Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 21

Morgunblaðið - 27.09.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2021 ✝ Hörður fæddist á Akureyri þann 11. júní 1993. Hann lést þann 14. september 2021 á SAk. Foreldrar Harð- ar eru Hrafnhildur Björnsdóttir og Þorsteinn Hjalta- son. Systkini eru Ingibjörg Þor- steinsdóttir og Hjalti Þorsteinsson. Hörður vann á leikskólanum Kiðagili á Ak- ureyri. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju 27. sept- ember 2021 klukk- an 13. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í Ak- ureyrarkirkju – beinar útsendingar. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat. Enginn hefur verið jafn hepp- inn og ég með bróður og enginn jafn óverðugur krabbameins og Hörður. Hörður var með kær- leiksríkustu einstaklingum sem til hafa verið. Ég myndi forðast að segja að hann gerði ekki flugu mein, enda mikill flugnabani en í garð allra annarra var hann um- burðarlyndur og góður. Oft hef ég heyrt að dýr og krakkar geti skynjað innræti manna. Það kom því ekki á óvart að þau elskuðu hann og það gerðu líka aðrir sem tækifæri höfðu til að kynnast honum. Fyrir Covid gerðist það oft að einhver kannaðist við mig niðri í bæ vegna þess að ég var bróðir Harðar. Þá var mér ekki sleppt fyrr en mér hafði verið komið vel í skilning um hve mikið þau elskuðu hann, jafnvel þótt þau þó þekktu hann ekki sérstak- lega vel. Í baráttu hans var oftast hægt að gleyma hve veikur hann var, svo kröftugur var hann. Hann eyddi nær öllum stundum með vinum og fjölskyldu og fannst aldrei vera ástæða til að draga sig í hlé. Hann nýtti hvern ein- asta dag til að dreifa kærleika eins og hann hafði gert allt sitt líf og að skemmta sér með okkur. Hann var mun lengur með okkur en nokkurn hafði órað og var all- an tímann gamli góði Hörðurinn. Eftir margar erfiðar nætur sofn- aði hann að lokum á spítalanum. Hörður hefur ætíð sofið með opin augun, mér til sérstakrar skelf- ingar þegar ég var lítill og deildi með honum herbergi. Á dánar- stundinni, þegar við sátum þrjú hjá honum, kreisti hann hönd föður míns, lokaði augunum í fyrsta og síðasta skiptið og kvaddi okkur. Hörður hefur ávallt viljað vera á undan okkur í göngutúrum og hefur ákveðið að halda í þann vana. En, líkt og í göngutúrun- um, þá er Hörður aldrei langt í burtu og er aldrei farinn. Og ef við viljum hafa hann nálægt okk- ur þurfum við bara að kalla til hans og þá kemur hann aftur og er við hliðina á okkur. Þannig mun Hörður aldrei yf- irgefa okkur og hvernig hann lifði lífi sínu verður ávallt dæmi fyrir mig um hversu mörg líf við getum snert, þegar við komum fram við alla af kærleika. Þinn bróðir Hjalti. Ljúfasti ljúfi frændi minn. Þín verður sárt saknað og skarðið sem þú skilur eftir verð- ur aldrei fyllt. Mikið sem það væri gott að geta fengið knús frá þér núna, smá huggun og hughreystingu, því alltaf gafstu manni stærstu og innilegustu knúsin. Faðmlög- in þín voru lýsandi fyrir þig og þinn einlæga og fallega persónu- leika og hjartalag. Alltaf var samt stutt í grínið og stríðnisglottið þitt sem ég vona að skíni nú skært á meðan þú kitlar hláturtaugar elsku ömmu og afa með glettni þinni. Elsku Hörður minn, barátta þín og foreldra þinna sömuleiðis var einstök. Þvílíkt teymi sem þið voruð, teymi sem ég trúði aldrei að lúta þyrfti í lægra haldi fyrir þessari ömurlegu pöddu. En hér er ég, að skrifa hinstu kveðju til þín, minn kæri. Lífið er stundum langt frá því að vera sanngjarnt, svo mikið er víst. Ég á inni hjá þér skrilljón knús, elsku frændi, því alltof snemma varstu tekinn frá okkur og vertu viss, ég mun innheimta þau öll þegar við hittumst næst, elsku engill. Ævinlega verð ég þakklát fyr- ir að hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að vera frænka þín, því þú varst svo sannarlega „one of a kind“ minn kæri, algjört eðalein- tak af manni, sem gerir missinn enn sárari. Mínar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur, elsku Þor- steinn, Hrafnhildur, Hjalti og Ingibjörg. Ég sendi ykkur styrk og mína hlýjustu strauma. