þar sem byggja þarf upp eftir Covid, áskoranir fram undan á vinnumarkaði o.fl. Þær áskoranir sem bíða munu þingmenn von- andi nálgast af skynsemi en ekki einhvers kon- ar popúlisma. Auglýsingamennskan er mikil í stjórnmálum og getur oft skilað tímabundnum ávinningi en það er hagur þjóðarinnar sem all- ir verða að setja í fyrsta sæti þegar á hólminn er komið. Það eru ekki bara áskoranir í efna- hagsmálum heldur þarf að finna lausnir í mörgum stórum málum, s.s. loftslagsmálum og heilbrigðismálum. Þar þarf líkt og annars staðar að nálgast málin með skynsemi og rökum. Í öllum þess- um áskorunum eru tækifæri sem við Íslend- ingar verðum að nýta. Eins og ég sagði í upphafi þessa pistils þá eru alltaf brekkur í lífinu og lendum við einhvern tíma á langri og brattri brekku en þá skiptir máli að vera trúr sjálfum sér og þekkja sjálfan sig og vona ég að nýir þingmenn sýni þrautseigju og berjist upp brekkuna. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar og passa fullveldið og söguna. Slögin 2.700 eru að verða búin og vil ég að lokum þakka öllum þeim sem ég hef kynnst á löngum ferli í stjórnmálum og vona að þingmönnum vegni vel sama hvar í flokki þeir eru. gbsveinsson@gmail.com Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Að lokum Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.