Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 ✝ Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir fædd- ist á Hofsósi 13. maí 1940. Hún lést á Lyflækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 16. september 2021. Faðir hennar var Jósafat Sigfússon, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990, og móðir Jón- anna Sigríður Jónsdóttir, f. 15.9. 1907, d. 3.12. 2000. Systkini Ingibjargar voru Bragi Þór, f. 10.12. 1930, d. 2.12. 2018, Guðrún Jónína, f. 23.8. 1932, d. 23.6. 2021, og Jón Rögn- valdur, f. 19.3. 1936, d. 17.6. 1999. 21. apríl 1962 giftist Ingibjörg Sveini Margeiri Friðvinssyni, f. 19.9. 1938, en Sveinn lést 25. júní 2017. Synir þeirra eru: 1) Björgvin Jósafat, f. 28.7. 1962, búsettur á Sauðárkróki. Börn hans eru: a) Arnar Magnús Róbertsson, f. ir Arnars og Frímanns er Sig- urður Freyr Emilsson. c) Sveinn Rúnar, f. 5.6. 1993. Sambýliskona hans er Margrét Petra Ragnars- dóttir, f. 23.6. 1993. Dætur þeirra eru: a) Emma Dallilja, f. 13.7. 2016. Móðir Emmu Dallilju er Erna Rut Kristjánsdóttir. b) Viktoría Rún, f. 29.4. 2020. d) Ró- bert Smári, f. 22.7. 2000. e) Ingi Sigþór, f. 22.7. 2000. Móðir Arn- ars, Frímanns, Sveins, Róberts og Inga er Elva Björk Guð- mundsdóttir. f) Guðrún Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 22.10. 2011. Faðir Guðrúnar er Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson. 3) Atli Freyr, búsettur í Reykjavík, f. 20.1. 1971. Kona hans er Ingi- björg Jenný Leifsdóttir, f. 29.3. 1967. Börn þeirra eru: a) Darri Freyr, f. 1.6. 1994. Unnusta hans er Lilja Gylfadóttir, f. 31.7. 1993, b) Gunnhildur Bára, f. 2.7. 1998, c) Almar Orri, f. 28.12. 2004. Ingibjörg lauk landsprófi og fór í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Vann á Símstöðinni á Sauðárkróki, Saumastofunni Ylrún og Kaupfélagi Skagfirð- inga. Þá vann hún í mörg ár í Bókabúð Brynjars en endaði starfsferil sinn í Árskóla á Sauð- árkróki. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju 27. sept- ember 2021 klukkan 14. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 22.1. 1990. Unnusta hans er Þórdís Pét- ursdóttir, f. 20.5. 1992. Faðir Arnars er Róbert Sævar Magnússon. b) Anna Sif, f. 7.8. 1993. Unnusti hennar er Tómas Dan Jóns- son, f. 12.4. 1993. Sonur þeirra er Arnór Dan, f. 27.7. 2019. c) Berglind Ýr, f. 29.8. 1999. Fyrrverandi kona Björgvins er María Sif Gunnarsdóttir. 2) Gunnar Bragi, búsettur í Reykjavík, f. 9.6 1968. Kona hans er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, f. 25.6. 1984. Börn þeirra eru: a) Arnar Þór Sigurðsson, f. 1.2. 1988. Sam- býliskona hans er Þórdís Ólafs- dóttir, f. 21.10. 1989. b) Frímann Viktor Sigurðsson, f. 21.10. 1989. Kona hans er Ditte Clausen, f. 17.5. 1985. Börn þeirra eru: a) Hermann Ágúst, f. 8.10. 2015, b) Valdimar Ýmir, f. 22.12. 2017, og c) Rakel Björk, f. 18.3. 2019. Fað- Mamma kvaddi okkur 16. sept- ember sl. eftir stutt veikindi. Þegar ég hugsa um mömmu þá koma upp óendanlega margar góðar minningar. Hún var glað- lynd og ákveðin, stríðin og hlát- urmild, hreinskiptin og um- hyggjusöm og lagði mikið upp úr því að fylgjast með fólkinu sínu. Henni fannst við aldrei hringja nógu oft og við, sem flutt vorum frá Króknum, komum aldrei nógu oft. Alltaf var matur eða kaffi- brauð á borðum og aldrei borðaði maður nógu mikið. „Ertu að fitna Gunnar?