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þangað til næst, minn kæri. Þín frænka, Kristín Arna. Elsku Hörðurinn okkar, sæl- keri, kúrari, þungarokkari, bíó- myndasérfræðingur og besti frændi í heimi. Kærar þakkir fyrir allir ljúfu stundirnar saman hvort sem þær voru fyrir framan sjónvarpið, í bílnum á ísrúntum, að spila tölvu- leiki eða prófun á nýju snakki eða nammi. Kvikmyndaþekking þín sá alltaf til þess að við vorum vel upplýst um nýjustu bíómyndir og sælkerinn í þér sá um að við viss- um um allar bragðtegundir af ís- sósum. Að auki sástu til þess að maður hélt alltaf áætlun og var tilbúinn a.m.k. hálftíma fyrr. Þú varst ekki eingöngu skipulagður í tímamálum heldur sástu líka til þess að við hegðuðum okkur vel. Ef stríðnin varð of mikil sagðir þú stundum „vertu nú góður við systur þínar,“ eða „vertu nú góð við mömmu þína,“ vegna þess að þú passaðir alltaf upp á alla í kringum þig. Það var enginn nema þú sem gat drukkið heitt kakó í 30 stiga hita, með rjóma. Við þekkjum heldur engan sem fannst jafn gaman að fylgjast með á Facetime í kjörbúð eða Dunkin Donuts að skoða úrvalið. Þú vissir alltaf hvað þú vildir og varst fljótur að veifa hendinni konunglega þegar þér mislíkaði eitthvað. Með þínum fallegu augum var lífið og hversdagsleikinn mikið betri. Góðvild, nægjusemi, tillit- semi og frábær húmor var það sem einkenndi þig. Við erum svo þakklát fyrir það sem þú kenndir og gafst okkur. Þú munt lifa áfram í minning- um okkar, og þær eru allar já- kvæðar, enda ertu tærasta sálin sem við þekkjum. Fallegu minn- ingarnar um þig lifa áfram í hversdagsleikanum: í morgun- korni, hojamyndum og í Gifflar- kanilsnúðum. Við elskum þig, þín frændsystkin, Sunna, Mía, Ísak og Björn. Nú hefur elsku Hörður vinur okkar kvatt þessa jarðvist langt um aldur fram eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Við höfum þekkt þennan yndislega dreng frá því hann fæddist og allt sem honum tengist er fallegt og allir eiga örugglega bara ljúfar og góðar minningar um hann. En hversu ósanngjarnt er lífið þegar maður í blóma lífsins er kallaður frá foreldrum, systkinum, ömmu, afa, frændfólki og vinum. En þá eru það minningarnar sem gera okkur lífið bærilegra. Hörður var fallegur að innan sem utan og alltaf ljúfur við alla. Það var mjög erfitt að fá þær fréttir haustið 2019 að Hörður hefði greinst með krabbamein og auðvitað trúðum við því að hann myndi sigra bar- áttuna við þann vágest. Hann gerði sannarlega allt sem hann gat til að endurheimta heilsuna og það var ekki hans stíll að kvarta yfir hlutskipti sínu eða líð- an sinni þegar hún var hvað verst. Það var alltaf gaman að hitta Hörð og ánægjulegt að vera í ná- vist hans. Þegar hann hitti okkur í hesthúsinu í Borgarnesi í júní var hann glaður enda hafði hann alltaf gaman af að sjá skepnur og bar virðingu fyrir þeim. Þá vor- um við viss um og vonuðum svo innilega að bjartari tímar væru fram undan. En því miður fór það ekki þannig og síðustu vik- urnar voru erfiðar vini okkar. Hörður gladdi okkur oft og ekki síst þegar hann hringdi á afmæl- isdögum til að koma á framfæri hamingjuóskum og þær komu beint frá hans fallega hjarta. Þegar hann hringdi vildi hann fá að vita hvar allir væru og hvort ekki væri í lagi með alla. Við söknum Harðar sárt og eigum erfitt með að trúa því að við eig- um ekki eftir að hitta hann oftar. En mestur er söknuður þeirra sem næst honum stóðu og er hann óbærilegur. Við getum vart ímyndað okkur hvernig líf þeirra verður þegar Hörður verður ekki lengur þátttakandi í því. En við vonum svo sannarlega að ljúfar og yndislegar minningar um Hörð mildi sorgina. En það er öruggt að allir sem þekktu Hörð eiga bara góðar og bjartar minn- ingar um hann og hann mun allt- af eiga stað í hjarta okkar. Ef