“ spurði hún og heimtaði svo að ég fengi mér enn eina vöffluna. Mamma átti góða ævi og voru þau pabbi mjög samrýnd. Þau bjuggu sér falleg heimili á Hólavegi 30 og síðar í Háuhlíð 13, heimili sem alltaf var opið vinum og vandamönnum. Mamma saumaði á okkur strákana, alltaf bakandi að manni fannst eða hugsandi um blómin sín og síð- ustu ár átti prjónaskapurinn hug hennar. Hún var hlédræg og vildi aldrei trana sér fram og þótti stundum nóg um félagsstörf pabba og okkar strákanna. Hún hafði orð á því að pabbi hlyti að vera í kvenfélaginu m.v. öll bingó- in sem hann var alltaf að stjórna. Fyrir allnokkrum árum fékk hún (pabbi líka) verðlaun fyrir garð- inn í Háuhlíðinni. Það þótti henni alveg vitleysa, hvað þá að segja frá því. Hún þoldi ekki mynda- vélar og þurfti að sæta lagi til að ná af henni þokkalegri mynd. Hlédræg en vissi hvað hún vildi. Það er eftirminnilegt þegar hún tilkynnti að hún væri hætt að hafa mat í hádeginu á sunnudög- um því við strákarnir nenntum ekki að vakna í matinn! Þá var það ákveðið. Hún átti trausta og góða vini sem hún hafði yndi af að hitta þótt vissulega hafi þeim stundum fækkað síðustu ár. 12. ágúst sl. fórum við upp á Hveravelli. Hún hafði ekki komið þar áður, að hana minnti. Þetta var fallegur dagur til að eyða með mömmu. Við spjölluðum mikið, m.a. um framtíðina og ljóst að hún var glöð með sitt líf þótt hún gjarnan vildi sjá meira af okkur strákunum og litlu börnunum. Henni leiddist að vera mikið ein, var í raun mikil félagsvera. Hveravellir voru henni ekkert sérstaklega að skapi, fannst allt of lítill gróður og engin ber og hafði orð á því að þangað þyrfti hún ekki aftur. Hreinskilin var hún. Hún hafði gaman af söng og skemmtun allri. Síðustu ár þurfti stundum að hafa fyrir því að koma henni af stað en þegar á staðinn var komið skemmti hún sér vel. Í sumar héldum við henni óvænt áttræðisafmæli þar sem fólkið hennar kom saman og skemmti sér. Ekki skemmdi að Geirmundur mætti með nikkuna sem gladdi hana mjög. Ómögulegt er að vita hvort hún hafði kennt einhvers meins dagana fyrir veikindin því hún var ekki að deila slíku. Dagurinn sem hún veikist var góður dagur. Vinkonur hennar höfðu boðið henni með í berjamó þar sem veikindin byrja og við sem þekkj- um hana vitum að það að ljúka störfum við berjatínslu var henni að skapi. Það var líka líkt henni að dvelja ekki lengi við veikindin því hún gat aldrei hugsað sér að vera upp á aðra komin. Mig langar að þakka góðum vinum mömmu sem litu til með henni, yndislegu starfsfólki lyfja- deildar FSA, sem og Bjögga og Róberti sem voru hennar stoð og stytta. Þín er sárt saknað mamma mín. Gunnar Bragi. Nú kveð ég þig í hinsta sinn elsku mamma, en ég veit að það verður tekið vel á móti þér á æðri stað, þar sem pabbi hefur beðið þín frá 2017, en þú kvaddir þenn- an heim aðeins þremur dögum fyrir 83 ára afmælisdag hans. Við sem eftir lifum huggum okkur í sorginni við góðar minn- ingar um þig. Þú varst svo skemmtileg blanda af báðum for- eldrum þínum, ákveðin og stað- föst en svo mjúk, blíð og glaðlynd. Það rifjast upp svo margar minn- ingar um stundir sem við höfum átt saman um ævina, bernskuárin á Hólaveginum, unglingsárin í Háuhlíðinni, sumarbústaðaferðir, utanlandsferðir, samverustundir með fjölskyldunni og stundir með litla afa stráknum mínum honum Arnóri Dan sem þér þótti svo fyndinn og spurðir endalaust um. En síðustu ár hefur það verið fastur liður hjá mér að kíkja við hjá þér í Sauðármýrinni eftir vinnu á daginn, fá hjá þér kaffi eða borða með þér, taka létt spjall um daginn og veginn og oft rifjuðum við upp gamla tíma, þá helst sem okkur þóttu skemmti- legir og við gátum brosað eða hlegið að. Það er skrítið að nú sé þetta ekki að gerast lengur. Já söknuðurinn er mikill elsku mamma, en það var ánægjulegt að við skyldum komast saman tvisvar í berjamó nú í haust, en það var það sem þér þótti skemmtilegast að gera. Og að það skyldi verða þitt síðasta verk að fara í berjamó með vinkonum þínum úr blokkinni og að þær hafi farið með þig á æskuslóðirn- ar í Hofsós í leiðinni þykir mér af- ar vænt um. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (Jón Gunnlaugsson) Takk fyrir allt elsku mamma. Þinn sonur Björgvin. Með söknuði og þakklæti kveð ég elsku ömmu. Amma Imba var dásamleg kona. Ég minnist þess allt frá bernsku minni hvað mér fannst amma hæfileikarík, mér fannst hún kunna allt í heiminum, hvort sem það var að prjóna, baka góð- ar kökur, greiða sér fínt með rúll- um eða rækta falleg blóm, já og ekki má gleyma bláberjasultunni sem hún gerði. Það hlýjaði mér um hjartarætur þegar ég kom heim á krók í síðustu viku að sjá glænýja bláberjasultu frá henni í ísskápnum hjá pabba. Já amma var hæfileikarík en hjartahlý var hún líka, maður fór svo sannar- lega aldrei svangur eða illa klæddur frá ömmu Imbu. Einnig var hún mikill húmoristi, hún gat gert grín að okkur og við gátum gert grín að henni og hlegið sam- an að því. Amma gerði bestu lag- köku í heimi og ekki bara lag- köku heldur allar mögulegar jólakökur en þeirra verður sárt saknað um komandi jól, en ég ætla að gera mitt allra besta og sletta í allar helstu sortir úr upp- skriftabókinni hennar. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar, það var erfitt að vita af ömmu veikri á spítala á meðan ég var úti í Danmörku, en með tækninni fékk ég að sjá hana nokkrum sinnum og hvísla til hennar falleg orð. Ég átti góða stund með ömmu um verslunar- mannahelgina síðustu, þar lágum við saman í sólbaði, amma drakk rautt og ég drakk bjór, ég setti Geirmund Valtýs í hátalarann og hún hrósaði mér fyrir góðan tón- listarsmekk. Við héldum óvænt upp á áttræðisafmælið hennar ömmu í fyrravor í góðum hópi fólks, þá var mikið hlegið og sungið, svo ég gleymi nú ekki öll- um útlandaferðunum allt frá árinu 2005. Minningar sem þessar eru mér dýrmætar og ég mun ylja mér við þær um ókomna tíð. Ég veit að þið afi dansið nú saman í sumarlandinu, ég skila ástarkveðjum. Takk fyrir allt elsku amma mín, guð geymi þig. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson) Þín ömmustelpa, Berglind Ýr. Elsku amma Imba. Það er skrítið, óraunverulegt og sárt að þú hafir verið tekinn frá okkur svona snögglega. Minningarnar streyma fram allt frá því ég man eftir mér pínu- lítilli hjá ykkur afa í Háuhlíðinni og alveg fram til sumarsins síð- astliðna sem við náðum að vera svo mikið saman. Það var aldrei auður tími hjá okkur þegar ég kom til ykkar í Háuhlíðina en þá var ýmislegt brasað sem okkur báðum fannst svo skemmtilegt eins og t.d. að baka, brasa í garðinum og fara í berjamó, já og ég tala nú ekki um öll hlátursköstin okkar. Nú í seinni tíð var okkar helsta sameiginlega áhugamál prjóna- skapurinn, ég mun aldrei gleyma því hversu stolt þú varst af mér, ömmustelpunni þinni, þegar ég sagði þér frá því í fyrra að ég væri byrjuð að prjóna. Þú dásamaðir hvert verkið á fætur öðru og ég mun minna mig á það í hvert skipti sem ég tek upp prjónana hversu ánægð þú varst með mig og þakka fyrir að hafa fengið þessa hæfileika frá þér. Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á hversu mikið þú dýrkaðir og dáðir litla langömmustrákinn þinn hann Arnór Dan, samband ykkar var einstakt og munum við ylja okk- ur með minningunum sem þið tvö bjugguð til það sem eftir er. Síðustu vikur hafa verið erf- iðar og ósanngjarnar. Það var svo óraunverulegt að koma til þín á sjúkrahúsið á Akureyri, á einu augabragði að kljást við erf- ið veikindi. Ég veit að þú skynjaðir að ég væri hjá þér. Ég naglalakkaði þig, nuddaði á þér fæturna, bar á þig uppáhaldshandaáburðinn þinn, við hlustuðum saman á Álftagerðisbræður og ég söng fyrir þig, ég lá í fanginu þínu, þú hallaðir hausnum þínum að mín- um, þú straukst mér um vang- ann, þú kysstir mig á ennið, þú þurrkaðir tárin mín og klappaðir mér á bakið, alveg eins og þú varst vön að gera. Mikið sem ég er ofboðslega þakklát fyrir að hafa haft tök á því að koma til þín og átt þessa dýrmætu tíma með þér, ég mun varðveita þá minningu ævilangt. Elsku amma, nú eruð þið afi Svenni sameinuð á ný í sumar- landinu í fangi hvort annars. Ást- arkveðjur til ykkar og ég veit þú kyssir afa frá mér. Þín ömmustelpa, Anna Sif. Í dag kveðjum við elsku Imbu ömmu. Við amma áttum dýr- mæta vináttu sem hefur gefið mér mikið. Það er trúlega ekki algengt að tvítugur drengur flytji til áttræðrar ömmu sinnar og sambúðin gangi svona líka vel, en við vorum „sambýlingar“ í hálft ár í fyrra, og það verð ég ævinlega þakklátur fyrir. Það er þroskandi að búa hjá ömmu sinni að mörgu leyti. Hún gat ýmislegt kennt mér, til dæm- is í eldhúsinu þegar við elduðum saman. Andlega þroskandi líka, til dæmis fyrir þolinmæðina, og að ræða saman um hvernig lífið var í gamla daga, þegar hraðinn var minni. Það var eitthvað við það að vakna á morgnana við Rás 1 frammi í eldhúsi, nýuppá- hellt kaffið á könnunni og hún farin á stjá. Amma var hrein og bein og sagði það sem henni fannst, til dæmis þegar ég innti eftir skoð- un hennar á fötum áður en haldið var út á lífið, og fékk að heyra að þetta væri nú ekki smart eða þetta væri ásættanlegt. Alltaf gott að leita til ömmu. Amma var mjög hugulsöm og umhugað um fólkið sitt. Fyrir ut- an það að eiga alltaf nóg af borða, og elda fyrir fimm þegar við vorum tvö eða þrjú í mat, þá spurði hún mikið hvernig gengi, og var mjög annt um fólkið sitt. Þegar ég bjó með henni eða þeg- ar ég kom og gisti, þá var henni mjög umhugað að maður hvíld- ist, borðaði vel, og oftar en ekki eftir vinnu var manni boðið að leggja sig í sófann, og um helgar var maður hvattur til að sofa vel út. Ég á eftir að sakna þess að koma til ömmu og njóta samver- unnar, opna bjór með henni, elda, fara í ísbíltúr, lesa saman úr Skagfirskum skemmtisögum, og að spjalla um allt og ekkert. Hláturinn hennar og gleðin sem hún gaf, og minningarnar sem við eigum með henni sem þekkt- um hana munu lifa. Elsku amma, ég bið að heilsa afa. Hvíldu í friði og guð geymi þig. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Róbert Smári. Imba uppáhaldsfrænka mín og vinkona hefur kvatt. Ég hef ótal sinnum í gegnum árin þakk- að fyrir hversu heppin ég hef verið að eiga svo góða vinkonu í henni Imbu systur hans pabba míns. Imba og Svenni voru mér eins og viðbótarforeldar og stelpunum mínum eins og auka amma og afi. Fyrstu tíu árin mín bjó ég með foreldrum og systk- inum í næsta húsi við Imbu, Svenna og strákana á Hólaveg- inum. Í sama húsi og við bjuggu Lilla og Nonni með strákana sína. Aðeins utar á Hólaveginum bjuggu afi Jósi og amma