við hugsum og breytum í anda Harð- ar er öruggt að við munum breyta rétt. Elsku kæru vinir, Hrafnhildur, Þorsteinn, Hjalti, Ingibjörg, amma, afi og frænd- fólk við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Harðar vinar okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Inga Margrét og Ingi, Guðrún og Atli Steinar. Hörður hefur alla tíð verið hluti af leikskólanum Kiðagili. Hann byrjaði hjá okkur sem barn fyrir allmörgum árum. Þeg- ar hann varð 18 ára byrjaði hann að vinna á Kiðagili. Hörður átti sín verk og sína deild, tilheyrði alla tíð deildinni Smára. Hann var virkur í útiveru og það var enginn starfsmaður jafn góður í að ýta rólu og hann. Ef Hörður var úti var okkur hin- um ekki hleypt nálægt þeim sem þurfti að ýta. Herði fannst hins vegar ekkert gaman að fá verk- efni eins og að moka snjó eða eitthvað annað sem ekki var planað en hann leysti það vel af hendi og best mokuðu tröppur bæjarins voru hjá okkur. Hann gæddi kaffistofu Kiða- gils lífi og ef við vorum í ein- hverjum vafa um hvaða mynd við ættum að sjá í bíó, þá var Hörður starfsmaðurinn sem best var að spyrja. Óbilandi áhugi hans á kvikmyndum var heillandi. Hann fylgdist bæði með því sem út var komið, því sem var í framleiðslu og framhaldsmyndum sem enn voru á teikniborðinu. Það voru því ófáir kaffitímarnir sem fóru í umræðu um kvikmyndir. Það má segja að við Kiðlingar höfum séð Hörð vaxa og dafna í gegnum tíðina, frá því að vera barn í ungling og frá unglingi í ungan mann. Ungan mann sem skilur eftir fallegar minningar, náði að þroskast vel með sinni fötlun og sinnti verkefnum sínum af alúð. Eftir að Hörður veiktist, reyndum við að halda góðu sam- bandi við hann. Við fórum með barnahópa á lóðina heima hjá honum og sungum, færðum hon- um eftirlætisleikskólamatinn, hringdum myndsímtöl og buðum honum til okkar að borða á starfsdegi. Hörður okkar Kiðlinga er bú- inn að kveðja. Margra ára sam- veru er lokið, lokalagið hefur ver- ið spilað, „kreditlistinn“ hefur tekið enda. Næsta þáttaröð er byrjuð hjá honum á öðrum stað. Hörður lést í faðmi fjölskyld- unnar 14. september síðastliðinn, á afmælisdegi Kiðagils, og minn- ing hans mun ávallt lifa hjá okk- ur Kiðlingum. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu Harðar. Fyrir hönd starfsfólks leik- skólans Kiðagils, Inda Björk Gunnarsdóttir. Hörður Þorsteinsson um nánustu heldur einnig okkur vinum Gunnars Braga, Hóla- vegspúkunum, og öðrum gaurum sem bættust í hópinn úr næstu götum í suðurbænum. Hennar heimili og faðmur alltaf opinn, al- veg frá bernskuárum okkar á Hólaveginum, síðar í Háuhlíðinni þangað sem þau Svenni fluttu eða í Sauðármýrinni þar sem Imba bjó til hinsta dags. Henni gat legið hátt rómur- inn, hláturinn skar sig úr þar sem fleiri en tveir komu saman. Dálítill prakkari inn við beinið og fljót að sjá spaugilegar hliðar á málum. Alvaran þó aldrei langt undan, staðföst en ekki ströng og gat látið okkur drengina heyra það ef svo bar undir. Upp koma margar hlýjar og skemmtilegar minningar um góðar samverustundir, nú síðast í sumar í brúðkaupi Gunna og Sunnu, þar sem sólin skein og Imba naut sín með sínu fólki. Skyndilegt fráfall hennar kennir okkur enn á ný að lifa lífinu lif- andi og njóta augnabliksins. Við vitum aldrei hvenær það kemur aftur. Ég færi Gunnari Braga, Atla Frey og Björgvini, og þeirra fjöl- skyldum, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Eddu, með þökk fyrir allt. Björn Jóhann. Hún elsku Imba mín er farin, vonandi er hún búin að finna hann Svenna sinn. Hún eyddi síðasta deginum sínum í berjamó með góðum ná- grannakonum, það hefði verið gaman að vera með. Hún, umkringd berjalyngi að horfa yfir sveitina sína og Hofsós þar sem hún ólst upp, en að fara í berjamó var eitt af því skemmti- legasta sem Imba gerði. Minningarnar hrannast upp eftir áralanga vináttu og sökn- uðurinn er sár. Hvíldu í friði, elsku vinkona. Hittumst síðar í