Jón- anna. Fjölskylduböndin voru sterk og mikill samgangur á milli okkar. Margar góðar minningar á ég frá Króknum sem skipar alltaf stóran sess í huga mér og mjög margar þeirra tengjast Imbu og Svenna. Þegar pabbi og mamma ákváðu að flytja suður í Borg- arnes um vorið 1971 bað ég um að fá að vera eftir hjá Imbu og Svenna fram á haustið sem var auðsótt mál af þeirra hálfu. Sum- arið 1972 fór ég þegar skólanum lauk beint norður til þeirra og var í vist hjá þeim að passa Atla Frey. Þegar tíminn leið og ég varð eldri urðum við Imba mikl- ar vinkonur. Það var svo skemmtilegt að vera nálægt henni, hláturinn var svo innileg- ur og hún hafði svo skemmtileg- an húmor sem féll vel í kramið hjá mér. Imba sagði skemmti- lega frá og var mjög nösk á að sjá spaugilegar hliðar á tilver- unni. Sumar eftir sumar heim- sóttum við Óli, Tinna og Hildur Imbu og Svenna og alltaf var jafn vel tekið á móti okkur, það var svo gott og gaman að vera hjá þeim. Við Imba ásamt fleirum úr fjölskyldunni fórum saman til út- landa og ferðuðumst innanlands og á ég mjög margar góðar, skemmtilegar og fyndnar minn- ingar frá þeim ferðum sem koma upp í hugann þegar ég skrifa þetta. Imba lét sér annt um menn og dýr, í hvert skipti sem ég talaði við hana spurði hún mig um heimilishundinn Ólíver og sagði „hvernig hefur Olli minn það?“ Hún sagði mér líka sögur af Gutta, nýjasta fjölskyldumeð- lim Atla og fjölskyldu. Í sumar áttum við ánægjulega og skemmtilega daga saman þegar við Óli og mamma heim- sóttum Imbu á Krókinn og fór- um síðan saman til Akureyrar. Imba var kát, glöð og skemmti- leg eins og hún var vön. Mamma og Imba rifjuðu upp og sögðu sögur af ýmsum uppákomum sem þær höfðu upplifað saman á þeim rúmu 65 árum sem þær höfðu átt saman. Imba og Svenni voru góð hjón og gott fólk, þau skilja eftir sig þrjá vel heppnaða syni og hóp af dugmiklum afkomendum. Ég sakna Imbu og ég sakna Svenna, tilvera mín hefur breyst og Sauðárkrókur er ekki sá sami í mínum huga. Ég á eftir að sakna þess að geta tekið upp símann og hringt í Imbu frænku mína og vinkonu. Ég er þakklát fyrir tímann og allar dýrmætu samverustundirnar. Sigurlaug Bragadóttir. Þau falla frá eitt af öðru sem komu að uppeldi okkar Hóla- vegspúkanna forðum daga, kyn- slóðin sem kom okkur á legg í litlu samfélagi er stóð þétt sam- an og sterk tengsl mynduðust milli nokkurra heimila við Hóla- veginn á Króknum. Barnaskar- inn var mikill í hverju húsi og vinátta skapaðist sem haldist hefur alla tíð. Imba Jós og Svenni Friðvins voru meðal góðra vina foreldra minna og nú hafa þau fjögur öll horfið á braut. Imba er síðust til að kveðja í þessum hópi, gerði það heldur snöggt, en ég trúi því að Svenni hafi tekið vel á móti henni, systkini hennar, foreldrar og góðir vinir sem gengnir eru. Það er eitthvað sem segir mér að þar sé glatt á hjalla. Imba var sannur vinur vina sinna, og stóð þétt að baki fjöl- skyldunni gegnum súrt og sætt. Fylgdist ekki aðeins vel með sín- Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA BJÖRNSDÓTTIR frá Eskifirði, lést á Landspítalanum 20. september. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju þriðjudaginn 28. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu Eskifjarðarkirkju. Þorvaldur Einarsson Kristín Lukka Þorvaldsdóttir Agnar Bóasson Einar G. Þorvaldsson Guðbjörg Linda Bragadóttir Borghildur B. Þorvaldsdóttir Björgvin Rúnar Þorvaldsson Hugrún Hjálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.