blóma- og blá- berjabrekkunni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (I.S) Elsku Björgvin, Gunnar og Atli, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar. Magga Yngva. Margrét Yngvadóttir. Það leið ekki langur tími frá því að ég kynntist Sillu eigin- konu minni þar til leiðin lá norð- ur á Krók með troðnar ferða- töskur til viku dvalar hjá Imbu, Svenna og strákunum. Styttra mátti það ekki vera fyrir þær frænkur og vinkonur. Á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru síðan þá hef ég ásamt fjölskyldu minni fengið að njóta þeirra ein- stöku mannkosta sem Imba bjó yfir. Léttleikinn var þar í fyr- irrúmi, næm tilfinning fyrir því skemmtilega í lífinu og um- hyggja fyrir fólkinu sem stóð henni næst. Heimili Imbu og Svenna stóð okkur alltaf opið, miðpunktur í reglulegum heimsóknum á æskustöðvar Sillu. Imba var eft- irsóknarverður og skemmtilegur ferðafélagi sem fór létt með að skipta úr alvarlegu spjalli í gott grín og svo til baka – alveg þar til eitthvað spaugilegt bar aftur á góma. Fyrst og síðast var Imba góð og gefandi manneskja og það sýndi sig í vilja og áhuga fólksins hennar til að njóta samvista með henni. Vinkonusamband hennar og Sillu var óviðjafnanlegt og nærði og kætti sálarlíf okkar hinna sem fengu að fylgjast með. Ólafur Hauksson. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN ÞORSTEINSSON mjólkurfræðingur, Brekkugötu 36, Akureyri, lést sunnudaginn 19. september á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð heimahlynningar á Akureyri. Stefanía Einarsdóttir Fjóla Heiðrún Héðinsdóttir Hjörtur Narfason Einar Örn Héðinsson Edda Björk Eggertsdóttir Sigurlína Þóra Héðinsdóttir Alexander H. Jarosch afabörn og langafabörn Í dag kveð ég tengdamóður mína Vígdögg Björg- vinsdóttur, Dögg. Hún var kjarnakona sem bar þetta mikla nafn fyrst kvenna. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um 30 árum. Hún tók sér tíma í að mynda sér skoðanir á tengdasyninum og varð æ sáttari við hann, held ég. Hún gat verið föst fyrir enda með skoðanir á flestu, ekki síst málefnum kvenna. Kvenrétt- indakona var hún af lífi og sál. Vorum við oft á öndverð- um meiði þegar stjórnmál bar Vígdögg Björgvinsdóttir ✝ Vígdögg Björgvins- dóttir fæddist 20. febrúar 1933. Hún lést 9. september 2021. Útför Vígdaggar fór fram 21. sept- ember 2021. á góma og gátum tekist á um ýmis mál en þær þræt- ur höfðu ekki eft- irmál. Dögg var greind kona, mik- ill lestrarhestur, fastagestur á bókasafninu og fylgdist vel með þjóðmálunum og var því fjölfróð. Dögg bar hag afkomenda sinna mjög fyrir brjósti og var mik- ið í mun að þeir menntuðu sig. Sjálf hélt hún ung kona til Reykjavíkur til að nema hjúkrun. Vann hún sem starfsstúlka á Kleppsspítala eftir komuna til Reykjavíkur og hóf í framhaldi af því nám í Hjúkrunarkvennaskóla Ís- lands. Vann hún síðan lengst af á Kleppi og lauk þar starfsævinni. Dögg var sjó- mannskona og hafði því í mörg horn að líta auk vinnu og barnauppeldis. Eiginmaður hennar var ljúfmennið Sæ- mundur Sveinsson skipstjóri hjá Hafskipum. Upplifði Dögg sorgir á langri ævi. Fráfall eigin- manns, tengdasonar, barna- barns, systkina og vina. Á þeim stundum kom æðruleysið sem var svo ríkt í fari hennar best í ljós. Dögg var kona at- hafna, ekki eingöngu orða, og fyrst til að rétta hjálparhönd þegar aðrir áttu erfitt. Hún gekk þá fumlaust í málin. Dögg dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Eir síðustu árin og hafði oft á orði að hún skildi ekki hvað almættið meinti með því að sækja hana ekki í stað ungs fólks sem væri að kveðja. Hrakaði henni hratt síðasta daginn sem hún lifði og fékk hægt andlát umkringd afkom- endum. Þakka ég sómahjón- unum Dögg og Sæmundi kynn- in og alúðina í garð mín og minna. Blessuð sé minning þeirra. Votta ég afkomendum, ætt- ingjum og vinum Daggar sam- úð mína. Einar Ásbjörnsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.